Gott eða slæmt fordæmi?

Spurning hvort nýi meirihlutinn í Reykjavík geri sér grein fyrir því fordæmisgildi sem verið er að sýna með þessu?

Reyndar snýst málið um gamla yfirsjón: Auðvitað hefði átt fyrir langt löngu að setja í deiliskipulag (ekki deiluskipulag) að ekki væri heimilt að byggja stærri, hærri né öðruvísi hús en sem fyrir eru, nema með ströngum skilyrðum. Heimilt væri að endurgera eldri hús sem og færa þau til eldri húsagerðar.

Annars er það fasteignamatið sem er aðalástæðan fyrir þeim þrýstingi sem verður til að ýmsir hyggja gott til glóðarinnar í miðbænum þegar hús brennur eða skemmist af einhverjum ástæðum. Þá eru menn fljótir til að byggja stærra og hala inn stórgróða. Fasteignamatið gerir ekkert annað en að elta markaðsverðið uppi og þegar engar hömlur virðast vera, þá er braskhugsunarhátturinn alls ráðandi. Man nokkur eftir ástæðunum fyrir því þegar Fjalakötturinn var rifinn? Leigutekjurnar af þessu skonda húsi dugðu vart fyrir fasteignagjöldum og tryggingum! Af þeim augljósu ástæðum var því praktískara fyrir eigandann að rífa og útbúa nokkur bílastæði á fasteigninni í staðinn! Rétt væri að fasteignamatið aðlagi sig fremur að notkunargildi þeirra húsa sem fyrir eru og þeim kvöðum sem eðlilegt væri að settar séu varðandi byggingmagn og gerð bygginga.

Ef miðbærinn og eldri borgarhlutinn hefði notið eðlilegra verndarsjónarmiða öllu fyrr, helst frá fyrstu tíð, hefði verið unnt að koma í veg fyrir alvarleg byggingaafglöp í miðbænum. Af hverju var Morgunblaðshúsið byggt eins og æpandi skrýmsli yfir miðbænum? Og önnnur hús á borð við Búnaðarbankahúsið, Austurstræti 18 og Silla og Valda húsið í Austurstræti. Fyrir nokkrum árum var byggt skelfilega ljótt hús í stað gamla Ísafoldarhússins. Þar hafa allmargir þingmenn kontóra sína. Í Lækjargötu kom alveg skelfilegt hús í stað Nýja bíós, Almennar tryggingar byggði mjög ódýrt hús en mjög æpandi milli gamla Reykjavíkurapóteks og Hótel Borgar. Svona mætti lengi telja í sundurgerðri byggingasögu Reykjavíkur. Í miðbænum ætti að leggja áherslu á endurgerð eldri húsa en ekki að menn fái að byggja eins og þeim sýnis. Gler, plast og önnur nýtísku byggingarefni ætti að vera sungið hið snarasta í bann sem byggingarefni utanhúss í miðbænum.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242898

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband