Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
22.1.2008 | 08:39
Læknir tekur við af lækni
Margt gott er um nýja málefnasamning nýja meirihlutans í Reykjavík að segja. Þar er hnykkt betur á þeim stefnumótun sem taka hefur þurft á í framkvæmdum og sýn til framtíðar. Óskandi er að miðbærinn og eldri hluti Reykjavíkur verði varðveittur í þeirri mynd sem nær upphafinu er, en óskipulögðu samansafni húsa sem einkennist af mikilli sundurgerð og húsagerð sem er æpandi á það eldra sem fyrir er.
Eðlilegt er að Ólfafur F. sé núna í sviðsljósinu enda er hann ekki aðeins lykillinn að þessum meirihluta, heldur einnig helsti veikleiki hans. Hann má ekki forfallast undir neinum kringumstæðum og því þykir mörgum hann færast nokkuð mikið í fang, jafnvel reisa sér hurðarás um öxl. En verður ekki að vona það besta?
Nú verður væntanlega skipt um gír í borgarstjórninni. Nú er fátt því til fyrirstöðu að Sjálfstæðisflokkurinn taki aftur upp REI málið að nýju og leiði það áfram með þeirri varkárni sem Ólafur F. vill gjarnan sýna í því máli.
Ef þessi meirihluti spryngur eins og sá fyrri, þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að Dagur læknir taki aftur við. Að mörgu leyti er það prýðilegt að læknar fari með æðstu stjórn Reykjavíkur enda sjá þeir mjög heildstætt yfir það sem gera þarf líkt og verkfræðingar en að sjálfsögðu á gjörólíkan hátt.
Mosi
F-listi og D-listi í samstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2008 | 08:14
Merk tímamót
Merk tímamót urðu þegar konur voru kosnar í bæjarstjórn Reykjavíkur. Þær komu með ný viðhorf sem komu mörgu vel til leiðar. Í einu mikilsverðu máli yfirsást þeim þó en það var ákvörðun um að byggja gasstöð í Reykjavík en uppi voru áform að virkja Elliðaárnar. Vegna fyrri heimsstyrjalarinnar tók að miklu leyti fyrir kolainnflutning til landsins og varð þá Gastöðin ekki það fyrirtæki sem gat sinnt þeim væntingum til til hennar ver gerð. Nokkru eftir heimsstyrjöldina var hafist handa við virkjun Elliðaánna sem kunnugt er og mun sú stöð anna í dag með sínum 2 MW nær götulýsingu á höfuðborgarsvæðinu.
Mosi
100 ár frá því fyrstu konur settust í borgarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2008 | 15:31
Nú ganga Gyðingar of langt
Þessar gömlu deilur eru að færast stöðugt út á hengiflugið. Það er eins og óvitar séu að leika sér að eldinum. Þessar aðgerðir Gyðinga eru til þess fallnar að vekja enn meiri tortryggni til þeirra og efla hefndarþörf andstæðinga þeirra.
Ekkert fjölgjar hermdarverkum jafnmikið og kúgun á fólki sem er meðvitað um að vilja halda sjálfstæði sínu og sérstöðu.
Þessar tvær ólíku þjóðir, Ísraelar og Palestínumenn þurfa að læra aðþeir eru ekki fremur en Palli, einir í heiminum. Hvers vegna í ósköpunum geta þessar þjóðir ekki lifað í sátt við hvora aðra? Eu það kannski hergagnasalarnir sem stöðugt kynda undir? Fyrir þeim er friður e-ð andstyggilegt, atvinnuleysi og tekjutap.
Fyrir Mosa er ekkert betra en þegar kaupahéðnar vopna og viðurstyggðar pakki saman og komi sér í burtu. Þeir eru viðsjárverðasta hyski sem hvergi ætti að þrífast!
Af hverju í ósköpunum eru ekki fleiri ráðstefnur um þessi mál?
Þessi stefna er öruggasta leiðin til tortýmingar og ef ekki verðr tekin friðsamari stefna verðuranskotinn laus, ástandið verður jafnvel verraen verið hefur.
Mosi
Rafmagnsleysi á Gasa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2008 | 15:09
Skiljanleg sjónarmið
Ljóst er að jarðneskar leifar þessa merka snillings verða einhvers staðar að leggja í helgan reit. En ýmsum spurningum er enn ósvarað. Þannig er ekki vitað á þessari stundu hver sé afstaða nákominna ættinga og annarra sem málið varða. Gæti hugsanlega orðið einhver deila við Bandaríkin út af þessu? Ef svo væri, gæti verið æskilegt að Fischer væri jarðsettur hér á landi því hlutur bandarískra stjórnvalda er ekki par glæsilegur gagnvart þessum mesta skáksnilling þeirra og sem hafði nánast öll skilyrði að vera óskabarn þeirra.
Þegar rætt er um þennan grafreit á Þingvelli, þá er ljóst að hann var hugsaður sem heiðursgrafreitur. Vandamálið er að þeir sem þar eru voru aldrei spurðir í lifandi lífi hvort þeir væru samþykkir að vera grafnir þar. Við vitum því ekki hvort samþykki hefði verið fyrir því.
Ef þessi upphaflegi heiðursgrafreitur yrði allt í einu vinsæll og margir myndu vilja vera grafnir þar, mætti Jónas frá Hriflu vel við una en hans mun hugmyndin að gera Þingvöll aðheiðursgrafreit. Hvað með ýmsa auðmenn sem gjarnan vildu hvíla beinin þar eftir ævilangt strit og svitakóf í kauphöllum heimsins?
Það er því úr vöndu að ráða fyrir þá nefnd sem ábyrgð hefur þjoðgarðinum Þingvelli. Nefndin sú kemur ábyggilega til að taka afstöðu til þessa máls enda er hér um nokkuð stóra ákvörðun þar sem reynir á fordæmisgildi ákvörðunarinnar.
Ljóst er að þeir menn og konur sem áttu Fischer sem góðan vin í skákíþróttinni vilji gjarnan veg hans sem mestan. Hugmyndin um að hann fái að hvíla á þessum stað er því mjög skiljanleg. En rétt er að það verði í fullu samráði og sátt við alla þá sem málið varðar.
Mosi
Fischer grafinn á Þingvöllum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2008 | 14:00
Var Moniku Lewinsky att út í foraðið?
Mörgu er ábyggilega ósvarað um þetta einkennilega æsingamál sem kostaði að sögn kunnugra bandaríska skattborgara mun hærri fjárhæðir en rannsóknin á hermdarverkunum 11. sptember. Þar var ýmsu áfátt.
Ein áleitnasta spurningin um þetta Lewinsky mál er sú, hvort þessari ungu konu var bókstaflega att út í þetta forað til þess að koma mætti höggi á Clinton forseta? Öll rannsóknin beindist fyrst og fremst að fá fram játningu Clintons á þessu hneyksli. Vitað var að hann hafði auga fyrir snotrum snótum og þaðer ósköp náttúrulegt og enginn skaði skeður meðan ekkert meira gerist. En þarna varð önnur atburðarás sem mörgum fannst vægast sagt vera á ákaflega lágu plani.
Ríkari ástæða er að komast að því hvað raunverulega gerðist í aðdraganda atburðanna 11. sept. semBush stjórnin er ekkert of vel við að séu dregin fram í dagsljósið.
Mosi
Hillary tjáir sig um Lewinsky-málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2008 | 09:44
Sálarlaus hernaðarhyggja
Einkennilegt má það vera, að friðsöm þjóð sem vart getur rekið heilbrigðisþjónustu né skólakerfi með þeirri reisn sem í nágrannalöndunum, að allt í einu séu stjórnvöld hugfangin af þeirri sálarlausu hernaðarhyggju sem nú hefur verið í gangi á Vesturlöndum og er nú að festa einnig rætur austur í Rússlandi. Af hverju er þetta allt í einu orðið forgangsverkefni? Þessi barnslega trú á hernað og að alltaf eigi að gera það sem Bandaríkjamamma vill segja þér, er þvílíkt mýraljós beint inn í svartnættismyrkur nauðhyggju núverandi stjórnvalda í Bandaríkjunum. Þar er því miður við völd valdaklíka sem hefur leitt okkur langt af réttri leið til friðsamlegra samskipta meðal þjóða. Í stað þess að fylgja framsýnum mannréttindafrömuðum á borð við Nelson Mandela og fleirri ágætra hugsjónamanna er verið að vígvæða alla heimsbyggðina. Og nú vill utanríkisráðherra okkar Ingibjörg Sólrún sem fyrr á árum var einlægur hernaðarandstæðingur kominn í hóp þeirra sem vilja gjarnan taka þátt í þessum varhugaverða leik.
Því miður vill oft verða lítil umræða um stórmál sem þetta. Nú á eftir nýjustu breytingum á þingskaparlögum á Alþingi aðeins að leyfa stuttar ræður. Kannski verður haldið áfram á þeirri braut og aðeins örfá orð leyfð og ræður þingmanna eftirleiðis minni einna helst á símskeyti.
Sá merki Aristóteles, lærisveinn Plató, setti fyrirsögn framsetningar góðrar ræðumennsku. Hann skipti efninu í þrjá parta: A-B-A. Í fyrsta hluta (A) var nokkurs konar kynning eða inngangur á meginefninu. Þá kom B kaflinn, þessi leiðinlegi þar sem rökstuðningur, heimildir og allt sem máli kunni að skipta kæmi fram. Síðan væri í seinni A hluta þ.e. niðurlag góðrar ræðumennsku þar sem væri stutt yfirlit um aðalatriði og einnig hnykkt á helstu áhersluatriðunum: Auk þess legg eg til að Karþagó verði lögð í rúst endaði t.d. einn frægasti ræðusnillingur í Róm mál sitt í Senatinu þar.
Ísland axli ábyrgð á eignin öryggi er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu. Hvað á hún við með þessu? inntakið er réttlæting að eyða gríðarlegu fé í hernaðarhyggju sem kemur síst af öllu Íslendingum að gagni. Við þurfum engar varnir á borð við herflugvélar sem einungis eru til árása og tortímingar. Við þurfum hins vegar á öllum þeim fjármunum sem hafðir eru af okkur skattborgurum til að reka heilbrigðiskerfið, skólana okkar og þjónustu við alla aldurshópa okkur til hagsbóta en EKKI þessum sálarlausu hernaðarhyggjumönnum!
Mosi
18.1.2008 | 09:09
Kunna þeir aðeins að hækka?
Svo virðist að svipað sé uppi á teningunum hjá olíufélögunum og í Seðlabanka að á öllum þessum bæjum kunni menn ágætlega til verka þegar þarf að hækka, hvort sem það sé um verð á vörum eða stýrivexti að ræða.
Spurning hvort við neytendur þurfum ekki að kenna þessum herramönnum hvernig á að lækka. Það getur tæplega verið mjög flókið að setja af og til í bakkgírinn þegar það er nauðsynlegt. Kannski mætti setja upp námskeið fyrir olíufélagsforstóra og bankastjóra í að lækka. Það er t.d. mjög einfalt að setja mínus fyrir framan einhverja tölu til að vekja menn af værum blundi.
En þetta eru gírugir hagsmunaaðilar sem vilja hafa sem mest fé af okkur neytendum til að hámarka gróðann. Því virðist aðeins vera eitt til í huga þeirra: hækka!
Mosi
Lækkun á bensínverði ólíkleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2008 | 16:28
Gamli miðbærinn
Margir hafa tjáð sig um húsafriðun að undanförnu og sitt sýnst hverjum.
Ekki er lýsingin fögur á þessum gömlu húsum sem styrinn stendur nú um, neðst á Laugaveginum. Auðvitað voru þau börn síns tíma. En hvað á að koma í staðinn? Braskarinn sem kaupir einhverja fasteign til að rífa fylgifé hennar, gömul hús, vildi helst af öllu byggja 50 hæða hús til að fá sem mest fyrir fjárfestingu sína. Sú hugmynd nær auðvitað ekki nokkurri átt sökum grenndarsjónarmiða.
Lögfræðilega hugtakið fasteign er tiltekinn flötur af yfirborði jarðar og inn að miðju hennar. Mannvirki sem eru á fasteigninni er talið fylgifé hennar eins og við höfum orðið vitni að: unnt er að rífa, flytja og jafnvel brenna þetta fylgifé fyrir hunda og manna fótum og ekkert er gert meira í því.
Vandræðin vegna þessara gömlu húsa nú er að á sínum tíma gleymdist að setja dálitla kvöð af Reykjavíkurborg um það að hús í miðbæ Reykjavíkur mætti aðeins endurgera jafnstór og þau sem fyrir eru á fasteigunum. Fyrir vikið eigum við engan ekta miðbæ þar sem húsagerð er svipuð og frá eldri tíma. Við horfum upp á gamaldags eldri virðulegar byggingar frá 18. öld við hliðina á einhverju risastóru gler og steinstepuskrímsli. Er það sem við viljum?
Um endurgerð miðbæjar Reykjavíkur þyrfti sem fyrst að hefjast umræða á hærra plani en verið hefur. Við eigum að stuðla að sem mestri varðveislu eldri húsa - þar sem það á við og að þau falli sem best inn í það umhverfi sem fyrir er.
Mosi
17.1.2008 | 16:03
Hænufet í rétta átt
Þegar Sundabrautin komst fyrst í umræðuna fyrir um aldarfjórðungi eða jafnvel fyrr, var strax rætt um að framkvæmdin væri mjög nauðsynleg en jafnframt bæði vandasöm og dýr. Miðað við þáverandi hugmyndir var rætt um að Sundabrautin yrði tilbúin ekki seinna en 2006. Nú er árið 2008 runnið upp og enn geta ekki bifreiðar né önnur ökutæki ekið eftir ekki einu sinni smákafla hennar! Svona getur blessuð pólitíkin verið, stjórnmálamenn uppteknir upp fyrir haus að lofa öðrum kjósendum hinum megin á landshorninu að byggja brú, leggja veg, grafa göng og það sem ekki má gleyma: byggja gríðarlega stíflu í óþökk tugþúsunda þjóðarinnar. Fyrir brot þeirrar miklu fjárhæð hefði verið unnt að byggja Sundabraut fyrir langt löngu.
Með samþykki borgarstjórnar um mál varðandi Sundabraut hefur málið þokast eitt hænufet, vonandi í rétta átt. Nú á eftir að rífast um það hvort eigi að grafa göng, byggja brú og kanski litlar eyjar í leiðinni. Og svo þarf allt klabbið að fara í umhverfismat og útboð. Þá er Mosi kannski dauður loksins þegar brautin er komin breið og greið. Ferli sem hefði undir venjulegum kringumstæðum tekið 2 - 3 ár í framkvæmd fyrir 20 árum, tekur kannski hálfa öld í viðbót - hið minnsta - ef fram horfir eins og fram að þessu og allri þeirri handarbaksvinnu sem við höfum verið vitni að.
Mosi
Samþykkir Sundabraut í göngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2008 | 14:01
Forgangsverkefni?
Er forgangsverkefni íslensku ríkisstjórnarinnar að fleygja hálfum miljarði króna til að halda uppi áhöfnum erlendra stríðsflugvéla á dýrustu gistihúsum landsins meðan þeir dveljast hér fram yfir að bæta heilbrigðiskerfið og skólakerfið á Íslandi?
Við skattborgar þessa lands viljum fá betri heilbrigðisþjónustu og betri skóla. Og við viljum Sundabraut. Hernaðarþjóðirnar eiga að bera uppi sinn kostnað fyrst þeir vilja vera með þessi hlægilegu en rándýru mannalæti.
Framlög til hernaðarmála: NEI TAKK!
Mosi
Ísland axli ábyrgð á eigin öryggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar