Skiljanleg sjónarmið

Ljóst er að jarðneskar leifar þessa merka snillings verða einhvers staðar að leggja í helgan reit. En ýmsum spurningum er enn ósvarað. Þannig er ekki vitað á þessari stundu hver sé afstaða nákominna ættinga og annarra sem málið varða. Gæti hugsanlega orðið einhver deila við Bandaríkin út af þessu? Ef svo væri, gæti verið æskilegt að Fischer væri jarðsettur hér á landi því hlutur bandarískra stjórnvalda er ekki par glæsilegur gagnvart þessum mesta skáksnilling þeirra og sem hafði nánast öll skilyrði að vera óskabarn þeirra.

Þegar rætt er um þennan grafreit á Þingvelli, þá er ljóst að hann var hugsaður sem heiðursgrafreitur. Vandamálið er að þeir sem þar eru voru aldrei spurðir í lifandi lífi hvort þeir væru samþykkir að vera grafnir þar. Við vitum því ekki hvort samþykki hefði verið fyrir því.

Ef þessi upphaflegi heiðursgrafreitur yrði allt í einu vinsæll og margir myndu vilja vera grafnir þar, mætti Jónas frá Hriflu vel við una en hans mun hugmyndin að gera Þingvöll aðheiðursgrafreit. Hvað með ýmsa auðmenn sem gjarnan vildu hvíla beinin þar eftir ævilangt strit og svitakóf í kauphöllum heimsins?

Það er því úr vöndu að ráða fyrir þá nefnd sem ábyrgð hefur þjoðgarðinum Þingvelli. Nefndin sú kemur ábyggilega til að taka afstöðu til þessa máls enda er hér um nokkuð stóra ákvörðun þar sem reynir á fordæmisgildi ákvörðunarinnar.

Ljóst er að þeir menn og konur sem áttu Fischer sem góðan vin í skákíþróttinni vilji gjarnan veg hans sem mestan. Hugmyndin um að hann fái að hvíla á þessum stað er því mjög skiljanleg. En rétt er að það verði í fullu samráði og sátt við alla þá sem málið varðar.

Mosi 


mbl.is Fischer grafinn á Þingvöllum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband