Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
29.12.2007 | 18:58
Brugg og bann
Heimilt er að landslögum að brugga til heimabrúks. En um leið og grunur leikur á að brennivínsbúðirnar ÁTVR fái samkeppni þá er fjandinn laus og lögreglunni sigað á þann sem dirfist að keppa um kúnnahópinn.
Einhverju sinni komst lögreglan í feitt fyrir nokkrum áratugum þegar uppgötvaðist stórtæk bruggstarfsemi undir Eyjafjöllum. Öllu var hellt niður sem fannst og fylltust allir nærliggjandi skurðir enda var framleiðslan mjög mikil og þótti mjög vel heppnuð. Ef ökumenn voru eitthvað að drolla framhjá bænum, voru þeir orðnir vel í kippnum þegar þeir voru svo hagsýnir að hafa alla glugga opna og aka lúshægt framhjá! En lögreglan sá við þessu og voru nokkrir ökumenn teknir fullir, jafnvel á skallanum!
Annars er Mosi hættur að brugga enda tekur það því varla. Eins gott að kaupa mjöðinn tilbúinn í brennivínsbúðunum en að taka einhverja áhættu með því að kaupa glundur frá Pétri og Páli.
Mosa þykir hinsvegar undarlegt að fleiri færslur eru vegna þessarar fréttar en þær skelfilegu tíðindi þegar Tyrkir færa sig upp á skaptið og hefja stórtækar loftárásir á Kúrda að bandarískum sið eins og þeir stunduðu í Víetnam á sínum tíma.
Mosi
![]() |
Heimabruggi verður eytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2007 | 21:01
Samsæriskenningar
Eftir svona skelfilega atburði þá er gerðust í dag er eðlilegt að fram komi ýmsar tilgátur um samsæri. Að hvað miklu leyti erlendir hagsmunir kunna að eiga hlut að máli er ekki gott að segja en sjálfsagt er það ekki útilokað. Nú er staðreynd að í Pakistan er gríðarlega öflugur her, n.k. monther núverandi valdhafa ef marka má ýmsar uppákomur og skrautsýningar undanfarna mánuði. Einkennilegt er að þessi monther virðist ekki hafa betri tök á samfélaginu í Pakistan en reyndin er. Helst er að til hans sjáist þegar hersýningar og annað mont er í gangi. Ýmsar fréttir benda til að ólgan sé mjög mikil í landinu og ekki ljóst að hve miklu leyti hún stafar af, t.d. n.k. múgsefjun gagnvart valdhöfunum. Þar virðist herinn ekki hafa nein tök á og skríllinn brennir strætisvagna, lögreglubíla og allt hvað sem þeir virðast geta vaðið uppi með. Og í fréttaskotum er þessi sami skríll vopnaður prikum sem montherinn virðist ekkert ráða við!
Hlutverk valdhafans
Markmið valdhafans á auðvitað að tryggja borgarlegt öryggi allra og þá sérstaklega stjórnmálamanna. Ábyrgð stjórnmálamanna er mjög mikil sérstaklega þar sem sáralítið þarf til að kynda undir ófriðinn og ólguna sem hvarvetna er fyrir hendi. Eldsmaturinn er gríðarlegur. Að þetta grundvallarmarkmið hafi mistekist, að tryggja öryggi Búttós sem og aðra stjórnmálaleiðtoga jafnt ríkisstjórnar sem stjórnarandstæðu verður að telja eina þá verstu handvömm sem herinn og forseti Pakistans situr núna uppi með. Var e.t.v. ásetningur valdhafa að reyna ekki að koma í veg fyrir fleiri tilraunir að ráða Búttó af dögum sem nú tókst? Fram að þessu hefur Búttó sloppið naumlega en tugir ef ekki hundruðir hafa látið lífið í mannskæðum sprengjuárásum. Sérstök ástæða var að óttast að um líf hennar væri sótt. Eru það krókódílatár sem nú hrjóta af hvörmum valdamanna þar eystra?
Óánægjan mun eðlilega beinast gegn þessum aðilum sem bregðast sjálfsagðri skyldu sinni og það er ekki góðs viti. Upplausnaröflin munu færast í aukana og ekki verður auðvelt að bera klæði á vopnin úr þessu. Ljóst er að nú mun renna upp gósentíð fyrir vopnasala í Pakistan. Búast má með auknu smygli á vopnum til landsins, mútur, spilling og undirferli verði meiri en nokkru sinni fyrr. Ástandið verður sennilega eins og oft hefur brunnið við í Texas heimafylki Bush, sem og fleirum fylkjum BNA á tímum stjórnleysis þegar glæpagengi óðu uppi í Westrinu og buðu guði sem öllu góðu fólki byrginn.
Mosi
![]() |
Brestir í öryggisgæslu Bhutto |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2007 | 20:58
Lengi getur vont versnað
Samsæriskenningar
Eftir svona skelfilega atburði þá er gerðust í dag er eðlilegt að fram komi ýmsar tilgátur um samsæri. Að hvað miklu leyti erlendir hagsmunir kunna að eiga hlut að máli er ekki gott að segja en sjálfsagt er það ekki útilokað. Nú er staðreynd að í Pakistan er gríðarlega öflugur her, n.k. monther núverandi valdhafa ef marka má ýmsar uppákomur og skrautsýningar undanfarna mánuði. Einkennilegt er að þessi monther virðist ekki hafa betri tök á samfélaginu í Pakistan en reyndin er. Helst er að til hans sjáist þegar hersýningar og annað mont er í gangi. Ýmsar fréttir benda til að ólgan sé mjög mikil í landinu og ekki ljóst að hve miklu leyti hún stafar af, t.d. n.k. múgsefjun gagnvart valdhöfunum. Þar virðist herinn ekki hafa nein tök á og skríllinn brennir strætisvagna, lögreglubíla og allt hvað sem þeir virðast geta vaðið uppi með. Og í fréttaskotum er þessi sami skríll vopnaður prikum sem montherinn virðist ekkert ráða við!
Hlutverk valdhafans
Markmið valdhafans á auðvitað að tryggja borgarlegt öryggi allra og þá sérstaklega stjórnmálamanna. Ábyrgð stjórnmálamanna er mjög mikil sérstaklega þar sem sáralítið þarf til að kynda undir ófriðinn og ólguna sem hvarvetna er fyrir hendi. Eldsmaturinn er gríðarlegur. Að þetta grundvallarmarkmið hafi mistekist, að tryggja öryggi Búttós sem og aðra stjórnmálaleiðtoga jafnt ríkisstjórnar sem stjórnarandstæðu verður að telja eina þá verstu handvömm sem herinn og forseti Pakistans situr núna uppi með. Var e.t.v. ásetningur valdhafa að reyna ekki að koma í veg fyrir fleiri tilraunir að ráða Búttó af dögum sem nú tókst? Fram að þessu hefur Búttó sloppið naumlega en tugir ef ekki hundruðir hafa látið lífið í mannskæðum sprengjuárásum. Sérstök ástæða var að óttast að um líf hennar væri sótt. Eru það krókódílatár sem nú hrjóta af hvörmum valdamanna þar eystra?
Óánægjan mun eðlilega beinast gegn þessum aðilum sem bregðast sjálfsagðri skyldu sinni og það er ekki góðs viti. Upplausnaröflin munu færast í aukana og ekki verður auðvelt að bera klæði á vopnin úr þessu. Ljóst er að nú mun renna upp gósentíð fyrir vopnasala í Pakistan. Búast má með auknu smygli á vopnum til landsins, mútur, spilling og undirferli verði meiri en nokkru sinni fyrr. Ástandið verður sennilega eins og oft hefur brunnið við í Texas heimafylki Bush, sem og fleirum fylkjum BNA á tímum stjórnleysis þegar glæpagengi óðu uppi í Westrinu og buðu guði sem öllu góðu fólki byrginn.
Mosi
![]() |
Árásin á Bhutto sögð svipuð aðferðum al-Qaeda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.12.2007 | 11:36
Stöðvum Tyrki!
Af hverju í ósköpum eru Tyrkir ekki stöðvaðir? Núna á sjálfri friðarhátíðinni ráðast þeir enn eina ferðina enn með loftárásum með samþykki Bandaríkjamanna sem kannski er í hjarta sínu eru mest friðelskandi þjóð svona næst hjartanu og inn undir beinið. Því miður eru það stríðsæsingamennirnir í því guðsvolaða landi sem hafa mestu ráðið og hafa dregið Bandaríkjamenn inn í hverja aðra hneysuna á fætur annarri. Einhvern tíma rennur upp hjá þeim að þeir verði að bæta fyrir þau afglöp sem tengd eru Bush forseta sem ku vera bæði fremur illa að sér og gjörsamlega siðblindur hrokafullur gikkur. Ofbeldi hefur aldrei borgað sig og kemur þeim ætíð í koll sem því beitir.
Loftárásir eru mjög afdrifaríkar og leggja stríðsmenn sem þeim beita í lágmarksáhættu. Þar er leikurinn bæði ójafn og með öllu útilokað að verjast nema með mjög dýrri tækni.
Mosi
![]() |
Tyrkir halda áfram loftárásum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.12.2007 | 15:23
Púðurtunna
Einkennilegt er að heimurinn stoppi ekki Tyrki í þessu þjóðarmorði á Kúrdum. Á dögum fyrri heimsstyrjaldar voru um hálf önnur milljón Kúrda útrýmt af tyrkneskum yfirvöldum með áþekku hugarfari og með hugmyndafræði nasistanna gagnvart minnihlutahópum á borð við Gyðinga. Þegar minnst er á þessu grimmdarlegu morð þá taka Tyrkir þessu mjög illa og verða illir við þegar minnst er á þessi vonskuverk. Nú eru þeir að færa sig upp á skaftið og með samþykki Bush forseta BNA þá er ekki von á góðu um frið í þessum heimshluta. Grimmdarverk Tyrkja núna verður að stoppa í tæka tíð og gefa betur gaum að sjálfstæðiskröfum Kúrda. Kannski það sé eina raunhæfa tækifærið að koma á friði í þessum heimshluta með einhverju viti með því að sjálfstjórn þeirra verði viðurkennt. Það verður að stoppa þessar hernaðarlegu aðgerðir Tyrkja því þær skilja engu öðru en auknu ofbeldi og að bæta gráu ofan á svart. Fjölgun flóttamanna frá þessum ófriðarsvæðum sem Tyrkir koma af stað er ekki til að draga úr spennu í þessum heimshluta.
Íslendingar voru fyrsta þjóð að viðurkenna sjálfstæði Ísraela fyrir nær 60 árum. Íslendingar voru einnig fyrst frjálsra þjóða að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Spurning er hvort ekki sé núna komið að Kúrdum?
Mosi gerir þá kröfu til íslensku ríkisstjórnarinnar að Utanríkisráðuneytinu verði án tafar falið að kanna hvernig þessi mál verði tekin fyrir á alþjóðlegum vettvangi. Ekki gengur að ein af bandalagsríkjum Nató fari með endalausan ófrið gagnvart nágrönnum sínum án þess að alþjóðasamfélagið grípi fram fyrir hendurnar á þessum ófriðsömu stjórnmálamönnum í Tyrklandi sem fá að vaða uppi án þess að þeir þurfi að bera minnstu ábyrgð.
Að öðrum kosti getur orðið þvílíkt ófriðarbál sem ekki verður slökkt svo auðveldlega. Ófriður í þessum heimshluta eykur spennu í öðrum, svo einfalt er nú það!
Mosi - alias
![]() |
Mörg hundruð felldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2007 | 15:59
Kaldastríðið átti sínar skuggahliðar
Á þessum árum var kaldastríðið í miklum uppgangi. Skelfileg tortryggni var bæði í austri og vestri, enginn mátti hugsa öðru vísi en sem valdhöfunum var þóknanlegt. Meira að segja á Íslandi var illa séð að ræða um alþjóðastjórnmál öðru vísi en með gleraugum Bandarríkjamömmu. Menn voru án undantekninga úthrópaðir sem kommúnistar eða þaðan af verra: útsendarar kommanna í Kreml. Núna í dag erum við sem betur fer að upplifa aðra tíma þegar frjáls hugsun fær að njóta sín án þess að hún sé lituð af hagsmunagæslu BNA eða þáverandi Sovétríkjanna. En því miður geta þessir tímar runnið upp aftur: Vestur í Bandaríkjunum hefur valdaklíka sem er gegnsýrð glórulausu hernaðarbrölti tröllriðið öllum húsum á undanförnum árum. Og í austrinu er Pútín núverandi þjóðarleiðtogi Rússlands búinn að koma ár sinni svo vel fyrir borð, að á þeim átta árum sem hann hefur gegnt því mikilvæga embætti er hann orðinn einn af mestu auðmönnum heims. Í kvæði Þorsteins Erlingssonar um Jörund hundadagakonung bendir skáldið á þá mikilvægu staðreynd að til að koma sér upp valdakerfi þarf fyrst að tryggja sér nægan auð til þess. Og hvernig geta auðmenn styrkt og eflt völd sín öðru vísi en með auðnum sem hefur fram að þessu verið ágæt ávísun á traust völd. Sá valdasjuki þekki sér engin takmörk, ætíð ber að efla þau og styrkja.
Ætli við getum ekki tekið undir með Einari þveræing sem segir frá í Heimskringlu Snorra Sturlusonar að þröngt yrði bændum á Íslandi fyrir dyrum sínum ef Noregskonungur eignaðist Grímsey og hæfi að færa sig upp á skaftið!
Fornritin eru einhver sú mesta náma fróðleiks sem við Íslendingar eigum og auðvitað er rétt að halda þeim merku bókmenntum uppi til að auðga og efla þau völd sem okkur eiga að vera dýrmætust: að treysta þekkingu okkar og andakt yfir þessum sjóði sem er dýrmætari en prjál og tildur alls heimsins.
Sá sem sækir sér styrk í þessar bókmenntir er ekki síður auðugri en þeir sem eru að baða sig í þessu einskisverðu völdum, sem kannski verður nokkuð stutt í.
Með ósk um gleðileg jól og farsælt nýtt friðsamlegt ár.
Mosi
![]() |
Vildi fjöldahandtökur árið 1950 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2007 | 09:21
Nokkuð nýtt?
Því miður er einkavinavæðing og sérstök kurteysi gagnvart vissum persónum að verða að nokkurs konar óskráðum reglum innan Sjálfstæðisflokksins. Persónudýrkun er að verða eitt það alvarlegasta mein innan þessa stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi og á ábyggilega eftir að koma flokknum í koll þó síðar verður.
Persónudýrkun hefði betur verið fleygt á öskuhauga sögunnar fyrir löngu. Því miður hafa ýmsir þjóðarleiðtogar sem hafa einhvern tíma orðið á í messunni vegna umdeildra ákvarðana orðið til að draga þjóðir inn í rás atburða þar sem betur hefði verið látnir vera.
Þegar ljóst er að vissar persónur sækja um mikilvæg embætti, þá er það góðum embættismannaefnum ekki hvatning að sækja um undir slíkum kringumstæðum.
Þegar viss persóna fékk þá stöðu sem hann gegnir núna, var hún ekki auglýst. Það þótti ekki taka því!
Mosi - alias
![]() |
Gagnrýna skipun í dómaraembætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2007 | 18:28
Framandi fuglar
Alltaf er gaman að sjá nýja gesti á og við Ísland. Óskandi er að þeir fái að vera í friði fyrir bæði mannfólki sem og hundum sem oft vilja eltast við e-ð sem þeim er framandi.
Fuglategund þessi er sögð vera frá Spáni og Miðjarðarhafi, jafnvel kann kominn allt sunnan frá miðbaug. Á Kanaríeyjum t.d. Fuerteventura má oft sjá ýmsar fuglategundir sem er okkur Íslendingum ekki ókunnar. Þar má t.d. sjá spóa og sanderlur sem hafa vetrarstöðvar í suðurlöndum. Gaman er að rekast á þessa góðu kunningja sem færa með sér okkur vorið og hlýindi.
Mosi
![]() |
Sjaldséður gestur við Vík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2007 | 21:15
Hvað er í gangi?
Svona gengur það til í heimi viðskiptanna
Þegar Árni Sigfússon núverandi bæjarstjóri í Keflavík var forstjóri tölvufyrirtækisins Tölvutækni var eitt af hans fyrstu verkum að afskrifa einhver ósköpin af gömlum birgðum. Í bókhaldi slíkra fyrirtækja er slík birgðasöfnun ekki mjög raunhæf enda um að ræða vörur sem eru mjög fljótar að úreldast og ef þær eru ekki seldar strax þá missa þær fljótt fjárhagslegt gildi sitt. Árni fékk auðvitað mjög bágt fyrir en hann naut þess síðar í sínum praxís.
Því miður kemur oft fram hjá stjórnendum fyrirtæka aðþeir leggi megináherslu á skammtímaáætlanir og er það auðvitað oft ekki rétt aðferð. Þá kemur oft fram áhersla á skyndigróða og að hámarka hagnað með hliðsjón af þessum skammtímasjónarmiðum. Oft reynist þetta rangt og getur orðið fyrirtækjum dýrkeypt. Þannig lýst mér engan veginn á Kaupþing en fyrir tæpu ári freistaðist ég að kaupa dálíinn hlut í þessu fyrirtæki sem var á blússandi ferð upp verðskala hlutabréfamarkaðarins. Hvað skeður? Þettafyrirtæki rýkur upp í gengið 1250 ef ekki hærra en síðan hefur það fallið óðfluga og er núna rúmlega 850. Hefur verðmæti banka þessa rýrnað sem þessu nemur eða um þriðjung? Nú skortir mig allar forsendur til að meta þetta enda er eg fyrst og fremst tómstundafjárfestir. En satt best að segja finnst mér þetta hafa verið einhver þau afdrifgaríkustu afglöp í fjárfestingum mínum fyrr og síðar og þakka fyrir að hafa ekki fjárfest meira í fyrirtæki þessu. Þó námu fjárfestingarnar andvirði slyddujeppa og fannst mér arðurinn af þeim fjárfestingum vera fuyrðurýran eða skitnar 38 þús. krónur en hagnaður banka þessa nam um 85 milljörðum íslenskra króna! Það er auðvitað óskandi að þetta einkennilega fyrirtæki geti greitt hluthöfum sínum og þar með eigendum einhvern betri arð í nánustu framtíð sm það þó ekki getur í bullandi góðæri. Á síðasta aðalfundi banka þessa komu fram verulega háir kaupsamningar við stjórnendur og er það allt saman mjög einkennilegt.
Annars er hlutabréfamarkaðurinn íslenski mjög einkennilegur um þessar mundir að ekki sé meira sagt. Gengi hlutabréfa hefur fallið mjög mikið og eru eðlilega ýmsar skýringar á því: háir vextir, lausafjárskortur, vaxandi dýrtíð og sitt hvað sem veldur ólgu á markaði sem þessum.
En kannski að Eyjólfur hressist og hlutabréfamarkaðurinn þar með þannig að íslenskir fjárfestar geti
séð einhvern árangurs af ósérhlífinni vinnu sinni að halda uppi íslensku efnahagslíf.
Mosi - alias
![]() |
Forstjóri Morgan Stanley fær engan jólabónus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2007 | 19:50
Ekki einfalt mál
Skiljanlegt er að bóndanum þyki súrt að fá ekki að flytja áhöfn sína með eins og hverja aðra búslóð. En reglur eru settar til að tryggja hagsmuni heildarinnar og það yrði grafalvarlegt ef sjúkdómar gætu hugsanlega borist með skepnunum milli héraða. Nú á tímum er unnt að tryggja sjúkdómavarnir betur en áður var og öll heilbrigðisþjónusta er öflugri en áður.
Yfirvöld eru sennilega treg að veita undanþágur frá gildandi varúðarreglum. Slíkt gæti dregið þann dilk á eftir sér að fleiri komi á eftir og vilji flytja sínar áhafnir rétt eins og aðrir. Þá gæti komið sú staða að öll varúð og eftirlit yrði nánast ekkert. Sjúkdómarnir geta leynst á ótrúlegustu slóðum og orðið að faraldri ef ekki er brugðist nógu fljótt við. Því eru reglurnar sem eru settar með fyrri reynslu í huga.
Spurning nokkuð áleitiner hvort bóndinn sem hér á hlut að máli hafi kynnt sér þessi mál áður en hann ákvað að selja jörð sína og kaupa aðra. Nú er algengt að jarðir séu seldar með fullri áhöfn og framleiðslukvóta. Slíkar jarðir eru eftirsóknarverðar og eru í háu verði. Að flytja framleiðslukvóta milli héraða hlýtur að orka tvímælis og hefur sennilega töluverðan kostnað í för með sér.
Óskandi er að góð lending finnist í þessu nokkuð snúna máli.
Mosi
![]() |
Mátti ekki flytja kýrnar með sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 243768
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar