Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
17.12.2007 | 19:38
Vantar betri rökstuðning
Að svo efnislítill klæðnaður sem hannaður er fyrir augu karlmanna sé betri fyrir umhverfið er ábyggilega mjög hæpin fullyrðing. Í það fyrsta þá getur svona klæðnaður vart verið endingargóður og þarfnaðast ábyggilega aðkomast oftar í þvottavélina en vænta megi af áþekkum efnismeiri klæðnaði.
Mosi
![]() |
Umhverfissamtök mæla með g-streng í jólapakkann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2007 | 18:47
Umdeild breyting á þingskaparlögunum
Sitt hvað gott má segja um þessar breytingar. Þó er ástæða til að staldra ögn við og skoða nánar afstöðu VG manna. Þeirra afstaða að nú væri tekið fyrir málþóf er skiljanlegt. Hvers vegna skyldi stjórnarandstæðan hafa gripið til málþófs með maraþonræðum á liðnum áratugum?
Í stjórnmálum þurfa andstæðingar oft að semja um ýms mál. Þannig er venja að ríkisstjórnin setji fram n.k. lista yfir þau mál sem hún vill gjarnan að nái fram. Til að slíkt sé mögulegt þarf samkomulag að vera fyrir hendi að stjórnarandstæðan fái einhver af sínum málum einnig samþykkt. En þegar framkvæmdarvaldið kemur fram með umdeild frumvörp hefur það verið nánast óskráður réttur stjórnarandstöðunnar að grípa til málþófs til að reyna að koma í veg fyrir samþykkt slíkra frumvarpa. Oft hefur stjórnarandstæðan rétt fyrir sér enda kemur fyrir að lög sem samþykkt eru með miklum meirihluta séu betur geymd á öskuhaugum sögunnar en að vera gildur réttur.
Ein grundvallarforsendan fyrir afnám málþófsréttar stjórnarandstöðunnar var áætun að lengja þingtímann. Ekki virðist sú tilhögun ætla að festast í sessi. Þingi er frestað þó ekki sé liðinn helmingur desember og þangað til um miðjan janúar hefur ríkisstjórnin nánast alræði í landinu. Sögulega séð hafa bráðabirgðalög verið gefin út meðan á þingfrestun hefur staðið þó forsendur bráðabirgðalaga hafi verið tortryggður. Tilgangur þeirra er fyrst og fremst að koma í veg fyrir stjórnleysi meðan þingið er ekki virkt. Í mörgum löndum er réttur ríkisstjórnar til útgáfu bráðabirgðalaga mjög þröngur og jafnvel ekki virkur. Oft hefur útgáfa bráðabirgðalaga orðitð tilefni mjög alvarlegra deilna á Íslandi.
Mér finnst hafa verið farið allt of geyst í þessar breytingar og vakna vissulega áleitnar spurningar um þetta bráðlæti. Í stjórnarandstöðunni eru margir ræðuskörungar sem ríkisstjórnin hefur á vissan hátt fremur ragir við. Ef þessi réttur þeirra til að sinna sínum störfum með sóma er ekki fyrir hendi, þá getur illa verið komið fyrir eðlilegri lýðræðisþróun á Íslandi.
Mosi
![]() |
Alþingi farið í jólaleyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2007 | 14:01
Allt mögulegt gerist í Amríku!
Því miður er þetta alheims vandamál: Að svíkja og svindla fé út úr öðrum.
Í nánast hverri einustu íslenskri stórfjölskyldu eru dæmi um að einhver svartur sauður hefur fengið uppáskrift fyrir láni eða ábyrgð í banka. Bankarnir eru þekktir fyrir að fara stystu leiðina að peningunum. Ef innheimtumenn bankanna vita um að amma skuldarans eigi eignir, þá eru þeir furðu fljótir að þefa slíkt uppi.
Fyrir um 15 árum dæmdi héraðsdómari í skuldamáli með mikilli hjartagæsku. Sá sem hafði fengið bankalánið reyndist gjaldþrota. Bankinn beindi innheimtu sinni að ömmu viðkomandi sem hafði séð aumur á barnabarni sínu og skrifað undir skjal sem fól í sér sjálfsskuldarábyrgð, þ.e. eins og hún væri raunverulegur skuldari. Þrátt fyrir að ljóst væri að lagalega séð væri blessuð konan ábyrg f.h. barnabarnsins, sýknaði héraðsdómarinn gömlu konuna og var dómurinn rökstuddur að þetta væri siðferðislega rangt. Bankarnir fóru hamförum og vonandi hafa þeir gætt sín betur eftir þetta.
Traust er yfirleitt mjög mikið meðal ættingja sem vilja gjarnan styðja hvern annan. En þegar á bjátar þá getur traustið og trúnaðurinn orðið skyndilega einskis virði.
Þessi mál eru ætíð mjög viðkvæm eins og rétt er unnt að ímynda sér. Því leggur Mosi til að fordæma ekki þá sem með góðsemi sinni vilja aðstoða, en sjálfir skúrkarnir mega sitja uppi með skömmina og sömuleiðis bankarnir þegar þeir sýna af sér vítavert kæruleysi aðlána lítt skilríku fólki fé.
Mosi
![]() |
Fangelsuð fyrir að féfletta ættingjana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2007 | 13:41
Gömul tækni
Svona getur farið þegar fúskað er með húsbyggingar. Eigi kemur fram í fréttinni hversu gamalt þetta hús var sem hrundi né hvort einhverjar ástæður voru fyrir því, t.d. jarðskjálftar.
Víðast hvar í Suðurlöndum eru hús byggð með svipaðri tækni og tíðkast hefur í áratugi, jafnvel aldir. Mosi hefur séð hvernig hús eru byggð á hinum ýmsu Kanaríeyjum. Í flestum tilfellum er hús byggð með hleðslusteinum og tæknin oft nokkuð fornfáleg. Sumstaðar eru vinnupallarnir mjög sparlega byggðir og byggingarefnið híft upp með handaflinu, smíðaður gálgi og hjóltryssa hengd í hann þannig að hífing fer fram alfarið með mannshöndinni! En athygli vekur að Spánverjarnir gleyma yfirleitt ekki að setja þverstífur á vinnupallana sem hefur verið afdrifaríkt stundum, t.d. þegar gamla Iðnaðarmannahúsið við Lækjargötu var tekið í gegn fyrir um 2 áratugum og vinnupallarnir hrundu með skelfilegum afleiðingum.
Þar sem hús eru byggð með viðurkenndum aðferðum og byggingaefni, eftir stöðlum sem taka tillit til ytri aðstæðna á borð við jarðskjálfta, veðurs og vinda, þá á svona lagað ekki að geta átt sér stað.
Mosi
![]() |
Hús hrundi á Spáni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2007 | 13:27
Varúð varúð!
Að ræða um ríkisstuðning fyrir enn eitt ævintýrið er alltaf mjög varhugavert vegna fordæmanna.
Nú hefur sauðfjárbúskapur og reyndar mjólkurframleiðsla verið ríkisstuddur mjög mikið undanfarna áratugi. Það var Ingólfur á Hellu sem innleiddi þessa tegund stuðnings ríkisins þegar hann gegndi störfum landbúnaðarráðherra í Viðreisnarstjórninni.
Uppi eru raddir í Sjálfstæðisflokknum að þetta hafi verið ein alvarlegustu mistökin sem sú stjórn gerði og má vissulega með góðum rökum taka undir það.
Sauðfé hefur farið mjög illa með jarðargróða víða í íslenskri náttúru þar sem það fær að rása um holt og hæðir, fjöll og firnindi. Þegar trjákenndur gróður ásamt beitilyngi hverfur í íslensku gróðursamfélagi vegna sauðfjárbeitar er hætta á ferðum!
Geitfé gengur jafnvel enn ver um landið. Það á til að naga allt niður í rót rétt eins og hross í sveltihólfum!
Að taka upp ríkisstyrki til að styðja slíkan búskap er vægast sagt eitt það umdeildasta sem unnt er að hugsa sér.
Þó væri unnt að binda slíkan stuðning afar ströngum skilyrðum sem EKKI ætti að vera hvatning til fjölgunar geitfé en að vissu marki og það verður að halda alfarið í heimahögum. Ella er von á að þetta fari úr böndum og verði til vandræða er fram líða stundir.
Mosi
![]() |
Vilja að ríkið aðstoði geitabændur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2007 | 18:56
Ja hérna!
Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að 50 umsóknir berist um opinbert starf.
Þarna eru mörg þekkt nöfn úr ferðabransanum, miklir reynsluboltar sem eiga ábyggilega eftir að láta mikið að sér kveða enda eru ferðamálin sú atvinnugrein sem er mjög mannfrek og mjög vaxandi.
Magnús Oddsson fráfarandi ferðamálastjóri var mjög góður leiðtogi ferðaþjónustunnar og það verður sennilega ekki auðvelt að taka við af honum. Óskandi er að Samgönguráðuneytið velji þann sem skarar fram úr öðrum hvað reynslu og þekkingu af ferðamálum varðar.
Mosi telur sig ekki geta gert upp á milli margra sem hann telur að geti komið til greina. Og þó: Ólafur Örn hefur verið um nokkurra ára skeið forseti Ferðafélags Íslands og auk þess setið á Alþingi. Þar gat hann sér góðs orðstírs. Einnig reyndi mikið á stjórnsemi hans sem forstjóri Ratsjárstofnunar. Það sem gæti orðið ástæða þess að hann fengi ekki þetta starf er að nú hefur hann fylgt Framsóknarflokknum að malum og áhrif Framsóknar fara í dag þverrandi. En mannkostir eiga vissulega að vera ætíð hafnir yfir pólitík.
En ekki má líta fram hjá öðrum mjög góðum einstaklingum sem ábyggilega hafa áþekka reynslu til að bera.
Óskandi er að ferðamálin megi dafna sem mest og verða helsti og mikilvægasti atvinnuvegur Íslendinga enda getum við byggt þennan atvinnuveg að mestu leyti á okkar eigin forsendum.
Mosi
![]() |
50 sóttu um embætti ferðamálastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2007 | 18:17
Stopp á meiri fjárfestingar
Ástæða er til að fara varlega í frekari fjárfestinga íslenskra banka. Sérstaklega á þetta við Kaupþing banka sem hefur jafnvel reist sér hurðarás um öxl með kaupum á hollenska bankanum í haust. Þau kaup hafa valdið viðskiptakreppu sem þarf að taka alvarlega ef ekki á að fara illa.
Mosi
![]() |
Kaupþing skoðar írskan sparisjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2007 | 18:12
Má treysta þessu loforði?
Oft hefur verið lofað upp í ermarnar á sér en ekki er rétt að treysta nokkurn skapaðan hlut fyrr en efndirnar eru að staðreynd.
Var ekki búið að lofa afnámi stimpilgjalda fyrir síðustu kosningar? Hvar eru þau kosningaloforð niðurkomin? Á kannski að setja gömul og vanefnd kosningaloforð í endurvinnslu?
Mosa finnst Sjálfstæðisflokkurinn megi gjarnan spíta í lófana, bretta upp ermarnar og efnda e-ð af þeim fjölda kosningaloforða sem kjósendum hans sem og landsmönnum hefur verið lofað á undanförnum árum.
![]() |
Tekjur maka skerði ekki bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2007 | 18:07
Viðsnúningur?
Verður ekki að doka um stund enda of snemmt að fagna viðsnúning. Margt verður að koma til að hagur batni almennt í BNA.
Mosi
![]() |
Bandarísk hlutabréf hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2007 | 11:43
Matsveppir
Lengi vel þekktu Íslendingar ekki matsveppina sem víða vaxa. Við flytjum jafnvel enn inn 3. flokks sveppi frá Kína í niðursuðudósum og enn taka margir Íslendingar þá jafnvel fram yfir okkar eigin skógasveppi.
Við getum síðsumars átt von á að finna í vaxandi skógunum okkar marga góða matsveppi á borð við birkisveppi (kúalubba), furusveppi, lerkisveppi og jafnvel kóngssveppi sem eru langbestu matsveppirnir. Ferskir nýtíndir sveppir eru eitt það besta sem sælkerar láta sig dreyma um og í fréttinni segir frá mjög sjaldgæfum sveppi sem Mosi hefur aldrei heyrt minnst á.
Við Íslendingar eigum að efla skógrækt sem mest og einkum á þeim stöðum þar sem ekki aðeins hagstætt er að rækta skó, heldur einnig á þeim svæðum sem skógrækt mun ekki keppa við aðra landnýtingu. Má t.d. benda á fjalsrætur víða um land en þar er einmitt mjög hagkvæmt að rækta skóg.
Mosi
![]() |
Dýr sveppur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar