Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Svívirðilegur glæpur

Einn svívirðilegasti glæpur sem margir falla í freistni, er að láta sig hverfa eftir að hafa valdið alvarlegu slysi. Í þessu tilfelli er ekið á barn sem liggur illa slasað á sjúkrahúsi. Fátt er vitað annað en um stóran bíl að ræða með stóra skúffu.

Nú hefur lögreglan handtekið grunaðan mann sem talinn er eiga hlut að þessu grafalvarlega máli. Ekki liggur fyrir játning þannig að enn sem komið er verður ekki fullyrt hvort lögreglan hafi náð í þann sem valdið hefur slysinu.

Því miður er vaxandi að margir komi sér upp óþarflega stórum faratækjum. Þetta skúffubílaæði er eitt af þessum óskiljanlegu dellum sem margir freistast að falla fyrir. Fyrir nokkrum áratugum var verulegur hluti bílaflotans á Íslandi tiltölulega litlir bílar með fremur kraftlitlum vélum. Flestir þessara smábíla voru frá austur Evrópu og sjaldan sem þeir lentu í umferðaóhöppum, varð alvarlegt slys af þeirra völdum.

Núna er þvílík bísn orðin af þessum óþarflega stóru bílum. Þeim er ekið eins og eigendur þeirra telji sig vera staddir á amerískum hraðbrautum á amerískum hraða. Og þeir sem aka þessum skúffubílum virðast ekkert vera of vel fjáðir, samanber þegar einn skúffubílaeigandinn ritar hverja greinina á fætur annari í Morgunblaðinu fyrir nokkru vegna gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum. Annað hvort hefur maður efni á að aka svona bílum eður ei og verður þá að sætta sig við það að þessir bílar hljóta að vera dýrari í rekstri en aðrir bílar sem minni eru.

Eitt grátlegasta er þegar þessum bílum er ekið dagsdaglega um götur höfuðborgarsvæðisins með rígnegldum hjólbörðum. Þessir bílar eru sennilega þyngri en 3-4 Trabantar eða Bjöllurnar sem almennt ekki þurfti að setja nagladekk undir. Þungir bílar slíta götunum margfalt meira en þessir smábílar. Að ekki sé minnst á þá gríðarlegu svifryksmengun sem þessir bílar framleiða dagsdaglega, eigendum sínum að því virðist vera til skemmtunar. Oft er aðeins einn maður í þessum bílum og yfirleitt er skúffan ætíð tóm! Mætti benda þessum mönnum á að skúffa gerir nánast sama gagn og kerra sem tengd er aftan í bíla með dráttarkúlu! Ekki dettur skúffubílaeigendum í hug að tengja kerru aftan í skúffubílinn til þess að sýnast jafnvel enn meir karl í þessu sívaxandi samkeppnissamfélagi.

Í nánustu framtíð verður að taka upp nýja skattheimtu í formi umhverfisskatts. Þeir sem menga og spilla umhverfi, þeim ber að greiða fyrir það, samkvæmt sanngjarnri gjaldskrá. Þeir sem aka á nöglum: eruð þið tilbúnir að taka þátt í gríðarlegu viðhaldi á slitfleti akbrautanna? Eruð þið tilbúnir að taka þátt í rekstri heilbrigðiskerfisins vegna rykmengunarinnar sem rekja má til notkunar naglanna? Þannig mætti lenmgi telja. 

Óskandi er að lögreglan nái sem fyrst þessum ökufanti sem var valdur að þessu mjög alvarlega umferðarslysi í Keflavík.

Mosi 

 

 


mbl.is Yfirheyrslur halda áfram í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið - en mjög umdeilt afrek!

Þessi virkjun er frá verkfræðilegu sjónarmiði mikið tæknilegt afrek við erfiðar aðstæður. En því er ekki að neita að fórnirnar sem færðar voru eru því miður mjög miklar: merkilegur hálendisgróður og dýralíf, mjög fagrar náttúruperlur á borð við fossa og merkileg náttúrufyrirbrigði eru öllu fórnað á altari gróðasjónarmiða. Allt sem við fáum aldrei að sjá aftur nema af þeim stórkostlegu myndum sem það fólk sem ann íslenskri náttúru náði að að festa á spjöld sögunnar áður en það var um seinan og eyðileggingin óð yfir eins og hryllingur hernaðarins gegn landinu.

Þetta var slys sem fyrst og fremst verður skrifað aðeins á umdeilda stjórnmálamenn sem tóku einhliða ákvörðun um þessa framkvæmd, rétt eins og andi Berlúskónís, Hitlers, Stalíns og annarra áþekkra umdeildra stjórnmálamanna hefði verið höfð til fyrirmyndar!

Þau nokkur hundruð störf sem verða til við þessa breytingar  á Austurlandi eru því miður of háu verði keypt og skiptir verkfræði litlu sem engu máli.

Rétt er að benda á, að lokareikningur hefur ekki verið lagður fram og lokauppgjör vegna þessara framkvæmda hafa  þaðan af síður verið til lykta leidd. Og sitthvað er enn óafgreitt: himinháar bætur til bænda og annarra rétthafa þar sem landi hefur verið stórlega breytt enda ber að bæta fyrir eignarrétt þeirra sem hann hafa.

Mosi 

 


mbl.is Ræs! sagði Össur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242983

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband