Umdeild breyting á þingskaparlögunum

Sitt hvað gott má segja um þessar breytingar. Þó er ástæða til að staldra ögn við og skoða nánar afstöðu VG manna. Þeirra afstaða að nú væri tekið fyrir málþóf er skiljanlegt. Hvers vegna skyldi stjórnarandstæðan hafa gripið til málþófs með maraþonræðum á liðnum áratugum?

Í stjórnmálum þurfa andstæðingar oft að semja um ýms mál. Þannig er venja að ríkisstjórnin setji fram n.k. lista yfir þau mál sem hún vill gjarnan að nái fram. Til að slíkt sé mögulegt þarf samkomulag að vera fyrir hendi að stjórnarandstæðan fái einhver af sínum málum einnig samþykkt. En þegar framkvæmdarvaldið kemur fram með umdeild frumvörp hefur það verið nánast óskráður réttur stjórnarandstöðunnar að grípa til málþófs til að reyna að koma í veg fyrir samþykkt slíkra frumvarpa. Oft hefur stjórnarandstæðan rétt fyrir sér enda kemur fyrir að lög sem samþykkt eru með miklum meirihluta séu betur geymd á öskuhaugum sögunnar en að vera gildur réttur.

Ein grundvallarforsendan fyrir afnám málþófsréttar stjórnarandstöðunnar var áætun að lengja þingtímann. Ekki virðist sú tilhögun ætla að festast í sessi. Þingi er frestað þó ekki sé liðinn helmingur desember og þangað til um miðjan janúar hefur ríkisstjórnin nánast alræði í landinu. Sögulega séð hafa bráðabirgðalög verið gefin út meðan á þingfrestun hefur staðið þó forsendur bráðabirgðalaga hafi verið tortryggður. Tilgangur þeirra er fyrst og fremst að koma í veg fyrir stjórnleysi meðan þingið er ekki virkt. Í mörgum löndum er réttur ríkisstjórnar til útgáfu bráðabirgðalaga mjög þröngur og jafnvel ekki virkur. Oft hefur útgáfa bráðabirgðalaga orðitð tilefni mjög alvarlegra deilna á Íslandi.

Mér finnst hafa verið farið allt of geyst í þessar breytingar og vakna vissulega áleitnar spurningar um þetta bráðlæti. Í stjórnarandstöðunni eru margir ræðuskörungar sem ríkisstjórnin hefur á vissan hátt fremur ragir við. Ef þessi réttur þeirra til að sinna sínum störfum með sóma er ekki fyrir hendi, þá getur illa verið komið fyrir eðlilegri lýðræðisþróun á Íslandi.

Mosi

 


mbl.is Alþingi farið í jólaleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Samála þér, þessi breyting er bráðræði og virðast þingmen meirihlutans, hafa gleymt því að þerra eigin flokkar hafa verið í stjórnarandstöðu og hafa þá nýt sér málþófsréttin, og fróðlegt verður að sjá hvort þeim finnist ekki missir af honum, þegar taflið snýst við á komandi árum.

Magnús Jónsson, 14.12.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband