Kaldastríðið átti sínar skuggahliðar

Á þessum árum var kaldastríðið í miklum uppgangi. Skelfileg tortryggni var bæði í austri og vestri, enginn mátti hugsa öðru vísi en sem valdhöfunum var þóknanlegt. Meira að segja á Íslandi var illa séð að ræða um alþjóðastjórnmál öðru vísi en með gleraugum Bandarríkjamömmu. Menn voru án undantekninga úthrópaðir sem kommúnistar eða þaðan af verra: útsendarar kommanna í Kreml. Núna í dag erum við sem betur fer að upplifa aðra tíma þegar frjáls hugsun fær að njóta sín án þess að hún sé lituð af hagsmunagæslu BNA eða þáverandi Sovétríkjanna. En því miður geta þessir tímar runnið upp aftur: Vestur í Bandaríkjunum hefur valdaklíka sem er gegnsýrð glórulausu hernaðarbrölti tröllriðið öllum húsum á undanförnum árum. Og í austrinu er Pútín núverandi þjóðarleiðtogi Rússlands búinn að koma ár sinni svo vel fyrir borð, að á þeim átta árum sem hann hefur gegnt því mikilvæga embætti er hann orðinn einn af mestu auðmönnum heims. Í kvæði Þorsteins Erlingssonar um Jörund hundadagakonung bendir skáldið á þá mikilvægu staðreynd að til að koma sér upp valdakerfi þarf fyrst að tryggja sér nægan auð til þess. Og hvernig geta auðmenn styrkt og eflt völd sín öðru vísi en með auðnum sem hefur fram að þessu verið ágæt ávísun á traust völd. Sá valdasjuki þekki sér engin takmörk, ætíð ber að efla þau og styrkja.

Ætli við getum ekki tekið undir með Einari þveræing sem segir frá í Heimskringlu Snorra Sturlusonar að þröngt yrði bændum á Íslandi fyrir dyrum sínum ef Noregskonungur eignaðist Grímsey og hæfi að færa sig upp á skaftið!

Fornritin eru einhver sú mesta náma fróðleiks sem við Íslendingar eigum og auðvitað er rétt að halda þeim merku bókmenntum uppi til að auðga og efla þau völd sem okkur eiga að vera dýrmætust: að treysta þekkingu okkar og andakt yfir þessum sjóði sem er dýrmætari en prjál og tildur alls heimsins.

Sá sem sækir sér styrk í þessar bókmenntir er ekki síður auðugri en þeir sem eru að baða sig í þessu einskisverðu völdum, sem kannski verður nokkuð stutt í. 

Með ósk um gleðileg jól og farsælt nýtt friðsamlegt ár.

Mosi


mbl.is Vildi fjöldahandtökur árið 1950
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Átti kaldastríðið nokkuð nema skuggahliðar? Annars -- kommúnisminn var ekki líklegur til stórræðanna, hvorki heima fyrir né út í frá. Minnist þess að eftir að ég hafði fyrst dvalist í múslímalandi, árið 1967, kepptist ég við að prédika hvar sem ég kom því við að við skyldum ekki eyða miklu púðri á kommúnismann og Sovétblokkina, hún væri ekki sú skelfing sem mannkyninu stæði mest ógnin af heldur væri það íslamisminn, amk. eins og hann væri praktíseraður þar sem ég var þá í landi sem ég hirði ekki að nafngreina, en hefur ekki verið talið hið svæsnasta í þeim efnum. -- En mun þó í leynum hýsa marga hópa sem gera lítið annað en brugga Vesturlöndum launráð.

-- En gleðileg jól, Guðjón minn, til þín og þinna, njótum þess sem við höfum!

Sigurður Hreiðar, 24.12.2007 kl. 12:13

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bestu þakkir Sigurður. Við verðum að vona að betri von sé fyrir frið en nokkru sinni áður. Ýms teikn eru á lofti að ekki sé bjartsýni í þessum efnum raunhæf eins og stendur. Af hverju skyldu Rússar vera komnir á kreik og vilja sýna hernaðarmátt sinn að nýju? Skyldi það vera vegna nýrra herstöðva Bandaríkjamanna sem þeir hafa verið að koma sér upp í Póllandi? Eðlilegt er að Pútín og Rússar almennt séu tortryggnir. Annars er spurning hvernig þeir Gorbasjowzt og Reagan sömdu um lok kalda stríðsins? Var ekki einhver klásúla um að ekki mætti reisa nýjar herstöðvar í þeim löndum sem tilheyrðu áður Varsjárbandalaginu? Ef svo er þá er Bushstjórnin augljóslega að brjóta gegn hagsmunum Rússa með þessum aðgerðum.

Annars er skuggalegt hvernig Bushstjórnin leyfir Tyrkjum að vaða uppi með ófrið gagnvart Kúrdum. Nú er mjög mikil hætta á gríðarlegum flóttamannastraumi úr þessum heimshluta ef ekki tekst að bera klæði á vopnin. Við Íslendingar höfum lengi haft taugar til þeirra sem minna mega sín gagnvart ofbeldinu: við vorum fyrstir að viðurkenna sjálfstæði Ísraela og síðar Baltanríkjanna við Eystrasaltið. Þóttu ýmsum það mikið glapræði en sagan hefur sannað annað aðþetta hafi verið mjög mikið gæfuspor. Kannski að lykillinn að lausn vandræðanna í Vestur Asíu sé viðurkenning á sjálfstæði Kúrda enda þyrftu Tyrkir og fleiri þjóðir að setjast niður og ræða um lausn þessara mála án þess að til frekara hernaðarofbeldis verði gripið.

Mosi óskar öllum landsmönnum gleðilegra og friðsamra jóla.

Guðjón Sigþór Jensson, 25.12.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband