Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
8.10.2007 | 20:54
Dýrt Nató
Mosa hefði þótt betra ef tekin hefði verið önnur ákvörðun um þessi dæmalausu varnarmál. Að eyða hálfum öðrum milljarði í e-ð sem við höfum takmarkað vit á er eins og hver önnur heimska. Nóg hefði verið að vera áfram í Natóinu og kannski hafa 1-2 kontórista á launum til að svara erindum varðandi Natóið.
Þessar miklu fjárhæðir hefði betur verið varið til einhvers nytsamara. Verkefnin eru óteljandi. Við getum bætt landið okkar, ekki veitir af, við gætum greitt kennurum og þeim sem annast börnin okkar hærra kaup en þessar starfsstéttir eru hreint hörmulega illa launaðar.
Natóaðild er góðra gjalda verð. En ef hún fer að kosta þessar háu fjárhæðir, er þá nauðsynlegt að leyfa sér svona lúxús?
Mosi
Framkvæmdastjóri NATO: Lausn á varnarmálum Íslendinga viðunandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2007 | 08:57
Lyginni líkast
Ótrúlegt er að bíræfinn glæpamaður geti gengið það langt að fá verslunarstjóra til að taka þátt í svona athæfi.
Mosa finnst það gott hjá gengilbeinunni að fá þessa háu fjárhæð sér dæmdar sem skaðabætur í þessu einkennilega máli. Það er lyginni líkast ásamt þessum ótrúlegu hremmingum sem hún hefur lent í.
Annars er eitthvað að fréttinni: kviðdómur dæmir eða úrskurðar ekki um fjárhæð bóta. Hlutverk kviðdómsins er annað hvort að meta sekt eða sakleysi.
Mosi
Fær 375 milljónir í bætur fyrir meiðandi hrekk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2007 | 08:48
Síðasta gotneska vígið
Þar féll síðasta gotneska vígið!
Fróðlegt er að skoða þróun latneska letursins t.d. í íslenskum ritum. Fyrst var það notað vestur í Hrappsey, t.d. í fyrsta virkilega tímaritinu sem gefið var út á Íslandi: Islandske maanedstidende. Gotneska letrið var letur 19. aldar á Íslandi fram yfir miðja öldina. Það var nánast allsráðandi á öllum bókum, þeir Fjölnis menn voru mjög nýmóðins og allir 9 árgangar Fjölnis voru prentaðir með latnesku letri. Önnur tímarit tóku einnig það letur upp enda voru nýir tímar að renna upp. Síðustu bækurnar með gotnesku letri á Íslandi voru svonefndar guðsorðabækur en þær voru gjarnan prentaðar með gömlum leturleifum sem enn voru til í landinu, t.d. í prentsmiðjunni í Viðey.
Mosi
Gotneskt letur aflagt hjá Frankfurter Allgemeine Zeitung | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2007 | 08:23
Einkennileg lagasetning
Ef rétt er að í ljós komi að ekki sé heimilt að leggja skatta á álfyrirtæki þá þarf að taka slíkt ákvæði án undandráttar til athugunar.
Á sumarþinginu var álbræðslunni í Straumsvík afhentar hundruð milljóna á ári vegna breytinga á skattumhverfi. Ástæðan var sú að horfið var frá að leggja á verksmiðjuna tiltölulega hátt framleiðslugjald en verksmiðjan lyti skattalögum landsins að öðru leyti.
Fyrir rúmum 40 árum var þessi háttur tekinn upp en horfið frá honum.
Ef íslensk stjórnvöld hafa samið svo hrapallega af sér þá hefur þeim ekki verið bjargandi. Eða var skilningurinn með álfyrirtækjunum svona mikill að álsjónarmiðin eru farin að stjórna í Stjórnarráðinu?
Við þurfum að setja eðlilegt og sanngjarnt gjald á mengandi starfsemi og þá þarf auðvitað að byrja á þeim stóru því þeir menga mest!!
Við þurfum að stórefla skógrækt í landinu og þá þarf að fá stóriðjuna til að taka þátt í því verkefni. Því miður virðast fjárveitingar í fjálagafrumvarpinu fyrir 2008 ekki gefa mikil fyrirheit en minnka á framlög til skógræktar ef undan er skilinn nýr liður til Hekluskóga, 50 milljónir.
Vonandi er það of flókið fyrir núverandi stjórnvöld að taka betur til í þessum ranni einkennilegu lagasetninga!
Mosi
Gjöld á útblástur verða að vera almenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2007 | 08:10
Reykjavík Energy Invest
Mosi er á því að herða þurfi á útrás Íslendinga á sviði nýtingu jarðvarma.
En það verður að gerast á réttum forsendum.
Greinilegt er að í þessum málum virðast sumir ekki hafa kunnað sér hófs. Gríðarleg persónuleg skyndigróðasjónarmið hafa nánast eyðilagt þessa annars mjög góðu hugmynd auk þess sem farið er fram hjá mjög mikilvægum formsatriðum sem ekki er gott og gefur t.d. afleitt fordæmi varðandi framtíðina.
Hvers vegna lá þessi ósköpin á? Er ekki rétt að vanda það sem á að standa?
Mosi
Tilbúinn að ræða hvort OR dragi sig út úr útrás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2007 | 08:01
Að sigla undir fölsku flaggi
Að nefna félag Umhverfis og náttúrusamtök Þingeyjarsýsla með það í huga að nýta sumt í náttúrunni en skilja annað í svaði og eyðileggingu finnst Mosa forkastanlegt.
Já þetta er mjög einkennilegt og notkun orðanna umhverfi og náttúra er beinlínis til þess fallinn að afvegaleiða þá sem gjarnan vilja leggja þann skilning í þessi orð að verið sé að vernda náttúruna en ekkistuðla að skemmdum og eyðileggingu. Greinilegt er því að þarna er útúrsnúningur á ferðinni.
Þegar Mosi stofnaði Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar s.l. vetur höfðum við í huga frjáls félagasamtök sem leggðu áherslu á að umgangast náttúru og umhverfi með gát og fræðslu.
Þessir herramenn norður á Húsavík virðast fyrst og fremst hafa gagnstæð viðhorf: að sjálfsagt sé að eyða og tortíma í þeim tilgangi að efla áliðnað.
Eru ekki svona tilburðir kallaðir að sigla undir fölsku flaggi?
Mosi
Umhverfis og náttúrusamtök Þingeyjarsýsla stofnuð á Húsavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2007 | 07:47
Ferðaforseti
Á mánudaginn var setti forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson Alþingi Íslendinga. Daginn eftir var hann kominn til Kína og átti í árangursríkum viðræðum við kínverska starfsfélaga sinn. Í Spegli RÚV þá um kvöldið var mjög fróðlegt viðtal við hann um áhuga þarlendra stjórnvalda fyrir orkumálum og þá sérstaklega að Íslendingar kæmu með sína reynslu og þekkingu á jarðhitamálum þangað austur.
Nú er frétt dagsins að Ólafur Ragnar sé aftur kominn til Kína að þessu sinni af því tilefni að opna formlega fysti- og kæligeymslur Eimskips í borginni Qingdao í Kína. Kannski forseti hafi verið kjur í Kína þessa daga og sjálfsagt myndi hoinum sem öðrum varla veita af að taka þessu með rólegheitum alla vega af og til. Ekki veitir af því öll eldumst við og löng ferðalög reyna mikið á sál og líkama.
Spenanndi verður að fylgjast með hvar Ólafur forseti ber næst niður. Hann er maður sýnilegra athafna sem eiga ábyggilega eftir að skilja djúp spor eftir víðast hvar og bera margan ávöxt.
Mosi
Gríðarlegur viðbúnaður við opnun frystigeymslu Eimskips | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2007 | 07:38
Vér mótmælum!
Vér mótmælum að enn virðist vera tekið á móti kjarnorkuúrgangi frá Evrópu í kjarnorkrustöðina í Ellafield sem til stendur að loka.
Verður þetta kannski álíka eða öllu heldur varhugaverðari og var í yfirgefinni glerverksmiðju við Súðavog í Reykjavík þegar um fyrirum 40 árum uppgötvaðist arsenikbirgðir sem gat útrýmt öllum Íslendingum a.m.k. 10 sinnum!!
Þegar sá sem bar ábyrgð á þessu var inntur eftir skýringum hvernig í ósköpunum honum dytti í hug að flytja inn öll þessi óskö svaraði hann: þetta var svo ódýrt!!!
Miðað við hámarkaafköst glerverksmiðjunnar ef hún hefði starfað, hefðu dugað í um 400 ár!!
Ætli svipuð viðhorf séu ríkjandi í Sellafield: kæruleysi og léttúð?
Kannski við þurfum meira en mótmæli, við þurfum að fá öll náttúruverndarsamtök í lið með okkur sem láta sig málið varða en við þurfum þá að sýna málstað þeirra betri skilning en verið hefur. Nú vilja íslensk stjórnvöld senda ungt fólk úr landi sem vill læra íslensku og gerast þarfir og nytsamir borgarar. Hver var glæpurinn? Að klifra upp í krana og skilja þar eftir mótmælaborða!
Óskandi væri að íslensk stjórnvöld sýni betur klærnar gagnvart þeim sem meiri ástæða er að stugga við. Hvernig er með þessar starfsmannaleigur sem virðast vera eins og hver önnur sjóræningjastarfsemi. Hrifsa gróða og láta sig svo hverfa. Er verið að breyta Orkuveitu Reykjavíkur kannski líka í skyndigróðasjoppu?
Ástæða er til varkárni og hófsemi.
Mosi
Lýsir yfir áhyggjum af flutningi kjarnorkuúrgangs til Sellafield | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2007 | 20:45
Frábær ævisöguritari
Óhætt má óska Halldóri Guðmundssyni til hamingu um ævisögu nafna síns Halldór Laxness. Heimildavinnan mjög vel af hendi leyst og ritun ævisögunnar sjálfrar. Og nú hefur eitt virtasta fréttatímarit heims, þýski spegillinn Der Spiegel látið frá sér fara vandaða umfjöllun um verkið.
Ekki er auðvelt að rita góða ævisögu að vel fari og síst af öllu um mann sem bar höfuð og herðar yfir samtíð sína. Þar getur orðið mjótt á munum lofs og lasts og pyttirnir ótalmargir sem þarf að forðast.
Í fyrra kom út ævisaöguþættir um jafnaldrana Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson einnig eftir Halldór, einnig mjög vönduð og góð bók. Hvar Halldór Guðmundsson ber næst niður verður spennandi. Það er alltaf mikill akkur fyrir bókmenntaþjóð að fá vandaðar nýjar bækur.
Mosi - alias
Spiegel: Ævisaga Halldórs Laxness lýsir menningarsögu Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2007 | 22:06
Erfið ákvörðun
Já stundum er erfitt að taka ákvörðun sem að öllum líkindum er umdeild en rétt.
Að stjórna banka er ábyggilega ekki létt og sérstaklega þegar taka þarf ákvörðun um umdeildar fjárfestingar. Annars er nokkuð einkennilegt að aðrir bankar í Þýskalandi virðast ekki hafa lent í vandræðum vegna þessara erfiðleika sem rekja má til lánamarkað fasteigna í Bandaríkjunum.
Mosi
Deutsche Bank afskrifar 2,2 milljarða evra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar