Að sigla undir fölsku flaggi

Að nefna félag Umhverfis og náttúrusamtök Þingeyjarsýsla með það í huga að nýta sumt í náttúrunni en skilja annað í svaði og eyðileggingu finnst Mosa forkastanlegt.

Já þetta er mjög einkennilegt og notkun orðanna umhverfi og náttúra er beinlínis til þess fallinn að afvegaleiða þá sem gjarnan vilja leggja þann skilning í þessi orð að verið sé að vernda náttúruna en ekkistuðla að skemmdum og eyðileggingu. Greinilegt er því að þarna er útúrsnúningur á ferðinni.

Þegar Mosi stofnaði Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar s.l. vetur höfðum við í huga frjáls félagasamtök sem leggðu áherslu á að umgangast náttúru og umhverfi með gát og fræðslu. 

Þessir herramenn norður á Húsavík virðast fyrst og fremst hafa gagnstæð viðhorf: að sjálfsagt sé að eyða og tortíma í þeim tilgangi að efla áliðnað.

Eru ekki svona tilburðir kallaðir að sigla undir fölsku flaggi?

Mosi

 


mbl.is Umhverfis og náttúrusamtök Þingeyjarsýsla stofnuð á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Það hafa allir sama og jafnan rétt til að stofna félög hvort sem það varðar umhverfi eða náttúru eins og við gerum eða til að fordæma aðra og stuðla að forræðishyggju eins og þú boðar. Þegar lesnar eru setningar eins og : " Að nefna félag Umhverfis og náttúrusamtök Þingeyjarsýsla með það í huga að nýta sumt í náttúrunni en skilja annað í svaði og eyðileggingu finnst Mosa forkastanlegt" lýsir innréttingum fólks sem telur sína þröngu skoðun vera hina einu sönnu, og þolir ekki aðrar skoðanir. Það er þinn réttur að vera á þeirri línu og gott að hafa þig þar. Við hin getum þá hlúð að því sem okkur skiptir máli, í friði og spekt.

Sigurjón Benediktsson

Sigurjón Benediktsson, 7.10.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þó það nú væri! Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins kveður á um að stofna megi frjálst félag í sérhverjum tilgangi innan lögsögu íslenska ríkisins.

Þannig nýtur ekki verndar stjórnarskrár ef t.d. þjófar vildu stofna með sér þjófafélag.

Hvað með ef fúskarar í tannlækningum baukuðu sig saman og stofnuðu með sér félag fúskara á Bauknum á Húsavík eins og áhugamenn um eyðingu náttúru í Þingeyjarsýslum? Hvað myndi tannlæknirinn á Húsavík segja um það? Ansi er Mosi hræddur um að tannlæknirinn væri fljótur að siga lögreglunni á slíkt félag.

Félag verður að kenna sig við tilgang sinn og megin markmið.  

Umhverfis og náttúrusamtök Þingeyjarsýslu eru ekki stofnuð til að vernda náttúru heldur að útnýta hana og spilla! Af hverju má ekki kenna félagið við þau markmið og tilgang og nefna t.d. Umhverfis og náttúrunýtingarsamtök Þingeyjarsýslu? 

Það á ekki að vera að skemmta skrattanum með ýmis konar útúrsnúningum og nota önnur orð og merkingar þeirra en sem venjulegt fólk leggur skilning sinn í.

Góðar stundir!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 8.10.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 242987

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband