Vér mótmælum!

Vér mótmælum að enn virðist vera tekið á móti kjarnorkuúrgangi frá Evrópu í kjarnorkrustöðina í Ellafield sem til stendur að loka.

Verður þetta kannski álíka eða öllu heldur varhugaverðari og var í yfirgefinni glerverksmiðju við Súðavog í Reykjavík þegar um fyrirum 40 árum uppgötvaðist arsenikbirgðir sem gat útrýmt öllum Íslendingum a.m.k. 10 sinnum!!

Þegar sá sem bar ábyrgð á þessu var inntur eftir skýringum hvernig í ósköpunum honum dytti í hug að flytja inn öll þessi óskö svaraði hann: þetta var svo ódýrt!!!

Miðað við hámarkaafköst glerverksmiðjunnar ef hún hefði starfað, hefðu dugað í um 400 ár!!

Ætli svipuð viðhorf séu ríkjandi í Sellafield: kæruleysi og léttúð?

Kannski við þurfum meira en mótmæli, við þurfum að fá öll náttúruverndarsamtök í lið með okkur sem láta sig málið varða en við þurfum þá að sýna málstað þeirra betri skilning en verið hefur. Nú vilja íslensk stjórnvöld senda ungt fólk úr landi sem vill læra íslensku og gerast þarfir og nytsamir borgarar. Hver var glæpurinn? Að klifra upp í krana og skilja þar eftir mótmælaborða!

Óskandi væri að íslensk stjórnvöld sýni betur klærnar gagnvart þeim sem meiri ástæða er að stugga við. Hvernig er með þessar starfsmannaleigur sem virðast vera eins og hver önnur sjóræningjastarfsemi. Hrifsa gróða og láta sig svo hverfa. Er verið að breyta Orkuveitu Reykjavíkur kannski líka í skyndigróðasjoppu?

Ástæða er til varkárni og hófsemi. 

Mosi 


mbl.is Lýsir yfir áhyggjum af flutningi kjarnorkuúrgangs til Sellafield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 242987

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband