Hvernig gat þetta átt sér stað?

Margir undrast hvernig gat það átt sér stað að stórfelldur fjárdráttur væri stundaður í íslensku sendiráði erlendis? Nú hefur verknaðinum verið lýst svo að hann hafi staðið yfir um allnokkurn tíma áður en upp komst. Svona á ekki að geta átt sér stað undir venjulegum kringumstæðum.

Í mörgum stofnunum og fyrirtækjum koma allmargir við sögu vegna fjármála. Forstöðumaður eða annar trúnaðarmaður áritar reikninga sem yfirmaður samþykkir áður en hann er greiddur hjá fjármálaritara eða fjármálastjóra. Þannig eru oftast 3 einstaklingar sem koma að hverri fjármunafærslu og er þetta ágætt fyrirkomulag. Gildir einu hvort um háar eða lágar upphæðir er um að ræða.

Eitthvað hefur innra eftirlit í sendiráðinu verið í skötulíki. Að um 50 milljónir hverfi úr sjóðum Utanríkisráðuneytisins vegna saknæms verknaðar viðkomandi brotamanns, er óskiljanleg með öllu. Þetta á ekki að geta átt sér stað undir venjulegum kringumstæðum.

Spurning er hvort þjóðin eigi ekki rétt á útskýringum?

Mosi


mbl.is Aðstæður konunnar réðu miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttur til veiða á makríl

Með hlýnandi veðurfari verður breyting á vistkerfi, einnig í höfunum. Fiskitegundir leita uppi það umhverfi sem þeim líður best í, þ. á m. makríll sem nánast varð ekki vart á íslenskum fiskimiðum fyrr á tímum.

Það eru ámælisverð mistök hjá Alþjóðahafrannsóknarráðinu (ICES) að bjóða ekki Íslendingum upp á viðræður og samráð vegna úthlutunar á veiðikvóta makríls. Svo virðist sem á þeim bæ viti menn ekki af því að fáar þjóðir eru eins háðar fiskveiðum og Íslendingar og þurfa þeir að eiga við mikinn fjárhagsvanda í fjárhagskreppunni vegna fámennis þjóðarinnar.

Getur virkilega verið að þeim hafi yfirsést að hér byggi þó upplýst fólk?

Við eigum að mótmæla þessari kvótaskiptingu enda eigum við fullan rétt á að nýta fiskimið okkar innan landhelginnar og í samráði við Hafrannsóknarstofnun enda er makríll fiskitegund sem ekki heldur sig ætíð á sama stað.

Mosi


mbl.is Vilja veiða meira en ráðlagt er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðblinda

Allt of lengi var Sjálfstæðisflokkurinn við völd. Þar var siðblindan oft mikil, spillingin þreifst einnig mjög vel einkum meðan hann var í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum þar sem spillingin hefur lengi viðloðið.

Á þinginu var rætt töluvert um bók Guðna Jóhannessonar um Gunnar Thoroddsen. Þar er ýmislegt dregið fram sem er Sjálfstæðisflokknum síst til framdráttar, njósnir og brot á friðhelgi einkalífs þúsunda Íslendinga. Þar var sitthvað sem minnti á starfsemi verstu kommúnistastjórna eins og STASI í DDR forðum tíð.

Siðblindan virðist ætla að verða eins og inngróin kerfisvilla í tölvuforriti. Forherðingin virðist ætla að verða alger.

Auðvitað var forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins meðvitaður um það sem var að gerast í samfélaginu í aðdraganda hrunsins. Hann valdi þá leið að gera ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut en leyfa vitleysunni að vaða áfram. Þjóðin er reið yfir aðgerðaleysinu og kæruleysinu. Spillingin var látin viðgangast og ekkert gert til að stoppa hana. Enda höfðu spillingarstjórarnir greitt vænar fúlgur í kosningasjóði valinna stjórnmálamanna sem þeir vissu að þeir gætu haft í vasanum.

Ekkert getur stoppað málssóknina gegn Geir Haarde. Hann bar ábyrgð á því sem gerðist. Hann vissi eða mátti vita hvað var að gerast en kaus að hafast ekkert að og gera nauðsynlegar ráðstafanir fyrr en allt var um seinan. Icesave vitleysan fékk að vaxa í höndum fjárglæframanna rétt eins og risastórt skrýmsli sem þó hefði verið unnt að koma í veg fyrir.

Auðvitað eru viðurlög við broti ráðherrans skv. lögunum um raðherraábyrgð allt að því hlægileg. Fyrir marga væri ef til vill nægjanlegt að hann verði dæmdur til sanngjarnra viðráðanlegra fésekta, fangelsi sem vararefsingu og missi vissra réttinda t.d. að hann væri sviptur betri og meiri lífeyrisréttindum umfram aðra landsmenn.

Það er lítill tilgangur að verja þessa röngu og siðblindu stefnu sem leiddi til mestu niðurlægingar Íslendinga. Menn verða að kunna að axla ábyrgð vegna mistaka sinna!

Mosi


mbl.is Uppfylla ekki saknæmisskilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk jólatré

Íslensk jólatré eru mjög æskileg fyrir margra hluti sakir.

Kostir þeirra eru:

1. þau vaxa við íslenskar aðstæður, vexti þeirra er stýrt með hormónagjöf né eiturefnanotkun

2. með innflutningi á erlendum jólatrjám er talið að sé greið leið opin fyrir ýmsa skaðvalda í  skógrækt á Íslandi

3. kaup á íslenskum jólatrjám styrkir verulega starfsemi skógræktar en allur hagnaður fer í aukna skógrækt sem styrkir atvinnuskapandi starfsemi í tengslum við skógarnytjar

4. stuðlar að betri nýtingu erlends gjaldeyris

5. stuðlar að auknum hagvexti

Fleiri atriði mætti nefna en hér verður staðar numið. Þá er sérstök upplifun fyrir börnin að fara í skóginn að velja jólatré með foreldrum sínum. Þetta tækifæri gafst ekki áður fyrr.

Mosi


mbl.is Mikill kippur í jólatréssölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilefni til varkárni

Þegar ekið er um höfuðborgarsvæðið er áberandi hversu allt of margir ökumenn aka kæruleysislega. Þeir spretta úr spori, aka fram úr næsta bíl á undan, stundum röngu megin, þ.e. hægra megin, og síðan þarf að stoppa nokkrum hundruðum metrum af því að á götuvitanum er rautt ljós!

Svonefndur vistakstur þarf að vera meðvitaður hjá öllum þeim sem aka bifreiðum, Með vistakstri er átt við að haga ferðum sínum á bílum þannig að umferð gangi sem best og að hagkvæmni fyrir rekstur bifreiða sé höfð í huga. Það er langhagkvæmast að láta sig berast með straumnum í stað þess stöðugt að vera að auka hraðann eða draga úr honum. Þá er notkun hemla höfð í lágmarki en talið er að í hemlum séu efni sem eru umhverfinu óæskileg, - í bremsuborðunum er blanda að einhverju leyti úr því varhugaverða asbestefni.

Óhófleg nagladekkjanotkun hefur því miður vakið hjá mörgum falska öryggismeðvitund. Nagladekk geta verið ágæt til að krafsa sig upp halla þar sem svell er en getur verið eins og versta martröð þegar þarf að draga úr ferð og jafnvel stansa.

Við ættum öll að tileinka okkur vistakstur, það er öllum hollt og ekki síst buddunum okkar sem hafa þá náttúru að tæmast allt of fljótt.

Mosi


mbl.is Útlit fyrir hálku í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið er saltfiskur ...

Lengi vel var saltfiskur ein af helstu útflutningsvörum Íslendinga. Í kreppunni kom okkur sérstaklega illa hve atvinnulíf okkar var einhæft en þá lokuðust markaðir okkar á Spáni, Portúgal, Ítalíu og fleiri löndum. Þetta hafði skelfilegar afleiðingar hjá okkur, stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, Kveldúlfur var árum saman á barmi gjaldþrots sem hafði mjög mikla fjárhagslega erfiðleika í för með sér um allt þjóðlífið.

Fosföt hafa ekki alltaf verið notuð við matvælafraleiðslu en oft hafa ýms efni verið notuð til að bæta framleiðslu, auðvelda framleiðsluferlið, auka geymsluþol, hafa útlitið betra, eyða óæskilegri lykt og þar fram eftir götunum.

Nú þurfa framleiðendur að bregðast fljótt og vel við auknum kröfum til matvælafraleiðslu enda mikið í húfi að viðhalda þeim verslunartengslum við erlenda viðkiptavini okkar.

Mosi


mbl.is Hugsanlegt að þróa aðrar leiðir við verkun á saltfiski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband