Siðblinda

Allt of lengi var Sjálfstæðisflokkurinn við völd. Þar var siðblindan oft mikil, spillingin þreifst einnig mjög vel einkum meðan hann var í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum þar sem spillingin hefur lengi viðloðið.

Á þinginu var rætt töluvert um bók Guðna Jóhannessonar um Gunnar Thoroddsen. Þar er ýmislegt dregið fram sem er Sjálfstæðisflokknum síst til framdráttar, njósnir og brot á friðhelgi einkalífs þúsunda Íslendinga. Þar var sitthvað sem minnti á starfsemi verstu kommúnistastjórna eins og STASI í DDR forðum tíð.

Siðblindan virðist ætla að verða eins og inngróin kerfisvilla í tölvuforriti. Forherðingin virðist ætla að verða alger.

Auðvitað var forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins meðvitaður um það sem var að gerast í samfélaginu í aðdraganda hrunsins. Hann valdi þá leið að gera ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut en leyfa vitleysunni að vaða áfram. Þjóðin er reið yfir aðgerðaleysinu og kæruleysinu. Spillingin var látin viðgangast og ekkert gert til að stoppa hana. Enda höfðu spillingarstjórarnir greitt vænar fúlgur í kosningasjóði valinna stjórnmálamanna sem þeir vissu að þeir gætu haft í vasanum.

Ekkert getur stoppað málssóknina gegn Geir Haarde. Hann bar ábyrgð á því sem gerðist. Hann vissi eða mátti vita hvað var að gerast en kaus að hafast ekkert að og gera nauðsynlegar ráðstafanir fyrr en allt var um seinan. Icesave vitleysan fékk að vaxa í höndum fjárglæframanna rétt eins og risastórt skrýmsli sem þó hefði verið unnt að koma í veg fyrir.

Auðvitað eru viðurlög við broti ráðherrans skv. lögunum um raðherraábyrgð allt að því hlægileg. Fyrir marga væri ef til vill nægjanlegt að hann verði dæmdur til sanngjarnra viðráðanlegra fésekta, fangelsi sem vararefsingu og missi vissra réttinda t.d. að hann væri sviptur betri og meiri lífeyrisréttindum umfram aðra landsmenn.

Það er lítill tilgangur að verja þessa röngu og siðblindu stefnu sem leiddi til mestu niðurlægingar Íslendinga. Menn verða að kunna að axla ábyrgð vegna mistaka sinna!

Mosi


mbl.is Uppfylla ekki saknæmisskilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 242937

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband