Hvernig gat þetta átt sér stað?

Margir undrast hvernig gat það átt sér stað að stórfelldur fjárdráttur væri stundaður í íslensku sendiráði erlendis? Nú hefur verknaðinum verið lýst svo að hann hafi staðið yfir um allnokkurn tíma áður en upp komst. Svona á ekki að geta átt sér stað undir venjulegum kringumstæðum.

Í mörgum stofnunum og fyrirtækjum koma allmargir við sögu vegna fjármála. Forstöðumaður eða annar trúnaðarmaður áritar reikninga sem yfirmaður samþykkir áður en hann er greiddur hjá fjármálaritara eða fjármálastjóra. Þannig eru oftast 3 einstaklingar sem koma að hverri fjármunafærslu og er þetta ágætt fyrirkomulag. Gildir einu hvort um háar eða lágar upphæðir er um að ræða.

Eitthvað hefur innra eftirlit í sendiráðinu verið í skötulíki. Að um 50 milljónir hverfi úr sjóðum Utanríkisráðuneytisins vegna saknæms verknaðar viðkomandi brotamanns, er óskiljanleg með öllu. Þetta á ekki að geta átt sér stað undir venjulegum kringumstæðum.

Spurning er hvort þjóðin eigi ekki rétt á útskýringum?

Mosi


mbl.is Aðstæður konunnar réðu miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 242936

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband