Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014
28.1.2014 | 11:36
Nokkrar áleitnar spurningar
1. Hver tók þá pólitísku ákvörðun að ákæra nokkra Hraunavini? Af gefnu tilefni má einnig spyrja hver það var sem ákvað að fella niður rannsókn og ákæru gegn skemmdarverkum sem framin voru á síðasta ári í skóglendi norðan og beint neðan við Rituhóla 5 og 7 í Breiðholti? Þar voru framin umfangsmikil skemmdarverk sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu telur rétt að fella niður en í máli Hraunavina var nærvera þeirra í náttúrunni talin refsiverð að mati ákæruvaldsins.
Bæði þessi mál lykta af pólitískum skítaþef þar sem skemmdarvörgum er sleppt en friðsamt fólk, margir eldri heiðarlegir borgarar.
2. Af hverju eru ekki fleiri ákærðir og þar með gefið tækifæri að spyrja spurninga fyrir dómi? Þorði ákæruvaldið ekki að ákæra Ómar Ragnarsson? Þessi framkvæmd að eyðileggja Garðahraun er mjög umdeild sem þúsundir hafa mótmælt. Engin ástæða er til svo stórkarlalegra framkvæmda þegar unnt væri að lappa upp á núverandi veg með minni tilkostnaði.
3. Eru hagsmunir þess anga Engeyjarættarinnar sem hefur hagsmuni af þessari vegagerð hafnir yfir gagnrýni? Bjarni Benediktsson sat í bæjarstjórn Garðabæjar og kom að undirbúningi og ákvörðun um vegagerð þessa. Nú er maður þessi fjármálaráðherra sem á að gæta hagsmuna skattborgara. Með þessari framkvæmd er verið á niðurskurðartímum að fara í rándýra umdeilda framkvæmd.
4. Nokkrir þeirra ákærðu eru ekki búsettir innan varnarþings Héraðsdóms Reykjaness. Þannig er einn búsettur í Mosfellsbæ og a.m.k. einn í Reykjavík. Varnarþing þeirra er í Héraðsdómi Reykjavíkur en ekki Reykjaness. Þarna er stefnt á röngu varnarþingi rétt eins og henti lögfræðinga í Njáls sögu. Þarna er formgalli á ferð sem sjálfstætt er grundvöllur frávísunar máls.
5. Allur málatilbúnaður vekur furðu venjulegs fólks. Meðan önnur mál mikilvægari eru látin liggja milli hluta er ráðist á friðsama borgara sem ekki hafa sýnt af sér hvorki ofbeldi, ofríki, þjófnaði eða skemmdarverkum nema því að sýna mannréttindi sín í verki og mótmæla valdníðslu gagnvart náttúru landsins.
Má benda í þessu samhengi að í gærkveldi var viðtal Egils Helgasonar í RÚV við Guðrúnu Johnsen um nýja bók hennar um hrunið. Þar kemur fram að hlutur endurskoðenda bankanna í aðdraganda hrunsins hefur enn ekki verið rannsakaður en Vilhjálmur Bjarnason hefur bent á hlutverk og ábyrgð endurskoðenda með' vísan í lög um bókhald. Er talið nauðsynlegra að auka álag á dómstóla með hundómerkilegum málatilbúnaði en ekki beina athygli og áherslum þar sem mun meiri ástæða er til að rannsaka og jafnvel ákæra ef ljóst er að lögbrot hafi verið framin?
Viðtalið við Guðrúnu verður endurflutt kl.18.30 í dag.
Neituðu öll sök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2014 | 16:14
N 1 hópurinn
Nú hefur ríkisstjórnin skipað enn einn hópinn til að búa til einhverjar reglur byggðar á loðnum, þokukenndum og óljósum loforðum Framsóknarflokksins.
Og auðvitað á að reyna að finna eins ódýrar leiðir sem mega helst ekki kosta neitt. Nú á að setja fram reglur um ráðstöfun séreigna í lífeyrisréttindum.
Það eru fleiri en skuldugir baslarar sem þurfa kannski að komast í sparnað sinn. Þannig eru þúsundir atvinnuleysingja sem hafa verið á skrá í 4 ár að detta af atvinnuleysiskráningu.
Það verður sennilega næsta (h)rós í hnappagat ríkisstjórnarinnar hvernig dregið er úr atvinnuleysi á þennan hátt!
Þessi ríkisstjórn á eftir að verða okkur landsmönnum dýr, meira að segja rándýr. Einhver lifandis ósköp fara í kostnað vegna nefnda um alla mögulega hluti.
Tveir starfshópar skipaðir af ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2014 | 15:40
Er þörf á nýrri leiðréttingarnefnd?
Ráðamenn segja eitt í dag og allt annað á morgun. Þeir svara öðru í dag en í gær. Og fyrir kosningarnar í vor voru lögð fram hástemmd loforð sem því miður allt of margir glöptust á enda voru þau loðin og óraunhæf.
SDG skipaði margar nefndir eftir sínu höfði m.a. til að endurskoða og útfæra kosningaloforð sín. Nú er e.t.v. þörf á að skipa nýja nenfd til að leiðrétta kosningaloforðin og ýmsar þær yfirlýsingar ráðamanna einkum SDG sem hafa bæði þótt loðin og óljós. Halda mætti að forsætisráðherra væri þvoglumæltur þannig að allt það sem hann sagt og lofað megi toga og túlka eftir því sem hann sjálfur telur vera mögulegt.
Þessi ríkisstjórn er einhver sú lélegasta á öllum lýðveldistímanum. Hún hefur skilið samfélagið í næstum jafnmikillri óvissu og ríkisstjórn Geirs Haarde hérna um árið. Þessa ríkisstjórn mætti nefna Leiðréttingarstjórnina enda hefur hún skilið eftir sig óvissu, gríðarlegan niðurskurð á opinberri þjónustu og tómu káki og óvissu á sumum sviðum eins og varðandi umhverfismál. Niðurskurðurinn sem la´tinn er bitna á Umhverfisstofnun hefur leitt til að fjárveitingar vegna landvörslu eru gróflega færðar niður.
Með lögum skal land byggja en ólögum og handónýtum kosningaloforðum landi eyða!
Ekki um að ræða skuld ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2014 | 15:16
Til hvers allar þessar utanfarir?
Það verður að teljast til forréttinda æðstu stjórnenda íslenska örríkisins að fara til útlanda á kostnað ríkisins. Sennilega hafa utanfarir íslenskra ráðamanna frá því í vor orðið fleiri en allar utanfarir ráðherra ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þegar ráðherra fer á Olympísku leikana má líta á það sem hættumerki. Þannig var það undir lok ágúst 2008 þegar Þorgerður Katrín þáverandi menntamálaráðherra var að flækjast þar. Gott ef fleiri ráðamenn voru ekki þar líka. Rúmum mánuði seinna riðaði sæluríki ríkistjórnar Geirs Haarde til falls og fall þess varð mikið eins og frægt er.
Gagnrýndu Rússlandsför ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2014 | 16:17
Mikill er munur á þingmönnum
Furðulegt er að formaður nefndarinnar hafi ekki gert sér grein fyrir því hvernig þessi fjárhæð 50 milljarðar var fundin upp eða hvernig hún er til komin. Nú hefur þessi þingmaður orðið margsaga og greinilegt er að sumum í Framsókn gangi illa að gera greinarmun á lyginni og sannleikanum. Alla vega hefur honum orðið margsaga í málinu.
Nú hefur Vilhjálmur Bjarnason komið með mjög sennilega skýringu og flest bendir til að hann hafi rétt fyrir sér.
Annars er merkileg þessi 50 milljarða fjárhæð. Þetta nákvæmlega sama fjárhæð og Bakkabræður juku hlutafé í Exista með bolabrögðum. Þeir vildu ná fyrirtækinu undir sig með furðulegri og bíræfinni aðferð. Hlutaféð var aukið um 50 milljarða án þess ein einasta króna var greidd til félagsins.
Á þessum fræga hluthafafundi bar eg upp tillögu um takmörkun atkvæðaréttar:
1. að hlutafé hafi verið greitt raunverulega til hlutafélagsins og
2. að hlutafé væri ekki veðsett.
Tillagan var kolfelld með yfir 90% atkvæða!
Veit ekki hvernig talan varð til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2014 | 16:08
Skiljanleg niðurstaða
Kjarasamningar eru mjög vandmeðfarnir til að ná einhverjum árangri. Háar prósentutölur skila engu til lengri tíma en megináherslu þarf að leggja á að auka sem mest kaupmáttinn.
Vandræðagangurinn í ríkisstjórninni á einnig til að vekja tortyggni um heilindi í samfélaginu. Ríkisstjórnin vill efla hag þeirra sem betur mega sín en ber lítinn skilning fyrir kjörum þeirra sem minna mega sín.
Þegar ríkisstjórn sem gefur eftir himinháa tekjustofna frá útgerð, þá er skattfrelsismarkið búið að vera nánast lítt breytt frá upphafi. Alla vega fer fjarri að það fylgi vísitölu. Létta þarf skatta af lægstu tekjum og auka þar með ráðstöfunartekjur þeirra lægst launuðu.
Flóabandalagið felldi samninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2014 | 22:32
Vistfræði Fossár
Í fréttinni segir að veiðiskapur hafi aukist mjög í Fossá. Í tengslum við laxagegnd og veiðiskap þá hafa orðið miklar breytingar á umhverfi og vistkerfi Fossár. Fyrst kom eg á þessar slóðir fyrir nær hálfri öld. Mér er minnistætt nánast algjört gróðurleysi Þjórsárdals. Hann var þakinn metra þykkum ljósum vikri úr gosinu 1104 úr Heklu.
Þegar Búrfellsvirkjun var byggð, var dalurinn græddur upp. En í Skjólkvíagosinu vorið 1970 breyttist ásýnd dalsins algjörlega: í stað gráa vikursins var dökk aska yfir öllu. Sums staðar mátti sjá gróðurbrúska kíkja upp gegnum öskuna, en Landsvirkjun hafði fengið Landgræðslu ríkisins til liðs við sig að græða upp landið. Eftir að dró úr sauðfjárbeit hefur landið verið að taka við sér. Í fjallshlíðum einkum en vestanverðan dalinn hefur Skógrækt ríkisins látið plantað mjög miklu af trjám sem nú er smám saman að leggja landið undir sig einkum birki sem verður að teljast til ágengra en innlendra tegunda. Þessi mikla breyting á vistkerfi Þjórsárdals hefur áhrif á vatnsbúskap og eflir lífmassann. Rotnandi gróðurleyfar er undirstaða lífríkis sem laxinn þrífst á.
Skógrækt má beita til að efla lífmassa meðfram ám og vötnum. Hún er ein áhrifaríkasta aðferðin að auka fiskgegnd og þar með auka arðsemi veiðiáa í landinu.
Góðar stundir.
Sættir að takast um leigu á Fossá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2014 | 22:17
Eðlileg niðurstaða
Ef venjulegur borgari í samfélaginu hefði verið í sömu sporum og Baldur Guðlaugsson, notið innherjaupplýsinga sem hann hafði einn af örfáum haft aðgang að, selt öll sín hlutabréf, hefði þótt sjálfsagt að ákæra viðkomandi og sakfella hann.
Mjög líklegt er að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi litið þanni á málið.
Og sama má segja um mál Geirs Haarde.
Ekki hefur verið sýnt fram á að annar hvor eða báðir þessara ákærðu og sakfelldra manna hafi verið ákærðir án ástæðu. Baldur fyrir að notfæra sér vitneskju sem innherji og sá síðarnefndi sem æðsti embættismaður þjóðarinnar sem átti að sjá að allt var að fara fjandans til í efnahagsmálum þjóðarinnar en aðhafðist ekkert að! Báðir verða að teljast fagmenn hvor á sínu sviði, Baldur lögfræðingur en Geir hagfræðingur. Sá fyrri notfærði aðstöðu sína til að hagnast, sá síðarnefndi, Geir Haarde mátti vera ljóst að eitthvað varð að gera til að koma í veg fyrir bankahrunið eða alla vega grípa fram fyrir hendurnar á þeim með úrræði Fjármálaeftirlitis og Seðlabanka í huga. Ekki seinna en í febrúar 2008 var deginum ljósara að Davíð Oddssyni var fullkomlega ljóst að bönkunum yrði ekki bjargað. Hvorki hann né Geir Haarde aðhöfðust ekkert til að draga úr þessu gríðarlega tjóni þjóðarinnar.
Það er nú svo að íslensku refsilögin gera ekki aðeins ráð fyrir að sakamaður geti bakað sér refsiábyrgð með ólögmætum verknaði heldur einnig athafnaleysi eins og gerðist í máli Geirs. Honum mátti sem fagmaður efnahagsmála að ekki væri allt með felldu. Hann þiggur himinhá laun fyrir að vera forsætisráðherra og þjóðin á kröfu á hann að hann sinni starfi sínu í samræmi við það.
Mér er sem mörgum öðrum Íslendingum mjög minnisstætt þegar ráðherrar íslenska lýðveldisins fóru margir hverjir á Olympísku leikan í Kína í ágúst 2008. Þá var sem nú mikill uppgangur í handboltanum íslenska rétt eins og nú. En getur verið að gleymst hafi að stjórna landinu? Allt var komið í óefni þegar líða tók á september, um mánuði seinna.
Vanrækslan varð Geir að falli, því miður. Betur hefði verið að hann hefði sinnt sínu starfi og reynt að koma í veg fyrir kollsteypuna haustið 2008.
Máli Baldurs vísað frá MDE | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2014 | 21:42
Hvaða erindi eiga götustrákar í fjölmiðla?
Þessi ótrúlegu fullyrðingar og fúkkyrði sem strákur þessi lét út úr sér er vart hægt að fyrirgefa. Meðan enn er til fólk sem minnist með hryllingi á grimmdarverk nasista og annara óþverra þá ætti munnsöfnuður sem þessi hvergi að þrífast.
Á meðan tugir starfsmanna RÚV var sagt upp störfum, margir með áratuga farsælt starf að baki er strákur þessi látinn gegna mikilvægu starfi. Nú má spyrja: Er það vegna skoðana hans sem vísa eindregið til fordómafullra afturhaldsskoðana á hægri vængnum sem hann er ekki látinn taka pokann sinn með skömm?
Við eigum ekki í nútímasamfélagi að líða að götustrákar vaði hér uppi með skömum og látum. Við höfum alveg nóg af svo góðu nú þegar.
Harma ummæli um Austurríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2014 | 19:35
Erum við enn á 19. öld?
Einhver fornfálegasta stofnun lýðveldisins er án efa Alþingi Íslendinga. Í stað þess að þarna séu nútímavinnubrögð er haldiu dauðahaldi í fornfálega titla og vægast sagt hlægilegt snobberí. Af hverju má ekki segja sannleikann? Mig minnir að þegar hornsteinn þinghússins var lagður, var lagt í blýhólkinn skilirí sem á stendur: Sannleikurinn gerir yður frjálsan. Gamaldags titlatog er hlægilegt í eyrum nútímamannsins.
Þýski þingmaðurinn Joschka Fischer sagði einhverju sinni í þingræðu strax eftir formlegheitin: Herr Bundespräsident, Sie sind ein Arschloch!. Herra þingforseti, þér eruð rassgat!
Sennilega verður þessi móðgun seint toppuð þó svo að íslenskir þingmenn hafi látið eftir sig fræg ummæli í hita leiksins: Skítlegt eðli og Gunga og drusla.
Þingsagan væri ólíkt litríkari með kostulegum uppákomum en þessi þurrkuntulega samkoma sem fáir nenna að fylgjast með, m.a. vegna forneskjulegra formsatriða.
Áminnt fyrir að ræða um svokallaðan ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar