Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013
16.6.2013 | 08:44
Fjallið heitir Hafrahlíð
Alltaf er miður þegar slys ber að höndum en vonandi er líðan hins slasaða betri.
Stundum villir ókunnugleiki mönnum sýn og búin eru til ný örnefni sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Það þykir kannski eðlilegt að kenna fjallið við vatnið en það er nefnt eftir karlkyns geitum en þeir nefnast hafur í eintölu og hafrar í fleirtölu.
Höfrunum hefur væntanlega verið haldið til beitar við vatnið og þeir verið gjarnan í hlíðinni ofan við það. Því er Hafrahlíð eðlilegt nafn fjallsins.
Fyrir þá sem hafa gaman af gömlum kortum mætti benda á heimasíðu Landmælinga Íslands. Á slóðinni sem hér fylgir má skoða gamalt kort frá 1909 af þessu svæði. Þarna eru gamlar reiðleiðir enda bílaöld ekki upp runnin: http://www.lmi.is/kortasafn/ og velja kort 2001-1453-qv
Góðar stundir!
Alvarlegt slys við Hafravatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2013 | 07:32
Bílaleikur
Einhver furðulegasti ósiður virðist vera hjá sumum að leika sér með bíla. Að spóla upp dekkjum getur varla talist æskileg hegðun enda myndast varhugaverð spilliefni sem hafa ekki góð áhrif á loftgæði. Það er nefnilega svo að í dekkjum leynast efni sem verða talin æskileg að berist í fólk né skepnur fremur en stafar af flugeldum.
Að halda keppni í spóli sem þessu getur varla talist vera með því hollasta sem nokkur skynsamur maður ætti að taka þátt í. Mér finnst þetta vera allt að því fyrirlitlegt og ekki þeim til framdráttar sem þátt taka og sérstaklega skipuleggja bílaleiki með svona hætti.
Það er svo ótalmargt annað sem unnt er að gera sem er bæði lofsvert og öðrum til fyrirmyndar.
Spólað í Akureyrarsól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2013 | 20:07
Erfitt ræktunarstarf þar sem sauðfé er
Að setja sig niður þar sem ekki verður þverfótað fyrir sauðfé, ber annað hvort vitni um einstæða þrjósku eins og talið er að sauðir séu haldnir, eða einstæða bjartsýni að unnt sé að breyta eðli sauðkindarinnar. Þar sem nálægð sauðkinda er, verður erfitt með allt ræktunarstarf nema með mjög öflugum girðingum.
Mér finnst kaup Sigmundar á þessari jörð byggjast á mikillri bjartsýni enda er hann með bröttustu mönnum norðan Alpafjalla. Enginn stjórnmálamaður hefur komist upp með önnur eins kosningaloforð en hann í gjörvallri Evrópu nema vera skyldi Silvíó Berlúskóní. Þessir tveir eiga margt sameiginlegt, geta í skjóli auðs síns gert nánast hvað sem þá lystir. En því miður vara þriðjungur þjóðarinnar sem mætti á kjörstað 27.4. s.l. sig ekki á þessum lævísa og slóttuga manni. Hann hefur lært mikið af gamla stjórnmálarefnum á Bessastöðum.
Í hagræðingarskyni skráir hann lögheimili sitt fjarri höfuðborgarsvæðinu, rétt eins og forsetafrúin núna nýverið.
Sigmundi má kannski líkja við sauðkindina sem ekki er öll þar sem hún er séð.
Sauðfé við heimili forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2013 | 18:39
Flott kröfuganga
Um miðjan dag átti eg leið um Mosfellsdal og mætti kröfugöngu þessari Mér fannst hún hreint frábær þar sem önd gekk í fararbroddi skammt á undan mótmælendum.
Beinn og breiður vegur liggur eftir Mosfellsdal endilöngum. Því miður hefur umferð aukist þar mikið og hraðinn aukist. Má m.a. benda á aukna tíðni stærri bíla eftir að nýr vegur var lagður yfir norðasnverða Lyngdalsheiði fyrir nokkru. Þarna ætti að setja upp eftirlitsmyndavélar og rukka ökuníðinga miskunnarlaust.
Mig langar til að þakka Dalbúum skemmtilega uppákomu og hvet þá til að endurtaka eins oft og nauðsyn er. Eg skal taka þátt í enda vanur móitmælandi síðan í Búsáhaldabyltingunni sem sennilega þarf að endurtaka gegn einstaklega furðulegri ríkisstjórn með enn skrítnari forgangsröð þjóðmála.
Baráttukveðjur!
Njóta, ekki þjóta! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2013 | 19:01
Hagkvæmari farþegaflutningar?
Þessi viðskiptahugmynd er allra athygli verð. Þó verður að reikna með að skip sem er einungis 177 tonn sé háðara veðri en þau geta orðið mjög slæm, straumar og sjólag erfitt við Vestmannaeyjar. En ljóst er að þarna er verið að finna nýja leið til að nýta höfnina á Landeyjarsandi betur. Yfir sumartímann verður þetta minna skip mun snarara í snúningum en stærra skipið.
Gamli Herjólfur hefur þótt gott og öruggt sjóskip sem hefur skilað drjúgu dagsverki. En brátt líður að því að skipið þurfi annað hvort að fara í dýra klössun og endurbætur til að það hafi áfram haffærisskírteini eða það verði selt úr landi.
Hefur siglingar á milli lands og Eyja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2013 | 12:38
Vilja útgerðarmenn meira?
Ríkisstjórnin er illa undir breytingar á málefnum búin sem hún hefur takmarkaðan skilning á. Ekki byrjar þetta vel:
Konur eru ósáttar vegna þess að jafnréttislög eru brotin.
Náttúruverndarfólk þykir skelfilegt að þessi ríkisstjórn vill ekki hafa sérstakt Umhverfisráðuneyti en vill koma því fyrir í skúffu Landbúnaðarráðuneytis.
Evrópusinnar eru forviða að ríkisstjórnin vill slíta viðræðum en vill efla tengsl við Natóið eins og það geti rétt hlut heimilanna.
Ríkisstjórnin vill afnema greiðslu á tannlæknakostnaði barna og unglinga en hygla útgerðinni. En nú eru það útgerðarmenn sem eru óánægðir með útfærslu ríkisstjórnarinnar.
Hvar endar þetta ráðaleysi sem hófst í bráðræði?
Þessi ríkisstjórn er illa í stakk búin að axla þá byrðar sem fylgir því að stjórna landi og lýð.
Útgerðarmenn vonsviknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2013 | 22:42
Furðuleg meðferð á dýrum
Að bera læðu með kettlingum út og skilja eftir á víðavangi í pappakassa, ber merki um einkennilega harðneskju gagnvart dýrum. Húsdýr eins og kettir eru með tilfinningar og þarfir eins og við mannfólkið.
Sá sem getur ekki séð um kött á að hafa samband við fólk sem þekkt er fyrir að þykja vænt um dýr. Í Reykjavík er Kattholt sem hefur sýnt köttum einstaka ræktarsemi og þar er lögð áhersla á að finna veglausum köttum góð heimili.
Ill meðferð dýra er refsiverð og það ættu allir að hafa hugfast.
Kettlingar heim með kvöldflugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2013 | 20:43
Hafa broskarlarnir gleymt gervigóðærinu?
Árin fyrir bankahrunið mikla í boði Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var sagt vera nánast endalaust góðæri. Mikil og dýr glansmynd var dregin upp. Eftirminnileg er myndin af glaðbeittum Geir Haarde sem brosti sínu breiðasta framan í þjóðina og reynt var á sama hátt að draga upp bros á hið nánast steinrunna andlit Halldórs Ásgrímssonar sem einhverra hluta vegna tókst aldrei að losna við pókerandlitið.
Nú tala þeir fjalglega sem aldrei hafa gegnt ráðherraembætti áður og tala um velferð og að hún hafi verið byggð á sandi. Af hverju líta þessir broskarlar sér ekki nær og skoða betur hverju var lofað fyrir síðustu kosningar? Bjarni ætti að gera sér ljóst, að með því að taka þátt í kosningabrellu Sigmundar er hann að axla byrðar sem líkja mætti við myllustein um hálsinn. Hann tekur að sér erfiðasta og jafnframt það ráðuneyti sem mest er gagnrýnt. Þannig tekur hann að sér að verða skotspónn andstæðinga ríkisstjórnar sem safnar óvinsældum með hverri vikunni sem líður.
Blekkingar og svik eru þeir eiginleikar sem stjórnmálamenn ættu að forðast. En þessir tveir forystusauðir ríkisstjórnar telja sig vera það mikla karla að geta vaðið yfir ófæruna þó straumhörð og botnlaus sé.
Látum þá sýna trú sína á loforðunum með verkunum. Verður þeim kápan úr því klæðinu sem þeir telja sig geta ofið frammi fyrir alþjóð fremur en kónginum í ævintýrinu sem taldi sig vera í dýrustu klæðum þó allsnakinn væri.
Velferð á lánum reist á sandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2013 | 20:18
Rándýr hernaðarsýning
Mikið finnst mér miður að heyra af hávaðaleik Ítalska lofthersins yfir Akureyri. Þetta er sú smán sem friðsömum Íslendingum er sýnd með mikillri lítilsvirðingu.
Alltaf fyllist eg viðbjóði á sýndarmennsku sem þessum hergagnaleikjum. Að Ísland taki þátt í þessari sýndarmennsku og borgi dýrum dómum hef eg aldrei verið sáttur við.
Þetta er arfur frá Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni frá því þeir reyndu báðir að halda dauðahaldi í bandarísku herstöðina fyrir 10 árum.
Því miður tókst Vinstri stjórninni ekki að losa landsmenn frá þessum þungbæru kvöðum. En mikið var rætt um þessi mál.
Nú er ríkisstjórn Broskallanna okkar að tala um að strika út ýms ríkisútgjöld. Rætt hefur um að eitt af fyrstu verkefnunum verði að afnema þátttöku Ríkissjóðs að greiða fyrir tannlækninga barna og unglinga.
Hvort skyldi vera forgangsverkefni þessarar ríkisstjórnar: tannheilsa barna og unglinga eða rjúfa tengslin við hernaðarböl Evrópu. Nú vilja þeir Broskarlarnir fleygja öllum viðræðum við Evrópusambandið niður á sextugt dýpi. Hvers vegna ekki að byrja á hernaðarsýndarmennskunni?
Orrustuþotur yfir Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2013 | 19:07
Heimsókn í gestastofu
Þegar eg er á ferð sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn, reyni eg að koma við í gestastofur þjóðgarðanna. Þar eru settar upp markvissar sýningar sem tengjast náttúru, sögu og atvinnuháttum landsmanna. Þetta er eðlileg fræðsla um Ísland jafnframt sem salernisaðstaða er nýtt í leiðinni.
En rekstur gestastofa kostar töluvert.
Um það hefur verið rætt hvort taka eigi gjald af ferðamönnum fyrir að skoða og nýta sér aðstöðu. Oft er eg spurður af ferðafólki hvar greitt sé fyrir aðganginn að þjóðgörðum og öðrum vinsælum ferðamannastöðum. Viðkomandi verða heldur en ekki undrandi að þetta sé allt í boði íslenskra skattgreiðenda!
Við getum tekið auðveldlega upp einhverja gjaldtöku, ekki að kroppa eina og eina evru á hinum ýmsu stöðum heldur bjóða ferðafólki við komu að kaupa n.k. aðgöngumiða að þjóðgörðum landsins. Sé hver ferðamaður krafinn um 10 evrur t.d. fyrir hverja viku í dvöl hér á landi og innifalið væri aðgangur að þjóðgörðum landsins, þá má reikna með að um 5 milljónir evra skiluðu sér miðað við hálfa milljón ferðamanna á ári. Þetta væri a.m.k. 800 milljónir íslenskra króna sem gætu skilað sér í bættri þjónustu og framkvæmdum í þjóðgörðum landsins.
Hættan á gjaldtöku er að þessu fé verði varið í önnur verkefni en sem ætlast er til.
Við megum ekki glutra niður kjörnu tækifæri til að efla og bæta ferðaþjónustu á Íslandi.
Góðar stundir.
Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs opnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar