Bílaleikur

Einhver furðulegasti ósiður virðist vera hjá sumum að leika sér með bíla. Að spóla upp dekkjum getur varla talist æskileg hegðun enda myndast varhugaverð spilliefni sem hafa ekki góð áhrif á loftgæði. Það er nefnilega svo að í dekkjum leynast efni sem verða talin æskileg að berist í fólk né skepnur fremur en stafar af flugeldum.

Að halda keppni í spóli sem þessu getur varla talist vera með því hollasta sem nokkur skynsamur maður ætti að taka þátt í. Mér finnst þetta vera allt að því fyrirlitlegt og ekki þeim til framdráttar sem þátt taka og sérstaklega skipuleggja bílaleiki með svona hætti.

Það er svo ótalmargt annað sem unnt er að gera sem er bæði lofsvert og öðrum til fyrirmyndar.   


mbl.is Spólað í Akureyrarsól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einn furðulegasti ósiður sem menn taka uppá er að gagnrýna hluti sem þeir hafa ekki hundsvit á. Varla getur talist æskilegt að menn geri sig að fíflum með svona skrifum.

Dóri Bjöss (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 08:30

2 identicon

Georg Bjarnfreðarson?

Pétur Marel Gestsson (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 09:02

3 Smámynd: Þórður Bragason

Að hafa skoðun á einhverju eru forréttindi sem enginn tekur of ofanrituðum. Það myndi þó hjálpa til, og gera gagnrýnina gagnlegri, ef ofanritaður nýtti sér menntun sína t.d til að undrstrika hvað hann er að gagnrýna, að ég tali nú ekki um ef viðkomandi skrifaði Íslensku sem teldist læsileg. En að sjálfsögðu er það nú svo með bílaleiki, skotfimi, skák, sagnfræði o.fl, að það er auðvelt að gagnrýna það sem maður þekkir ekki. Sú ástundun, að gagnrýna hið óþekkta, ber því miður ekki vott um að háskólamenntun hafi borið tilætlaðann árangur.

Undirritaðum dugar ein háskólagráða til að furða sig á skrifum ofanritaðs.

Þórður Bragason, 17.6.2013 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 242984

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband