Heimsókn í gestastofu

Þegar eg er á ferð sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn, reyni eg að koma við í gestastofur þjóðgarðanna. Þar eru settar upp markvissar sýningar sem tengjast náttúru, sögu og atvinnuháttum landsmanna. Þetta er eðlileg fræðsla um Ísland jafnframt sem salernisaðstaða er nýtt í leiðinni.

En rekstur gestastofa kostar töluvert.

Um það hefur verið rætt hvort taka eigi gjald af ferðamönnum fyrir að skoða og nýta sér aðstöðu. Oft er eg spurður af ferðafólki hvar greitt sé fyrir aðganginn að þjóðgörðum og öðrum vinsælum ferðamannastöðum. Viðkomandi verða heldur en ekki undrandi að þetta sé allt í boði íslenskra skattgreiðenda!

Við getum tekið auðveldlega upp einhverja gjaldtöku, ekki að kroppa eina og eina evru á hinum ýmsu stöðum heldur bjóða ferðafólki við komu að kaupa n.k. aðgöngumiða að þjóðgörðum landsins. Sé hver ferðamaður krafinn um 10 evrur t.d. fyrir hverja viku í dvöl hér á landi og innifalið væri aðgangur að þjóðgörðum landsins, þá má reikna með að um 5 milljónir evra skiluðu sér miðað við hálfa milljón ferðamanna á ári. Þetta væri a.m.k. 800 milljónir íslenskra króna sem gætu skilað sér í bættri þjónustu og framkvæmdum í þjóðgörðum landsins.

Hættan á gjaldtöku er að þessu fé verði varið í önnur verkefni en sem ætlast er til.

Við megum ekki glutra niður kjörnu tækifæri til að efla og bæta ferðaþjónustu á Íslandi.

Góðar stundir.

 

 


mbl.is Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 242984

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband