Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
30.3.2013 | 13:03
Kostur að vera í Evrópusambandinu
Ef Íslendingar væru hluti Evrópusambandsins væri ferlið þetta: stjórnmálamenn kæmu hvergi nálægt ferlinu og aðdragandanum að því að mengandi starfsemi verði komið á fót. Sérstakur kon tór í Brussel sér um þessa hluti, embættismenn hafa tékklista þar sem farið er yfir umsóknir. Umsækjandi mengandi starfsemi þarf að sýna fram á að hann hafi tryggt sér athafnasvæði og samþykki viðkomandi stjórnvalds. Þá þarf að sýna fram á að rafmagnsöflun sem og önnur aðkoma að orku og vatni sé tryggt og ekki sýst að mengunarkvóta hafi verið aflað.
Þetta síðasta atriði er mjög sérkennilegt að mengandi starfsemi fái ókeypis aðgang að menga og spilla umhverfi. Talið er að tvöfalt magn af CO2 verði til við vinnslu hvers tonns af áli. Hér á landi er framleiðsla álbræðslanna þriggja um milljón tonn eða við framleiðsluna verður til 2 milljónir tonna CO2. Innan Evrópusambandsins hefur gangverð á hverju CO2 tonni verið um 25 Evrur. Með öðrum orðum gefa íslensk stjórnvöld álbræðslunum um 50 milljónir Evra á ári eða nálægt 8 milljarða. Fyrir þetta mikla fé væri unnt að reka stóran hluta af HÍ.
Og fyrir þetta fé væri unnt að reka Skógrækt ríkisins í um heila öld!
Við þurfum að greiða allskonar umhverfisgjöld en álbræðslurnar fá allt slíkt frítt!
Ef Íslendingar bætu þá gæfu að vera í Evrópusambandinu þá væru þessi mál í góðum höndum. Þá væri ekki möguleiki á spillingu sem mjög líklegt sé fyrir hendi því miður til þeirra stjórnmálamanna sem hafa sýnt hagsmunum álbræðslunnar sérstakan skilning.
Og þá væri grundvöllur að fækka þingmönnum, þ.e. þessum hátekjuþrösurum upp til hópa.
Góðar stundir!
Kísilverksmiðjan fari í gang 2016 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2013 | 12:48
Mannalæti samviskulausra valdamanna
Ljóst er að Norður Kórea getur vart brauðfætt þegna sína. Þeir geta hins vegar lagt óheyrilegar fjárhæðir til að koma sér upp vopnabúnað til að storka nágrönnum sínum í suðri. Einnig er deginum ljósara að Bandaríkjamenn hafa ekki sýnt mikla skynsemi við að reyna að draga úr spennu. Vígbúnaður sunnan manna er einnig umtalsverður og bandarískir vopnasalar sjálfsagt reynt að auka sem mest spennuna. Jú meiri vopnasala skilar meiri gróða.
Það er skynsamleg afstaða Rússa að hvetja deiluaðila að sitja á strák sínum og efna ekki til meiri vandræða en orðið hefur. Það vill enginn endurtaka valdaleik á borð við þann sem hófst aðfaranótt 1. september 1939 þegar annar hernaðarrugludallur hóf stórsókn þýska hersins inn í Pólland. Aðeins tveim dögum síðar lýstu Frakkar og Bretar yfir stríði fremur nauðugir en viljugir enda voru hvoru tveggja tilbúnir í tuskið.
Vonandi rennur upp ljósið fyrir ráðamönnum Norður Kóreu að stríð sem þetta gæti haft ógnvænlegar afleiðingar. Líklegt er að þeir hafi rætt við forystusauði Kína um hugsanlegan stuðning en það gæti orðið til þess að hernaðarátök breiðist út en verði ekki aðeins bundin við Kóreuskagann.
Við verðum að vona að Rússum og öðrum þjóðarleiðtogum takist að koma vitinu fyrir kommana í Kóreu. Þetta stríð verður mjög áhættusamt og með öllu árangurslaust enda tapa allir á stríðsátökum, jafnvel Íslendingar.
Norður-Kórea lýsir yfir stríði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2013 | 19:16
Eru fyrirspyrjendur meðmæltir sölu?
Ljóst er að bankarnir eru töluverð loðnir um lófana. Þeim var bjargað frá gjaldþroti á síðustu stundu. Nú vilja kröfuhafarnir fá að leysa hagnað sinn en vandamálið er að kröfur þeirra er í íslenskum krónum en þar sem þeir eru erlendir vilja þeir eðlilega grjótharðan gjaldmiðil sem þeir geta treyst. Íslenska krónan er og hefur lengi verið vandræðabarn í íslensku samfélagi eða allar götur síðan 1886 þegar Landsbankinn var stofnaður.
Eru fyrirspyrjendur meðmæltir sölu til lífeyrissjóða eða ekki?
Margt er jákvætt að þeir geti fjárfest í bönkum rétt eins og var fyrir hrunið. Spurning er hvort einhvderjir ormar séu í mysunni, aldrei er að vita nema svo sé.
Vilja ræða hugsanlega sölu banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2013 | 12:31
Hvernig verða þinglok?
Nú þarf að taka upp aðferð Torfa Hjartarsonar tollstjóra og ríkissáttasemjara. Þegar kjaradeilur höfðu þróast í þá átt að verkfall var fyrirsjáanlegt, boðaði Torfi deiluaðila á sinn fund: Hér vinnum við að þessari deilu og dyrnar verða ekki uppluktar fyrr en nýr kjarasamningur hafi verið gerður.
Nú ætti ekki að opna dyr þinghússins fyrr en samþykkt hafi verið ný stjórnarskrá. Ef þetta gengur ekki þá ætti ríkisstjórnin að gefa út nýja bráðabirgðastjórnarskrá sem kæmi í stað þeirrar bráðabirgðastjórnarskrá sem gilt hefur frá 1944. Rétt er að vísa í niurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárdrögin sem nú hafa verið til umfjöllunar í þinginu en braskaraliðið í stjórnarandstöðunni er á móti.
Þá þarf að gefa út bráðabirgðalög um skoðanakannanir, hverjir megi gera þær, aðferðafræði, birting og rétt að mæla viðhorf en ekki móta. Við verðum að gera okkur grein fyrir að skoðanakönnun og skoðanankönnun er ekki það sama. Sumar eru jafnvel þannig fram settar að innbyggt svar er innifalið í spurningunni. Hver kannast ekki við ef neitað er um svar: Er líklegt að þú veljir Sjálfstæðisflokkinn .....?
Því miður hafa svona vinnubrögð verið viðhöfð. Þetta er siðleysi undir yfirskyni vísinda.
24.3.2013 | 12:08
Geta lygamælar komið að gagni?
Bandaríska alríkislögreglan FBI kom einu sinni með nýja uppgötvun sem var beitt óspart á grunaða menn til að kanna hvort mætti treysta þeim.
Sjálfsagt hafa komið margar útgáfur af lygamælum og þeir reynst misjafnlega.
Oft má sjá þegar menn ljúga eða segja eitthvað og fullyrða gegn betri vitund. Þeir hegða sér stundum öðruvísi en þeir eru vanir. Þannig var einn þingmaður sem er látinn fyrir allnokkrum áratugum oft talinn ljúga þegar hann tók niður gleraugun og mælti alvarlega til andstæðinga sinna. Sennilega fór þetta í fínustu taugar þeirra og töldu hann ljúga. Í raun var þingmaður þessi, Lúðvík Jósefsson að árétta það sem hann hafði verið að segja og ekki alveg á hreinu hvað andstæðingar hans eiga við þegar þeir grunuðu hann um græsku.
Sigmundur Davíð setur yfirleitt alltaf upp sérkennilegan glaðhlakkalegan svip þegar hann fullyrðir eitthvað sem getur ekki staðist. Þannig lofar hann kjósendum Framsóknarflokksins skuldauppgjöf sem hann getur ekki verið í aðstöðu til að veita, jafnvel þó hann sé auðugasti þingmaður landsins sem við sitjum nú uppi með.
Góðar stundir.
Beiti blekkingum til að afla stuðnings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2013 | 11:18
Leyndin um Kjarval
Fyrir nokkru birtist í heillri opnu DV yfirlit frá Ingimundi Kjarval um vægast mjög dularfullt mál sem tengist afa hans, Jóhannesi Kjarval. Svo virðist eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi eignað sér þennan listamann meðan stjórnmálaflokkur þessi stýrði Reykjavíkurborg.
Þessi lesning er vægast sagt furðuleg og ef rétt reynist, enn furðulega að svona geti gerst í lýðfrjálsu landi. Ingimundur segir að engin skjöl, erfðaskrá eða aðrir löggerningar hafi varðveist og svo virðist að eignarheimild Reykjavíkurborgar byggist á munnlegum heimildum! Nú er erfðaréttur að höfundarrétti skýr og ekki verður honum afsalað nema með mjög ströngum formlegum hætti.
Ingimundur kveður fyrrum forstöðumann Kjarvalsstaða hafa nánast einokað Kjarval þannig að ættingjar hans, börn né aðrir áttu ekki aðgang að honum.
Þetta allt saman er mjög tortryggilegt að ekki sé meira sagt. Og málsmeðferð fyrir Mannréttindadómstól Evrópu er að sama skapi einkennileg. Getur verið satt að sonur fyrrum forstöðumanns sé kvæntur dómara í Mannréttindadómstólnum sem hafði tök á að vísa þessu máli frá?
Sjálfsagt er að þessi mál séu rannsökuð af hlutlausum aðila enda eru fullyrðingar nokkuð ákveðnar og studdar vísbendingum sem kunna að vera sannar.
Kjarval var um margt óræð persóna. Hann var fyrir marga hluta sakir mjög sérkennilegur og eftirminnilegur þeim sem umgengust hann. Í RÚV hefur verið lesin nokkur sendibréf sem honum bárust og lýsir vel hans innri manni hvaða viðhorf hann hafði. Hann var ekki aðeins mikilvirkur í málaralist heldur var hann skáld og ritaði greinar í blöð. Líklega er ein þekktasta greinin hans sem birtist skömmu eftir stríð og fjallaði um hvalafriðunarskip. Sennilega er Kjarval einn fyrsti Evrópumaðurinn sem fær þá hugmynd að gera út skip til að skoða hvali en ekki veiða þá eins og tíðkast hefur um aldir.
Þeir sem lesa þessar línur hvet eg til að lesa DV.
Góðar stundir.
Óvenjuleg bygging sem eldist vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2013 | 17:51
Einn af öngum Kalda stríðsins
Kalda stríðið var ömurlegt í marga staði. Það var hræðilegt að alast upp í ótta um gjöreyðingu heimsbyggðarinnar. Þessi tvö hernaðarveldi, Bandaríkjamenn í Ameríku og Rússar, höfðu allar þjóðir á sínu áhrifasvæði í hendi sér, rétt eins og mús í fjalaketti. Ef einhver sjálfstæð hugsun var sett fram, þá var að vænta að maður var kveðinn í kútinn með einhverri rússagrýlu. Sjalfstæð hugsun mátti hvergi fyrirfinnast.
Þegar Þorskastríðið sem hófst 1. september 1972 var á suðupunkti vorið 1973, réðst múgur á breska sendiráðið eftir mótmælafund á Lækjartorgi. Eg var staddur þar og mér fannst einkennilegt að sjá tryllinginn og ofbeldisdýrkunina sem blossaði upp. Nánast hver einasta rúða í húsinu sem er vestari Sturlubræðrahöllin við Laufásveg, var mölbrotin. Mátti sjá nokkra vaska sveina, marga nú þjóðkunna sem þar hvöttu landa sína til dáða. Síðar kom í ljós að sendiráðsritarinn Bryan Holt var staddur í húsinu og tjáði hann frá að grjót og glerbrot hafi verið alls staðar og mildi að hann stórslasaðist ekki. Það varð honum til lífs að stórt eikarborð varð honum skjól.
Þetta var einkennileg uppákoma. Auðvitað bar íslenska ríkið fulla ábyrgð og á kostnað skattborgara voru glerrúður sendiráðsins endurnýjaðar. Mér fannst þetta vera mikill vansi að svona lagað gæti gerst. Íslenska lögreglan gerði ekkert til þess að koma í veg fyrir þessi ósköp þó svo að okkur beri skylda til að vernda hagsmuni erlends ríkis hvað sendiráð og sendisveitir viðkemur gagnvart ofbeldi og lögleysum sem þessum.
Þessi undirskriftasöfnun um Varið land var að mörgu leyti einkennileg. Þarna var þjóðinni stillt upp við vegg og ekki allar undirskriftirnar fengnar með góðu. Voru miklar umræður um málið og undirskriftasöfnunin gagnrýnd harðlega í fjölmiðlum einkum í Þjóðviljanum. Víða voru þessir undirskriftarlistar frammi á vinnustöðum með vitund og vilja yfirmanna. Þarna gafst kjörið tækifæri að fá staðfestingu á því hvaða skoðanir starfsmenn höfðu. Þessi undirskriftasöfnun tengdist því mjög upplýsingaöflun sem íhaldsöflin á Íslandi gátu nýtt sér vel. Auðvitað voru þeir sem aðhylltust verkalýðshreyfinguna og virkt lýðræði á móti aðferð sem þessari.
Samfélagið á Íslandi var ekki mjög þróað þegar þarna var komið sögu. Þeir sem gagnrýndu og það voru margir, voru margir hverjir lögsóttir einkum fyrir brot gegn ærumeiðingum en þeir sem þátt tóku í skipulagi og framkvæmd þessarar umdeildu undirskriftasöfnunar voru eðlilega mjög í skotlínunni og gáfu kannski tilefni til þess. Þarna voru fulltrúar ýmissa hagsmunahópa sem áttu það sameiginlegt að vera hallir undir hægri menn.
Eigi sakna eg Kalda stríðsins. Þó svo við Íslendingar vorum blessunarlega réttu megin við Járntjaldið, þá voru þetta slæmir tímar. Og enn getum við séð að sumt í áróðri hægrimanna er með beina tilvísun til þessara tíma þegar fólk hafði meiri áhyggjur að drepast úr rússneskri geislavirkni en amerískri.
Áróðurinn er nefnilega lævís og lipur. Við heyrum suma af stjórnmálamönnunum að þeir vilji bjóða kjósendum sínum afslátt á skuldum, gull og græna skóga ef þeir kjósi rétt. En hver á að borga skuldirnar hvort sem óreiðumenn eða skilvísir einstaklingar eiga í hlut? Af hverju lofa þeir ekki einfaldlega góðu veðri næsta kjörtímabil komist þeir til valda? Þeir myndu þá alla vega ekki ljúga meiru en þeir sem boða skuldaaflausn og betri tíð með aukinni stóriðju sem kemur engum að gagni nema álfurstum, bröskurum og verktökum.
Góðar stundir!
Þegar þjóðinni var heitt í hamsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2013 | 11:13
Er Grímsfjalla ferðaþjónustan hugsuð sem æfingabúðir kínverska hersins?
Engum heilvita manni dettur í hug að leggja himinháar fúlgur til að byggja ferðaþjónustu á Grímsstöðum með gólfvöll og ýmsu fleiru.
Ferðaþjónustuna er unnt að hafa opna kannski 2-3 mánuði, mesta lagi 4 en reka þarf forréttinguna allt árið!
En auðvitað mætti reka þarna æfingabúðir við erfiðar aðstæður. Getur það verið að hugmynd kínverska fjárfestisins sé að kínversku ferðamennirnir séu í raun og veru hermenn sem mætti þjálfa á þessum hjara veraldar?
Aðstæður eru ákjósanlegar þarna, aftakaveður gengur þarna yfir öðru hverju þegar ekki verður stundað gólf eins og á fögrum sumardegi en unnt að flækjast um á fjöllum, týnast og láta finna sig aftur.
Íslendingar eru margir hverjir tækjagalnir. Þeir eru spenntir fyrir torfæruferðum, slarki og ævintýrum. Sjálfsagt er kínverski fjárfesrtirinn að virkja þessi áhugamál sem landar vorir eru hugfangnir af. Sennilega hefðu ýmsir atvinnu af.
Góðar stundir!
Gæti reynst erfitt að spila golf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2013 | 10:57
Sjötugur og eldist vel
Smám saman er að renna upp fyrir stjórnmálamönnum að ferðaþjónusta er að verða aðalatvinnuvegur íslensku þjóðarinnar. Við höfum notið þess að hafa fengið í arf frá bandaríkjamömmu kaldastríðsáranna þennan mikilvæga flugvöll, þessa dýrmætu eign sem við hefðum aldrei haft neina möguleika á að byggja sjálfir. Aðstaða fyrir flugvélar er mikilvæg og undirstaða fyrir ferðaþjónustu.
En við verðum sennilega brátt að fara að huga að byggja upp aðstöðu fyrir millilandaflug á fleiri stöðum. Egilsstaðir eru vel í sveit settir þar sem nánast ekkert þrengir að. Nálæg fjöll eru ekki til trafala, aðflug eins og best verður á kosið og völlurinn er allfjarri sjó sem telst góður kostur. Þá er Akureyri sem er fremur vandræðaflugvöllur að mörgu leyti einkum vegna þess að lengra er þangað frá meginlandi Evrópu og á vetrum er ókostur að þurfa að fljúga yfir hálendið í aðflugi. Þá er ekki víst að Akureyringar myndu sætta sig við mikið vaxandi flugtraffík, enda töluvert mikil hljóðtruflun við flugtak stórra flugvéla.
Umtalsverðu fé hefur verið veitt til rannsókna á Hólmsheiði vegna innanlandsflugvallar þar. Og sýnist margt benda til þess að sá kostur sé að mörgu leyti fremur ókostur.
Á næsta aldarfjórðung og jafnvel fyrr verður að byggja nýjan millilandaflugvöll á Suðurlandi til að létta álagið á Keflavíkurflugvelli sem og ferðaþjónustunni þar. Til greina kemur flugvöllur í Skaftáreldahrauni sem hefur þann kost að flug þangað er um hálftíma skemra en til Keflavíkur. Rannsaka þarf aðstæður þar en líkindi benda til að veðurfarsaðstæður þar séu betri en á Keflavíkurflugvelli. Þetta myndi verða ferðaþjónustu mikil lyftistöng og stórefla alla þjónustu og atvinnu í Skaftafellssýslu. Vatnajökulþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu og hefur allt sem hugurinn girnist: jöklaveröld, eldfjöll, jarðhita, sanda, hraun, jökulár og jafnvel fossa.
Mikilvægt er að þeir stjórnmálamenn sem hafa bundið sinn hug við endalausar virkjanir og stórvirkjanir vakni loksins og geri sér grein fyrir því að unnt sé að auka atvinnulíf landsmanna á mun virkari og hagkvæmari hátt en stóriðudrauma og rafmagnsframleiðslu.
Náttúra landsins er meira virði óvirkjuð en virkjuð í þágu ferðaþjónustunnar!
Góðar stundir!
Sjötugur flugvöllur slær met | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2013 | 11:58
Nýr afglapasamningur?
Hvernig samið hefur verið við útsmogna stóriðjumenn er eins og börn eru að höndla við bíræfna prangara. Þeir fá að darka í landinu að vild, gríðarleg spilling í náttúru landsins og ekkert sem lítið kemur út úr þessum samningum nema helst eitthvað fyrir rafmagn og vinnulaun starfsmanna.
Tekjuskattur vart greiddur enda hafður sá möguleiki að koma hagnaði undan til skattaparadísa. Engin ákvæði um mengunarkvóta en hann gefinn! Það kemur því á óvart að við erum að greiða fyrir mengun þegar við fljúigum og jafnvel ökum í okkar bifreiðum. Stærstu mengunaraðilarnir borga ekki krónu!
En sú dasemdarsýn sem álflokkarnir sýna: Fyrst voru það Framsóknarflokkurinn og Sjálfsæðisflokkurinn sem semja hrikalega af sér. Síðan eru síðari ríkisstjórnir bundnar af þessum svikasamningum.
Mjög líklegt er að Katrín Júlísdóttir semji um enn einn vandræðasamninginn sem erfitt verður að breyta.
Fordæmið er jú gefið!
Þegar fyrstu samningarnir voru gerðir við álbræðslu ISAL í Straumsvík var samið um framleiðslugjald fyrir hvert framleitt tonn. Frá þessu var illu heilli horfið 2007. Það ár varð síðasta ár framleiðslugjaldsins sem skilaði þó nokkru og ekki var unnt að koma þeim miklu fjármunum undan.
Svikin við þjóðina voru innsigluð á sumarþinginu 2007. Þá voru þessir vandræðasamningar lögleiddir sem aldreri hefði átt að gerast!
Samningar um Helguvík í nánd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar