Leyndin um Kjarval

Fyrir nokkru birtist í heillri opnu DV yfirlit frá Ingimundi Kjarval  um vægast mjög dularfullt mál sem tengist afa hans, Jóhannesi Kjarval. Svo virðist eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi eignað sér þennan listamann meðan stjórnmálaflokkur þessi stýrði Reykjavíkurborg.

Þessi lesning er vægast sagt furðuleg og ef rétt reynist, enn furðulega að svona geti gerst í lýðfrjálsu landi. Ingimundur segir að engin skjöl, erfðaskrá eða aðrir löggerningar hafi varðveist og svo virðist að eignarheimild Reykjavíkurborgar byggist á munnlegum heimildum! Nú er erfðaréttur að höfundarrétti skýr og ekki verður honum afsalað nema með mjög ströngum formlegum hætti.

Ingimundur kveður fyrrum forstöðumann Kjarvalsstaða hafa nánast einokað Kjarval þannig að ættingjar hans, börn né aðrir áttu ekki aðgang að honum.

Þetta allt saman er mjög tortryggilegt að ekki sé meira sagt. Og málsmeðferð fyrir Mannréttindadómstól Evrópu er að sama skapi einkennileg. Getur verið satt að sonur fyrrum forstöðumanns sé kvæntur dómara í Mannréttindadómstólnum sem hafði tök á að vísa þessu máli frá?

Sjálfsagt er að þessi mál séu rannsökuð af hlutlausum aðila enda eru fullyrðingar nokkuð ákveðnar og studdar vísbendingum sem kunna að vera sannar.

Kjarval var um margt óræð persóna. Hann var fyrir marga hluta sakir mjög sérkennilegur og eftirminnilegur þeim sem umgengust hann. Í RÚV hefur verið lesin nokkur sendibréf sem honum bárust og lýsir vel hans innri manni hvaða viðhorf hann hafði. Hann var ekki aðeins mikilvirkur í málaralist heldur var hann skáld og ritaði greinar í blöð. Líklega er ein þekktasta greinin hans sem birtist skömmu eftir stríð og fjallaði um hvalafriðunarskip. Sennilega er Kjarval einn fyrsti Evrópumaðurinn sem fær þá hugmynd að gera út skip til að skoða hvali en ekki veiða þá eins og tíðkast hefur um aldir.

Þeir sem lesa þessar línur hvet eg til að lesa DV.

Góðar stundir.  


mbl.is Óvenjuleg bygging sem eldist vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband