Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013
8.11.2013 | 17:06
Hvers eiga trúðar að gjalda?
Líkir Sigmundi Davíð við trúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2013 | 15:57
Ýmsar hliðar á máli sem þessu
Þó svo að hægst sé að skilja aðstandendur þessarar upplýsingaveitu, þá þarf að gæta að ýmsu.
Hafa þeir sem telja sig hafa rétt á að birta neikvæðar upplýsingar um samborgara sína gert sér grein fyrir því að þessir aðilar sem aðgerðirnar beinast að eiga flestir nána aðstandendur og kunningja sem hafa tekið þessi brot nærri sér og eru af þeim ástæðum miður sín? Væntanlega hafa sem flestir brotamenn séð að sér eftir að upp um þá hafa komist, hafa verið dæmdir, sitja af sér dóm og reyna að feta sig áfram eftir réttu og beinu brautinni frá lögleysinu. Þá er ekki útilokað að mistök séu gerð og að aðil/aðilar séu nafngreindir vegna misskilnings eða mistaka og þeir ranglega dregnir inn í þessa svörtu nafnaskrá.
Hafa hlutaðeigendur gert sér grein fyrir að ekki er unnt að útiloka málsóknir og að krafist verði mjög hárra skaðabóta?
Í raun og veru eru viðkomandi að taka sér lögin í eigin hendur. Þau úrræði eru ekki viðurkennd frá því framkvæmdarvald hófst hér eftir lok þjóðveldisins á Íslandi með Gamla sáttmála. Í refsirétti kann það að skapa mönnum refsiábyrgð og er rétt að menn verði að treysta lögreglunni og öðrum yfirvöldum.
Nú vil eg taka fram að eg er ekki að taka að mér málsvörn fyrir lögleysi eða refsiverða verknaði. heldur verðum við sem borgarar í frjálsu og kristilegu samfélagi að forðast þær freistingar sem internetið og upplýsingatæknin gefur tækifæri á.
Góðar stundir!
Nöfn mannanna verði fjarlægð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.11.2013 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.11.2013 | 15:06
Rekstur Kaupþings var mjög einkennilegur
Skýrsla rannsóknarnefdar Alþingis um aðdraganda bankahrunsins veitir mjög góða yfirsýn hvað var að gerast. Kaupþingbankanum var mjög illa stýrt á þessum árum og hvert klúðrið á fætur öðru. Hvernig stendur á því að bankastjórar veittu breskum braskara, Róbert Tschengis að nafni 46% af öllu því sem lánað var úr bankanum án þess að nokkur króna hafi skilað sér? Hvorki tryggingar né veð hafa bætt hagsmuni þrotabúsins til gríðarlegs tjóns fyrir þær þúsundir Íslendinga sem áttu hlutabréf í bankanum.
Allt hefur glatast í höndunum á þessum mönnum sem nú reyna að klóra í bakkann, ýmist muna ekkert eða telja sig ekkert vita.
Á sama tíma buðu bankar og lánastofnanir íslenskum viðskiptavinum sínum lán í erlendum gjaldmiðli. Þau lán hafa reynst erfiðust og hafa þúsundir orðið gjaldþrota eða lent í mjög miklum erfiðleikum að standa í skilum.
Og þetta var liðið sem rökstuddi himinhá laun sín vegna þeirrar gríðarlegu ábyrgðar sem þeir höfðu í höndunum!
Laug í gær eða fyrir fimm árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2013 | 18:37
Stjórnarskrármálið aftur á byrjendareit?
Frumvarp til nýrrar stjórnarskrár sem stjórnarskrárráð samdi, var illa tekið einkum af hæri mönnum. Margt var gott í þessu frumvarpi þó svo að sitthvað hefði betur mátt fara. Eg hefði viljað sjá betra gegnsæi við góðar fyrirmyndir, stjórnarskrá Suður Afríku sem Nelson Mandela var aðalhöfundar að. Nelson Mandela notaði árin í fangelsinu sem samviskufangi mannréttindabrota að kynna sér í þaula allar stjórnarskrár heims. Þær voru efniviðurinn sem hann notaði. Hann vildi brjóta upp grunnhugsunina, breyta stjórnarskránni frá því að vera skilgreind frá valdinu, hverjum valdsþætti væri skipað o.s.frv. Stjórnarskrá Mandela byggðist á lýðræðinu og mannréttindum, það var sett fremst og síðan var kveðið á um hvernig unnt væri að varðveita þessi réttindi.
Mjög lengi var stjórnarskráin í miklu uppáhaldi hjá ýmsum ráðamönnum Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Thoroddssen setti fram mjög góðar tillögur fyrir um 3 áratugum sem að einhverju leyti hafa orðið að veruleika. Síðar var lenska hjá ráðamönnum Sjálfstæðisflokksins að fela þingmönnum sem voru ekki lengur í náðinni að endurskoða stjórnarskrána. Og nú hefur gömlum prófessor verið falið formannshlutverk nýrrar stjórnarskrárnefndar.
Nú er Sigurður Líndal talinn vera með víðlesnari mönnum hvað lög og rétt í samfélaginu að fornu og nýju varðar. Honum verður því varla skotaskuld að sinna vel þessu verkefni og vinnur vonandi bæði hratt og vel.
Þegar litið er til baka síðastliðnar vikur þá finnst mér að mætti setja skýrari ákvæði um mörk hinna þriggja þátta ríkisvaldsins. Framkvæmdarvaldið hefur lengi verið þekkt fyrir að seilast inn á svið löggjafarvaldsins. Nú greip þetta sama framkvæmdarvald fram fyrir hendur dómstóla með því að fela lögreglu að brjóta niður lögleg mótmæli við umdeilda framkvæmd við vegagerð í Garðahrauni. Það á ekki megi beita lögreglu gegn pólitískum andstæðingum.
Rétt er að óska nýrri stjórnarskrárnefnd alls þess besta og farsældar í vandasömum störfum.
Skipað í stjórnarskrárnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2013 | 18:14
Hver vildi ryðja Arafat úr vegi?
Geislavirka efnið pólon er í fárra manna höndum. Nú fer væntanlega ítarleg rannsókn á því hverjir vildu koma Arafat fyrir kattarnef og sem jafnframt hafa aðgang að póloni. Þá verður væntanlega kannað hverjir hefðu getað komið eitrinu fyrir í mat og drykk sem Arafat neytti.
Athyglisvert er að Arafat er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur verið rutt úr vegi. Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexander Litvinenko, lést úr póloneitrun í Lundúnum árið 2006 og eftir það morð, styrktist grunur lækna Arafats sem ekki vildu gefa upp dánarorsök hans, að ekki væri útilokað að Arafat hefði beðið sömu örlög. Nú hefur hið sanna komið í ljós.
Mögulega eitrað fyrir Arafat með póloni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2013 | 17:30
Engin praktísk markmið
Læknar telja umskurð ekki vera í neinu samræmi við heilbrigðisástandið eins og það er í dag. Fyrrum var e.t.v. unnt að rökstyðja umkurð drengja við bætt heilbrigði en í dag er það af og frá.
Hér er fyrst og fremst um trúarlega táknlega athöfn að ræða sem tengd er fyrst og fremst Gyðingum.
Það er mjög sérkennilegt að Gyðingar halda dauðahaldi við mjög fornar trúarhefðir eins og engu megi breyta m.a. með meiri þekkingu og tækni. hins vegar eru þeir mjög nútímalegir þegar um hernað er að ræða. Væru Gyðingar sjálfir sér samkvæmir væru þeir á móti notkun nútíma vopna en bogar og örvar, spjót, sverð og valslöngur þau vopn sem her Ísraela ættu að vera búnir.
það er í fleiru en í hernaði sem Gyðingar þyrftu að aðlaga samfélag sitt að nútímanum. Þeir gætu lært ótalmargt af kristninni sem hefur gengið vel upp og var fyrst fundið upp fyrir nær 2000 árum. Hvers vegna hafa þeir ekki aðlagað sig betur þeim sjónarmiðum sem koma fram í Nýja testamentinu? Þar er t.d. ótalmargt sem þeir gætu nýtt sér og bætt sín trúarbrögð.
Við skulum ekki gleyma að úr Gyðingdómi hafa sprottið kristnin og múhameðstrú svo ótrúlegt sem það kann að hljóma. En svo er og ekki unnt að ganga fram hjá þeim staðreyndum.
Við eigum að halda okkur við banni við umskurði hvort sem er drengja eða meyja. Umskurður er söguleg staðreynd en er óþörf aðgerð í dag.
Leggst gegn banni við umskurði drengja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2013 | 17:17
Flett ofan af furðulegum viðskiptum
Al-Thami málið er eitt það furðulegasta. Hvernig var unnt að setja upp leikrit kringum viðskipti um banka sem stjórnendur máttu vita að væri ekki bjargandi. Þeir lánuðu einum viðskiptavini bankans gríðarlega fjármuni án tilhlýðandi trygginga eða veða, fjárhæð sem talin er að hafi numið nær helming (46%) allra útlána bankans. Þessi viðskiptamaður, Robert Tschengis var mjög umsvifamikill í viðskiptum og braski, átti m.a. sæti í stjórn Exista og gott ef ekki í Kaupþing bankanum.
Sigurður Einarsson Co hlýtur að vera ljóst að þarna voru þeir að leika sér að fjármunum sem öðrum tilheyrði. Sigurður þáði himninhá laun vegna þeirra miklu ábyrgðarstarfa sem hann taldi sig gegna sem forstjóri Kaupþings. Og hann hefur átt að hafa góða yfirsýn yfir viðskipti bankans og gæta þeirra varúðar sem nauðsynleg er í rekstri slíkrar stofnunar.
Þetta sakamál gefur rannsakendum, blaðamönnum og sagnfræðingum framtíðar einstakt tækifæri að skyggnast inn í myrkraveröld Mammons.
Breytti framburði sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2013 | 21:35
Hverjir eru óreiðumennirnir?
Íþyngjandi sameining fyrir Garðabæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2013 | 15:04
Ýmsar spurningar vakna
Þegar bankarnir féllu hver um annan þveran, þá hófst viðamikil rannsókn á ástæðum falls þeirra. Tiltölulega snemma koma rannsakendur auga á að svo virðist að aldrei hafi komið ein einasta króna vegna kaupa þessa erlenda aðila en Kaupþing hafi lánað honum fyrir kaupunum, rétt eins og starfsmönnum og ýmsum var boðið. Þetta mun hafa verið stjórnendum bankans fyllilega ljóst að þeir voru með þessum aðgerðum að reyna að bjarga bankanum. Og Sigurður fullyrðir að bankinn hafi staðið betur við kaup Al-Thani í bankanum en hvers vegna gekk það ekki upp heldur fór bankinn á hausinn með miklum látum?
Af hverju er Sigurður með þessa málsvörn að hann hafi ekkert komið meir að þessu máli eftir að hafa samþykkt lánið til Al-Thani. Honum hlýtur einnig að vera fullkomlega ljóst að alltaf voru maðkar í mysunni og að þetta væri allt með felldu.
Verjandi Sigurðar hefur greinilega aðrar áherslur en Örn Clausen sem sagði alltaf þegar engin vörn var í málinu: Það best fyrir þig að játa allt saman sem ekki verður sýnt fram á að þú sért saklaus af og síðan krefjumst við vægustu refsingar.
Af hverju er verið með þessar endulausu undanfærslur og útúrsnúninga? Er það kannski vegna þess að menn telja sig vera hafna yfir þau mistök sem þeir bera þó ábyrgð á? Ekki er vitað annað en að þúsundir hafi glatað sparifé sínu í formi hlutabréfa í Kaupþingi og öðrum fyrirtækjum.
Athafnamenn hafa komist ótrúlega vel út úr bankahruninu margir hverjir. Sjálfsagt verður margt kannað sem ekki hefur verið skoðað sérstaklega. merkilegt er hversu margir auðmenn hafi komist auðveldlega gegnum hremmingar bankakollsteypunnar.
Sigurður lýsir sig saklausan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2013 | 18:36
Skuggar fortíðar
Bylting Pinochets í september 1973 með stuðningi leyniþjónustu Bandaríkjanna CIA, er einn einkennilegasti, furðulegasti og umdeildasti atburður 20. aldar. Fyrir réttum 40 árum var Kalda stríðið í algleymingi og þótti mörgu einkennilegt að Bandaríkjamenn freistuðust til fyrir tilmæli þeirra sem sáu eftir koparnámum sínum sem Allende forseti Chile þjóðnýtti, að standa að baki byltingu herforingja gegn löglegri ríkisstjórn Chile. Bandaríkjamenn töldu sig á þessum árum vera réttarríki og hafa mannréttindamál í hávegum. Mun enn vera
Það var að mörgu leyti eðlilegt að gríðarleg gjá myndaðist milli Bandaríkjamanna og Rússa. Í raun var Kalda stríðið afsprengi hagsmunagæslu hergagnaframleiðenda, bæði vestan sem austan hafs. Bandarísk stjórnvöld vildu gjarnan auka hlut bandarískra hergagnaframleiðenda en bæði Kóreustríðið og einkum Víetnamstríðið varð þeim mikil auðsuppspretta vegna framleiðslu gjöreyðingarvopna og annarra vopna hefðbundinna.
Sjálfsagt hefði það verið Bandaríkjamönnum meiri sæmd að leyfa íbúum Chile að þróa áfram samfélag sitt án byltingar. Allende stjórnin gerði ýms mistök, e.t.v. kannski þau stærstu að þjóðnýta koparnámurnar sem bandarískir auðmenn áttu og höfðu bandarísk stjórnvöld meira og minna í vasanum. Og gömul reynsla er að byltingin etur börnin sín en það hafa verið að sannindi frá tímum frönsku stjórnarbyltingarinnar sem hefur verið hrikaleg samfélagsþróun. Í byltingarástandi verða breytingar allt of hraðar og svo fer að yfirvöld á hverjum tíma eiga fullt í fangi að hafa stjórn og yfirsjón á atburðum líðandi stundar. Að lokum snérist franska byltingin gegn þeim róttækustu sjálfum. Byltingarforingjarnir Robespierre og Danton voru leiddir undir fallöxina.
Sennilega verður Richard Nixon talinn vera með verstu skussunum í bandarískri pólitík og þar með alþjóðastjórnmálum. Hann glutraði niður mikilvægu forystuhlutverki Bandaríkjanna sem þau höfðu haft eftir heimsstyrjöldina síðari. Stuðningur hans við herforingjastjórnir átti eftir að draga dilk á eftir sér og stuðla að falli hans.
Og nú eftir 40 ára baráttu eldri borgara sem farið var svívirðilega illa með í septemberbyltingunni í Chile, hafa réttarkröfur hans verið loksins viðurkenndar.
Mikið mætti efla mannréttindi í heiminum öllum hvort sem er vestan eða austan hafs. Ofbeldi borgar sig aldrei.
Fékk bætur fyrir pyntingar Pinochets | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar