Hverjir eru óreiðumennirnir?

Það voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ákváðu á sínum tíma að einkavæða sem mest á Álftanesi, fara í rándýrar framkvæmdir m.a. vegna byggingar sundlaugar og gríðarlega gatnagerð. Allt átti að vera svo flott á Álftanesi. En tekjustofnar sveitarfélagsins voru ekki þannig að þeir gátu staðið undir þessum ósköpum. Áltaneslistinn undir forystu Sigurðar Magnússonar átti erfitt með að finna leið út úr þessari óreiðu enda lánaleiðir í bönkunum meira og minna lokaðar. Sveitarfélagið hafði engar tekjur af lóðssölu en þær tekjur runnu auðvitað í vasa þeirra sem áttu lóðirnar, aðstandendur Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi!

Nú blasir sama við Garðabæ: vegalagningin um Garðahraun/Gálgahraun er í landi Garðabæjar og Garðabær fær væntanlega engar tekjur af sölu lóða. Þær renna til fjölskyldu Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans.
 
Er von að keraldið leki? Hvar er óreiðan og óreiðumennirnir? 

Kannski að Sjálfstæðisflokkurinn mætti taka undir með prestinum ágjarna, séra Sigvaldi í lok leikritsins „Maður og kona“: „Ætli sé ekki kominn tími til að biðja guð um að hjálpa sér?“

mbl.is Íþyngjandi sameining fyrir Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar lærðir þú eiginlega upplýsingafræði? Veistu ekkert um sveitarstjórnarmál á Álftanesi? Var ekkert farið í kennslu á notkun á gagnasöfnum? Kanntu ekki að fletta upp?

Á listinn tók við völdum á Álftanesi vorið 2006.

Í frétt Morgunblaðsins í febrúar 2007 segir: "Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samþykktur samhljóða samningur bæjarins við eignarhaldsfélagið Fasteign um uppbyggingu íþróttamannvirkja í bænum. Samningarnir eru um viðbyggingu við íþróttahús og byggingu nýrrar sundlaugar með inni- og útilaug. Búist er við að framkvæmdir hefjist í sumar og er áætlaður framkvæmdatími 14–15 mánuðir." Sundlaugin var svo opnuð í maí 2009.

Málið er nefnilega það að Á-listinn seldi fasteignir til fasteignafyrirtækja og skuldbatt sveitarfélagið til a.m.k. 150 milljóna leigugreiðslna til 30 ára. Á-listinn eyddi tugum milljóna í arkitekta og hönnunarferli miðsvæðisins sem aldrei var byggt og verður ekki í bráð. Á-listinn byggði sundlaugina og tók til þess erlend lán. Vinur þinn Sigurður Magnússon og hyski hans gengu í raun af sveitarfélaginu dauðu.

Álftnesingur (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 22:10

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Álftnesingur: Hví dregur þú ekki ofan dulnefnið og birtir athugasemd þína undir réttu nafni?

Það er ákaflega erfitt að rökræða við einhvern huldumann.

Þykist eg vita að græðgisvæðinginni hafi slegið niður á Álftanesi sem víðar annars staðar.

Guðjón Sigþór Jensson, 4.11.2013 kl. 22:22

3 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ég veit ekki betur en að mesta klúðrið á Álftanesi gerðist allt á vakt Á-Listans eða hvað sem hann hét sem fékk meirihluta í kosningunum 2006. http://kosningar.felagsmalaraduneyti.is/sveitarfelog/1603/urslit/nr/2776.html

Kosningarnar voru í Maí 2006, http://is.wikipedia.org/wiki/Sveitarstj%C3%B3rnarkosningar_%C3%A1_%C3%8Dslandi_2006

Nýr meirihluti tók 2 Milljón Evra og 2 Milljón Dollara lán í Ágúst 2006 til að fjármagna nýju íþróttamannvirkin   http://alftanes.rat.nepal.is/stjornsysla/fundargerdir/baejarrad/nr/8209/

Samið var við Verkís og Tark í lok 2006 við að hanna nýja mannvirkið,  verkið var svo boðið út 2007, byrjað á byggingu þess 2008 og klárað 2009. Allt í boði Á listans.   http://www.verkis.is/verkefni/byggingar/ithrottamannvirki/nr/1532

Það tók nú ekki það langan tíma fyrir mig að fletta þessu upp.  Ef þú getur bent á eitthvað klúður sem Sjálfstæðismenn eiga að hafa gert á Álftanesi þá væri gaman að vita af því Guðjón :)

Jóhannes H. Laxdal, 4.11.2013 kl. 22:50

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar Áltaneslistinn tók við þá höfðu samningar verið gerðir af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Áltaneslistinn sat síðan uppi með skuldirnar og skammirnar!

Guðjón Sigþór Jensson, 4.11.2013 kl. 22:58

5 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Hvaða samningar? hlýtur að geta vísað í einhverjar heimildir.  Getur varla verið útaf íþróttarmannvirkinu sem var ekki búið að hanna, fjármagna eða bjóða út.

Jóhannes H. Laxdal, 4.11.2013 kl. 23:11

6 identicon

Það er sjaldan sem maður sér bloggara kúka svona rækilega á sig í umræðunni.

Mér þótti það fyndið, en svo rak ég augun í upplýsingar um bloggarann: "BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ", þá hætti þetta að vera fyndið.

Hvernig getur sprenglærður maður í upplýsingafræðum verið svona gersanlega úti á þekju varðandi mál sem hver meðal maður getur flett upp á internetinu, á örfáum sekúndum?

Er þetta ekki áfellisdómur yfir menntun HÍ?

Hilmar (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 02:33

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi færsla sýnir það bara svart á hvítu að Guðjón reynir að hagræða sannleikanum eins og honum hentar best og í þeirri von að enginn leiðrétti rangfærslurnar hans.  Það er einhver blind heift á öllu sem EKKI ER RÓTTÆKT, sem virðist vera drifkrafturinn hjá honum.......

Jóhann Elíasson, 5.11.2013 kl. 08:00

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hver er betra að hagræða sannleikanum og snúa staðreyndum við: Að gera hvítt svart og svart hvítt? Eg veit ekki betur en að nokkrir vildu græða æði á Álftanesi og nú í Garðabæ með sölu á lóðum. Ekki voru það visntri menn sem þar áttu hlut að máli heldur þungamiðjumenn innan Sjálfstæðisflokksins.

Þegar sveitarfélagið Álftanes var komjið í þrot í boði Sjálfstæ´ðisflokksins var skuldinni skellt á vinstri menn.

Guðjón Sigþór Jensson, 5.11.2013 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband