Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Hver bætir tjón ef vatnsleiðslan hefði rofnað?

Eins og segir í fréttinni fór þetta óhapp betur en á horfðist. Hver væri bótaréttur OR gagnvart annars vegar tryggingafélagi bílsins ef vatnsleiðslan hefði rofnað og eins gagnvart viðskiptavinum sínum ef þeir gætu sýnt fram á tjón vegna skorts á vatni?

Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að skoða. Þessi vatnsleiðsla er ein sú mikilvægasta þó svo að OR fær heitt vatn einnig frá höfuðborgarsvæðinu einkum Mosfellsbæ og sennilega er heitt vatn byrjað að renna frá Hellisheiðarvirkjun að einhverju leyti.

Þetta mál þarf að skoða og gera viðhlítandi ráðstafanir. Væri t.d. þörf á að setja vegrið meðfram veginum eða jafnvel færa annað hvort veginn eða byggja nýja leiðslu fjær veginum? Sennilega væri vegrið ódýrari kostur og hefði auk þess í för með sér að ekki sé ekið af veginum t.d. á vélsleðum undir leiðsluna.

Góðar stundir.


mbl.is Hurð skall nærri hælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draugagangur verði endanlega kveðinn niður

Icesave draugurinn hefur verið ein aðalpersónan í íslenskri pólitík eftir hrunið. Ríkisstjórn Geirs Haarde samþykkti fyrsta Icesavesamninginn 11.10.2008 sem hefur verið n.k. ígildi Írafells-Móra síðan. Ófáir hafa óttast Móra þennan, uppvakning sem hefur fylgt þjóðinni sem mara frá hruninu mikla þegar braskarar í boði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks skildu allt eftir í rúst.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur unnið þrekvirki að koma efnahagsmálum þjóðarinnar aftur í rétt horf. En sumir stjórnmálamenn með einkum forystusauði Framsóknarflokksins hafa reynt að halda lífi í Írafells-Móra til að hræða líftóruna úr íslensku þjóðinni. Það er nefnilega svo að auðugasti þingmaður sem nú situr Alþingi Íslendinga er einmitt formaður Framsóknarflokksins. Bandalag hans við gamlan framsóknarmann sem nú situr á Bessastöðum virðist hafa borið mikinn ávöxt. Þeir hafa verið ótrúlega samstíga að ætla mætti að sami maður stýri forsetavaldinu og hinum gamaldags Framsóknarflokki.

Það hafa verið lögð stórgrýti á veg þjóðarinnar að betri framtíð. Við gátum fyrir þremur árum fengið mun betri viðskiptakjör ef þetta Icesave hefði verið látið tilheyra sögunni eins og tækifæri þá gafst. Þá hefðu vextir verið lægri, hagvöxtur í landinu meiri sem og erlend fjárfesting. Dregið hefði verið mun hraðar úr atvinnuleysi og allt samfélagið komist fyrr út úr kreppunni. En þetta hentaði ekki framsóknarmönnunum. Þeir vildu kreppuna áfram þrátt fyrir harmakvein heimilanna svo þeir gætu fært sér betur í nyt þau tækifæri sem síðar kynnu að koma þeim í hendur.

Auk þessa legg eg til að þessi steinrunni og margspillti valdaklíkuflokkur Framsókn verði lagður niður, rétt eins og Karþagó forðum daga!

Góðar stundir!


mbl.is Óskar Íslendingum til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo þetta var bara prump?

Miðað við alla flugeldasýninguna þá hefði mátt ætla að framsóknarmenn myndu fylgja glamrinu í sjálfum sér eftir. Þá reyndist þetta ómerkilegt prump, já framsóknarprump!
mbl.is Ekkert vantraust frá Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaður um draugagang í gömlum blaðamanni

Ósköp er Óli Björn Kárason seinheppinn. Hann virðist ekki átta sig á því að þessa niðurstöðu í Icesave málinu mátti fá þegar fyrir 3 árum. Allar skuldbindingar gagnvart Icesave munu vera uppfylltar, staðreynd sem sjá mátti fyrir að yrði áður en langt um líður.

Enn er tilraun gerð til að efna til að vekja upp gamaln draug. Þennan draug hugði íslenska ríkisstjórnin kveða niður 11.10.2008 með fyrsta samkomulaginu um Icesave. Við síðari samninga um Icesave kom í ljós, að bjartsýni mætti viðhafa gagnvart eignasafni þrotabús Landsbankans. Útistandandi kröfur hafa endurheimst jafnvel betur en björtustu vonir voru fyrir 3 árum þegar reynt var öðru sinni að kveða Icesave drauginn niður.

Og nú reynir fyrst Sigmundur Davíð og nú Óli Björn Kárason að viðhalda draugatrú Íslendinga.

Icesave draugurinn virðist hafa haft mun meiri áhrif en sjálfur Írafells-Móri. Það virðist vera gjörsamlega vonlaust að leiða þessa draugatrúarmenn fyrir sjónir að draugur þessi er ekki lengur til og hefur í raun aldreri verið til. Enn ætlar þeir félagar að halda við draugatrúnni.

Draugar og vofur sem skelfa heiminn er eins og hvert annað blaður úr fortíðinni sem er nútímafólki til vansæmdar. og það er illur leikur að reyna að hræða fólk og það jafnvel um hábjartan daginn.

Þessi blaðamaður á ekkert erindi á Alþingi. Við höfum enga þörf fyrir draugatrúarmönnum!

Góðar stundir en án drauga!


mbl.is Opnað fyrir nýtt Icesave og tímasprengja tengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á að skilja þetta?

Annað hvort er eitthvað bogið við fréttaflutninginn eða hef eg misskilið eitthvað um ummæli svonefndan forseta: „að láta eigi bankastofnanir fara í þrot en ekki halda þeim á floti á kostnað almennings“.

Sé rétt eftir forseta þessum þá botna eg hvorki upp né niður. 

Fleiri en eg hafa efasemdir um inngrip forseta þessa inn í söguna:

Ice save: Tafirnar hafa kostað þjóðarbúið mikið

Slóðin er:

http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/entry/1279839/

Góðar stundir!


mbl.is Forsetinn vekur heimsathygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skógrækt áfram!

Auðvitað ber að halda áfram því farsælda starfi á sviði skógræktar sem hófst í Heiðmörk árið 1949 með undraverðum árangri. Í Ársriti Skógræktarfélags Íslands 1975 var dregið saman sögulegt yfirlit 25 ára skógræktar í Heiðmörku. Þar kemur fram að árangur hafi farið fram úr vonum. Síðan eru liðin 37 ár og við getum staðfest sem njótum þess að ganga um göngustígana þar að þetta hafi verið mikil framsýni.

Skógrækt er það sem á að vera markmið allra Íslendinga: Að bæta landið gæði þess og verðmæti!

Við eigum að koma okkur sem víðast skóglendi: til skjóls, til verndar öðru lífi, til fegrunar landsins og ekki síst að auka verðmæti landsins!

Góðar stundir!


mbl.is Halda áfram skógrækt í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppkastið 1908 og Icesave

Er þetta svona einfalt?

Er áróðursbragð Sigmundar ekki alveg eftir aðferðafræði Marðar Valgarðssonar? Líklega væri honum þetta mjög að skapi.

Uppkastið 1908 var mjög uppblásið mál á sínum tíma. Margt er líkt með þessum tveim ólíku málum.


mbl.is „Ætlið þið að biðjast afsökunar?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagur heimilinna og niðurstaðan í Icesave

Þetta Icesave mál hófst með starfsemi gamla Landsbankans í Bretlandi og síðar Hollandi. Fengin voru gríðarleg skammtímalán á mjög lágum vöxtum einkum frá Asíu. Þessir miklu fjármunir voru endurlánaðir með mun hærri vöxtum en til lengri tíma. Meðan unnt var að framlengja þessi skammtímalán þá gekk allt eftir óskum. Með lánsfjárkreppunni gekk ekki að fá þessi lán framlengd eða endurfjármögnuð. Þá gripu þeir Landsbankamenn til þess ráðs að leita til sparifjáreigenda í Bretlandi og buðu hærri innlánsvexti en aðrir. Meðan traust var á bankanum, þá gekk allt eftir. En þeir Landsbankamenn höfðu sem aðrir bankamenn spennt bogann um of og reist sér hurðarás um öxl.

Nokkrum dögum eftir hrunið eða 11.október 2008 var fyrsta Icesave samkomulagið undirritað. Síðari samningar gengu út á að lina upphaflegu ákvæðin sem voru nokkuð hörð. Samningarnir gengu út á að þrotabú gamla Landsbankans endurgreiddi Bretum kröfur þeirra miðað við lágmarkstryggingar. Allar útistandandi skuldir Landsbankans og eignir voru „frystar“ og beint inn á innlánsreikning í vörslum Englandsbanka. Nú hafa verið greiddar 93% af þessum kröfum  og öll líkindi eru til að allt verði greitt að lokum og ekki nóg með það, um 15-20% muni skila sér með afborgunum og vöxtum útistandandi skulda!

Samningar þessir gengu út á það að ef ekkert fengist meir af endurgreiðslum af útistandandi skuldum þrotabús Landsbankans, þá myndum við lenda í súpunni. En alltaf var deginum ljósara að þetta voru fyrst og fremst formsatriði.

Hefði samningurinn verið undirritaður af Ólafi Ragnari á sínum tíma, hefði traust Íslendinga erlendis aukist strax. Við hefðum fljótlega fengið að njóta betri kjara erlendis varðandi vexti og viðskiptakjör. Í stað þess höfum við verið að greiða óhagstæðustu vexti í fjármálaheiminum, hag heimilanna sem annarra aðila á Íslandi til mikils tjóns. Má kannski líta svo á, að þessi svonefndi „sigur“ í þessu dómsmáli hafi verið ansi dýrt keyptur.

Eg leyfi mér að líta á sem hverja aðra hræsni að skilja þessi mál í sundur, svo samannjörfuð eru þau. Hagur heimilanna er undir því komið hvernig kjörin eru á eyrinni. Þrjóskan við að reyna að koma sér undan ábyrgð getur verið dýrkeypt.

Nú er verkefni fyrir hagfræðinga að reikna út hvort við hefðum tapað eða grætt á Icesave samningun um hefðu þeir verið staðfestir á Bessastöðum. Ef svo reynist að við höfum tapað, þá má segja að Ólafur Ragnar sé dýrasti forseti lýðveldisins.


mbl.is Eftir Icesave er komið að heimilunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær leiðir: hvor var betri?

Icesave málið er að öllum líkindum eitt eldfimasta mál Íslandssögunnar sem óhætt má segja hafi skipt þjóðinni upp í tvær fylkingar.

Ljóst er að sýknudómurinn byggist að einhverju leyti á viðbrögðum íslensku ríkisstjórnarinnar. Alltaf var ljóst að þetta mál yrði að leysa, hvernig sem niðurstaðan yrði.

Nú voru 3 milliríkjasamningar gerðir sem allir lutu að því að gera upp um þessi mál. Síðasti samningurinn var sennilega sá skásti og alltaf var vilji ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að reyna til þrautar að fara samningaleiðina. Um það voru skiptar skoðanir og með milligöngu Ólafs Ragnars var efnt til þjóðaratkvæðis og samningarnir kolfelldir. Fullyrða má að þar hafi verið beitt meira rökum af tilfinningu fremur en skynsemi og raunsæi.

Samningarnir lutu að ábyrgð Íslendinga ef útistandandi skuldir og eignir þrotabús Landsbanka dygðu ekki og að allar útistandandi skuldir yrði að afskrifa. Það sem gerðist í bankahruninu var, að Landsbankinn hafði tekið gríðarleg skammtímalán á lágum vöxtum en endurlánað til lengri tíma á mun hærri vöxtum. Auðvitað gekk það svo lengi sem unnt var að framlengja skammtímalánin. Svo fór að það gekk ekki og þá gripu Landsbankamenn til þess að auka innlán með háum innlánsvöxtum í Bretlandi og Hollandi. Meðan traustið var fyrir hendi gekk þetta eftir.

Alltaf var ljóst að Icesave skuldin yrði greidd. Nú þegar hafa um 93% af lágmarksskuldbindingum nú þegar verið greidd af kröfuhöfum og allt bendir til að allt veði greitt og jafnvel meira. Talað hefur verið um að allt að 15-20% innheimtist að auki af útistandandi skuldum gamla Landsbankans.

Eftir þessa dómsniðurstöðu má reikna með að lánshæfismat íslenskra aðila verði okkur hagstæðara en verið hefur. Það var einnig markmið ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur með samningunum (Icesave 2 og 3). Þannig að á þessu tímabili frá samningunum og fram til þessa dags höfum við þá verið að greiða hærri vexti af lánunum okkar, allt í boði Ólafs Ragnars og stjórnarandstöðunnar?

Hvor leiðin var betri? Þær voru að sama markmiði en sumir vildu velja leiðina með samningum en aðrir að bjóða öllum heiminum birginn og láta kylfu ráða kasti. Það var mikil áhætta sem nú hefur komið í ljós að hefði getað hefði ekki verið staðið sem best við efndir skuldbindinga.

Góðar stundir!


mbl.is Tekið undir nær öll rök Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð niðurstaða

Mjög líklegt er að ein ástæða þessa hagstæðu niðurstöðu sé vegna þess að íslensk stjórnvöld sýndu að þau vildu leysa þessi mál eftir að núverandi ríkisstjórn var mynduð. Geir Haarde var reikull og ráðvilltur, vissi líklega ekki hvernig átti að taka á þessu máli endu voru ráðgjafar hans meira og minna tengdir fjármálaspillingunni.

Umræðan hér á landi hefur því ótast að miklu leyti á tilfinningum fremur en rökum. Þannig hafa lágmarksinnistæður vegna Icesave reikninganna verið greiddar nánast að fullu eða 93%. Mætti reikna með að þessi mál hefðu verið betur stödd hefði ríkisstjórn Geirs Haarde borið gæfu til að bjarga því sem bjargað var áður en allt fór í vitleysu haustið 2008. Ekki seinna en í febrúar 2008 vissi Davíð Oddsson þáverandi bankastjóri að bönkunum varð ekki bjargað. Í stað þess að hefjast handa, þá var ekkert gert til að forða tjóninu. Hins vegar var umtalsvert „björgunarstarf“ Davíðs síðustu viku fyrir hrunið mikla að ausa hundruðum milljarða í bankana úr sjóðum Seðlabanka án þess að neinar fullnægjandi tryggingar eða veð væru fyrir hendi. Þetta fé er okkur glatað í hendur braskaralýðsins sem bankastjórnaum virðist fremur hafa verið meira umhugað en hagsmunum Seðlabankans.

Nú er sitthvað að skýrast eftir hrollvekju Icesave sem við getum alfarið skrifað á reikning léttlyndra stjórnmálamanna árin fyrir hrun.

Þeir þingmenn sem hafa tengst spillingu hafa ekki riðið feitum hesti frá prófkjörum Sjálfstæðisflokksins.

Góðar stundir.


mbl.is ESA: „Dómurinn var nauðsynlegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband