Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Þúsundir atvinnutækifæra

Ísland er smám saman að verða vinsæll áfangastaður ferðamanna.

Ferðaþjónusta er nú í miklum uppgangi og sækja flestir erlendra ferðamenn hingað vegna sérstakrar náttúru  landsins. Við eigum að fara varlega í aukið rask vegna rafmagnsframleiðslu sem gæti skaðað ferðaþjónustuna.

Ljóst er að Reykjanesskaginn er nú nánast fullvirkjaður þegar til lengri tíma er litið. Vísindamenn hafa bent á þetta með rökum. Talið er að jarðhitasvæðið verði e.t.v. í þúsund ár að ná upphaflegum styrk ef meira verði virkjað.

Ber ekki að treysta betur faglegum og varkárum vísindamönnum en áköfum og misvitrum stjórnmálamönnum sem sækjast eftir atkvæðum vegna næstu kosninga?

Reykjanesskaginn býður upp á náttúrufyrirbæri á heimsvísu í örskotsfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og Keflavíkurflugvelli. Jafnvel ferðamenn sem stoppa stutt við, eiga kost á að skoða stórkostlegt landslag Reykjaness.

Spurning er hvort er þjóðarbúinu hagkvæmara til lengri tíma litið: Óbætanlegt rask vegna virkjana og hásennulína eða sjálfbær landnýting í þágu ferðaþjónustu og heimamanna?

Hvað skyldi hafa vera hagkvæmari fjárfesting: 1-3 milljarðar á ári yfir nokkra áratugi í ferðaþjónustu sem vex jafnt en hægt eða meira en 200 milljarða fjárfesting Kárahnjúkavirkjunar á örfáum árum? Sú fjárfesting er að mati forstjóra Landsvirkjunar ekki sérlega hagkvæm.

Góðar stundir


mbl.is Lúxusvandi í ferðaþjónustu 18. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju að hafa dýr og sinna þeim ekki?

Öðru hverju koma upp dæmi sem þessi. Dýr eru lifandi verur sem hafa tilfinningar eins og við. Ef þeim er illa sinnt þá er eitthvað alvarlegt að, ekki aðeins hjá dýrunum heldur einning eigendum eða vörslumönnum þeirra.

Fyrr á tímum reyndu margir bændur að setja á fleira fé að hausti en heybirgðir þeirra gaf tilefni til. Þá var hugsunarhátturinn „þetta reddast einhvern veginn“ varð séríslenskt fyrirbæri. Þá var fátækt og í dag reynum við að forðast að vera með harða dóma. En í dag á þetta ekki að geta átt sér stað.

Við höfum dýraverndunarlög sem eru ágæt ef farið er eftir þeim. Þar eru ákvæði um viðurlög gagnvart slæmri meðferð dýra.Þau geta verið hörð en nauðsynleg. Heimilt er að krefjast í ákæru að viðkomandi verði sviptur rétti að hafa dýr.

Ill meðferð dýra er ófyrirgefanleg og öllum til vansa.

Að sauðfjárhaldi á að standa faglega að og ekki vera baggi á öðrum atvinnuvegum á borð skógrækt. Sauðfjárbændur verða að haga atvinnu sinni á þann hátt að aðrir beri ekki kostnað af eins og raunin hefur oft orðið. Niðurgreiðslur vegna offramleiðslu eiga að heyra sögunni til en fregnir hafa komið fram að greidd hefur verið hálfur þriðji milljarður vegna útflutnings sem nær ekki nokkurri átt.


mbl.is Kindum lógað vegna vanfóðrunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvandaður undirbúningur

Þegar ákveðið var að selja Perluna sem ýmsir gárungar nefndu „Kúlusukk“ þá mannvirkið var byggt, þá var ekki gætt að geta hugsanlegra breytinga á deiliskipulagi og nýtingu.

Hefðu allar forsendur verið lagðar fram, hvaða möguleika allir, já ALLIR væntanlegir tilboðshafar hefðu, þá hefði mátt gera ráð fyrir því að fleiri og hærri tilboð hefðu borist.

Síðan þetta söluferli hófst, hafa komið fram mjög hnitmiðaðar hugmyndir um nýtingu þessa sérstæða húss, t.d. að þarna væri aðsetur Náttúrufræðisafns.

Vonandi verður góð og farsæl „lending“ í þessu máli.

Góðar stundir!


mbl.is Segir borgina hafa klúðrað sölunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins einn tilgangur stjórnarandstöðu

Ljóst er að stjórnarandstaðan grípur hvert tækifæri til að grafa undan ríkisstjórninni. Auðvitað eiga aðildarviðræður að halda áfram meðan engir alvarlegir agnúar koma upp.

„Það skal fram sem fram horfir, meðan rétt horfir“ er haft eftir Páli Vídalín lögmanni (1667-1727). Hann var einn merksti embættismaður, lærdómsmaður og lögspekingur meðal Íslendinga fyrr og síðar, samstarfsmaður Árna Magnússonar handritasafnara og skjalavarðar m.m.

Stjórnarandstaðan er reikul og ráðvillt. Hún veit ekki hvað gera skuli. Hún er yfirleitt á móti öllu sem máli skiptir en það er að koma þessari blessaðri þjóð á lygnari sjó. Allt þarf meira og minna að reisa við eftir óreiðuna sen endaði í bankahruninu og nánast allir töpuðu á, nema ef vera skyldi nokkrir braskarar, dyggir stuðningsmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Sennilega er aðild að EBE skásti kosturinn í erfiðri stöðu. Við erum Evrópuþjóð og eigum að tengjast betur grönnum okkar betur menningarlegum, pólitískum og ekki síst efnahagslegum tengslum en verið hefur. Ella eigum við á hættu að vera gleypt af þeim hagsmunaöflum sem vilja sölsa allt undir sig og verður hvorki maður né mús undanskilin.

Stjórnarandstaðan mætti legja meiri áherslu á að vinna fremur með fremur en móti stjórninni í þeim erfiðleikum sem steðja að okkar samfélagi!


mbl.is Verður að hryggja Ólöfu Nordal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að stofna til hjúskapar í náttúrunni

Mjög margir staðir eru fallegir að stofna til hjúskapar á Íslandi. því miður eru allt of margir mjög illa aðgengilegir og má þar t.d. nefna fossaveisluna Dynk í Þjórsá.

Einu sinni var eg með þýskan ferðahóð í Ásbyrgi þar sem fulltrúi sýslumanns á Húsavík gaf saman ung þýsk hjónakorn. Þau höfðu komið til Íslands í þeim eina tilgangi að láta gefa sig saman úti í guðs grænni náttúrunni. Svo var tekið upp forláta kampavín sem sjálfsagt hefur kostað skildinginn en því miður hellt á plastglös! Það þótti mörgum eðlilega vera alvarlegt stílbrot.

Sennilega eru um 20-25 ár síðan farið var að gefa saman brúðhjón í íslenskri náttúru. Sveinbjörn á Draghálsi allherjargoði mun hafa riðið á vaðið og gafst það vel. Fræg er sena í kvikmynd Þráins Bertelssonar, Dalalíf, þar sem ungt par var gefið saman á Austurvelli framan við styttu Jóns Sigurðssonar!

Eg var fyrst viðstaddur brúðkaup í Þórsmörk fyrir um 25 árum. Það var mjög falllegt og var til mikillrar fyrirmyndar.

Því miður tíðkuðust brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni ekki þegar eg giftist konunni minni fyrir nær 30 árum í grenjandi rigningu undir lok nóvembermánaðar. Sennilega hefðum við valið brúðkaup úti í náttúrunni hefði það staðið til boða.

Góðar stundir!


mbl.is Gefin saman við Seljalandsfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Íslendingar leiksoppar blekkinga?

Og ekki má gleyma einkavæðingu bankanna í boði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Ekki liðu mörg ár að þeim var breytt í svikamyllur og heil þjóð dregin á asnaeyrunum.

Svo finnst mörgum sjálfsagt að hlusta á fláræðishjal forystumanna þessara flokka í dag.

Samfylkingin og VG komast rétt í helming fylgis Sjálfstæðisflokksins eftir nýjustu skoðanakönnuninni!

Er íslensku þjóðinni bjargandi?

Mér sýnist á öllu að það er helst núverandi ríkisstjórn sem hefur tekist það ómögulega. Tekist hefur að koma okkur út úr verstu hremmingum af völdum bankahrunsins. En Steingrímur J. viðurkennir að þeim hafi orðið víða á mistök.

Hvorki forysta Framsóknarflokksins né Sjálfstæðisflokksins hafa viðurkennt fram að þessu að einkavæðing bankanna hafi verið mjög alvarleg mistök. Framsóknarflokkurinn er gjörspilltur og eiginlega má sama segja um Sjálfstæðisflokkinn. Á þeim bæ er aðeins grátið yfir ákærunni gegn Geir og að ríkisstjórnin hafi breytt Stjórnarráðinu og vilji nýja stjórnarskrá án þess að viðurkenna að hvoru tveggja sé „einkamál“ Sjálfstæðisflokksins. Því miður virðast allt of fáir vera meðvitaðir um siðferði. Siðleysi af versta tagi hefur verið mjög áberandi kringum allt tengt hruninu.

Góðar stundir.

Mosi


mbl.is Ótrúlegt hvað hægt er að plata fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glannaleg fullyrðing

Þessi fullyrðing að 75% alls þess áls sem framleitt hefur verið í 123 ár kallar á ítarlegan rökstuðning.

Miðað hvað mikið er unnið úr hrááli og mikið urðað t.d. í BNA þá er fullyrðing þessi ekki sérlega traust. Aðeins í Bandaríkjunum er urðað af einnota álumbúðum magn sem jafnast á við það sem allar álbræðslur á öllum Norðurlöndunum framleiða.

Eg hefi skoðað þessi mál og rtaði grein í Morgunblaðið Hvað verður um áliðnað á Íslandi?  Grein þessi birtist 24. maí í fyrra. Engin umræða varð um þetta mál svo einkennilegt sem það er.

Þessi grein fer hér á eftir:

Hvað verður um áliðnað á Íslandi?

Í norðvesturríkinu Washington í BNA er sveitarfélag sem nefnist King County, tæplega 6.000 km2 eða svipað að stærð og Austur-Skaftafellssýsla. Íbúarnir sem eru tæpar 2 milljónir að tölu og búa flestir í borginni Seattle og starfa í Boeing flugvélaverksmiðjunum, við flugsamgöngur einkum í tengslum við Alaska, við Háskólann í Washingtonfylki og við ýmsar heilbrigðisstofnanir sem eru taldar mjög öflugar. Þá eru flutningar og fiskveiðar umtalsverðar.

Það er ekki spurning hvort heldur fremur hvenær Bandaríkjamenn dragi úr þörf sinni á frumframleiðslu áls en talið er að ál sé unnt að endurnýta nánast endalaust ef endurvinnslan skilar sér vel.

Á heimasíðunni http://your.kingcounty.gov er margt forvitnilegt um það sem er að gerast þar vestra hjá Bandaríkjamönnum en Seattle og umhverfi er talin vera mörgum til fyrirmyndar hvað umhverfismál og umhverfisvitund meðal Bandaríkjamanna varðar. Fyrir okkur Íslendinga sem erum mjög háðir áliðnaði er forvitnilegt að vita um aukna vakningu meðal Bandaríkjamanna um umhverfismál. Lengi hefur verið vitað, að í þeim málum hafa þeir verið eftirbátar í mörgu sem við  stöndum mun framar. Þannig hefur söfnun og endurvinnsla á einnota drykkjarvöruumbúðum verið hluti af okkar daglegu lífsvenjum undanfarna 2 áratugi eða svo. Bandaríkjamenn eru líklegir til að stíga þetta skref mjög fljótlega. Ekki spurning hvort heldur fremur hvænær. Lítum nánar á heimasíðu King County þar sem vikið er að magni og meðferð sorps.

Árið 2008 er talið að 173.000.000 áldósa hafi verið fargað með því að urða þær ásamt öðru sorpi og rusli. Þetta eru um 80 dósir árlega á hvern íbúa sem verður að teljast fremur lítið miðað við neyslu okkar á Íslandi. Vikið er að því á heimasíðunni að um sé að ræða mjög ámælisverða notkun á dýrmætu hráefni sem er með öllu glatað þegar það er urðað. Unnt væri til dæmis að nýta orkuna fyrir nær 60.000 sjónvarpstæki í heilt ár með því rafmagni sem sparast við endurvinnslu þessa magns af áli. Þetta eru sláandi tölur og hvatt er eindregið til að tekin verði ákvörðun um bætta nýtingu hráefna.

Hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga?

Hvergi í heiminum er framleitt jafnmikið af áli á íbúa og hér á landi. Tekjur íslenska þjóðarbúsins af álvinnslu eru gróft reiknaðar nálægt því að vera þriðjungur þjóðartekna, hinir tveir þriðjungarnir koma af ferðaþjónustu og útflutningi af fisk og fiskafurðum.

Ljóst er að þegar Bandaríkjamenn taka upp endurvinnslu á einnota dósum og öðrum umbúðum úr áli, mun draga mjög úr þörf þeirra á frumvinnslu áls. Talið er að í BNA sé meira ál notað í einnota umbúðir drykkjavöru en framleitt er í öllum álverum um norðanverða Evrópu! Hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga? Er ekki mjög sennilegt að eigendur álbræðslanna hér á landi reyni að bæta rekstrarumhverfið með því að fá rafmagnið á lægra verði og draga úr mengunarvörnum? Þá er sennilegt að þeir reyni að flytja inn ódýrara vinnuafl. Og ef þeim verða ekki að óskum sínum, hóta þeir að loka verksmiðjunum. Allt þetta mun þýða fyrir okkur aukið atvinnuleysi.

Því miður var ofurkapp lagt á, að efla atvinnu hér á landi í skamman tíma með uppbyggingu einhliða atvinnugreina. Og enn heyrast raddir að bjarga íslenska þjóðfélaginu með fleiri álbræðslum!

Ruðningsáhrif álbræðslunnar og Kárahnjúkavirkjunar

Á undanförnum árum hafa ruðningsáhrif einhliða atvinnuuppbyggingar komið berlega í ljós. Við skulum taka eitt dæmi: Barri hefur verið stærsta skógplönturæktunarstöð á Íslandi og var lengi á Egilsstöðum. Í þeirri gríðarlegu þenslu í atvinnulífi á Austurlandi varð þessi stöð að víkja og á svæðinu voru byggðar stórar íbúðablokkir sem nú standa að mestu leyti auðar. Skógræktarstöð á nýjum stað þarf langan undirbúning t.d. við ræktun skjólbelta. Þessi flutningur sem þurfti að ganga hratt yfir, kostaði mikil útgjöld. Áföll bæði vegna bankahrunsins og skjólleysis olli skógræktarstöðinni miklu tjóni. Vonandi tekst að forða þessari mikilvægu starfsemi frá gjaldþroti og að hún gæti fengið að dafna eins og fyrr.

Því miður ber ekki öllum stjórnmálamönnum sú gæfa að vilja byggja upp atvinnulíf á okkar eigin forsendum og þörfum. Lítil og meðalstór fyrirtæki skapa mesta atvinnu. Fjölbreytt atvinnulíf verður síður fyrir áfalli. Áliðnaður er og verður alltaf gagnrýnisverður. Svo gæti farið að álbræðslur hverfi frá landinu rétt eins og síldin forðum.


mbl.is 75% allrar álframleiðslu endurunnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegt moldviðri formanns Framsóknarflokksins

Auðvitað á að ljúka viðræðum með ásættanlegum árangri. Við erum Evrópuþjóð og eigum að tengjast nágrönnum okkar sem traustustum og öruggustum böndum. Með því stuðlum við að betra samfélagi með góðum og traustum grundvelli.

„Moldviðrismenn“ á borð við Sigmund Davíð ættu að sitja á strák sínum og láta vera að æpa eins og verstu götustrákar að hverri fjöður sem þeir sjá koma fljúgandi út úr moldviðrinu sem þeir þeyttu.

Á Háaleitisbraut og Hverfisgötu sem og Hádegismóum og Bessastöðum er unnið daglega að nýrri atlögu gegn ríkisstjórninni. Furðulegur samsetningur er framreiddur eins og á færibandi og ætlast til að þjóðin trúi vitleysunni.

Þannig var ýjað að því að ríkisstjórnin væri að svíkja þjóðina með Icesavesamingunum. Það virðist vera ótrúlega útbreiddur misskilningur að þjóðin eigi að borga fyrir skussana sem áttu þátt í bankahruninu. Það er eins og þessir áróðursmeistarar átti sig ekki á rekstrargrundelli bankastarfsemi. Bankarnir tútnuðu út vegna lána á óvenjulega lágum vaxtakjörum sem þeir endurlánuðu viðskiptavinum sínum á hærri vöxtum. Í aðdraganda hrunsins sem orsakaðist af lokun lánamarkaða þá duttu Landsbankamenn niður á þessa Icesavelausn. Þeir hugðust leysa þessi mál tímabundið með auknum innlánum á ofurvöxtum í þeirri von sjálfsagt að lánamarkaðir opnuðust aftur. Sú von brást og lausafjárstaða bankanna vafrð verri með hverjum deginum sem leið. 

Í vörslum Englandsbanka hlaðast á reikning tengdum Icesave á hverjum degi afborganir og vextir af lánum sem Landsbankinn veitti lántakendum sínum. Þegar seinna Icesave samkomulagið var í höfn, hafði safnast á reikning þennan næg fjárhæð og Icesave skuldin nam.

Þess má geta að þessi reikningur í Englandsbanka ber enga vexti en ætla má að Bretar geri ítrustu kröfur í máli sínu.

Í umræðunni um þetta Icesave mál mátti aldrei minnast á þessar innistæður. Það hentaði ekki þeirri aðferð og málið var sett upp fyrir einfaldar sálir þannig að þjóðin þyrfti að borga allan reikninginn! Og forsetinn á Bessastöðum varð einn meginmálsvari þessa furðulega lýðskrums sem hefur reynst okkur dýrt, allt gert í þeim eina tilgangi að grafa sem fljótast undan ríkisstjórninni.

Sigmundur D. Gunnlaugsson hefur verið ákaflega iðinn við að þeyta upp moldviðri að hann sjálfur sér varla handa skil lengur. Hann tengist braskaralýðnum sem átti þátt í einkavæðingabraskinu og hefur ætið hagað sér eins og Mörður Valgarðsson sem allir sem lesið hafa Njálu þekkja af illu einu.

Hann telur sig sjálfan vera er „saklausan“ og „ósnertanlegan“ sveitapilt og að hann telji sig hafinn yfir gagnrýni.

En málflutningur hans miðast við þann heimskasta og miður er að hann virðist komast upp með vitleysuna.

Mætti moldviðrinu af mannavöldum linna!

Góðar stundir!


mbl.is Eðlilegt að gera hlé á viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp með plóginn!

Vorstörfin eru nauðsynleg. Við á Íslandi getum margt meira en forfeður okkar. Við búum í erfiðu landi þar sem veður geta orðið válynd og valdið nokkrum usla. Við verðum því að nýta sem best þá möguleika sem gera okkur störf okkar, atvinnu, samgöngur og eiginlega allt sem snertir daglegt líf okkar auðveldara.

Klemens á Sámstöðum kannaði hvernig skjólskógar gætu komið að gagni við kornrækt. Niðurstöður hans voru að búast mætti með fjórðungs jafnvel þriðjungs betri árangurs í kornrækt með skjólskógi en ella væri! Þar er munurinn bæði hvað varðar kornþunga sem þroska kornsins varðar, skjól skógar hefur afgerandi áhrif!

Við eigum að rækta sem mest af skógum bæði til skjóls vegna ræktunar sem og til bættra samgangna. Beitiskógar hafa vaxandi nytjar bænda af búsmala, unnt er að hafa ær, kýr, hesta sem og önnur húsdýr þar sem vaxandi beitiskógar eru.

Þá m´ekki gleyma hreinum nytjaskógum sem gætu staðið undir allri okkar þörf fyrir timbri og jafnframt verið undirstaða mikilvægs atvinnulífs. Í dag eru um 40 ársverk í skógarhöggi og grysjun, um 10% starfa í álbræðslu! Við gætum fjölgað mjög mikið þessum störfum á næstu árum!

Og útivistarskógar og yndisskógar eru nú þegar margir sem hafa dregið til sín hundruði þúsunda meðal  okkar sem teljum það vera eitt mesta útivistarævintýri að ganga þar um og njóta útiveru. Fjölbreytt fuglafána sem þar er dregur ekki úr ánægju okkar.

Þeir sem ekki trúa ættu að leggja leið sína í Heiðmörk, Rauðavatnsskóg, Öskjuhlíð, Elliðaárdal, Hvaleyrarvatn sunnan Hafnarfjarðar eða Guðmundarlund í Kópavogi, Kjarnaskóg við Akureyri og öll þau mikilvægu sívaxandi skógræktarsvæði um allt land.

Góðar stundir!


mbl.is Jarðvegurinn undirbúinn á páskum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamaldags íhaldsraus

Stefnuskrá þessa franska íhaldsmanns byggist á gömlum lummum: það á að spara og auka niðurskurð.

Auðvitað verður kappkostað að skera niður þar sem andstaðan er minnst en ekki þar sem raunverulega mætti spara. Á Íslandi sparaði íslenska Íhaldið á samneyslunni, reyndi að hafa meira fé af öryrkjum og þeim sem minna máttu sín en lækkaði skattana á hátekjumönnum. Svona var „réttlætiskennd“ Davíðs og Halldórs Ásgrímssonar.

Utanríkisráðuneytið tútnaði út á blómatíma íhaldsins. Það rúma ár sem Davíð gegndi embætti utanríkisráðherra skipaði hann t.d. 26 sendiherra! Er það ótrúlegur fjöldin í ekki stærra og fjölmennara landi en Ísland.

Vonandi sjá sem flestir Frakkar gegnum þetta gamla íhaldsraus þessa dæmalausa stjórnmálamanns og velji fremur sósialista á borð við Evu Joli. Hún fer fyrir mjög skynsamlegum sjónarmiðum sem snertir flesta.

Góðar stundir.


mbl.is Segist bjargvættur Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 243585

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband