Að stofna til hjúskapar í náttúrunni

Mjög margir staðir eru fallegir að stofna til hjúskapar á Íslandi. því miður eru allt of margir mjög illa aðgengilegir og má þar t.d. nefna fossaveisluna Dynk í Þjórsá.

Einu sinni var eg með þýskan ferðahóð í Ásbyrgi þar sem fulltrúi sýslumanns á Húsavík gaf saman ung þýsk hjónakorn. Þau höfðu komið til Íslands í þeim eina tilgangi að láta gefa sig saman úti í guðs grænni náttúrunni. Svo var tekið upp forláta kampavín sem sjálfsagt hefur kostað skildinginn en því miður hellt á plastglös! Það þótti mörgum eðlilega vera alvarlegt stílbrot.

Sennilega eru um 20-25 ár síðan farið var að gefa saman brúðhjón í íslenskri náttúru. Sveinbjörn á Draghálsi allherjargoði mun hafa riðið á vaðið og gafst það vel. Fræg er sena í kvikmynd Þráins Bertelssonar, Dalalíf, þar sem ungt par var gefið saman á Austurvelli framan við styttu Jóns Sigurðssonar!

Eg var fyrst viðstaddur brúðkaup í Þórsmörk fyrir um 25 árum. Það var mjög falllegt og var til mikillrar fyrirmyndar.

Því miður tíðkuðust brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni ekki þegar eg giftist konunni minni fyrir nær 30 árum í grenjandi rigningu undir lok nóvembermánaðar. Sennilega hefðum við valið brúðkaup úti í náttúrunni hefði það staðið til boða.

Góðar stundir!


mbl.is Gefin saman við Seljalandsfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband