Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012
26.12.2012 | 21:19
Merkar sögulegar heimildir
Póstkort og sendibréf frá hermönnum voru ritskoðuð. Um það vissu flestir eða máttu vita og forðuðust að skrifa annað en það sem yfirvöld vildu sjá. Þessi póstkort eru mikilvæg heimild sem ættu fremur heima á safni um heimsstyrjöldina fremur en að reynt sé að leggja mikla vinnu og tíma í að koma þeim til skila eftir öll þessi ár. Mjög líklegt er að fáir viðtakendur séu enn ofar moldu og hvar þeir eru niðurkomnir veit væntanlega enginn eftir það mikla umrót sem stríðið olli.
Vel mætti skanna kortin og koma þeim á internetið rétt eins og gert er gjarnan þegar um hliðstæð bréf og heimildir er um að ræða.
Góðar stundir.
Jólakortin bárust 71 ári of seint | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.12.2012 | 20:55
Vegaslóðarnir í Heiðmörk
Í dag skrapp eg í Heiðmörk með spúsu minni. Gengum frá gamla Elliðavatnsbænum góðan tæplega 2ja tíma hring. Við ókum áfram suður Hjalla og fram hjá jólatrjáaskóginum. Handan við var vegurinn satt best að segja mjög slæmur að minnti á verstu fjallvegi. Slóðirnar yfir Kaldadal og Kjöl verð að teljast greiðfærari. Við ókum í fyrsta gír, svo slæm voru hvörfin og holurnar á veginum.
Lengi vel hefur verið talið að þrennt sé óteljandi: Breiðafjarðareyjar, vötnin á Arnarvatnsheiði og Vatnsdalshólarnir. Auðvitað mætti bæta holunum í Heiðmörk við.
Mættu slóðarnir í borgarstjórn Reykjavíkur skoða þetta betur.
Góðar stundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2012 | 09:41
Óttinn hvetur til vopnakaupa
Dapurlegt er að óttinn hvetji Bandaríkjamenn til vopnakaupa. En það eru ekki allir sem betur fer. Eins er líklegt að þeir sem kaupa, sjái viðskiptatækifæri að selja síðar þessi vopn jafnvel til glæpamanna.
Lög um vopnasölu eru mjög frjálsleg í Bandaríkjunum, sennilega með þeim frjálslegustu í heiminum öllum. Ofbeldi er mjög mikið og er afleiðing langvarandi sinnuleysis yfirvalda að koma skynsamlegum reglum um þessi mál. En hagsmunir vopnaframleiðenda og vopnasala eru miklir og þeir virðast hafa gríðarleg áhrif meðal þingmanna og einkum Reblúblikanaflokksins sem er harðsvírinn flokkur auðmanna og iðnjöfra.
Bandaríkjamenn verða með hliðsjón af undanfarinni reynslu að setja betri og haldbærri reynslu um vopnasölu, hverjir megi hafa vopn undir höndum og hvaða tegund. Þá þarf að skrá nákvæmar hverjir hafa vopn undir höndum og hvernig vopn. Leyfi til að hafa byssu undir höndum eiga að vera skilyrt og að öll skáning sé sem nákvæmust.
Meðan óttinn við ofbeldi er fyrir hendi er jarðvegurinn fyrir vafasöm viðskipti með byssur frjór.
Æskilegt væri að greina Bandaríkjamönnum frá atburðinum í aðdraganda jóla austur í Árnessýslu þegar mjög hættulegur ofbeldismaður flýr úr fangelsi og gefur sig fram frjáls þegar svengdin er farin að segja til sín. Viðbrögð allra voru til fyrirmyndar, fólksins á bænum sem og flóttamannsins sem taldi sig geta trúað á mátt sinn og megin, sem og öll vopnin sem hann hafði undir höndum.
Góðar stundir.
Byssusala í Bandaríkjunum stóraukist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2012 | 13:02
Ekki rétt leið
Að sveitarfélag kaupi umdeilda starfsemi er ekki skynsamleg leið. Þessi ákvörðun getur jafnvel verið hvetjandi fyrir þá sem stundað hafa starfsemi þessa og færi sig upp á skaftið.
Betur hefði verið að þrengja rekstrarskilyrði og láta starfsemi sem þessa lúta ströngu eftirliti. Skattrannsókn gæti auk þess verið gott aðhaldstæki.
Ef Kópavogur vildi losna við hliðstæða umdeilda starfsemi í iðnaðarhverfi austast í Kópavogi, þá myndi þessi leið væntanlega ekki verið valin enda mjög vafasöm og jafnvel umdeildari en starfsemin sjálf.
Góðar stundir!
Sveitarfélag kaupir strípibúllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2012 | 12:55
Skynsemi
Mjög farsæl lausn er á þessu máli og gleðilegt hve bændafólkð tók þessu með skynsemi og réttum tökum: sýna strokumanninum fyllstu nærgætni og vinsemd og gefa honum að borða eftir að hann hefur verið án matar sólarhringum saman.
Nú verður flóttamaðurinn yfirheyrður og þá fást nánari upplýsingar hvar hann hefur verið. Spurning hvort hann hafi vitorðsmenn og þá má búast við að þeir þurfi að skýra hlut sinn og jafnvel sæta ítarlegri rannsókn, jafnvel ákæru og refsidómi.
Ef þetta hefði verið í Bandaríkjunum hefði mátt búast við harkalegum vopnaviðskiptum og tilheyrandi mannfalli við Ásólfsstaði. Væri ekki unnt að kynna þessi mál í Bandaríkjunum og koma þeim þar með niður á jörðina með óskynsamlega byssueign.
Ofbeldi borgar sig aldrei.
Góðar stundir!
Gaf sig fram vegna mömmu sinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2012 | 12:44
Að trúa á mátt sinn og megin
Í Brennunjálssögu er komið inn á að trúa á mátt sinn og megin. Það er andstaðan við að vinna í samfélagi kristinna siðaðra manna.
Því miður virðist sem sumir einstaklingar gefi gömlum gildum langt nef og vilji óheft frelsi til athafna, jafnvel þó þeir skilji slóð ofbeldis og óhugnaðar í för með sér.
Nú hafa ættingjar ógæfumanns þessa vænst þess að hann gefi sig fram enda lítt annað skynsamlegt. Vonandi sýnir þessi maður skynsemi, gefi sig fram og sæti þeim refsingu sem hann hefur verið dæmdur fyrir afglöp sín.
Óskandi er að glæpum fari fækkandi enda hafa þeir aldrei borgað sig. Lögin og refsirétturinn er settur til að setja mönnum skorður, draga línur milli réttrar og æskilegrar hegðunar annars vega og hins vegar sem er refsiverðar og saknæms háttalags.
Við þurfum að efla og bæta skólastarf í landinu. Koma á móts við börn og unglinga þar sem þau eru stödd á sviði gáfnafars og hegðunar. Það þarf að gera allt sem við getum til að leiðbeina helst öllum á rétta braut.
Góðar friðarstundir!
Nýjar myndir af strokufanganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2012 | 18:37
Fyrrum tukthúslimur og lögreglumenn
Einna mest áberandi er fyrrum tukthúslimur og einir 3 lögreglumenn, ýmist fyrrverandi eða núverandi. Ef lögreglumennirnir ná árangri þá er von að mögulegt þinglið Sjálfstæðisflokksins verði skárra en verið hefur.
Mér finnst málflutningur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hafa undanfarin ár hafa verið fremur klénn eins og Jón Viðar segir um fremur illa undirbúnar leiksýningar. Þeir hafa verið að súpa seyðið af hruninu, reynt að halda haus en með misgóðum árangri. Formaðurinn flæktur í fortíðardrauga brasks og fjárglæfra, aðrir reyna að spýta í lófana og reyna að draga fram gömlu lummuna um nauðsyn þess að koma hjólum atvinnulífsins af stað og eiga þá við að byggja fleiri virkjanir og álbræðslur! Svo einkennilegt sem það er, virðast margir sjálfstæðismenn með framsóknarmönnum haldnir þeirri meinloku að ekki sé unnt að koma þessum atvinnuhjólum af stað með öðru móti en álbræðslum.
Við Íslendingar höfum staðið okkur ákaflega illa í samningum við álfursta varðandi mengunarvarnir og mengunarkvóta. Varnir gegn mengun eru hafðar eins ódýrar og mengunarkvótinn er gefinn. Skyldi vera að þessir áhugamenn um álbræðslur hafi sporslur af mengunarkvóta?
Víða um heim eru tíðkaðar mútur til þeirra stjórnmálamanna sem sýna sérstakan skilning á hagsmunum og sjónarmiðum stóriðjumanna. Í stað greiðslu til stjórnvalda fyrir mengunarkvóta er greidd fúlga til þeirra stjórnmálamanna sem skilning hafa. Þetta er víða stundað og hvers vegna ekki hér þar sem spilling er umtalsverð?
Það verður spennadi að sjá hvernig lögreglumönnunum tekst að keppa við hagfræðing, atvinnurekenda, fyrrverandi tukthúslim og aðra þingmenn misgóða eins og gengur.
Góðar stundir.
Fimmtán taka þátt í prófkjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2012 | 22:57
Ósamræmi milli fyrirsagnar og fréttar
Óframkvæmanleg lög segir í fyrirsögn án þess að nánar sé vikið að þessari fullyrðingu hvað þá hún sé rökstudd betur.
Síðan er greint frá tillögum sem eftir fréttinni aðæma virðist ganga á mismunandi tímasetningar gildistöku.
Þórbergur Þórðarsson nefndi dæmi sem þetta skalla. Eitthvað vantar í fréttina og greinilega er reitt hátt til höggs án þess að tilefnið sé nægjanlega afmarkað.
Blaðmenn sem skrifa fréttir mættu vanda sig betur og leyfa sér lengri tíma að ígrunda hvað þeir vilja segja.
Góðar stundir!
Óframkvæmanleg lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2012 | 22:41
Einn af merkustu atburðum hrunsins
Í afleiðingum bankahrunsins varð mikil upplausn í samfélaginu. Lítið mátti út af bera að allt færi úr í vitleysu.
Þessi atburður þegar hópur manna gerði sig líklegan til að ráðast með grjótkasti að lögreglu, tók annar hópur sig til og gekk á milli og slóg skjaldborg um fámennt lögreglulið.
Síðar kom í ljós að meðal þeirra herskáustu sem vildu ganga milli bols og höfuðs á lögreglumönnum, voru gamlir góðkunningjar hennar. Sem betur fór varð ekki meira úr þessu.
Milligöngumennirnir eiga mikla þökk skilda fyrir samstöðu enda áttu margir lögreglumenn í sömu vandræðum og flestir þeir sem voru í mótmælunum, fyrir sofandahætti yfirvalda og yfirgangi braskaralýðsins sem skildi allt samfélagið í sárum.
Sjálfur tók eg þátt í friðsömum en stundum háværum mótmælum gegn sofandahætti ríkisstjórnar Geirs Haarde. En aðeins um miðjan dag en aldrei um kvöld hvað þá fram á nótt. Svo var krafist afsagnar sofandi bankastjórnar Fjármálaeftirlits og Seðlabanka. Svona var lífið. Núna er samfélagið smám saman að komast út úr þessum vandræðum en enn eru sumir að beina spjótum sínum að þeirri ríkisstjórn sem þó hefur náð nánast ótrúlegum árangri að koma samfélaginu aftur á lygnari sjó sem er auðvitað aðalatriðið. Mörg mistök hafa auðvitað orðið en sennilega fleira sem tekist hefur.
Spurning er hvort þjóðin sé búin að gleyma og vilji fremur fulltrúa braskaranna og hrunsins aftur fremur en bjargvættina?
Gengu í lið með lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2012 | 16:57
Þrír fangar struku, tveir náðust en eg slapp!
Kringum 1935 struku þrír fangar af Litla Hrauni. Tveir þeirra náðust fljotlega en sá þriðji, Vernharður Eggertsson sem ritaði nokkrur kver undir dulnefninu Dagur Austan, komst alla leið til Reykjavíkur.
Þegar hann kom í hádeginu einn góðan veðurdag voru blaðsölustrákar að selja Vísi sem var nýkominn út. Vernharður vindur sér inn í afgreiðslu blaðsins og fær bunka til sölu. Á forsíðu mátti lesa: Þrír fangar struku en tveir náðust. Vernharður kallaði fyrirsögnina og bætti við: en eg slapp. Hann var langt kominn með bunkann þegar lögregluþjónn sem var á vakt á Lækjartorgi áttaði sig á, handtók Vernharð og fór með hann á lögreglustöðina.
Ævisaga þessa ævintýramanns kom út fyrir örfáum árum. Hann var ósköp meinlaus karlinn, braust stundum inn í fylleríi. Eitt sinn stal hann fullum kassa af ljósaperum og gaf öllum sem hann mætti!
Hann tók þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni og ritaði glefsur úr þeim hildarleik. Vernharður fórst í Pentlinum milli Ornkneyja og Skotlands með togaranum Eyfirðingi, gömlum ryðkláf sem var á leið til Bretlands í niðurrif 1952.
Ritverk hans eru lipurlega skrifuð og vonandi verða þau endurútgefin.
Góðar stundir.
Margar skrautlegar flóttatilraunir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar