Fyrrum tukthúslimur og lögreglumenn

Einna mest áberandi er fyrrum tukthúslimur og einir 3 lögreglumenn, ýmist fyrrverandi eða núverandi. Ef lögreglumennirnir ná árangri þá er von að mögulegt þinglið Sjálfstæðisflokksins verði skárra en verið hefur.

Mér finnst málflutningur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hafa undanfarin ár hafa verið fremur klénn eins og Jón Viðar segir um fremur illa undirbúnar leiksýningar. Þeir hafa verið að súpa seyðið af hruninu, reynt að halda haus en með misgóðum árangri. Formaðurinn flæktur í fortíðardrauga brasks og fjárglæfra, aðrir reyna að spýta í lófana og reyna að draga fram gömlu lummuna um nauðsyn þess „að koma hjólum atvinnulífsins“ af stað og eiga þá við að byggja fleiri virkjanir og álbræðslur! Svo einkennilegt sem það er, virðast margir sjálfstæðismenn með framsóknarmönnum haldnir þeirri meinloku að ekki sé unnt að koma þessum „atvinnuhjólum“ af stað með öðru móti en álbræðslum.

Við Íslendingar höfum staðið okkur ákaflega illa í samningum við álfursta varðandi mengunarvarnir og mengunarkvóta. Varnir gegn mengun eru hafðar eins ódýrar og mengunarkvótinn er gefinn. Skyldi vera að þessir áhugamenn um álbræðslur hafi sporslur af mengunarkvóta?

Víða um heim eru tíðkaðar mútur til þeirra stjórnmálamanna sem sýna sérstakan skilning á hagsmunum og sjónarmiðum stóriðjumanna. Í stað greiðslu til stjórnvalda fyrir mengunarkvóta er greidd fúlga til þeirra stjórnmálamanna sem skilning hafa. Þetta er víða stundað og hvers vegna ekki hér þar sem spilling er umtalsverð?

Það verður spennadi að sjá hvernig lögreglumönnunum tekst að keppa við hagfræðing, atvinnurekenda, fyrrverandi tukthúslim  og aðra þingmenn misgóða eins og gengur.

Góðar stundir.


mbl.is Fimmtán taka þátt í prófkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist þú hafa nóg að gera að rækta þitt ömurlega stjórnmálaumhverfi þó þú gerist ekki ráðgjafi fyrir aðra. Þú lítur auðvitað öfundaraugum á þessa frábæru frambjóðendur. Skoðaðu þína flokksmenn aðeins betur. Ég veit ekki betur en þar sé að finna tukthúsmeðlim. En ég tel hinsvegar að hann hafi tekið út sinn dóm, því er það siðaðra manna háttur að ræða það ekki. Þú skilur það nú ekki fýlupúkinn þinn, enda ætlumst við ekki til neins af þér. Sæktu bara launaumslagið frá okkur um næstu áramót, en síðan væri gott ef þú vildir hætta.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 23:28

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður átta eg mig ekki á hvert þú ert að fara Ómar. Hvað mitt „ömurlega stjórnmálaumhverfi“ víðvíkur eins og þú nefnir skoðanir mínar og viðhorf, þá tel eg ýmsar vísbendingar styðja grun minn um ástæður sérstaks áhuga vissra stjórnmálamanna fyrir auknum umsvifum stóriðjunnar í íslensku samfélagi.

Það er engu þjóðfélagi hollt að eiga svo mikið undir duttlungum álfurstanna. Þess má geta að í sama mánuði og Alkóamenn opnuðu álbræðslu sína á Reyparfirði, lokuðu þeir tveim á Ítalíu og skyldu þar marga eftir atvinnulausa. Hvenær kemur að okkur?

Í íslenskri pólitík er ljóst að Guðlaugur Þór hefur verið ansi umsvifamikill í að afla sér fjár. Hátt í 30 milljónir! jafnvel meira? Eru þetta mútur eða eitthvað fegurra orð? Alla vega skilaði þessi vitneskja um fjáröflun Guðlaugs Þórs honum ekki eins góðum árangri og áður.

Að bera saman brot er oft eins og bera saman ólíka hluti enda brotin ólík og´ekki eins alvarleg. Árni Johnsen var ákærður fyrir aðeins hluta af þeim lögbrotum sem hann sannanlega framdi. Hann var aðeins ákærður fyrir brot í starfi sem þáverandi formaður húsbyggingar Þjóðleikshúss en ekki sem þáverandi formaður Samgöngunefndar Alþingis. Hann átti veg og vanda af að Ístak fékk verkefni fyrir endurgerð Reykjavíkurflugvallar án útboðs en þá átti samkvæmt EES sem þá voru gildir samningar, að bjóða þetta stóra verkefni á evrópska efnahagssvæðinu. Það var ekki gert! Árni var með beiðnabók frá Ístaki, mjög sérstakt mál þar sem hann gat skuldbundið fyrirtækið eins og yfirmaður á vegum þess!

Ekki var vikið að þessu í ákæru gegn Árna, e.t.v. vegna þess að forstjóri Ístak vildi það ekki. Kannski meira af óhreinu mjöli hefði komið fram við nánari rannsókn í samskiptum þeirra!

Aths. Ómars Sigurðssonar tel eg vera staðfestingu á því að hann telur mig fara nokkuð nálægt þeim sannleika sem í raun er í ranni Sjálfstæðiflokksins og Framsóknar en fáir vilja vekja athygli á.  Á þessum bæjum eru menn líklega tilbúnir að ljá máls á frekari uppbyggingu stóriðju en með gagnkvæmri fyrirgreiðslu eins og tíðkast í öðrum löndum.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 23.12.2012 kl. 14:11

3 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Langar að benda þér á það Guðjón að aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar sem þú styður svo heitt og innilega er dæmdur glæpamaður.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 23.12.2012 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242934

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband