Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
28.4.2011 | 19:01
Út í fenið
Sogamýrin er mjög erfitt og reyndist rándýrt byggingarland. Einkum er mýrin mjög djúp og var gatnagerð á sínum tíma torveld auk þess voru húsgrunnar með þeim dýpri sem þekkt er. Kannski voru mistök að leggja þessa mýri undir annað en almenningsgarð. En bæjaryfirvöldum lá þessi lífsins ósköp á þegar Miklabrautin var teiknuð sem beint strik eftir endilöngu Seltjarnarnesi á sínum tíma. Áður var vegurinn og þjóðleiðin nokkurn veginn þar sem Bústaðavegurinn er núna.
Óskiljanlegt er að ekki hafi verið grafinn niður gamli Grensásinn, þar sem Háaleitisbrautin þverar Miklubrautina. Unnt hefði verið að fá umtalsvert fyllingarefni og spara gríðarlega þungaflutninga á efni fyrst farið var út í þessar framkvæmdir.
Vonandi er væntanlegur byggingaaðili hver sem hann kann að vera nægjanlega loðinn um lófana að geta kostað framkvæmdir. Oft hafa byggingaaðilar verið búnir með framkvæmdaféð að mestu leyti þegar lokið hafði verið við jarðvegsskipti.
Mosi
Besti kosturinn fyrir tilbeiðsluhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2011 | 18:31
Spillingamálin: hversu mikils virði er æran?
Greinilegt er að Björn Valur hefur hitt beint í mark: Guðlaugur Þór var á sínum tíma mjög kræfur að afla fjár í kosningasjóð sinn. M.a. fékk hann eina milljón króna greidda úr almenningsfyrirtækinu Atorka þar sem fjöldi Íslendinga töpuðu öllu sparifé sínu í í formi hlutabréfa. Var eg einn meðal þeirra. Mér þætti fróðlegt að vita hvað Guðlaugur Þór vill útskýra fyrir þjóðinni fyrir hvað hann fékk þessar greiðslur umfram aðra þingmenn. Við sem töpuðum öllu skiljum ekki þetta: hvernig var unnt að ausa háum fjárhæðum í einn þingmann án þess að slíkt væri borið upp á hluthafafundi. Í mínum huga eru þetta greiðslur út á einhverjar væntingar sem Guðlaugur Þór gat ekki staðið við, t.d. vegna svonefnds REI máls sem virðist hafa verið einhver draumsýn ef ekki ein hrein svikamylla sem ásamt aðkomu Geysir Green Energy sem var eins og hvert annað fjárglæfrafélag til að ræna saklaust fólk sparnaði sínum. Þess má geta að ein verðmætasta eign Atorku var Promens sem sagt væri verðlaust undir árslok 2008. Tæpu ári seinna var verðmæti þess fyrirtækis a.m.k. 11 milljarðar! Hvaða blekkingaleikur var þar á ferðinni?
Spillingaröflin hafa verið að færa sig upp á skaftið síðustu áratugi og loksins opinberaðist hún í bankahruninu en ótalmargt á eftir að koma í ljós sem verður ýmsum fyrri ráðamönnum, mörgum hverjum spilltum langt yfir herðar og haus.
Einkavæðingin var einhver sú ömurlegasta kelda sem þjóðin hefur lent í. Tugir þúsunda töpuðu aleigunni, sparnaði sínum og öðrum eigum, sumir atvinnunni eins og eg. Sjálfur hefi eg verið að leita að vetrarstarfi í 3 ár en án árangurs. Má ekki segja að atvinnuleysið sé í boði hrunflokkanna: Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ráðamenn þessara flokka eru ábyrgðarmenn spillingarinnar vegna einkavæðingar bankanna á sínum tíma. Og svo illa virðast sumir menn vera sokknir í spillingafenið að þeir sjá ekki lengur fyrrum raunverulegt hlutverk sitt í þeim vélabrögðum sem leiddu til kollsteypunnar miklu. Þeir steyta hnefanum upp í loftið og hóta samborgurum sínum að beita 25. kafla hegningarlaganna. Kannski þeir telja sig hafa kannski einkarétt á að hafa æru!
Í huga margra er æra spillts siðlauss manns lítils eða jafnvel einskis virði.
Spurning er hvort þetta verði ekki nýr kafli í réttarfarssögu landsins.
Guðjón Jensson atvinnuleitandi, búsettur í Mosfellsbæ
Fékk frest til mánaðamóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2011 | 12:43
Vendipunktur í sögu tónlistar á Íslandi
Síðustu tónleika Sinfóníuhljómssveitar Íslands lauk með flutningi 1. sinfóníu Jóhannesar Brahms. Flutningurinn var afburðagóðurað vonum og er lokatónarnir höfðu verið leiknir og þeir hljóðnaðir, var flutt stutt ávarp.
Nú hlökkum við til að heyra Sinfóníuhljómsveitina okkar leika í nýja tónlistahúsinu Hörpu. Óskandi er að það góða starfs sem svo lengi var í Háskólabíói við dáldið erfiðar aðstæður til 50 ára megi halda áfram að blómgast. Við eigum mjög góða sinfóníuhljómsveit enda tónlist mörgum mjög hugljúf.
Mosi
Sinfónían flytur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2011 | 10:20
Gera þarf upp fortíðina
Gamla Ísland byggðist á braski, svínaríi, mútum, misneytingu, spillingu, svikum og blekkingum. Heilt hagkerfi var byggt upp gegnum einhverja fjármálablöðru sem að lokum sprakk. Gríðarlegir fjármunir hurfu, sparnaður tuigþúsunda Íslendinga hvarf gegnum þetta braskaralið. Og hvar er allt þetta mikla fé niðurkomið? Og hver ber ábyrgðina?
Ekki verður unnt að byggja upp nýtt Ísland ef þessir sömu menn skríða fram úr skúmaskotum, kaupa stjórnmálamenn og jafnvel heilu stjórnmálaflokkana. Þannig verður sama þjóðfélag blekkinga og svika endurreist og þetta hyski fær frjálsar hendur að endurtaka leikinn.
Vitur kaupmaður sem finnur skemmd epli í tunnunni, fjarlægir þau áður en þau ná að skemma allt innihaldið.
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er dapurleg heimild um hve samfélagið allt var dregið djúpt niður í svaðið. Þessir braskarar, fjárglæframenn, stjórnmálamenn sem málið vörðuðu, engir þeirra hafa gert svo lítið að biðja þjóðina fyrirgefningar þó svo að þeir ættu verulegan hlut að máli. Þetta er því miður ekki gæfulegt. Þessir aðilar verða áfram með svikastimpilinn á enninu og ættu sem flestir að taka fagurgala fulltrúa þeirra með varúð.
Nú er fyrsti dómurinn fallinn í máli eins þeirra sem sannanlega bar ábyrgð. Sá valdi þá leið að selja hlutabréf í bankanum sem flest hefur snúist um og var á fallandi fæti síðustu vikurnar fyrir hrun.
Þeir dönsku mættu gjarnan aðstoða okkur við að greiða úr flækjunum og hafa upp á undanskotnu fé og fjármunum. Og svo er ekki síst að koma lögum yfir þessa menn.
Mosi
Horfið fram á veginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2011 | 08:20
Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri!
Bjarni Benediktsson gerðist um stund raunsæisstjórnmálamaður (realpolitiker). Nú í skjóli gagnrýni vill hann taka upp nýja stefnu: vera á móti sjálfum sér.
Einu sinni var mælt: Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.
Á þetta ekki vel við forystusauð Engeyjarættarinnar í dag?
Mosi
Treystu ekki fólkinu í landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2011 | 08:15
Hver var tilgangur andófsins gegn „Æseif“?
Um 12% þjóðarinnar er atvinnulaus. Með því að ljúka þessu máli hefði verið unnt að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað eins og segir í margnotaðri klisju. Sjálfur er eg einn þeirra sem engin störf hef haft undanfarna tvo vetur nema að sitja í kjörstjórn. En það er mér ekki næg atvinna, jafnvel þó svo að þjóðaratkvæðagreiðslur færu fram í hverjum einasta mánuði.
Margt er undarlegt varðandi þá hrifningu nei manna. Í grein Fréttatímans s.l. föstudag var afar vel rituð grein eftir Jón Kaldal: Regla veiðimannsins - hugmyndafræði hinna innmúruðu og innvígðu. Þar ber Jón saman pólitíska ástandið á Íslandi nú og það sem gerðist í Frakklandi áratugina eftir heimstyrjöldina síðari. Frakkar stóðu á krossgötum um leiðir eftir hrun nasismans og öngþveitið sem hann skildi eftir sigHægri menn undir stjórn de Gaule voru á móti öllu sem vinstri menn vildu en þeir voru þeir aðilar sem voru í ríkisstjórn eftir öngþveiti hersetu þýska hersins. De Gaule taldi sig vita allt mun betur en andstæðingar hans og vann öllum árum að grafa undan vinstri mönnum. Síðar náði de Gaule völdum í skjóli hatramma kosninga. Í ljós kom að stefna de Gaule reyndist ekki betri og jafnvel verri.
Jón Kaldal bendir á hvort þetta plott með nei áróðrinum sé sami tilgangurinn með þeim sem vilja grafa sem mest og hraðast undan vinstri stjórninni í dag? Við Íslendingar berum ábyrgð á þessu Æseif ekki síður en Bretar og Hollendingar að leyfa þessari vitleysu að þrífast eftirlitslausa á sínum tíma. Var það kannski tilgangur hægri manna á Íslandi að skilja eftir sig sem víðast tímasprengjur til að auðvelda sér betur síðar valdatöku eftir að hafa grafið undan vinstri mönnum? Íhaldið á Íslandi hefur alltaf kennt vinstri mönnum um það sem aflaga hefur farið og ætli sagan endurtaki sig ekki eina ferðina enn? Þá væri unnt að leiða braskaralýðinn aftur að kjötkötlunum til þess þeir mættu halda áfram að skara að sinni köku, rétt eins og ekkert hefði gerst. Þjóðin borgar þó þeir sýni annað andlit nú.
Því miður er popularismi staðreynd á Íslandi. Jón Kaldal bendir á eftirfarandi sem einn af bestu ritstjórum landsins, Styrmir Gunnarsson, lét hafa eftir sér í febrúar s.l.: með því að samþykkja Icesave samkomulagið nú missir Sjálfstæðisflokkurinn þá vígstöðu, sem hann þó hefur haft undanfarna mánuði gagnvart ríkjandi ríkisstjórn. Er þarna ekki hundurinn grafinn og hvað raunverulega vakti fyrir þeim hóp manna sem kennir sig við Advice og auglýsti á hverjum degi í öllum fjölmiðlum a.m.k. viku fyrir kosninguna á fremur vafasaman hátt? Þessi stjórnmálahópur sem getur ekki einu sinni nefnt sig íslensku heiti virðist hafa haft mikið fé umleikis til að kosta auglýsingar þar sem ekki var alltaf gætt að hafa það sem rétt er.
Íslendingar hafa oft látið kjafta sig stútfulla af vafasömum efasemdum og stundum siðlausum hræðsluáróðri. Engin undantekning er nú. Þeir voru lengi sagðir kúgaðir af danskri yfirstétt. Kannski íslenski braskaðallinn sé öllu verri og gimmari en sá danski. Gildir einu hvort hann sé grundvallaður af Sjálfstæðisflokki eða Framsóknarflokki. Sama braskáráttan í þeim báðum.
Mosi
Þetta eru ekki góðar fréttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2011 | 01:49
Mörður Valgarðsson endurborinn?
Þegar Sigmundur Davíð tjáir sig, þá fin nst mér óhjákvæmilega hann minna mjög á Mörð Valgarðsson.
Mörður var sem kunnugt er óheillakrákan í Njáls-sögu. Nánast hvað sem hann tók sér fyrir hendur, var það tengt undirferlum og allt að því svikum.
Eins er með Sigmund Davíð. Glottið hans minnir einna helst á Skarphéðinn sem var einhver furðulegasta og torráðnbasta persóna Njáls-sögu. Hann var stundum í hlutverki hetjunnar, öðru sinni orðháksins og friðarspillisins.
Mér hefur aldrei þótt Sigmundir Davíð vera sérlega traustvekjandi, öðru nær. Það er sérstök ástæða að vera á varðbergi þegar hann tekur til máls eða lætur e-ð eftir sér. Hann hefur öll einkenni popularismans, þ.e. að vilja afla sér vinsælda með ýmsum vafasömum slagorðum og bægslagangi sem engin forsenda er fyrir.
Er hann Mörður Valgarðsson endurbotinn?
Mosi
Sakar fjármálaráðuneytið um spuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Þegar Jón Steinar sérlegur vinur Davíðs og Ólafur Börkur náfrændi Davíðs mynda meirihluta í Hæstarétti og Sveinn Andri verjandi ákærðs sem margsinnis hefur staðið í hótunum við fórnarlamb: er þá von á eðlilegri meðferð sakamáls?
Þessir menn vilja helst fara fram á 200% sönnunarbyrði ákæruvalds ef ekki meir! Þeir þjóna kannski betur mafíunni sem veður uppi um þessar mundir en réttætinu.
Við eigum í virkilegum erfiðleikum við að koma lögum yfir lögbrjóta og framkvæma eðlilegt réttlæti hér á landi með fullnustu refsilaga gagnvart þeim sem gefa skít í samfélagið. Eru innstu koppar í búri Sjálfstæðisflokksins þar ekki undanskildir!
Aldrei höfum við Íslendingar staðið jafn illa að vígi gagnvart lögleysi og siðlausum yfirgangi. Gildir einu hvort það sé ótýndur glæpalýður, hvíthvibbaglæponar sem hafa offjár af almenningi og ríkinu eða englar helvítis sem nú hafa auk þess verið að færa sig upp á skaftið.
Mosi