Út í fenið

Sogamýrin er mjög erfitt og reyndist rándýrt byggingarland. Einkum er mýrin mjög djúp og var gatnagerð á sínum tíma torveld auk þess voru húsgrunnar með þeim dýpri sem þekkt er. Kannski voru mistök að leggja þessa mýri undir annað en almenningsgarð. En bæjaryfirvöldum lá þessi lífsins ósköp á þegar Miklabrautin var teiknuð sem beint strik eftir endilöngu Seltjarnarnesi á sínum tíma. Áður var vegurinn og þjóðleiðin nokkurn veginn þar sem Bústaðavegurinn er núna.

Óskiljanlegt er að ekki hafi verið grafinn niður gamli Grensásinn, þar sem Háaleitisbrautin þverar Miklubrautina. Unnt hefði verið að fá umtalsvert fyllingarefni og spara gríðarlega þungaflutninga á efni fyrst farið var út í þessar framkvæmdir.

Vonandi er væntanlegur byggingaaðili hver sem hann kann að vera nægjanlega loðinn um lófana að geta kostað framkvæmdir. Oft hafa byggingaaðilar verið búnir með framkvæmdaféð að mestu leyti þegar lokið hafði verið við jarðvegsskipti.

Mosi


mbl.is Besti kosturinn fyrir tilbeiðsluhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mosi, Sogamýrin er botnlaust dýki líkt og Fossvogurinn hinum megin við Bústaðahæðina.

Manstu ekki eftir því þegar Miklabrautin var lögð austur af Grensási á 7. áratugnum? Það tók mörg ár að moka 10 metra niður í mýrarvatnið án þess að komast niður á fast og endaði með því að vegarstæðið var fyllt upp með stórgrýti - og síðan malbikað yfir allt saman.

Staðarvalið sem "besti kosturinn fyrir tilbeiðsluhús" er því afar tvírætt. Og hvorugur sá kostur góður.

Kolbrún Hilmars, 28.4.2011 kl. 19:43

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Takk fyrir Kolbrún.

Jú láttu mig muna það. Þessi vegagerð var svo stórt verkefni að talað var um eilífðarverkefni. Unglingar voru jafnvel talaðir til af foreldrum sínum ef þeir þóttu hysknir við nám: „Annað hvort að læra eða vinna í Miklubrautinni“ sögðu margir við börn sín, þ. á m. var það sagt við mig.

Þetta hlýtur að hafa kostað offjár á þessum tíma. Eg bjó í verkamannabústöðunum við Stigahlíð upp úr 1960 og var áhorfandi þessara miklu framkvæmda. Kringlumýrinni var nánast mokað upp, í áföngum. Fyrst vegastæði Miklubrautar, síðan Kringlumýrarbrautar sem var um nokkur ár djúpur skurður þvert á Miklubrautina. Það var auðvitað mjög alvarleg yfirsjón að hafa aðra götuna ekki lægri en hina með brúargerð í huga. Spara hefði mátt stórfé t.d. með uppfyllingarefni í aðra götuna. Nú verður þetta mun dýrara ef einhvern tíma verður ráðist í þá framkvæmd.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.4.2011 kl. 06:22

3 Smámynd: Dagný

Stórmerkileg þessi ásælni í mýrarland til bygginga - hvort heldur er vega eða húsa. En hæðin milli mýranna er yndislegur staður - hef búið bæði Sogavegsmegin í henni og Bústaðavegarmegin og ef ég neyddist til að flytja aftur í Reykjavíkina kæmi enginn annar bústaður til greina

Dagný, 2.5.2011 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband