Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
27.2.2011 | 23:25
Sigmundur Davíð: Hvernig væri að leggja fram ársreikning Framsóknarflokksins vegna 2009?
Sigmundur Davíð hefir verið iðinn við að gagnrýna ríkisstjórnina sem og aðra af minnsta tilefni. Svo virðist sem Framsóknarflokkurinn beiti fyrir sig þessum manni til að draga athyglina frá öðrum mikilvægari hlutum.
Hvaða skyldur þarf stjórnmálaflokkur að framfylgja í nútímasamfélagi?
Eitt af því er að gera opinberlega grein fyrir uppruna og notum þess fjár sem stjórnmálaflokkurinn hefir í áranna rás haft til ráðstöfunar. Lengi þurftu stjórnmálaflokkar ekki að standa reikningsskap gerða sinna en nú eru breyttir tímar.
Framsóknarflokkurinn dró lengi lappirnar að sætta sig við þessar skyldur og svo virðist sem sitt hvað sé gruggugt í þeirra ranni. Meðan engin áhersla er lögð á að gera opinberlega grein fyrir fjármálum sínum er formaður þessarar flokksnefnu á fullu að gagnrýna allt milli himins og jarðar rétt eins og hann sé hafinn yfir alla gagnrýni.
Sigmundur Davíð sver sig í flokk þessara dæmigerðu lýðskrumara sem telja allt vera tortryggilegt nema hjá þeim sjálfum. Og á meðan virðist allt vera óhreint eða óuppgert í þeirra eigin ranni.
Sá yðar sem saklaus er, kasti fyrsta steininum sagði Kristur þá grýta átti hina bersyndugu konu til bana. Öllum féllst hendur enda vissu þeir upp á sig skömmina.
Mætti Sigmundur Davíð eitthvað af þessu læra!
Sjálfsagt mætti innleiða þá reglu hér á landi, að ef stjórnmálaflokkur sinni ekki lagaskyldu sinni vegna upplýsingingarskyldu sinni vegna fjármála sinna innan tímamarka, verði þegar að gera ráðstafanir að hann verði jafnvel bannaður og leystur upp!
Mosi
Gæti beitt sér í Icesave-deilunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2011 | 18:16
Yfirgengileg mánaðarlaun
Í þessu máli, sjá: http://www.haestirettur.is/domar?nr=7231 kemur fram að mánaðarlaun viðkomandi hafi numið 2.4 milljónum árið 2007. Það væri synd að segja að hann sé á flæðiskeri staddur. En svona var þetta í bönkunum sem voru reknir eins og spilavíti og stjórnað undir lokin eins og ræningjabælum.
Mosi
Hafnað að krafa sé viðurkennd sem forgangskrafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2011 | 14:45
Reynslusaga úr „öskunni“
Fyrir nær 40 árum var undirritaður starfandi í öskunni. Af verkamannavinnu var um nokkuð vellaunaða vinnu að ræða en stundum gat reynt á. Sumarið 1973 var eg við þennan starfa og um jól, áramót og páska veturinn eftir. Margir kynlegir kvistir voru þarna starfandi sem eðlilegt er, sérstaklega var gamall kall sem ók eldgömlum öskubíl og hafði hann það verkefni að sækja rusl í nágrenni Reykjavíkur. Hafði hann styrák með sér og var eg nokkrar vikur með karli. Lengst var farið austur í Skíðaskála og losa eina eða tvær tunnur. Eðlilega voru þetta eiginlega meira skemmtiferðir með gamla kallinum í gamla öskubílnum. Hann var skrafhreyfinn þegar sá gállinn var á honum en það þurfti dáldið til að losa um tunguhaftið. Þegar þeim áfanga var náð, varð mikill orðaflaumur og frásagnagleðin mikil. Alltaf þurfti að gæta vel að því að láta karlinn ekki masa um of þegar snúið var til baka úr þessum leiðöngrum því þegar kom aftur í bæinn var hann ekkert að tefja sig á rauðum ljósum, hann ók óhikað áfram og varð oft mjótt á mununum. En hver vildi lenda í árekstri við eldgamlan öskubíl?
Lengst af var eg í vinnuflokki Páls Magnússonar, föður Sæma rokk, yndæliskall sem vildi öllum vel. Hann lagði sig fram að allt gengi sem fljótast og vel. Vinnutími var frá rétt upp úr hálf átta á morgnana og eitthvað framyfir 11. Þá var öskubíllinn orðinn fullur og þá var farið í mat. Aftur var hafist handa upp úr hálftvö þegar bíllinn hafði losað ruslið uppi í Gufunesi. Unnið var þá oftast þangað til bíllinn var aftur orðinn troðfullur en þó aldrei lengur en til hálfsex. Á föstudögum var unnið fram að hádegi en þá var stykkið eins og karlarnir kölluðu svæðið sitt fullklárað.
Oft þurfti að fara langt niður í djúpa kjallara eftir troðfullum tunnum. Urðu stundum 2 að toga tryllurnar upp með tunnunum sem voru yfirleitt gamlar olíutunnur. Þetta var erfitt körlunum einkum á vetrum þegar snjór og hált var. En aldrei minnist eg þess að einhvern tíma hafi orðið slys. Einu sinni gerðist það að karlinn sem hífði tunnurnar til að losa þær, ranghvolfdi í sér augun, reikaði um eins og dauðadrukkinn væri og féll svo niður á jörðina. Mér kom þetta mjög spánskt fyrir nsjónir en þarna var eg vitni að þegar flogaveikissjúklingur fær kast. Félagar hans voru meðvitaðir um þetta og veittu honum þá aðstoð sem nauðsynleg þótti sem einkum var fólgin í því að draga hann upp á gangstéttina eða vegarbrún svo hann væri ekki í hættu vegna bifreiða.
Á þessum árum hefði auðveldlega verið unnt að koma að margskyns hagræðingu. T.d. voru hús mörg hver mjög vitlaust hönnuð með hliðsjón af sorpmálum. Í stað þess að hafa ruslatunnurnar sem næst gangstéttinni voru þær fyrir fegurðar sakir hafðar að húsabaki og jafnvel niður í djupum kjöllurum og allt of bröttum tröppum. Arkitektar í dag eru væntanlega betur meðvitaðri um svona atriði. Þá koma staðlar auðvitað vel að gagni.
Hagræðing í sorpmálum er af því góða sem allir ættu að vera sammála um.
Góðar stundir
Mosi
Mæla metrana að sorptunnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2011 | 21:21
Smánarverð
Þegar Bjarni Ármannsson hætti í Íslandsbanka stóð hann upp úr stól bankastjóra fyrir 7 eða 8 milljarða. Næsta afreksverk hans var plottið með Hannesi Smárasyni þar sem hugmyndin gekk út á að spyrða saman Geysi Grín Energy og REI með aðstoð Vilhjálms Vilhjálmssonar þáverandi borgarstjóra. Geysir grín var eitthvað furðulegasta fyrirtæki í flóru íslenskra viðskipta. Það gekk út á að gera að engu sparifé íslenskra sparifjáreigenda sem glapist höfðu á að leggja sparnað sinn í hlutafé í fyrirtækið ATORKU. Íslenskir lífeyrissjóðir töpuðu einnig nokkrum milljörðum á þessum umdeildu umsvifum íslensku athafnarmannanna. Þessar eignir eru nú í eigu kanadísks athafnamanns sem getur gortað sig af því hversuÍíslendingar eru auðveldir að vefja sér um fingur sér. Hann getur tekið undir víkingunum forðum þegar þeir voru að ræna frumbyggja landsins, írska þjóðarbrotið sem hafði komið sér hér fyrir: Á Íslandi er eftir miklu að slægjast!
Að hálfur milljarður fáist upp í skuldafen Orkuveitunnar getur verið ágætt að áliti sumra. En hvernig er bókhaldið hjá Orkuveitunni fært? Kaupin á hlut Hafnarfjarðar og fleiri sveitarfélaga í HS-Orku voru dýrum dómi keypt. Salan virðist ekki hafa verið nema hluti kaupverðs.
Er fjárhagsvandi Orkuveitu Reykjavíkur ekki fyrst og fremst eitthvað bókhaldsfiff?
Ótrúleg þögn virðist vera um ástæður fjárhagsvanda Orkuveitunnar. Kannski hún sé rekin eins og heimili drykkjumanns þar sem verðmæti eru seld fyrir slikk. Gildir einu hvort eignir séu á Krókhálsi eða Kalífórníu.
Mosi
Eignir REI verða seldar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.2.2011 | 09:30
Vatnalögin frá 1923 reyndust vel
Mikil framsýni var á sínum tíma með setningu Vatnalaganna á sínum tíma. Eitt af síðustu verkem Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra var undirbúningur róttækra breytinga á góðu fyrirkomulagi. Nýju Vatnalögin voru umdeild og sérstaklega fyrir það, að þau voru klæðskerasniðin fyrir einkavæðingu vatnsréttinda sem mátti ganga kaupum og sölum. Gömlu Vatnalögin byggðust á þeirri fornu venju, að vatnið sé almenningseign og má rekja þá stöðu allt aftur til gömlu lögbókanna, Járnsíðu og Jónsbókar og jafnvel Grágásar sem er safn landslaga frá Þjóðveldisöld. Þessi réttur er enn grundvöllur að germönskum rétti.
Vatnalögin 2006 byggðust á allt öðrum grunni þar sem gullgrafarahugsunarháttur skyldi vera allsráðandi. Þetta ár var mikið um að vera hjá útrásarliðinu, allt var keypt sem falt var og reynt að koma ár sinni betur fyrir borð og helst á kostnað þeirra sem vöruðu sig ekki á tálum og svikráðum þeirra þegar þeir voru að grafa undan bankakerfinu og öllu fjármálalífinu.
Það ber að fagna því að þessi ólög frá 2006 verði afmáð en góður og sígildur lagabálkur innleiddur að nýju. Vatnið er okkur öllum lífsnauðsyn sem við verðum að fara vel með og varðveita. Það á ekki að geta orðið að féþúfu gróðamanna og braskara.
Mosi
Vatnalögin frá 1923 endurvakin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2011 | 15:24
Sama hjólfarið
Auðvitað er þetta Icesave mál hið vandræðalegasta. það hefur þegar valdið Íslendingum miklum vandræðum. Samtök atvinnulífsins hefir margsinnis bent á, að þetta mál þarf að leysa sem fyrst enda kemur það í veg fyrir að hjól atvinnulífsins geti farið að snúast eðlilega. Atvinnuleysi hefir því miður ekki minnkað og er undirritaður einn þeirra mörgu þúsunda sem ekki hafa fengið neinn starfa yfir vetrartímann.
Sjálfsagt fagna margir niðurstöðu forsetans en huga líklega ekki eins vel að afleiðingunum.
Forsetinn hefir með ákvörðun sinni enn á ný tekið umdeilda ákvörðun þar sem reynir á starf núverandi ríkisstjórnar sem hefir verið mjög krefjandi og erfitt að sama skapi.
Mosi
Forsetinn staðfestir ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2011 | 12:12
Hefur minnihlutinn alltaf rétt fyrir sér?
Undarleg var niðurstaða Hæstaréttar á ógildingu kosninganna til Stjórnlagaþings. Greinilegt er að meirihluti þjóðarinnar vill halda sérstakt Stjórnlagaþing til þess að semja nýja stjórnarskrá. Kosturinn við þá leið er að þá er þingið ekki að þvælast fyrir, pólitískum sjónarmiðum ýtt til hliðar, alla vega um stund.
Hæstiréttur getur stutt sig við að 25% þjóðarinnar vildi þessa niðurstöðu.
Þegar barrtrén voru felld á 4 hekturum kringum Valhöll og þingstaðinn á Þingvelli voru það 4% þjóðarinnar sem vildu barrtrén burt. En yfirgnæfandi meirihluti vildi leyfa barrtrjánum að standa. Hver réð nema fulltrúar þessara 4% þjóðarinnar. Um þetta mál má lesa í nýjasta Skógræktarritinu.
Svona er lýðræðíð praktísérað á Íslandi, það er því miður ekki meirihlutinn sem má alltaf ráða, heldur er minnihlutinn oft ákveðnari og stundum tekur hann undarlegar og ekki alltaf vel ígrundaðar ákvarðanir og grípur fram fyrir hendurnar á meirihlutanum og framkvæmir áður en flestir hafi áttað sig á staðreyndum.
Mosi
Fjórðungur vill ekki stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2011 | 18:58
Á þetta að vera „frétt“?
Mér finnst þetta með því allra ómerkilegasta sem borið er á borð.
Mosi
Læstist úti í óveðri á nærbuxunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.2.2011 | 09:34
„Oft er í holti heyrandi nær“
Fyllsta ástæða er til gætni hvað sagt er á netinu. Vafasamar fullyrðingar berast oft víðar en ætla má í fyrstu.
Á ofanverðri 19. öld voru málaferli milli ritstjóra vegna ærumeiðinga mjög tíð. Þá var hugsun tengdri stjórnmálum í bernsku á Íslandi og ýmsir misstu frá sér sitthvað það sem betur var ósagt en sagt. Málaferli vegna ærumeiðinga hafa allar götur síðan þótt bæði dýrum dómum keypt og árangur af þeim lítill. Með málaferlum er oft verið að vekja jafnvel enn meiri athygli á brestum okkar og ágöllum. En fátt er flestum jafn dýrmætt og heiður og æra sem flestir eru tilbúnir að verja töluverðu fé til.
Í dag á tímum internetsins er sérstakt tilefni til varkárni. Fyrrum á tímum blaða og tímarita var unnt að ráða og stýra hvert fullyrðingar bárus. Í dag fer hugsunin víðar en við ætlumst og verður vegið og metið. Þau eitruðu skeyti sem öðrum er ætlað hittir okkur jafnvel ver en þá sem þeim var ætlað.
Oft er í holti heyrandi nær er gamalt orðtæki. Í þýsku er talað um að veggirnir hafi eyru og átt við það sama. Boðskapurinn er sá sami: Við eigum að vanda okkur í samskiptum við aðra og forðast að gefa öðrum tilefni til reiði og tortryggni.
Mosi
Prófmál um ummæli á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2011 | 09:03
Réttlát dómsniðurstaða
Í þessu dómsmáli kemur fram mjög ámælisverð framkoma yfirmanns gagnvart undirmanni sem í þessu tilfelli er kona. Hún hefur greinilega orðið fyrir áfalli hvernig hann hefur komið fram við hana í sumarbústaðnum þar sem hann hefur viljað sýna henni margskonar áreitni og viljað nýta sér aðstöðu sína sem yfirmaður hennar. Eftir þennan atburð hefur hann ekki heldur sýnt af sér annað en fyrirlitningu þar sem iðrun og ósk um fyrirgefningu á ámælisverðri hegðun hans í þessari vinnuferð hefði betur átt við. Sem yfirmaður í fyrirtækinu hefur hann sýnt af sér með þessu einbeittan brotavilja að niðurlægja konuna.
Niðurstaða dómsins er því sanngjörn og eðlileg.
Mosi
Ekki nóg að áminna starfsmann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar