Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Friðhelgi einkalífs

Yfirvöld í ýmsum löndum hafa oft gegnum tíðina verið iðin við að fylgjast með því hvað einstaklingar eru að aðhafast. Sérstaklega hefur þetta verið tíðkað í þeim löndum þar sem einræðisherrar hafa verið við völd og láta fylgjast náið með öllum hugsanlegum hreyfingum sem gætu ógnað veldi þeirra.

Í vestrænum ríkjum hefur njósnastarfsemi af þessu tagi verið undir yfirskyni að verið væri að fylgjast með afbrotum og njósnum. Stundum hafa vestræn yfirvöld lent á villugötum og jafnvel blindgötu en ekki fundið neina aðra leið úr ógöngunum en þöggun. Þannig má nefna þegar bandarísk yfirvöld fylgdust með rithöfundum á tímum Kalda stríðsins. Einn af okkar allraþekktustu rithöfundum lentu þannig í umfangsmiklum „njósnum“ af öðru tilefni, nefnilega skattrannsókn. Ekki eru margir sem vita að Halldór Laxness var ákærður og dæmdur í Hæstarétti fyrir meint skattsvik sama ár og hann fékk Nóbelsverðlaunin eða í ársbyrjun 1955. Þessi mál tengjast Atómstöðinni sem að öllum líkindum var Halldóri einna dérkeyptasta bók sem hann ritaði um ævina.

Þó meira en 60 ár séu liðin frá „njósnunum“ um tekjur Halldórs af Sjálfstæðu fólki í BNA og meint skattsvik nóbelsskáldsins, þá hafa bandarísk yfirvöld ekki viljað ljá máls á að leyfa neinum aðgang að skjölum CIA vegna þessa máls. Hefur bæði fjölskylda Halldórs sem og fræðimenn óskað þrálátt eftir því.

Svo virðist sem þetta sé mikið vandræðamál bandarískra yfirvalda og líklegt er að þau séu mun fleiri en þetta einstaka tilfelli.

Friðhelgi einkalífs ber að virða hvar sem er, hvenær sem er og hvernig sem er, enda sé ekki rökstuddur grunur um einhver glæpsamleg ætlanir hjá viðkomandi.

Birgitta þingmaður er væntanlega ekki af því tagi sem verðskuldar slíka meðferð. Hún þykir dáldið herská og nokkuð hörð í horn að taka sem er kostur góðs þingmanns þegar það á við en hún vill væntanlega friðsamlega framtíð okkar allra, hvar sem við lifum. En leyndarpukur á ekki að vera auðkenni samfélags þar sem lýðræði er stundað. Það er einkenni einræðisstjórna sem enginn heilvita einstaklingur vill kalla yfir sig.

Mosi


mbl.is Dómari fjallar um Twitter-mál Birgittu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyta þarf skattalögunum

Sennilega hlaupa margir upp og þykja við hæfi að kenna ríkisstjórninni um þetta. En er það rétt?

Þetta „réttlæti“ hefur lengi verið að þróast og gerðu ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins nokkuð í að breyta þessu þá tæpa 2 áratugi sem þér réðu í Stjórnarráðinu? Ætli það?

Auðvitað væri mjög sanngjörn leið að eldri borgarar geti notið þess að draga fyrst frá nauðsynlegan kostnað frá tekjum áður en þær eru skattlagðar. Að óbreyttu er mjög ósanngjarnt að eldri borgarar greiði skatt vegna dvalarkostnaðar. 

Mosi


mbl.is Heldur eftir 65.000 krónum af lífeyrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðum að gera upp við fortíðina

Styrmir Gunnarsson er með virtustu mönnum á Íslandi. Fáir ritstjórar voru jafnfarsælir og hann og með störfum sínum á þeim vettvangi verður hann öllum góð fyrirmynd.

Styrmir hefir ætíð verið varkár og hefði verið betur að fleiri hefðu verið það í störfum sínum og vandasömum ákvörðunum sínum. Þannig gildir það með einkavæðingu bankanna sem endaði eins og kunnugt er með skelfingu fyrir þjóðina og engum til fagnaðar.

Icesave málið hefir verið eitt af erfiðustu átakapunktum í íslenskri stjórnmálasögu og er von að margir meðal félagsmanna Sjálfstæðisflokksins eigi nú erfitt með þá ákvörðun meirihluta þingflokksins um stuðning við Icesave frumvarpið. En þar er ískalt mat sem ræður för undir sterkum þrýsting frá atvinnurekendum sem vilja þetta erfiða mál sem fyrst úr sögunni.

Syndir feðranna, þ.e. örfárra sem steyptu þjóðinni í þessa ógæfu og stálu sparifénu t.d. í formi hlutabréfa, verðum við að sætta okkur við að sé að öllum líkindum tapað fé. Enn er þó eitthvað að skila sér og við verðum að leggja kapp á að minnka tapið okkar sem mest. Icesave samkomulagið við bresk og hollensk yfirvöld ganga einmitt út á það og það verður að vera takmarkið, að við náum sem mest af eigum okkar aftur í okkar hendur.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave er sjálfsögð. Spurning hvort ekki mætti spyrða saman við aðra kosningu til Stjórnlagaþings en hafa þá kosningu einfaldari. Við eigum ekki að flýta okkur að fá nýja stjórnarskrá en umfram allt bæði nútímalega og sanngjarna sem treystir rétt okkar sem þjóðar meðal annarra í heiminum.

Mosi 


mbl.is Meiriháttar pólitísk mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg ákvörðun

Syndir feðranna hafa lengi verið afdrifaríkar. Þær draga dilk misjafnlega lengi á eftir sér en alltaf er skynsamlegt að horfast við staðreyndir og leysa þessi mál, hversu vel eða illa okkur líkar.

Formaður Sjálfstæðisflokksins gerir sér grein fyrir þessu og er það mjög virðijngarvert. Ekki eru allir sammála og eru jafnvel alveg miður sín vegna þessarar ákvörðunar. Spurning er hvort yngri mennirnir í Sjálfstæðisflokknum átti sig á þessu eða vilja vera trúir sinni fyrri afstöðu til málsins, að vera á móti þessu vandræðamáli sem kennt hefir verið við Icesave.

Er það ekki ábyrgð að taka ískalda ákvörðun sem kemur okkur aftur af stað með okkar efnahagslíf? Við getum ekki hlaupið frá skyldunum sem á okkur hafa verið lagðar, jafnvel þó enginn sé sáttur við þær. En það eru „syndir“ og afglöp vissra manna sem binda hendur okkar.

Mosi


mbl.is Leysi Icesave hratt og örugglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegur yfirlestur fréttar

„Sjórinn skipaði Gorch Fock að snúa aftur heim eftir að aðrir sjóliðar um borð neituðu að hlýða fyrirskipunum yfirmanna sinna, en sjóliðarnir neituðu að klífa mastrið“.

Ekki er kunnugt að sjórinn hafi tekið sig til að gerast persóna. Sennilegt er að átt sé við skipstjórann á skipinu en ekki sjóinn.

Dapurlegt er að þessi slys hafi þurft að eiga sér stað og allir þessir mannlegu harmleikir.

Mosi


mbl.is Hvert hneykslismálið rekur annað um borð í Gorch Fock
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á Bjarni við?

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa áhyggjur af íslensku þjóðinn. Hvernig má skilja þetta?

Á þeim tveim árum sem liðin eru frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hrökklaðist loksions frá völdum hefir meginmarkmið Sjálfstæðísflokksins að gera þessari ríkisstjórn eins erfitt og mögulegt hefir verið. Þannig er vart það nauðsynlegt þingmál sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki reynt að tefja og koma í veg fyrir. Eitt síðasta „afreksverk“ Sjálfstæðisflokksins var að beita Hæstarétti sínum til að fella úrt gildi lýðræðislega kosningu til Stjórnlagaþings sem fram fór á eins mögulega hagkvæman hátt og talið var.

Oft bylur í tómri tunnu. Um það má segja um Sjálfstæðisflokkinn enda er hann venjulegu fólki gjörsamlega ónýtur með öllu.

Óskandi er að sem flestir átti sig á stöðu mála og hvers eðli Sjálfstæðisflokkurinn sem ekkert gerði til að koma í veg fyrir bankahrunið. Braskaranir voru látnir óáreittir svo þeir gætu stolið sem mestu frá þjóðinni en skilið skuldirnar eftir!

Mosi


mbl.is Miklar áhyggjur af íslensku þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sætaskipun á Alþingi til að auka sundurlyndi?

Þegar skoðuð er sætaskipan á Alþingi þá er skýringin e.t.v. sú að margir þingmenn velja að vera EKKI í sætum sínum. Þeir eru þar ekki meðal samherja heldur nánast út um hvippinn og hvappinn.

Í stuttum skeiðum frá útsendingum frá Alþingi í fréttatímum má oft sjá Bjarna Benediktsson vera á tali við Lilju Mósesdóttur á yfirstandandi þingi en þau sitja hlið við hlið. Fyrir venjulegan almúgamann slær þeirri hugsun hvort hlutverk hans sé líkt og Loka Laufeyjarsonar í goðafræðinni, að lauma sæði tortryggni og sundurlyndis inn í raðir stjórnarinnar?

Sætaskipun í þinginu er mjög umdeild og á þessu þarf að taka. Samherjar eiga að standa saman en ekki vera eins og hornrekur innan um andstæðinga. Á nánast öllum þjóðþingum heims er byggt á gamallri venju: hægri menn eru hægra megin í þinginu, vinstri vinstra megin. Af hverju getum við ekki haft sömu tilhögun?

Trúlega hefir þetta komið Sjálfstæðisflokknum vel meðan hann var stærsti stjórnmálaflokkur á Íslandi og honum stýrt með harðri hendi, bláu hendinni.

En nú eru breyttir tímar, þjóðin vill annað fyrirkomulag!

Mosi


mbl.is Orð látin vaða eins og púðurskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líf er eftir óreiðu Sjálfstæðisflokksins

Því miður hefur ástandið í samfélaginu verið í slæmu ástandi eftir snautlega útgöngu Sjálfstæðisflokksins úr Stjórnarráðinu fyrir réttum 2 árum. Þó hefir margt breyst okkur í hag og má að einhverju leyti þakka það ríkisstjórninni sem staðið hefir sig fram úr öllum vonum. Þetta hefir verið erfið misseri og sérstaklega þegar stjórnarandstæðingar hafa verið að þvælast fyrir ýmsum nauðsynjamálum.

Nú síðast kom í ljós að Hæstiréttur reyndist ekki vera Hæstiréttur þjóðarinnar allrar heldur fyrst og fremst Sjálfstæðisflokksins. Það var auðvelt verk og löðurmannlegt að ógilda kosninguna en með ekki sérlega sannfærandi hætti. Spurning hvort þar hefði fremur byggt á rökleysu en góðum og gildum lagagrunni, skal ekki fullyrt en í huga margra var um lögleysu að ræða og Hæstarétti til vansa.

Þegar Hæstiréttur Sjálfstæðisflokksins hefir skilið þjóðina eftir á krossgötum þarf þjóðin og meirihluti Alþingis að skoða sinn gang og undirbúa næstu skref í þágu lands og þjóðar.

Mosi


mbl.is Kjörið er ótraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Johnsen: skemmtikraftur Sjálfstæðisflokksins?

Í gærdag var þátturinn Víðsjá í síðdegisdagskrár rás 1. Fyrsta atriðið var furðulegur samsetningur Árna Johnsens, viðhorf hans til samtíðarinnar. Að forminu til átti þarna að vera n.k. andmæli við skoðanir annars manns en var í raun endalaus lofrulla um þingmenn Sjálfstæðisflokksins núverandi en þó einkum fyrrverandi. Þannig var löng lofrulla um Davíð og mátti ætla að hann væri allur og um eftirmæi Árna um hann væri að ræða. Þennan furðulega samsetning Árna fyrir þá sem vilja hlusta á þennan dæmalausa skemmtikraft Sjálfstæðisflokksins er á slóðinni :

http://dagskra.ruv.is/ras1/4555598/2011/01/31/0/ 

Árni er með „afkastamestu“ þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þannig eru frá honum komin gríðarlegur fjöldi þingmála, sum eru ágæt en önnur á mjög vafasömum nótum. Þannig er tillaga hans um að veita íslenskan ríkisborgararétt brottreknum rithöfundi frá Noregi vægast sagt furðuleg sérstaklega í því ljósi að viðkomandi hefir ekki neinn áhuga fyrir slíku, alla vega ekki að svo stöddu.

Spurning er hvort hlutverk Árna Johnsen á Alþingi Íslendinga sé fyrst og fremst að vera skemmtikraftur Sjálfstæðisflokksins meðan hann situr í vondum málum vegna siðspillingar og bankahruns? Nú beinast ýms spjót að ýmsum núverandi og fyrrverandi þingmönnum flokksins fyrir spillingu og fjármálaóreiðu.

Sjálfur lenti Árni í freistingum sem leiddi til ákæru á hendur honum en þó var hann ekki ákærður og dæmdur fyrir nema aðeins hluta af þeim umdeildu umsvifum sem hann tók sér fyrir hendur á sínum tíma.

Mosi


« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 243586

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband