Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
22.4.2010 | 19:02
Mesta landeyðingin - hreint land?
Hvergi í Evrópu hefur verið jafn mikil landeyðing og hér á landi. Þó íbúarnir eru einungis 300.000 hefur þeim tekist að stunda einu mestu gróðureyðingu með rányrkju en nokkuð annað land Evrópu. Samt telja þessir snillingar í bandarískum háskólum að Ísland sé hreinasta land heims. Þetta er ekki sannfærandi niðurstaða.
Mosi
Ísland hreinasta land í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2010 | 12:20
Flækt flokksforysta
Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins er meira og minna flækt í brjálæðislegt brask bæði erlendis og hér. Ættmenn Bjarna hafa m.a. verið flæktir í fjármálaglæfra í Dubai og er talið að þeir hafi tapað mjög miklu fé.
Nú er komið að skuldadögum og þeir sem flæktir eru í braskinu verða að taka ákvarðanir. Þjóðin er orðin margþreytt á þessu braksi og vill alla þá stjórnmálamenn burt sem tengdir eru þessum viðbjóði.
Þúsundir manna hafa lent í vandræðum vegna braskaranna og vilja að þessir menn axli ábyrgð! Þeir braskarar sem auðgast hafa beri að skila þjóðinni ólöglega tekinn gróða!
Mosi
Lýsa yfir stuðningi við Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.4.2010 kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2010 | 11:50
Nokkrar myndir af gosinu
Í fyrradag og gær var Mosi á Heklusetrinu á fræðslustefnu um Grænni skóga. Svaf í húsi í Holtunum og þar blasti við okkur þessi rosalega flotta sýn af gjósandi eldfjallinu. Það var mikið um ljósasýningu á föstudagskvöldið.
Nr. 4286 er tekin á Landvegi við bæinn Lækjarbotna skammt sunnan við Skarðsfjall. Hestarnir létu ekki eldgos trufla sig en höfðu meiri áhuga fyrir að ná einhverju að bíta.
Nr.4334 er tekin við vegamótin á Landveg og Suðurlandsvegi. Dálítið fyndið með bannskilti við vinstri beygju. Allir á flótta undan gosinu.
Mosi
Ekki að sjá að dregið hafi úr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2010 | 13:43
Einkennileg deila
Þegar þekktir einstaklingar lifa ei lengur, skiptir þá mikilu máli hvar líkamsleifar þeirra eru jarðsettar? Það sem mestu máli skiptir er hvaða minningar viðkomandi hefur fyrir aðstandendur sína og þá sem vilja virða minningu þeirra.
Mikla athygli vakti á sínum tíma þegar rússneski fyrrum aðalritari Sovétríkjanna, Nikita Krúsjeff var jarðsettur. Rík venja var þá að allar hetjur Sovétríkjanna væri ætlaður greftrunarstaður í múrum Kremlar á næstu grösum við þar sem hervörður vaktar gröf hins óþekkta hermanns. Nei öðru nær, þessi leiðtogi var ekkert fyrir svoleiðis fínerí og vesen. Hann vildi fremur vera jarðsettur í ósköp venjulegri gröf í ósköp venjulegum kirkjugarði í Moskvuborg, skammt þar frá þar saem hann bjó þá hann ver leiðtogi Sovétríkjanna. Ætli nokkrum hafi þótt það athugunarvert? Sjálfsagt hvorki aðstandendum og vinum og væntanlega enn síður þeim sem steyptu honum af stalli. Þeir hafa væntanlega verið fegnir að þurfa ekki að hafa tilheyrandi hersýningu og viðhöfn eins og ella hefði verið.
Þessi deila í Póllandi er því miður ekki til þess fallin að efla frægð þeirra sem þarna áttu hlut að máli. Þeir létust við mjög sérkennilegar kringumstæður þegar forseti Póllands hugðist með fríðu föruneyti heiðra minningu þeirra hermanna sem KGB og Stalín lét ryðja úr vegi með köldu blóði á sínum tíma.
Óskandi er að þessi deila koðni sem fyrst niður enda skiptir engu máli hvar góðar sálir megi sameinast aftur gróðri jarðar. Öllum hlutaðeigandi sem og pólsku þjóðinni er vottuð virðing.
Mosi
Val á greftrunarstað veldur deilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2010 | 11:22
Mikilvægi góðrar málnotkunar
Mörg orð geta haft tvær og jafnvel fleiri ólíkar merkingar. Málskilningur margra er einnig ólíkur. Það sem einn telur sig skilja alveg, dregur annar í vafa: orð geta merkt mismunandi hluti og því afvegaleitt þá sem skilja orð á annan veg en til er ætlast.
Í lagasetningu þarf því sérstaklega vel að vanda sem best alla orðnotkun. Þar mega ekki koma fyrir orð eða orðasambönd sem auðveldlega má skilja á annan hátt en til sé ætlast og hafi ef til vill aðra merkingu en flestir leggja skilning í.
Í frétt Morgunblaðsins segir: Endurskoðendur árituðu milliuppgjör allra bankanna um mitt ár 2008 og staðfestu að þau gæfu glögga mynd af fjárhagsstöðu og afkomu þeirra.
Með hliðsjón af niðurstöðu Hrunskýrslunnar má skilja að þetta orðasamband glögga mynd geti falist að starf endurskoðenda geti tengst því að fegra niðurstöður sem ella líta ver út. Nú er alveg ljóst að endurskoðun bankanna árið 2008 var að einhverju leyti lögð fram í blekkingarskyni. Það var verið að fegra niðurstöður sem voru þá þegar afleitar og allt benti til að ekkert væri unnt að gera og bjarga bönkunum frá hruni. Lánabækur bankanna síðustu vikurnar fyrir hrunið gefa einnig vísbendingu að eigendur bankanna höguðu sér eins og ræningjalýður. Þeir ýmist lánuðu sjálfum sér eða vildarvinum gríðarlegar fjárhæðir hvorki án traustra veða né nægra trygginga.
Stjórnmálamenn einkum í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki bera ótvíræða ábyrgð á því sem varð. Einkavæðingin var frá upphafi bæði vanhugsuð og framkvæmd í miklu fljótræði. Ekkert var aðhafst til að tryggja og treysta bankakerfið. Öðru nær: fremur var grafið undan því með vanhugsuðum óskiljanlegum ákvörðunum um afnám bindiskyldu, lækkun skatta einkum á hálaunamönnum. Og þá voru vextir lækkaðir í ofþenslunni sem aftur hafði áhrif að auka þensluna. Engar hömlur voru settar á hlutabréf og krosseignatengsl þó nauðsyn hefði verið. Þar hefði þurft að setja sanngjörn en skýr ákvæði um takmörkun atkvæðaréttar í hlutafélögum og er það sérstaklega raunhæft í dag. Hvaða rök eru fyrir því að braskarinn sem hefur með gríðarlegu lánsfé keypt hlutafé, sprengt upp verð þeirra, og stýrt félagi sem hann á kannski minna en ekkert í en venjulegur smáhluthafi sem er með sitt hlutafé skuldlaust. Með að innleiða mjög óverulega reglu í hlutafélagalögin hefði mátt koma í veg fyrir alla vitleysuna tengda bankahruninu: Takmörkun atkvæðaréttar hlutafjár þegar það hefur verið veðsett.
Af hverju eru aðrar reglur um hlutafé en aðrar skráðar eignir? Ráðstöfunarréttur þeirra sem veðsett hafa eignir sínar er takmarkaður og verður ekki virkur nema í fullu samráði við veðhafann. Af hverju má hluthafi sem veðsett hefur eign sína í formi hlutafjár fara með atkvæði hluta sinna jafnvel þvert á hagsmuni lánadrottins? Bankar hafa lánað fyrirtækjum og stjórnandi sem stýrir fyrirtæki tekur enn meiri lán í banka til að greiða út hærri arðsútgreiðslur en dæmi eru um. Hagsmunir braskarans byggjast á skammtímagróða en ekki langtímamarkmiðum. Við höfum horft upp á þetta í ýmsum fyrirtækjum.
Á næstu misserum munu störf og hugsanleg ábyrgð endurskoðenda verða í kastljósi. Er hugsanlegt að þeir hafi framið afdrifarík mistök og jafnvel afglöp í störfum sínum? Það er ekkert útilokað að þeim hafi yfirsést mikilsverð gögn sem ýtt hefur verið af einhverjum af sérstökum ástæðum til hliðar. En fyrr eða síðar koma þessar upplýsingar fram.
Mosi
Hvað merkja orðin glögg mynd?" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2010 | 11:57
Að falla í freistni?
Tengsl þingmanna við auðinn er ALLTAF tortryggilegt. Að vissir þingmenn eru með óverulega há lán vekur furðu. Auðvitað eru venjuleg lán t.d. vegna húsnæðiskaupa mjög venjulegt en ALLT umfram það orkar tvímælis.
Hvernig telur þingmaður sig geta talist hlutlausan eftir að hafa þegið lán og aðra fyrirgreiðslu hjá aðilum sem hafa haft örlög þjóðarinnar í hendi sér?
Skýrslan um bankahrunið kemur virkilega á óvart hversu hún er bæði vönduð og byggð á traustri rannsókn. Hún er mjög vel sett fram í röklegu samhengi og ekki að sjá að hún dragi neitt úr fullyrðingu minni að bönkunum hafi verið breytt í ræningjabæli.
Mosi
Þingmenn tengdir milljarða lánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2010 | 14:39
Afmælisgjöf Landsbankans
Í Skírni vorið 2007 birtist meðfylgjandi frétt um afmælisgjöf til Hins íslenska bókmenntafélags á bls.264, sjá viðhengi.
Ósköp lítur þetta annkannalega út í dag. Landsbankinn með fjárglæfrum sínum gegnum Icesave hefur dregið íslenskt samfélag djúpt í kreppu einna mestu fjármálavandræða sögunnar, - alla vega á seinni tímum. En fyrir 3-4 árum leit allt mjög vel út, hámarksgróði virðist blasa við bankamönnum enda þáverandi stjórnvöld búin að einkavæða bankanna, létta af bindiskyldu þeirra og lækka skatta af hátekjumönnum.
Mosi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2010 | 14:25
Metsölubókin?
Verður skýrslan um martröð íslensku þjóðarinnar metsölubókin í ár? Það er ekki ólíklegt enda vill þjóðin fá að þetta verði upplýst og þeir sem hlut áttu að máli verði dregnir til ábyrgðar.
Tugþúsindir Íslendinga fóru mjög illa út úr þessu hruni. Fyrst er að telja alla þá sem höfðu tekið lán í góðærinu sem aldrei ætti að vera. Lán voru borin fram á silfurfötum bæði í bönkum, í skólum og verslunarhöllum og jafnvel á heimilum af útsendingum útrásarvíkinganna sem smeygðu sér hvarvetna til að koma boð'skap sínum á framfæri. A.m.k. tveir íslenskir stjórnmálaflokkar tengdust einkavæðingu bankanna mjög náið og hafa ábyggilega þegið miklar fyrirgreiðslur frá útrásarvíkingunum fyrir að sýna skilning á málefninu.
Þá má ekki gleyma öllum þeim þúsundum einstaklinga einkum meðal miðaldra og eldri borgara þessa lands sem hafa viljað sýna hagsýni og hafa fjárfest sparnað sinn í hlutabréfum. Allt í góðri trú að það væri verið að festa fé í alvöru fyrirtækjum. Flest þessara fyrirtækja eru gjaldþrota eða nálægt því og hlutafé glatað fé. Og hverjir stýrðu þessum fyrirtækjum? Voru það ekki fjárglæframennirnir sem fjárfestu ótæpt með lánsfé og komust jafnvel í þá aðstöðu að hafa meirihluta atkvæðarétt í fyrirtækjunum. Þessir aðilar lögðu meiri áherslu á að stýra fyrirtækjunum þannig að þau gætu lifað næstu viku af, jafnvel næsta klukkutímann. Engin fyrirhyggja allt lagt í sölurnar fyrir skyndigróða.
Hrunskýrslan mun ábyggilega vekja mikla athygli og sjálfsagt mun flestum þykja þar vera mikil bísn hvernig unnt var að koma þjóðinni svo skjótt á kné án þess að þáverandi yfirvöld gerðu nokkurn skapaðan hlut til að koma í veg fyrir hrunið.
Þeim verður erfitt að fyrirgefa, þetta voru ákvarðanir teknar með bestu vitund og þegar svo ber undir er ekki unnt að fyrirgefa. Menn verða að axla þá ábyrgð sem þeim ber.
Mosi
Skýrslan slær glæpasögunum út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2010 | 17:40
Smá ráðlegging til formanns Sjálfstæðisflokksins
Formaður Sjálfstæðisflokksins ber sig mannalega þessa dagana. Þegar fréttist um að forystusauður Sjálfstæðisflokksins sem bæði lagalega og siðferðislega ber ábyrgð á öllu klúðrinu sé flúinn úr landi, þá kemur þessi yfirlýsing formannsins í dag nokkuð einkennilega fyrir sjónir.
Bjarni Benediktsson oddviti Sjálfstæðisflokksins fór mikinn í þessu Icesave máli bæði í fyrrasumar sem í vetur. Í boðskap hans í dag sem ætlaður er sótsvörtum almúganum innan sem utan Sjálfstæðisflokksins að nú eigi að sýna hlutaðeigandi sem misstigu sig svo hrapalega bæði umburðarlyndi sem skilning. Meðal syndaselanna steyta þeir sömu hnefana og hafa í hótunum um málssóknir vegna ærumeiðinga og himinháar fébætur gagnvart fjölmiðlamönnum sem hafa haft ærinn starfa að upplýsa syndir þessara sömu aðila.
Boðskapur Bjarna Benediktssonar oddvita Sjálfstæðisflokksins og Engeyjarættarinnar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins um ráðleggingar hvernig landsmenn taka beri bankahrunsskýrslunni lýkur þannig:
"Frá því að ég tók að mér að leiða Sjálfstæðisflokkinn hef ég litið svo á að eitt helsta verkefni mitt sé að endurheimta það traust sem flokkurinn glataði við síðustu alþingiskosningar. Ég tel að við séum á réttri braut og að viðbrögð okkar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis skipti miklu um það hversu vel okkur mun takast það ætlunarverk".
Í þessu innihaldslitla hjali kemur hvorki nein yfirbót né iðrun og þaðan af síður fyrirheit um að aðstoða yfirvöld að hafa uppi á þessu góssi sem hefur verið stungið undan. Þætti flestum klerkum það vera fremur rýrt í roðinu sem formaðurinn hefur fram að færa. Hins vegar telur Bjarni formaður að þeir Sjálfstæðismenn séu á "réttri braut" án þess að það sé útskýrt nánar! Telur formaður Sjálfstæðisflokksins að hlutverk sitt sé að halda áfram að grafa undan ríkisstórninni og koma henni frá völdum eins og hann hefur í orði og verki verið að sýna allt síðastliðið ár?
Það eru gömul sannindi að leiðin til glötunar er vörðuð mörgum og fögrum fyrirheitum.
Hvernig væri að þjóðin sendi Icesave reikninginn til Sjálfstæðisflokksins í Valhöll? Bjarni og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum yrðu meiri fyrir vikið ef þeir rótuðu við öllum rottuholunum þar sem vinir og vandamenn Sjálfstæðisflokksins hafa komið fyrir ránsfengnum úr bönkunum og fyrirtækjum landsins. Sjálfsagt mætti margborga Icesave reikninginn ef öll kurl yrðu dregin fram úr öllum skúmaskotunum í Tortúlum og aflandsparadísum fjárglæframanna.
Þá mætti Bjarni Benediktsson oddviti Sjálfstæðisflokksins styðja framkomnar hugmyndir um tillögur að setja í lög ákvæði að takmarka áhrif braskara í íslensku efnahagslífi sem væri til þess að koma í veg fyrir í eitt skipti fyrir öll alla fjárglæfra undir pilsfaldi frjálshyggjunnar.
Mosi
Varist dómhörku og sleggjudóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.4.2010 kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2010 | 11:34
Flýja aðstandendur hrunsins land?
Í vefútgáfu Vísis segir:
Davíð Oddsson farinn úr landi
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, verður staddur í útlöndum þegar rannsóknarskýrsla Alþingis verður gerð opinber á mánudaginn.
Ekki er vitað hvert hann fór eða hversu lengi hann verður í útlöndum en Vísir hefur það eftir heimildum að hann verði ekki á landinu þegar skýrslan verður kynnt landsmönnum.
Í ljósi þess að Davíð var seðlabankastjóri þegar bankahrunið varð og nokkra mánuði eftir hrunið þá má gera ráð fyrir því að drjúgur hluti skýrslunnar muni fjalla um hans embættisverk.
Eins og fyrr segir þá er Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins þannig hann mun ekki vera staddur á ritstjórn blaðsins þegar það fjallar um skýrsluna.
Athygli vekur að netútgáfa Morgunblaðsins þegir þunnu hljóði.
Spurning er hversu margir nánustu aðstandenda bankahrunsins telji sig vera betur komna erlendis þegar skýrslan um bankahrunið verður loksins birt? Hvað telja þeir nauðsynlegt að vera lengi og hvað hyggjast þeir aðhafast á meðan? Ef þeir hyggjast dvelja lengur en eðlilegt má telja, af hverju lifa þeir? Væntanlega verða þeir ekki með betlistafi í höndunum erlendis.
Armur réttvísinnar reynist oft vera furðu langur. Þó svo menn telji sig vera hólpna í myrkustu skúmaskotum heims þá nær hrammur laganna þeim fyrr eða síðar. Með nútímatækni er unnt að rekja slóð þeirra sem grunaðir eru um afbrot, þó svo að þeir telji slóðina vandlega falda. Best og vænlegast af öllu væri að þeir kæmu heim með herfangið sem þeir höfðu út úr íslenskum almenningi, bönkum og fyrirtækjunum sem þeir nýttu sem féþúfu á undanförnum árum.
Mosi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar