Smá ráðlegging til formanns Sjálfstæðisflokksins

Formaður Sjálfstæðisflokksins ber sig mannalega þessa dagana. Þegar fréttist um að forystusauður Sjálfstæðisflokksins sem bæði lagalega og siðferðislega ber ábyrgð á öllu klúðrinu sé flúinn úr landi, þá kemur þessi yfirlýsing formannsins í dag nokkuð einkennilega fyrir sjónir.

Bjarni Benediktsson oddviti Sjálfstæðisflokksins fór mikinn í þessu Icesave máli bæði í fyrrasumar sem í vetur. Í boðskap hans í dag sem ætlaður er sótsvörtum almúganum innan sem utan Sjálfstæðisflokksins að nú eigi að sýna hlutaðeigandi sem misstigu sig svo hrapalega bæði umburðarlyndi sem skilning. Meðal syndaselanna steyta þeir sömu hnefana og hafa í hótunum um málssóknir vegna ærumeiðinga og himinháar fébætur gagnvart fjölmiðlamönnum sem hafa haft ærinn starfa að upplýsa syndir þessara sömu aðila.

Boðskapur Bjarna Benediktssonar oddvita Sjálfstæðisflokksins og Engeyjarættarinnar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins um ráðleggingar hvernig landsmenn taka beri bankahrunsskýrslunni lýkur þannig:

"Frá því að ég tók að mér að leiða Sjálfstæðisflokkinn hef ég litið svo á að eitt helsta verkefni mitt sé að endurheimta það traust sem flokkurinn glataði  við síðustu alþingiskosningar. Ég tel að við séum á réttri braut og að viðbrögð okkar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis skipti miklu um það hversu vel okkur mun takast það ætlunarverk".

Í þessu innihaldslitla hjali kemur hvorki nein yfirbót né iðrun og þaðan af síður fyrirheit um að aðstoða yfirvöld að hafa uppi á þessu góssi sem hefur verið stungið undan. Þætti flestum klerkum það vera fremur rýrt í roðinu sem formaðurinn hefur fram að færa. Hins vegar telur Bjarni formaður að þeir Sjálfstæðismenn séu á "réttri braut" án þess að það sé útskýrt nánar! Telur formaður Sjálfstæðisflokksins að hlutverk sitt sé að halda áfram að grafa undan ríkisstórninni og koma henni frá völdum eins og hann hefur í orði og verki verið að sýna allt síðastliðið ár?

Það eru gömul sannindi að leiðin til glötunar er vörðuð mörgum og fögrum fyrirheitum.

Hvernig væri að þjóðin sendi Icesave reikninginn til Sjálfstæðisflokksins í Valhöll? Bjarni og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum yrðu meiri fyrir vikið ef þeir rótuðu við öllum rottuholunum þar sem vinir og vandamenn Sjálfstæðisflokksins hafa komið fyrir ránsfengnum úr bönkunum og fyrirtækjum landsins. Sjálfsagt mætti margborga Icesave reikninginn ef öll kurl yrðu dregin fram úr öllum skúmaskotunum í Tortúlum og aflandsparadísum fjárglæframanna.

Þá mætti Bjarni Benediktsson oddviti Sjálfstæðisflokksins styðja framkomnar hugmyndir um tillögur að setja í lög ákvæði að takmarka áhrif braskara í íslensku efnahagslífi sem væri til þess að koma í veg fyrir í eitt skipti fyrir öll alla fjárglæfra undir pilsfaldi frjálshyggjunnar.

Mosi


mbl.is Varist dómhörku og sleggjudóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband