Flýja aðstandendur hrunsins land?

Í vefútgáfu Vísis segir: 

Davíð Oddsson farinn úr landi

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, verður staddur í útlöndum þegar rannsóknarskýrsla Alþingis verður gerð opinber á mánudaginn.

Ekki er vitað hvert hann fór eða hversu lengi hann verður í útlöndum en Vísir hefur það eftir heimildum að hann verði ekki á landinu þegar skýrslan verður kynnt landsmönnum.

Í ljósi þess að Davíð var seðlabankastjóri þegar bankahrunið varð og nokkra mánuði eftir hrunið þá má gera ráð fyrir því að drjúgur hluti skýrslunnar muni fjalla um hans embættisverk.

Eins og fyrr segir þá er Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins þannig hann mun ekki vera staddur á ritstjórn blaðsins þegar það fjallar um skýrsluna.“

Athygli vekur að netútgáfa Morgunblaðsins þegir þunnu hljóði.

Spurning er hversu margir nánustu aðstandenda bankahrunsins telji sig vera betur komna erlendis þegar skýrslan um bankahrunið verður loksins birt? Hvað telja þeir nauðsynlegt að vera lengi og hvað hyggjast þeir aðhafast á meðan? Ef þeir hyggjast dvelja lengur en eðlilegt má telja, af hverju lifa þeir? Væntanlega verða þeir ekki með betlistafi í höndunum erlendis.

Armur réttvísinnar reynist oft vera furðu langur. Þó svo menn telji sig vera hólpna í myrkustu skúmaskotum heims þá nær hrammur laganna þeim fyrr eða síðar. Með nútímatækni er unnt að rekja slóð þeirra sem grunaðir eru um afbrot, þó svo að þeir telji slóðina vandlega falda. Best og vænlegast af öllu væri að þeir kæmu heim með herfangið sem þeir höfðu út úr íslenskum almenningi, bönkum og fyrirtækjunum sem þeir nýttu sem féþúfu á undanförnum árum.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband