Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
31.12.2010 | 17:17
Við mættum draga úr þessum ósköpum!
Satt best að segja finnst mér alltaf vera umdeilanlegt að björgunarsveitir þurfi að að hafa megintekjustofn sinn af sölu varhugalegra söluvara eins og flugelda og annara efna sem hafa sprengihættu og mengun í för með sér. Margir virðast ekki kunna sér neitt hóf, - því miður.
Mörg slys hafa orðið vegna óvarkárni og oft fyllerís eins og það oft áður var orðað á mjög einfaldan hátt. Mjög mikið álag er sett er heilbrigðiskerfið okkar með þessum ósköpum sem gjarnan mætti draga úr án skaðlausu.
Með ósk um friðsæl og slysalaus áramót!
Í guðs friði!
Mosi
Alsæl og þakklát þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.12.2010 | 23:20
Umdeildur tekjustofn björgunarsveita
Í fréttinni segir að flugeldasala sé megintekjustofn björgunarsveita og getur farið í 90% tekna hjá sumum sveitum.
Margsinnis hafa orðið mjög alvarleg slys enda er hér um sérstaklega varhugaverðan varning að ræða. Mikið álag er á heilbrigðiskerfið ekki aðeins vegna slysa, heldur á margt fólk sem á í erfiðleikum vegna ýmissa óbeinna áhrifa mengunar frá flugeldum og blysum t.d. húðofnæmi, öndunarerfiðleika,alvarlegra heyrnarskaða og þar fram eftir götunum. Áhrif af flugeldum og öllum þessum blysum og kökum á umverfi okkar til verri vegar er umtalsverður.
Eftir sprengingaæðið eru leifarnar af þessum hroða skildar eftir víðast hvar eins og Íslendingar læri seint að taka eftir sig.
Víðast hvsr erlendis er þetta ekki heimilt og liggur við háum sektum og jafnvel frelsissviptingu ef sakir eru miklar. Telja margir útlendingar sem fyrir tilviljun eru staddir hér, að hér búi allt að því vitfirrt þjóð. Af hverju eyðir þjóðin hundruðum milljóna til augnabliks skemmtunar og veldur sér auk þess ýmsum sköðum í leiðinni þegar það er í verstu vandræðum með að borga skuldir sínar? Er einhver skynsemi í þessu?
Þegar eg hefi verið staddur erlendis t.d. á Kanaríeyjunum, La Palma, Fuerteventura eða Teneriff, (Grand Canari þekki eg ekki öðru vísi en að hafa millilent þar), þá er sá siðurinn að sveitarfélög fá allsgáða fagmenn í björgunarsveitum, hernum eða jafnvel slökkviliði að sjá um að hafa ofan af gestum sínum með því að skjóta flugeldum. Þar eru þrautþjálfaðir menn sem beina gjarnan flugeldunum í átt til sjávar enda er gróður víða mjög þurr og gríðarleg hætta á að illa fari ef einver sem ekki er meðvitaður um hættuna skjóti sjálfur flugeldum. Þarna er allt þaulskipulagt og ekkert á að fara öðru vísi en ætlast er til. Þetta mættu sveitarfélag á Íslandi athuga í framtíðinni og er vísir að þessu á Þrettándabrennu í Mosfellsbæ sem er smám saman að verða þekkt um allt land. Þeirri kvöldskemmtun lýkur á flugeldasýningu sem björgunarsveitin í Mosfellsbæ á veg og vanda af og er henni til mikils sóma.
Varðandi tekjustofna björgunarsveita á hiklaust að setja upp sanngjarna gjaldskrá þegar björgunarsveit er kölluð út. Þetta starf er nánast allt unnið í sjálfboðaliðavinnu og oft á kostnað atvinnurekenda. Þeir eru margir hverjir meðvitaðir um að starfsmenn eru starfandi í björgunarsveitum og vilja styðja starfið á þann veg að starfsmennirnir verði ekki af launum vegna þessa. Auðvitað gengur það ekki nema að litlu leyti. Mörg fyrirtæki í dag eiga í erfiðleikum rétt eins og margir einstaklingar vegna bankahrunsins.
Í Sviss fer enginn á viss fjöll eins og Matterhorn nema hafa keypt sér áður tryggingu fyrir mögulegum kostnaði við útkall björgunarsveita og þyrlna ef þörf er á. Þetta mætti taka til fyrirmyndar hér á landi enda myndi það draga verulega úr glannalegum ákvörðunum að fara í hættuferðir í varhugaverðu veðri. Þannig hefur verið árvisst að leita hafi þurft stundum dögum saman að týndum rjúpnaveiðimönnum sem ekki hafa alltaf sýnt af sér varfærni t.d. vegna veðurs.
Þá mætti ríkisvaldið auðvitað leggja hóflegt gjald á flugelda, blys og þ.h. vegna mengandi eiginleika þeirra. Þannig mætti draga úr þessari sprengingagleði landans og jafnframt auka hag ríkissjóðs sem ekki veitir af þessi misserin.
Mosi
Flugeldasalan gengið vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.12.2010 kl. 07:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.12.2010 | 21:29
Jarðarför vestur í Stykkishólm
Í morgun slóst eg í för með 3 skógfræðingum þeim Aðalsteini Sigurgeirssyni, Brynjólfi Jónssyni og Jóni Geir Péturssyni og var ferðinni heitið vestur í Sykkishólm. Tilgangur fararinnar var að fylgja síðasta spölinn miklum hugsjónarmanni um skógrækt, Sigurði Ágústssyni sem fæddur var í sept. 1925. Hann var formaður Skógræktarfélags Stykkishólms í áratugi. Hann ólst upp við venjuleg störf til sjávar og sveita eins og tíðkaðist fyrrum, fyrstu sporin voru í Akurey þar sem faðir hans var bóndi. Síðar fluttist fjölskyldan til Stykkishólms þar sem fjölskyldan bjó í litlum bæ sem nefndist Vík.
Sigurður eignaðist lítinn vörubíl og varð akstur hans aðalatvinna um árabil. Þá varð hann veghefilsstjóri og sagði presturinn dásamlega frá þegar börnin fengu að fara með honum í styttri ferðirnar um sumartímann. Þá átti hann til að leggja vegheflinum út í vegarkantinn eða aka honum út fyrir veginn og sagði við börnin: Nú skulum við fá okkur hressingu í móunum. Þar kenndi hann börnunum að lesa gróðurinn sem þar bar fyrir augum.
Á köldum vetrardögum var hann oft á ferð á vegheflinum að ryðja snjó og aðstoða vegfarendur sem lent höfðu í vandræðum. Þegar leið fram á aðfangadagskvöld var fylgst gjörla með umferð ofan af Kerlingarskarði. Ef ljósin hreyfðust hratt var örugglega bíll á ferð en ef ljósin mjökuðust hægt áfram var fjölskyldufaðirinn á leiðinni á heflinum.
Eg kynntist Sigurði í ferð lítils hóps skógræktarfólks til Svíþjóðar vorið 1993. Þetta var fremur lítill hópur, auk okkar Sigurðar voru Guðmundur Þorsteinsson frá Efra Hrepp í Skorradal, Þuríður Yngvadóttir frá Suður Reykjum í Mosfellsbæ og Snorri Sigurðsson sem var fararstjóri og margfróður um Svíþjóð og sænska skóga. Þessi för var mjög ánægjuleg og var upphaf þess að leiðir okkar Sigurður lágu saman. Síðan hitti eg hann sem leiðsögumaður þýsks ferðahóps sem gisti í tjöldum á tjaldstæðinu í Stykkishólmi. Jafnskjótt og eg hafði hringt hann, mætti hann á jeppanum sínum og ók vítt um nágrenni Stykkishólms og sýndi mér athafnasvæði skógræktarfélagsins. Það var mjög fróðlegt og lærdómsríkt í alla staði.
Við hittumst alloft á ýmsum fundum á sviði skógræktarmála sem var áhugamál okkar beggja. Sigurður var einstaklega eftirminnilegur og skemmtilegur í viðræðu. Hann hafði afburða góða frásagnargáfu sem unan var á að hlíða. Þannig sagði hann mér frá þegar danski skipsstjórinn sigldi með fyrsta sementsfarminn sem pantaður var vegna hafnargerðar í Stykkishólmi fyrir um 100 árum til Stokkhólms í Svíþjóðar. Færði eg þá sögu í letur og birtist fyrir langt löngu í tímariti leiðsögumanna sem nú er því miður hætt að koma út.
Við eigum góða minningu um góðan félaga. Öllum vandamönnum og vinum er vottuð innileg samúð á kveðjustund. Blessuð sé minning Sigurðar Ágústssonar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.12.2010 kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2010 | 18:51
Er hættan frá hægri?
Fyrsta vinstri stjórnin síðan fyrir stríð hefur verið við völd í tæp 2 ár. Sjaldan hefur nokkur ríkisstjórn átt jafn mikið á brattann að sækja sem hún en svo virðist að nokkrir meðal stjórnarliða séu að missa móðinn og hyggjast stökkva fyrir borð, því miður. Fram undan eru þó bjartari tímar enda getur mjög slæmt ástand ekki lengur versnað, við erum að sjá í land með. Við höfum tekið á okkur ok sem skammsýn og léttúðlega Frjálshyggjan skildi eftir sig þegar óseðjandi græðgi útrásarvargarnir skildu eftir sig.
Nú virðist að Framsóknarmenn séu beðnir um aðstoð. Þegar svonenfdar Vinstri stjórnir fór hyfirleitt allt meira og minna í strand m.a. vegna þess að spillingaröflin sem stýra Framsóknarflokknum meira og minna fengu mikil völd. Þannig var SÍS veldið komið af fótum fram og var nánast gjaldþrota undir lok Viðreisnarstjórnarinnar 1971 en uppgjörinu var frestað í um 2 áratugi.
Vinstri stjórnir með Framsóknarflokki eru mjög vafasamar í mörgu tilliti. Samningar verða ábyggilega um það að láta braskara sem styðja Framsóknarflokkinn í friði verða með öllu ósættanlegir. Spillinguna verður að uppræta, líka þá spillingu sem þreifst undir skugga Framsóknarflokksins og hún var ekki lítil!
Innan Sjálfstæðisflokksins er umtalsverð spilling en svo virðist vera að hún sé ekki minni undir pilspaldi hægrisinnaðra Framsóknarmanna.
Mosi
Kannast ekki við viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.12.2010 | 13:13
Gleymum ekki Skaftáreldum
Þegar minnst er á eftirminnilega atburði má ekki gleyma Laka og Skaftáreldum 1783-1785. Móðuharðindin höfðu gríðarleg áhrif langt út fyrir Ísland. Talið er að þau hafi valdið þráleitum uppskerubresti í Mið-Evrópu sem varð ein af meginástæðum að stjórnarbyltingin á Frakklandi hófst 14.júlí 1789.
Skjólstæðingar mínir á ferðum mínum sem leiðsögumaður á sumrin, þýskumælandi ferðafólkið, verður alltaf mjög snortið við frásagnir um þessa tíma en eg staldra gjarnan í Skaftáreldahrauni, oft við litla trjálundinn sem Guðmundur Sveinsson frá Vík gróðursetti rétt við þjóðveginn vestur af Kirkjubæjarklaustri. Þar gróðursetti merkur brautryðjandi og hugsjónarmaður nokkur furutré í laut í dálitla laut í hrauninu. Nú hafa fururnar borið köngla og hafa vaxið litlar trjaplöntur af fræi þessara góðu landnema. Finnst mörgum erlendum ferðamönnum einkennilegt að við Íslendingar reynum ekki að klæða þetta hraun skógi og hafa góðar og miklar nytjar af honum. Einn ferðamannanna í seinustu ferðinni minni sagði mér að þarna væri greinilegt auðvelt að hefja skógrækt í stórum stíl, héraðsmönnum til mikillra hagsbóta. Hann bætti síðan við: Sjálfsagt hafið þið Íslendingar haft mjög slæma minningu um þessa skelfilegu atburði þegar þið akið um þetta gríðarlega stóra og víðlenda hraun. Þið ættuð að skoða þetta gaumgæfilega og endilega komdu þessu á framfæri.
Það þurfti ekki meira til. Síðan hefi eg rætt þetta við ýmsa sem hafa tekið misjafnlega í þessa hugmynd. Eðlilega hafa skógfræðingar mestan áhuga að aðrir minni. Sumir hafa jafnvel orðið hneykslaðir á svona hugmynd. En hvað sem viðhorfum allra líður með virðingu fyrir þeim, þá gæti skógrækt á þessu svæði orðið mikil lyftistöng annars einhæfs atvinnulífs í Vestur Skaftafellssýslu í náinni framtíð sem ekki veitir af. Aðstæður til skógræktar eru ákjósanlegar: raki og hiti nægur fyrir skóg að dafna í og auk þess er eldfjallajarðvegur frjósamur.
Mosi
Þorparinn Eyjafjallajökull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2010 | 12:09
Ábyrgari fjármálastjórnun
Alltaf er leitt þegar opinber þjónustufyrirtæki þurfa að grípa til hækkana á þjónustu sinni. Sérstaklega þegar ráðstöfunartekjur þeirra sem minna mega sín dragst saman. En auðvitað ber að líta á þetta sem ábyrga fjármálastjórnun við þeim erfiðleikum sem við blasir vegna þess mikla kæruleysis undanfarinna ára sem leiddu af sér fjármálakreppuna miklu. Við verðum einhver ár að súpa seyðið af þeirri léttúð sem þá ríkti. Þá voru skattar lækkaðir, eignir seldar eða jafnvel gefnar án þess að nokkur verðmæti væru greidd fyrir nema einhverjir pappírar sem reynst hafa verðlitlir eða jafnvel verðlausir með öllu.
En opinberir aðilar verða einnig að sýna aðgát í ákvörðun útgjalda. Þar má víða skera verulega niður með skynsamlegum ákvörðunum.
Mosi hefir oft bent á, að notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu er mjög umdeild. Svifrykið sem að miklu leyti stafar af nagladekkjanotkun, eykur álag á heilbrigðiskerfið og útgjöld almennings á meðulum við þeim kvillum. Þá mætti draga verulega úr þörf á gatnaviðgerðum vegna naglanna en þar fara gríðarlega háar fjárhæðir í súginn sem e.t.v. betur væri varið til að efla strætisvagnasamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Ein ástæðan að einungis 4-5% ferðast með strætisvögnum er vegna ónógs sætaframboðs og flutningsgetu á álagstímum í umferðinni. Flestir mæta í vinnu eða skóla kl.8 á morgnana og flestir fara heim á leið á svipuðum tíma. Unnt væri að taka upp sveigjanlegan vinnutíma í stórum stíl þar sem A-fólk sem vaknar snemma kemur fyrr en B-fólkið sem vill byrja seinna en vinna lengur fram eftir. Þannig væri unnt að koma þessu einnig fyrir í skólastarfi: kjarnafögin væru kennd fyrst og fremst kringum hádegið en valfögin ýmist seint eða snemma eftir atvikum og unnt að koma því við.
Óskandi er að þetta ástand hækkaðs verð á þjónustu verði sem styst og að unnt verði með skynsemi að koma rekstri þjónustustofnana þess opinbera sem fyrst í gott lag.
Með ósk um gleðileg en umfram allt friðsæl jól til allra landsmanna fjær og nær.
Mosi
Skriða hækkana skerðir lífskjör almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2010 | 18:39
Þarna hefði mátt spara
Utanríkisþjónusta er rándýr skítblönku 300.000 manna samfélagi sem tæplega getur boðið upp á sómasamlega heilbrigðisþjónustu. Á tímum Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar tútnaði utanríkisþjónustan út enda er hún vettvangur fyrir bitlinga og vildarvini stjórnvalda.
Þremenningarnir, Atli Gíslason, Ásmundur Daði og Lilja Mósesdóttir, vildu byrja á niðurskurði á utanríkisþjónustunni sem eðlilegt framhald af nauðsynlegum aðhaldsaðgerðum vegna hrunsins. Þau töldu að eðlilegra hefði verið að halda uppi samfélagsþjónustu sem kemur öllum að gagni fremur en vissum dekurverkefnum fyrri valdhafa. Því miður uppskáru þau háð og spott þeirra sem litu á þau sem n.k. svikara.
Hvernig má það vera, að ekki sé unnt að hafa aðra skoðun á ríksfjármálum en þeir sem vilja hlut valdhafa sem mestan? Ljóst er, að unnt hefði verið að spara stórfé með því að draga saman seglin í utanríkisþjónustunni á tímum góðra samskipta gegnum tölvur og telex. Smám saman verða sendiherrar og sendiráð óþörf en við getum ekki verið án heilbrigðiskerfis.
Mosi
Sendiherraskipti í Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2010 | 22:55
Takmörkun umferðar
Víða um heim eru umferðartakmarkanir. Ímörgum borgum er t.d. óheimilt að aka innan vissra marka nema bílum sem eru taldir umhverfisvænir, smábílum og þeim sem megna mjög óverulega.
Í Reykjavík eru nánast engar takmarkanir. Þar má aka stórum trukkum þess vegna um miðbæinn án þess að nokkur hafi athugasemd um það. Æskilegt væri að taka upp takmarkanir eins og víða er í stærri borgum erlendis þar sem jeppum og skúffubílum og þaðan af stærri bílum er óheimilt að aka um miðborgina. Mætti t.d. binda takmörk við útblástur, t.d. 200 g á hvern ekinn km. Það þýðir að allir bílar sem brenna meiru en um 8 lítrum á hundraði er óheimilt að aka innan viss svæðis.
Stórir bílar menga ekki aðeins meira en þeir minni, heldur eru þeir mun þurftarfrekari á pláss hvort sem er á götunum eða bílastæðum.
Meir en 20 sinnum á ári er talið að mengun fari yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík. Þessi mál mætti umhverfismálaráð Reykjavíkur skoða og taka föstum tökum. Það er oftar tilefni en á Þorláksmessu og aðfangadag jóla að takmarka umferð t.d. í grennd við kirkjugarðana.
Þá mætti að sjálfsögðu auka almenningssamgöngur og greiða meira fyrir þeim. Hækkun á fargjöldum nú nýverið er hreinn skandall!
Mosi
Bílaumferð takmörkuð í Fossvogskirkjugarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2010 | 22:36
Eiga veiðar á makríl að koma í veg fyrir EB aðild?
Íslendingar hafa lengi fiskað fyrir ströndum landsins. Síðustu hartnær 35 ár hafa flestar fiskislóðir verið innan landhelginnar eftir að við lýstum yfir 200 mílna landhelgi eða að miðlínu við nærliggjandi lönd.
Þegar flökkustofnar eins og makríll leitar norðar vegna hækkunar hitastigs á norðurhveli jarðar, þá getur engin þjóð krafið okkur um að við eigum að láta af veiðiskap þessarar tegundar innan fiskveiðilögsögu okkar.
Satt best að segja átta eg mig ekki á því hvernig sumir vilja blanda óskyldum málum saman, rétt okkar til makrílveiða og umsóknarferli okkar í Evrópusambandið. Þessi viðhorf eru mjög gamladags að ekki sé dýpra tekið í árina. Aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu fjallar um margt fleira en veiðar á makríl.
Ef landar okkar sem vilja lúffa fyrir nokkrum breskum harðlínumönnum þá ættu þeir sömu að kanna þessi mál betur. Fyrr á þessu ári komst upp um stórtæk misferli með upplýsingar um réttar tölur um afla á makríl og voru þar þó aðilar sem nú eru að gagnrýna Íslendinga fyrir takmarkalausar makrílveiðar. Auðvitað höfum við sama lagalegan sem siðferðislegan rétt að veiða úr þessum stofnum, alla vega meðan hann er veiddur innan íslenskra fiskveiðilagamarka.
Aðild að EBE á skilyrðislaust að halda áfram. Með því tryggjum við betra lagaumhveri á Íslandi, betra samfélagi og umfram allt að tryggja að hér verði herlaust Ísland.
Mosi
Gagnrýnir yfirlýsingar Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2010 | 19:02
Lágkúrulegur verknaður
Ósköp er lágkúrulegt að þjófur/þjófar hafi brotist inn í húsnæði mæðrastyrksnefndar til að stela af matarbirgðum sem ætlað var skjólstæðingum þessa góða mannréttindafélags. Þó svo að þjófuinn hafi talið sig hafa meiri rétt til birgðanna en aðrir, jafnvel svangari en aðrir, ber þetta vott um mjög slæmt innræti.
Þetta minnir nokkuð á innræti útrásarvarganna sem stálu öllu steini léttara úr almenningsfyrirtækjum sem voru ekki nema að litlu leyti í eigu þeirra. Þeir voru á sjálfskömmtuðum ofurlaunum og töldu sig standa öðrum framar í samfélaginu.
Hugsunarhátturinn er nákvæmlega sá sami hvort sem stolið var frá lífeyrissjóðunum, smáhluthöfum eða Mæðrastyrksnefnd.
Spurning er ef sá sem verknaðinn framdi gefur sig annað hvort fram sjálfviljugur eða lögreglan finni út hver hlut eigi að máli, þá er líklegt að út frá lögfræðinni verði dálítil spurning: Til þess að þjófnaður hefur verið fullframinn þarf þýfið, þ.e. andlag hins saknæma verknaðar að hafa eitthvað fjárhagslegt gildi fyrir þann sem stolið var frá, þ.e. Mæðrastyrksnefnd. Ef greitt hefur verið fyrir birgðirnar er alveg ljóst að um fjárhagslegt tjón sé um að ræða. Hafi verið um samskot, t.d. frá verslunum að ræða, þá vandast málið.
Sjálfsagt mun verjandi þorparans velta þessu fyrir sér og reyna að fá sakborning sýknaðan út frá einhverjum slíkum sjónarmiðum. Kannski unnt sé að sanna að viðkomandi hafi verið jafnvel svangari en aðrir en það kann að vera nokkuð fjarstæðukennt. Varla getur hann verið 20 sinnum svangari en aðrir!
Annars er ótrúlegt hve sumir geta lagst lágt, að stela björginni frá fátækum.
Mosi
Stálu frá mæðrastyrksnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar