Við mættum draga úr þessum ósköpum!

 Satt best að segja finnst mér alltaf vera umdeilanlegt að björgunarsveitir þurfi að að hafa megintekjustofn sinn af sölu varhugalegra söluvara eins og flugelda og annara efna sem hafa sprengihættu og mengun í för með sér. Margir virðast ekki kunna sér neitt hóf, - því miður.

Mörg slys hafa orðið vegna óvarkárni og oft fyllerís eins og það oft áður var orðað á mjög einfaldan hátt. Mjög mikið álag er sett er heilbrigðiskerfið okkar með þessum ósköpum sem gjarnan mætti draga úr án skaðlausu.

Með ósk um friðsæl og slysalaus áramót!

Í guðs friði!

Mosi

 


mbl.is Alsæl og þakklát þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætti ekki líka að hætta að selja bíla, næogu anskoti mðrg eru slysin og álagið á kerfi vegna bíla! Bílar eru líklega notaðir í óhófi! Hvað með skæri og þess háttar? Taka þau af markaðnum líka áður en fleiri meiða sig á þeim?

Gleðilegt og gæfuríkt ár!

Gunnar (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 18:11

2 Smámynd: Vendetta

Nú verðrðu að draga aðeins úr forræðishyggjunni, Guðjón. Auðvitað á að skjóta upp flugeldum um áramót, því fleiri þess betra. Eitthvað verður að vera til hátíðarbrigða á þessu ...... landi. Og björgunarsveitunum veitir ekki af þessum peningum.

Vendetta, 31.12.2010 kl. 18:38

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Forræðishyggju? Hver er að tala um forræðishyggju?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.1.2011 kl. 03:05

4 Smámynd: Vendetta

Það er forræðishyggja að vilja banna allt sem getur verið hættulegt. Það er forræðishyggja að vilja hafa vit fyrir öðrum, að láta alla aðra þurfa að taka þegjandi og hljóðalaust öllum boðum og bönnum sem yfirvöldum dettur í hug. Ekki aðeins forræðishyggja, heldur fasismi. Það er fasismi þegar hinar og þessar stofnanir vaða yfir fjölskyldur með skítuga skóna.

Þegar ég var unglingur, flúði ég land m.a. vegna skorts á persónulegu frelsi íslenzks almennings. Ég kallaði þetta þá íslenzka ríkisfasismann. Þessi fasismi hefur margfaldazt á sl. tveimur áratugum. Næstu tíu árin er aðeins ein leið fyrir Ísland og Íslendinga: ▼ Niður á við.

Nema þjóðin fari að taka sig saman, sýni hugrekki og bjóði yfirvöldum birginn. ¡Viva la revolución! það þarf að gera almennilega byltingu, ekki bolsévíska, heldur byltingu sem hrifsar völdin frá núverandi spilltri og duglausri ríkisstjórn og embættismannaklíku og færir þjóðinni það persónufrelsi sem hefur verið tekið af henni með klækjum og valdníðslu.

Vendetta, 1.1.2011 kl. 04:49

5 Smámynd: Vendetta

Svo óska ég þér og fjölskyldu þinni gleðilegs nýárs.

Vendetta, 1.1.2011 kl. 04:52

6 Smámynd: Vendetta

Svo vil ég hvetja alla til að gleyma raunum sínum um stund með því að setjast niður og hlusta á tónlist eftir tvö fremstu tónskáld allra tíma, Beethoven og Mozart. Sú hugarró sem hlýtzt af að hlusta á Piano Sonata No. 14 in C♯ minor "Quasi una fantasia", op. 27, No. 2 eftir Ludwig van Beethoven, eða Piano Concerto No. 21 in C, 2nd movement eftir Amadeus Mozart er á við 10 pilluglös af valíum. Og alveg án annarra hliðarverkana en ómetanlegrar ánægju.

Vendetta, 1.1.2011 kl. 05:14

7 Smámynd: Vendetta

Vagna áhrifa áramótabjórsins slæddist inn ritvilla í fyrri athugasemd. Það átti að standa "hlýzt", en ekki "hlýtzt". Ég biðst velvirðingar á þessu.

Vendetta, 1.1.2011 kl. 05:21

8 Smámynd: corvus corax

Landsbjörg veldur engum slysum vegna flugelda frekar en bílaumboðin vegna bíla. Það er fólk sem ekki fer eftir reglum og viðhefur ekki nauðsynlegar varúðarráðstafanir sem veldur slysunum. Og miðað við þann gífurlega fjölda flugelda og annars "fírverks" sem kveikt er í um áramótin eru slysin fá, sennilega færri en verða af völdum íþróttaiðkunar ef menn vilja fara út í tölfræði. Hins vegar eru hlutfallslega fá slys engin afsökun og alls ekki ásættanleg. Þar sem slysahætta er, verður að viðhafa varúð og fara eftir settum reglum og fylgja leiðbeiningum til fulls.

corvus corax, 1.1.2011 kl. 11:26

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gömul sannindi eru að byltingin eti börnin sín. Bylting byggist á ofbeldi og skil eg eigi hvers vegna sumir aðhyllast slíka aðferð þegar aðrar friðsamari eru opnari og jafnvel skjótvirkari. Eg mæli því eigi með byltingu enda er slík aðferð það síðasta sem fólk grípur til.

Varðandi flugeldasölu þá er eitt sjónarhornið: Hvernig er með uppgjör á slíku og í raun ber björgunarsveitum að gera opinberlega grein fyrir fjármálum sínum alla vega ef þær njóta opinberra styrkja til starfsemi sinnar eins og t.d. stjórnmálaflokkar.

Það getur sitthvað verið tortryggilegt í starfsemi björgunarsveita eins og annari starfsemi. Var ekki t.d. fjárdráttur í frímúrarastúku á Húsavík sem var í fréttum nú nýverið? Víða kunna maðkar að leynast í mysunni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.1.2011 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband