Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
28.5.2009 | 10:58
Lítum okkur nær
Sú var tíðin, á dögum Kalda stríðsins og jafnvel stundum fyrr, að sagðar voru undarlegar sögur af Rússum einkanlega þar sem afleitlega tókst til. Það er nú svo með rússneskt samfélag, að það á enn sem komið er töluvert í land að geta verið borið fyllilega saman við lönd í Vesturheimi og vestur Evrópu. Því má ekki gleyma, að margt ákaflega óhönduglega tekst til hjá okkur á Vesturlöndum. Hjá okkur er vaxandi eymd og volæði með skelfilegum afleiðingum Frjálshyggjunnar hverra við máttum berja augum í þýskri margverðlaunaðri heimildamynd um afleiðingar græðgisvæðingar.
Í fyrrahaust sótti Mosi Rússa heim og meira að segja skrapp langt austur í Síberíu, til Kamtsjatka. Auðvitað er margt þar langt á eftir tímanum en Rússar eru komnir af stað að lagfæra sitt hvað í sínu samfélagi. Þeir hafa opnað landið og aukið lýðræði töluvert en auðvitað eiga þeir lengra í land en við. Þetta tekur kannski lengri tíma eftir langa ofstjórn herskárra zara og kommúnistaleiðtoga en á Vesturlöndum.
Þessi frétt af stúlkunni í Síberíu er auðvitað hrikaleg,reyndar skelfileg. Við verðum að treysta því að mannúðarmál séu á réttri leið austur í Rússíá og eigum því ekki að fordæma það sem yfirvöldum yfdirsést. Við sitjum líka uppi með ótrúleg mál sem er ekki okkur til sóma nema síður sé: meðferð samfélagsins á eldra fólki, sjúkum og þeim sem minna mega sín er okkur t.d. til mikils vansa. Er ekki enn verið að hola saman eldra fólki í þröng húsakynni í hagræðingarskyni? Biðlistar eftir bæklunaraðgerðum styttast ekki, dregið er úr ýmissi þjónustu eða hún stórhækkuð: var ekki íhaldið í Reykjavík að hækka á dögunum leikskólagjald um meira en 50%?
Svona er Ísland í dag!
Mosi
Hundastúlka finnst í Síberíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 10:21
Eins manns dauði er annars brauð
Svo segir gamalt íslenst máltæki. Með því er má segja að átt sé við að þegar einhverjum blæðir og tapar, verður það öðrum að gagni.
Útrásin íslenska var aðmestu leyti byggð á sandi. Forsendurnar voru ótakmarkaður aðgangur að ódýru og greiðu lánsfé. Íslensku bankarnir slógu hrikaleg lán erlendis meðan sú vertíð stóð yfir, og lánuðu aftur til eyðslulána á Íslandi. Nú er spilaborgin hrunin með skelfilegum afleiðingumfyrir land og lýð. Nú er komið að skuldadögum, Bretar hafa sýnt okkur klærnar og reyndar aðrar þjóðir líka eins og Hollendingar. Í báðum þessum löndum hefur verið byggð upp auðsæld á löngum tíma, öldum sem útrásarvíkingarnir íslensku töldu að væri unnt að fara stystu leið að auðnum.
Enn virðast erlend fyrirtæki geta sýnt bókfærðan hagnað af braksi með þessi hlutabréf ííslensku bönkunum. Við litlu hluthafarnir ásamt lífeyrissjóðunum töpum nánast öllum okkar fjárfestingum. Okkur er nánast refsað fyrir nægjusemi, sparnað og fjárfestingu sem við töldum vera örugga.
Svona fór með sjóferð þá!
Mosi
Kaupþingshlutur metinn á 22 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2009 | 08:00
Fyrirtæki sem sjá mátti fífil sinn fegurri
Fyrir nokkrum árum var VÍS stofnað út úr Samvinnutryggingum og Brunabótafélagi Íslands, einu elsta og best rekna fyrirtæki landsins. Meðan Brunabót starfaði, skilaði það eiganda sínum 80-90 ár góðum hagnaði og byggði auk þess upp brunavarnir í landinu.
Á örfáum árum hefur stjórnendum Exista það ótrúlegasta: eigið fé virðist hafa gufað með öllu upp. Bankarnir eru eðlilega ekki ánægðir og það erum við litlu hluthafarnir ekki heldur.
Mosi
Vilja reka forstjóra Exista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2009 | 10:05
Fuglaskoðun er skemmtileg tómstund
Fuglaskoðun er víða stunduð. Einu sinni var eg leiðsögumaður hóps sem eingöngu vildi skoða fugla víða um land. Sums staðar var erfitt að fá hópinn til að halda áfram ferð þar sem hann hafði komist í feitt. Annað eins fjölbreytt fuglalíf og hér á landi er óvíða. Við getum boðið upp á að skoða sjáfugla, bjargfugla, vaðfugla, mófugla, spörfugla og ránfugla svo eitthvað sé nefnt.
Nú í vor var opnað fuglaskoðunarhús við sunnanverðan Leirvog. Þar er stærsta svæði í nágrenni við Reykjavík þar sem sjá má oft þúsundir vaðfugla á fjörunni. Þar má á vorin sjá rauðbrysting, tildru og margæs en þessar fuglategundir eru áleiðinni áfram til Grænlands og austur Kanada. Á síðustu árum hefur auk þess sést brandendur. Það eru tiltölulega stórior fuglar mjög litfagrir. Fyrir nokkrum dögum sá eg einar 5 brandendur og þykir það nokkuð gott.
Mosi
Mikið markaðsátak í fuglaskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2009 | 09:56
Kvörn réttarfarsins byrjar að snúast
Einkavæðing og gegndarlaus efnishyggja hefur komið mörgum til að seilast lengra en eðlilegt hefur talist. Það sem tók marga bændur, sjómenn og verkamenn að vinna hörðum höndum árum saman, allt í einu var unnt að auðgast í einum vettvangi með misjöfnum aðferðum. Regluveldið var bæði lítið og ekki sérlega burðugt, minna og einfaldara en víðast hvar annars staðar. Ekki var t.d. unnt að handtaka grunaða og láta þá lausa gegn háum tryggingum, heimildir eru ekki til slíks. Réttarfar okkar byggist á gamla einfalda landbúnaðarsamfélaginu þegar ekki var unnt að éta fyrirtæki að innan eða ræna banka innan frá.
Fyrstu fréttir um aðgerðir lögregluyfirvalda og rannsóknaraðila um húsleitir og handtökur gefa tilefni til að ætla að yfirvöld vilja láta verkin tala. En grunaðir eru auðvitað saklausir uns sekt er sönnuð. Auðvitað er það áfall fyrir þá sem húsleit beinist gegn að vera mikið áfall og vísbending að viðkomandi hafi ekki góðan málstað að verja.
Sagt var lengi vel fyrrum á Íslandi að sá skuli ekki stela sem ekki kunni að fela. Spurning hvort þeim hefur tekist að fela slóðina. Í dag fara hvítflybbaglæpir að verulegu leyti fram gegnum tölvur. Þessi undratæki hafa þann annmarka að einhvers staðar eru slóðir sem rekja má, bera saman og með ýmsum viðbótaupplýsingum kann net að beinast að höfuðpaurunum sem svo kappsamlega voru að auðga sjálfa sig á kostnað annarra.
Við skulum doka og leyfa rannsókn á meintum glæpum að fara fram án þess að trufla. Réttarfarið þarf góðan tíma til að virka sem best.
Mosi
Leitað á heimili Ólafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 10:29
Hluthafafundur Exista
Í Morgunblaðinu í morgun var auglýstur tilvonandi fundi hluthafa Exista þann 26.5. n.k.
Strax og eglas þetta sauð eg saman eftirfarandi tillögu og sendi á tölvufangið: exista@exista.com
eftirfarandi tillögu um breytingar á samþykktum félagsins og verði borin upp:
Atkvæðaréttur er bundinn við að hlutafé hafi verið að fullu greitt og að það
hafi verið án veðbanda a.m.k. 24 almanaksmánuði fyrir hluthafafund hvort sem er
aðalfundur eður ei.
Rökstuðningur fyrir tillögu þessari er sá, að bankahrunið síðastliðið haust var
fyrst og fremst vegna spákaupmennsku og að innviðir hlutafélaga var ekki nógu
vel tryggðir sérstaklega gagnvart hagsmunum lífeyrissjóða og smárra hluthafa.
Óskað er að þessi tillaga verði borin fyrst upp þar eð hún gengur væntanlega
lengra en aðrar sem fram hafa komið. Er það í góðu samræmi við almenn
fundarsköp.
Ef þessi tillaga næði fram, þá verða braskaranir valdalausir í félaginu.
Því miður voru gerðar afdrifaríkar breytingar á 6.gr. hlutafélagalaganna nú nýverið sem opnaði allar gáttir fyrir að auka hlutafé í hlutafélögum án þess að einhver verðmæti stæðu að baki þeim.
Því miður eru ekki miklar líkur á að tillaga sem þessi næði framað ganga því hún myndi móralíséra hlutafélagið samstundis.
Mosi
15.5.2009 | 11:48
Þingkosningar voru óumflýjanlegar
Þegar litið er til baka, þá er alveg ljóst, að þingkosningar voru óumflýjanlegar. Minnihlutastjórnin þurfti aukinn þingstyrk og gat ekki nema með samningum við stjórnarandstöðuna fengið mikilvæg mál fram að ganga.
Þetta sýndi sig í t.d. stjórnarskrármálinu. Þar var Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn að beita málþófi umeinhver smáatriði sem ekkiskipta neinu máli.Og hvernig er með Framsóknarflokkinn í dag? Nú grenjar hans eins og óþekktarangi sem verður að láta frá sér uppáhaldsherbergið þó svo að þessi flokkur sé ekki nema svipur frá sjón þegar hann fékk fleiri þingmenn miðað við atkvæðafjölda að baki hvers kjörins þingmanns.
Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Verkefnin eru ærin, það þarf að taka til eftir veisluhöld Frjálshyggjunnar. Þessir herramenn í Framsóknarflokknumog Sjálfstæðisflokknum sem kölluðu þessi vandræði yfir þjóðina virðast vera gjörsamlega úti á þekju hvað nauðsynlegast þarf að gera. Það var því nauðsynlegt að kjósendur sýndu þeim svart á hvítu hvað þjóðinni fannst um bankahrunið og fjárglæfraliðið sem og afleiðingar þess.
Mosi
Þingkosningar töfðu endurreisn en voru nauðsynlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 11:37
Nú þarf að taka skynsamlegar ákvarðanir
Síðastliðin ár, hafa ofurlaun stjórnenda banka, fjármálastofnana, fyrirtækja, lífeyrissjóða og jafnvel verkalýðsfélaga, leitt marga út í blindgötu. Oft er þörf en nú er nauðsyn að færa þessi laun og þessar þóknanir á eðlilegan og skynsamlegan veg.
Sú var tíðin að formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar tók verkamannalaun fyrir formennskuna. Litið var á starf hans sem hvert annað trúnaðarstarf þar sem þjónustan við félagið og félagsmenn voru aðalatriðið.
Síðan litu stjórnendur margra þeirra fjölmörgu aðila sem hér fyrr voru tilteknir, að það væri sjálfsagður réttur þeirra að semja um einhver ofurlaun sem ekki eru í neinu samræmi við neina skynsemi.
Tortryggni gagnvart þessum stjórnendum hefur því eðlilega orðið meiri.
Fæst félög og fyrirtæki geta borið uppi ofurlaun nema gengiðsé á eigið fé eða efna til skuldbindinga.
Mosi
Vilja lækka laun stjórnenda lífeyris VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 11:11
Umdeilt bann
Ljóst er, að athygli heimsins beinist alltaf að því þar sem yfirvöld hefta frelsi einstaklingsins. Borgarstjórinn í Moskvu hefur nokkuð gamaldags skoðanir gagnvart samkynhneygðum og hyggst fylgja eftir banni við opinberri götusamkomu samkynhneygðra þar í borg.
Þó svo að slíkar samkomur kunni að þykja umdeildar þá er ekki umdeilt að fram að þessu hafa þær farið friðsamlega fram hvarvetna um heim og ekki orðið nein vandræði af. Það telst því nokkuð glannalegt í landi sem er að feta sig áfram til aukins og betra lýðræðis að banna það sem friðsamlegt er. Spurning er hvort þetta verði ekki tilefni til að fleiri opinberar samkomur og fundir verði bannaðir.
Ef borgarstjórinn rússneski hyggst beita lögreglunni á þá sem hyggjast safgnast saman, kann það að leiða til meiðsla sem veldur vissri tortryggni gagnvart yfirvöldunum.
Við skulum vona það besta.
Mosi
Ætla að stöðva gleðigöngur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 10:55
Athyglisverður fundur
Einhverra hluta vegna hafa ekki varðveist margar fornar minjar á Íslandi eins og vænta mætti eftir meira en 11 alda búsetu í landinu. Jarðvegurinn er e.t.v. ekki nógu kalkríkur og fremur súr sem veldur því að það sem jarðvegurinn geymir undir venjulegum kringumstæðum, fer fyrr forgörðum hjá okkur.
Það er því mikill fengur að hverjum þeim merka grip sem fornelifafræðingar og aðrir draga fram úr fortíðinni.
Það verður spennandi þegar fornleifafræðingar og aðrir sérfræðingar hafa komist nær um uppruna og not þessa innsiglishrings. Athygli vekur hve hann er tiltölulega vel varðveittur og því ekki útilokað að um seinni tíma grip sé að ræða. Hvar hann finnst bendir til að ekki sé útilokað að einhver hafi týnt honum eftir að kirkjustéttin var lögð.
Mosi
Fornminjar koma í ljós á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 243587
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar