Hluthafafundur Exista

Í Morgunblaðinu í morgun var auglýstur tilvonandi fundi hluthafa Exista þann 26.5. n.k.

Strax og eglas þetta sauð eg saman eftirfarandi tillögu og sendi á tölvufangið: exista@exista.com

eftirfarandi tillögu um breytingar á samþykktum félagsins og verði borin upp:

Atkvæðaréttur er bundinn við að hlutafé hafi verið að fullu greitt og að það
hafi verið án veðbanda a.m.k. 24 almanaksmánuði fyrir hluthafafund hvort sem er
aðalfundur eður ei.

Rökstuðningur fyrir tillögu þessari er sá, að bankahrunið síðastliðið haust var
fyrst og fremst vegna spákaupmennsku og að innviðir hlutafélaga var ekki nógu
vel tryggðir sérstaklega gagnvart hagsmunum lífeyrissjóða og smárra hluthafa.

Óskað er að þessi tillaga verði borin fyrst upp þar eð hún gengur væntanlega
lengra en aðrar sem fram hafa komið. Er það í góðu samræmi við almenn
fundarsköp.

Ef þessi tillaga næði fram, þá verða braskaranir valdalausir í félaginu.

Því miður voru gerðar afdrifaríkar breytingar á 6.gr. hlutafélagalaganna nú nýverið sem opnaði allar gáttir fyrir að auka hlutafé í hlutafélögum án þess að einhver verðmæti stæðu að baki þeim.

Því miður eru ekki miklar líkur á að tillaga sem þessi næði framað ganga því hún myndi móralíséra hlutafélagið samstundis.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Ja hérna Guðjón, ekki hverflaði það að mér, að þú værir virkur þátttakandi í heimskapitalismanum.  En svona er lífið.  En að öllu gamni slepptu, þá finnst mér þessi tillaga þín mjög skynsamleg.  Ef hún næði fram að ganga, mundi hún ekki aðeins styrkja stöðu almennra hluthafa og lífeyrissjóðanna, heldur einnig hlutafélaganna sjálfra.  Þar með yrðu þau aftur marktækur hluti íslensks efnahaglífs.

Pjetur Hafstein Lárusson, 19.5.2009 kl. 15:46

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega sammála þessu Mosi og tímabært að taka á þessum málum/ Kveðja/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.5.2009 kl. 16:29

3 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Það verður spennandi að fylgjast með hvort fundarstjórnun er lýðræðisleg og tillagan borin upp á undan öðrum, þar sem hún gengur ansi langt!

Margrét Sigurðardóttir, 19.5.2009 kl. 18:53

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bestu þakkir fyrir athugasemdir.

Til upplýsingar þá sendi eg tillöguna á rafpóstfangið: exista@exista.com en það er skv. heimasíðu þessa félags.

Þegar ekki hafði borist staðfesting fyrir móttöku þá endursendi eg aftur og enn á ný á rafpóstfangið: exista@exista.is  ef það reyndist betra.

Ef atkvæðaréttur í hlutafélagi væri bundinn því einfalda skilyrði að hlutaféð væri að fullu greitt og sé veðbandalaust a.m.k. 2 ár þá er girt fyrir braskið.

Þessir herramenn eru með félög í erlendum skattaskjólum, juku hlutafé í Existu upp úr öllu valdi þó svo að ekki hafi nein verðmæti verið færð inn í félagið, allt löglegt en vitanlega vita siðlaust. Hlutur sem verðlagður var á 40 krónur er núna einungis 2ja aura virði! Sá sem átti 2000 krónur að nafnverði á núna einungis 40 krónur. Það dugar ekki einu sinni fyrir frímerkin! Þessi sami hlutur var þó 80.000 króna virði fyrir tveim árum.

Svona er farið með fólkið í landinu sem taldi sig vera að spara. Það taldi sig vera að tryggja betur lífeyri sinn og þegar lífeyrissjóðir fjárfestu í bönkunum, tryggingafélögunum og fleiri fyrirtækjum, þá töldum við litlu karlarnir að öllu væri óhætt.

Þess má geta að einn stjórnarmaðurinn í Exista gekk út með 280 milljarða út úr Kaupþing síðustu vikurnar fyrir hrun bankanna. Það er nær milljón á hvert mannsbarn í landinu!

Einu sinni var sagt um þjófa að þeir ættu ekki að stela sem ekki kynnu að fela. Mér sýnist á öllu að þeir sem hafa verið að éta fyrirtækin aðinnan, rænt bankana innan frá, þeir ganga hér um sem frjálsir menn. Þóveit það hvert mannsbarn á Íslandi og sjálfsagtvíðar, að þetta eru þeir sem stolið hafa mestu í samfélaginu. Húsabraskarnir kalla til óeirðalögreglu til að reka út úr gömlum illa förnum húsum. Þeir hafa kannski framið öllu alvarlegri glæpi en þeim er hlíft, lögin virðast ekki ná til þeirra að því virðist vera.

Er þetta það sem við viljum?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.5.2009 kl. 20:44

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, Guðjón... þetta er alls ekki það sem við viljum og þessu verður að breyta. Við krefjumst réttlætis.

Gangi þér vel með tillöguna, hún er góð.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.5.2009 kl. 21:16

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Guðjón, þetta er aktívismi í stíl við Vilhjálm Bjarnason og því miður hefðu fleiri þurft að vera eins og hann fyrr. En þessir menn SKULU vera dregnir til ábyrgðar. Ég hefði haldið að tillagan þín ætti greiða leið til að hljóta meirihluta atkvæða en eftir hluthafafund - eða stofnfjáreigendafund í  BYR er ljóst að þessir krimmar sem hafa komið landinu um koll eru enn við stjórnvölinn. Og eru ekkert á leiðinni með að lýsa því yfir að hafa gert neitt rangt.

Ævar Rafn Kjartansson, 19.5.2009 kl. 22:27

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Takk fyrir!

Nú er siðvæðing í stjórnmálum og efnahagsmálum hafin!

Við höfum engu að tapa hvort sem er.

Guðjón Sigþór Jensson, 20.5.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband