Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Straumhvörf í stjórnmálum á Íslandi

Óhætt má segja að miklar væntingar fylgja nýrri stjórn. Stjórnendur Sjálfstæðisflokksins áttu erfitt með að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt staðan er og lungann af árinu í fyrra var reynt með öllum ráðum að draga úr lýsingu á raunverulegu ástandi. Jafnvel hefur verið rætt um að blekkingum hafi jafnvel verið beitt til þess að þjóðin tryði að allt væri í góðu lagi með bankana okkar. Á meðan voru þeir nánast étnir að innan af marflóm Frjálshyggjunnar.

Nú er komin til valda minnihlutastjórnin Jóhanna. Við blasir gríðarlega erfið staða efnahagsmála. Bjarga þarf fjármálum þjóðarinnar, heimilanna og koma þarf atvinnulífinu í gang svo draga megi úr atvinnuleysi. Svipað hefur vart gerst síðan á Kreppuárunum.

Kynning þeirra Jóhönnu og Steingríms á erfiðum verkefnum næstu 80 daga var mjög traustsins verð. Bæði njóta þau mikils trausts og óskandi er að allt gangi að óskum. Við viljum nýtt Ísland, nýtt lýðveldi grundvallað á nýrri og nútímalegri stjórnarskrá sem treystir mannréttindi og lýðræði.

Mosi


mbl.is Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt af virkari eldfjöllum í Alaska

Eldfjallið Mount Redoubt er við fjörð sem nær langt inn í land í sunnanverðri Alaska. Þaðan eru komnar ýmsar trjátegundir sem við höfum flutt efnivið frá Alaska. Margir þekkja bæði stafafuru og sitkagreni af kvæminu Homer sem er um 150 km suðaustur af eldfjallinu. Það er 2.788 m á hæð og er það megineldstöð um 10 km í þvermál. Fjallið er af svonefndri kónsikri gerð, rétt eins og Fujiama í Japan þ.e. að fjallið er mjög bratt og nokkuð reglulegt að lögun.

Það hefur gosið alloft, fyrsta gossins er getið í ritum James Cook sem var á þessum slóðum 1778. Þá er getið gosa 1881, 1902 og síðast gaus það allkröfutglega 1989-90. Stóð það gos í um 5 mánuði. Á slóðinni: http://www.aeic.alaska.edu/Seis/recent/sub/ má skoða upplýsingar um nýjustu skjalftafréttir í Alaska. Ekki er um neina stórskjálfta sá sterkasti 3.4 á Richter vem Íslendingar kippa sér yfirleitt ekki við.

Slóðin á heimasíðu Jarðfræðistofnunar í Alaska um þetta nýjast um eldfjöll þar er: http://www.avo.alaska.edu/activity/Redoubt.php

Gjósandi eldfjöll vekja alltaf mikla eftirtekt. En gos geta verið varhugaverð einkum ef um sprengigos er að ræða eins og gerðist í St. Helena í Wasinghton fylki árið 1980 að ekki sé minnst á enn eldri gos, t.d. St. Pelé á Martinique 1902 og Vesúvíusi 79.

Mosi

 


mbl.is „Jökullinn að rifna í tvennt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband