Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
6.2.2009 | 13:23
Alltaf er gott að vera vitur eftir á
Þegar ballið er að verða búið og margir hafa vaðið á súðum í algleymi frjálshyggjunar, kemur að timburmönnunum.
Nú hefði verið gott aðeiga aðgang að öflugum varasjóð til að hlaupa upp á rétt eins og gömlu bændurnir reyndu ætíð að eiga heyfyrningar til að grípa til þegar beðið var eftir að grasið færi að gróa á vorin.
Nú er komið að skuldadögunum og eitt er víst að ekki eru lengur neinir spennandi tímar framundan fyrir þá sem féllu fyrir öllum freistingunum. En verst er hve almenningur hefur almennt farið illa út úr kreppunni. Margir sitja uppi með himinhá lán þar sem lítil sem engin von er að greiða niður. Aðrir hafa tapað sparifénu sínu sem og lífeyrissjóðir.
Mosi
Segir milljarða tapast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2009 | 13:18
Mengun getur orðið afdrifarík
Vaxandi mengun andrúmsloftsins á höfuðborgarsvæðinu er áhyggjuefni. Mengunin kemur einkum frá ökutækjum, skipum, álverum og nú á seinni árum frá orkuverinu á Hellisheiði. Við erum að sitja uppi með heilsuspillandi umhverfi og eitthverjar virkar mótaðgerðir verður að framkvæma.
Það er ekki aðeins áhrif á heilsu okkar heldur er vitað að zinkhúðin á húsþökunum eyðist fyrr nú en við upphaf mælinga. Vitað er að zinkhúðin eyðist tvöfalthraðar nú en fyrir 30 árum.
Þá veldur svifryksmengun áhyggjum. Notkun nagladekkja er nánast óþörf á höfuðborgarsvæðinu og mætti því skattleggja naglana. Gríðarlegur kostnaður vegna viðhalds gatna mætti spara ognýta fremur til að efla strætisvagnasamgöngur sem ekki veitir af.
Þessi tíðindi eiga að vekja sem flesta til umhugsunar. Margir eru mjög viðkvæmir fyrir mengun. Þannig fer tíðni ofnæmis af ýmsu tagi vaxandi og mengun hefur vissulega áhrif að auka álagið á heilbrigðiskerfinu okkar.
Mosi
Brennisteinsvetnismengun við heilsuverndarmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2009 | 12:41
Raunverulegar ástæður bankahrunsins
Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu um aðdraganda falls íslensku bankanna, sem birtist á vef Seðlabankans í dag. Yfirlýsingin er á 11 síðum en athygli vekur að hvorki er minnst á megin ástæðurnar sem ollu bankahruninu en Ragnar Önundarson hefur bent á:
1. Stjórnendur Glitnir, Kaupþings og Landsbanka gerðu engan greinarmun á fjárfestingarbönkum annars vegar og viðskiptabönkum hinsvegar. Á þessu er regin munur. Fjárfestingabankar áhættusamar fjárfestingar en viðskiptabankar taka lágmarksáhættu þar sem krafist er fyllstu trygginga fyrir lánum.
2. Stýrivextir Seðlabanka ollu því að á Íslandi varð til umhverfi þar sem erlent fé sótti til vegna hávaxta. Svonefnd jöklabréf urðu vinsæll fjárfestingarkostur. Ice-safe reikningarnir verða til og verða vinsælir vegna loforða um háa vexti sem engin innistæða var fyrir.
Stjórnendur Glitnir, Kaupþings og Landsbanka reka bankana þannig að minnir á seglskútu sem siglt er þannig undan vindi að mest áhersla er að ná sem mestum hraða á kostnað öryggis. Og þegar skútan steytir á smáskeri sem auðveldlega hefði verið unnt aðsigla fram hjá, þá strandar skútan með tilheyrandi áföllum.
Sem leikmanni finnst mér bankastjóri Seðlabankans ekki útskýra nógu vel raunverulegar ástæður bankahrunsins. Hann víkur að efasemdum að bankarnir hefðu vaxið of hratt en svo virðist sem einhverjar ráðstafanir hafi ekki verið gerðar af neinu tagi. Við höfum horft upp á fálmkenndar tilraunir Davíðs Oddssonar að þvo hendur sínar. Hvað seðlabankastjórarnir vissu og hvers vegna þeir gerðu ekkert til , er kannski næg ástæða til að bankastjórarnir verði að víkja.
Höfum við e-ð að gera með bankastjóra sem sitja aðgerðalausir meðan skipið sekkur?
Mosi
Mikil andstaða við innlánasöfnun bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2009 | 09:30
Gildi virks eftirlits þings
Ekki er rétt að ásaka Obama fyrir að hafa ekki vitað um þennan annmarka fyrirfram. En eftirlitshlutverk bandaríska þingsins virkar vel og upp hafa komið þessir annmarkar við nákvæmar rannsóknir. Obama viðurkennir mistökin og það gefur honum prik.
Það er nokkuð sem við Íslendingar þurfum að tileinka okkur. Hlutverk þingsins þarf m.a. að vera eftirlitsaðili með framkvæmdarvaldinu. Því miður er það ekki innbyggt í stjórnkerfið heldur hefur framkvæmdarvaldið lengi verið sterkasti og valdamesti aðilinn í þrískiptingu opinbers valds.
Mosi
Obama: Ég klúðraði þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 14:25
Aftengjum tímasprengjuna
Eitthvert furðulegasta uppátæki ráðamanns í starfsstjórn er að skilja eftir sig tímasprengju. Sprengjan var meira að segja sprungin áður en hann yfirgaf ráðuneytið sitt með skömm.
Í stjórnlagapraxís réttarríkisins er hlutverk starfsstjórna ekki annað en að stýra daglegum rekstri ráðuneytisins þangað til nýr ráðherra tekur við störfum. Þó svo að einhverjir aðilar kunni að hafa hagsmuni sem tengjast umdeildri ákvörðun þá hefði slíkur ráðherra bakað sér ábyrgð laga um ráðherraábyrgð og vera kærður fyrir Landsdóm. En sumir stjórnmálamenn telja sér allt leyfilegt. Hefur kannski einhver hagsmunaaðilinn greitt stórfé í kosningasjóð ráðherrans og nú eigi að efna það kosningaloforð? Það skyldi aldrei verða.
Yfirlýsing Steingríms J. um að farið verði yfir þetta mál er mjög varkár að ekki sé meira sagt. Hann vill aftengja tímasprengjuna með fyllstu gát og tillitsemi. Hagsmunaaðilar hafa hafið gríðarlega auglýsingaherferð of væri fróðlegt hversu mikið þeir leggja nú undir.
Ljóst er að hvalveiðar eru í hrópandi andstöðu við hagsmuni tengdum fiskútfluting og ferðaþjónustu. Hvalaskoðun nýtur mikilla vinsælda og væri ábyggilega vel hugsandi að útgerð eins eða jafnvel fleiri hvalveiðiskipa gæti ekki jafnvel skilað meiri tekjum en hvalveiðar. Fram að þessu hefur eigandi þessara skipa ekki ljáð máls á því, hann sér aðeins veiðar sem verkefni fyrir þessi skip. Reikna má með að útgerð slíks skips til hvalaskoðunar væri aðeins brot af útgerðarkostnaði við veiðar, vinnslu og sölu hvalafurða. Það er því undarlegt að eigandinn sjái ekki sömu útrásartækifæri og þau útgerðarfyrirtæki sem byggja afkomu sína á þjónustu við ferðafólk.
Gömlu hvalveiðiskipin eru sem lifandi söfn um fyrri sögu þegar sjálfsagt þótti að deyða og græða.Þau eru knúin áfram af gömlum gufuvélum sem eru mjög hljóðlátar og allra athygli verðar. Nú er unnt að hala inn stórfé án þess að nokkur blóðdrepi þurfi að renna.
Mosi
200 störf slegin út af borðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2009 | 13:42
Hagsmunir litla hluthafans og lífeyrissjóðanna
Hlutafélög hafa almennt ekki verið mikið til umræðu á vettvangi Morgunblaðsins né annarra fjölmiðla. Þó verður að fullyrða að um tíma nutu kaup í hlutafélögum mikillar hylli einkum þegar fyrirtæki og stofnanir í eigu ríkisins voru seldar.
Þegar Búnaðarbankinn var seldur fyrir nokkrum árum (2003) þá var hluthafahópurinn einn sá fjölmennasti um víðan heim og var tekið eftir að um 10% þjóðarinnar ætti hlut í bankanum. Síðan hefur allt gengið á afturfótunum, bankarnir hrunið, efnahagskreppa hefur haldið innreið sína og þorri þjóðarinnar átt við sárt um að binda síðan.
Athygli vekur að hin síðustu misseri hafa ýmsir athafnamenn orðið aðsópsmiklir í íslensku atvinnulífi og eru ástæður þess sjálfsagt margar. Sem smáhluthafi þá hefi eg verið að lesa mig til og eru hluthafalögin ein af uppáhaldslesningum mínum þessa stundina.
Litlir hluthafar sem og lífeyrissjóðirnir greiða fyrir hluti sína í beinhörðum peningum. Með breytingalögunum sem voru samþykkt 21. maí 2008. Veturinn 20072008 var ákvæðum hluthafalaganna (frá 1995) breytt á þann veg að opnuð var greið leið braskara til að yfirtaka hlutafélögin. Var þar vísað til óljósra ákvæða í EES samninginn. Í nefndaráliti Viðskiptanefndar Alþingis segir: Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög hvað varðar greiðslu hlutafjár í öðru en reiðufé við stofnun eða hlutafjárhækkun. Breytingin felst einkum í því að verði frumvarpið að lögum verður í ákveðnum tilvikum ekki krafist sérfræðiskýrslu þegar hlutir í hlutafélögum eru greiddir í formi verðbréfs eða peningamarkaðsskjals eða verðmæti greiðslu fyrir hluti kemur beint fram í endurskoðuðum, lögmæltum ársreikningum. Samkvæmt lögum um einkahlutafélög er við stofnun eða hækkun hlutafjár ekki gerð krafa um sérfræðiskýrslu heldur yfirlýsingu frá löggiltum endurskoðanda eða lögmanni, sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna. Því er lagt til að í sérstökum tilvikum þurfti slík yfirlýsing ekki að fylgja. Í frumvarpinu eru einnig lagðar til rýmkaðar reglur um eigið fé hlutafélaga auk þess sem lögð er til breyting til einföldunar á ákvæði um tilgreiningu á heimili félags í samþykktum þess. Heimild: http://www.althingi.is/altext/135/s/0966.html Með þessu eru hagsmunir smárra hluthafa og lífeyrissjóða vægast gerður mjög lítill. Með því að framvísa skjölum og ýmiskonar blekkingartilfæringum er unnt að yfirtaka félög á tiltölulega eindfaldan. Hvorki þarf einu sinni að sýna fram á raunveruleg verðmæti eigna til kaupa á hlutum með eða án yfirlýsinga né þaðan af síður að greiða fyrir hlutina með reiðufé. Þetta frumvarp tók Alþingi einungis rúmlega kortér að afgreiða í þrem umræðum. Einungis tveir þingmenn tóku til máls, Björgvin Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra og Guðfinna Bjarnadóttir framsögumaður nefndarinnar.Afleiðingin hefur verið skelfileg í mörgum fyrirtækjum: þeir sem áttu stóra hluti og gátu myndað meirihluta, hafa nánast yfirtekið fyrirtækin og rænt þau. Gott dæmi þessa er tryggingafélagið Exista sem áður var eitt fjölmennasta hlutafélag landsins. Sumarið 2008 var gjörnýtt af mörgum bröskurum og nú sitja margir litlir hluthafar og lífeyrissjóðir eftir með sárt ennið: Eignir hafa verið verulega skertar eða bókstaflega verið strikaðar út.
Hér í framhaldi er lagafrumvarpið eins og það kemur af skepnunni: http://www.althingi.is/altext/stjt/2008.047.htmlMosi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 13:32
Hvað eiga Pinocet einræðisherra Chile og Davíð Oddsson sameiginlegt?
Vonandi eiga þeir sem fæst sameiginlegt en eftirminnilegt var þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson varði valdaræningjann og einræðisherrann Pinócet á sínum tíma. Gott ef Hannes bætti ekki við auk þess við að Pínó þessi væri bara hinn vænsti maður og væri öðrum þjóðhöfðingum góð fyrirmynd.
Davíð á sér formælendur fáa nú. Sagan hefur þá tilhneygingu að yfirleitt eru gagnrýnin reynist oft vera óvægin sem gert hafa afdrifarík mistök og þráast við að viðurkenna þau.
Því miður hefur Davíð sjálfur þótt vera harður í horn að taka og verið mjög óvæginn, jafnvel miskunnarlaus. Nú er sól hans að hníga til viðar.
Mosi
Hannes Hólmsteinn: Óvinir Davíðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 10:49
Hver hefur beitt fyrir sig einelti?
Sú var tíðin að enginn mátti hafa aðra skoðun á neinu hversu lítilvægt það var nema bera það fyrst undir þáverandi formann Sjálfstæðisflokksins. Þannig var Ólafur F. Magnússon flæmdur út úr Sjálfstæðisflokknum og litlu síðar þegar Katrín Fjeldsteð leyfði sér að hafa efasemdir um ágæti Kárahnjúkavirkjunar, þá var henni bolað burt úr þingliði flokksins.
Einhverju sinni leyfði rithöfundur nokkur að hafa opinbera skoðun á háttum þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann var kallaður fyrir í Stjórnarráðið og bláa höndin kom eftirminnilega til sögunnar. Sami formaður beitti skattalögreglu landsins og sérstökum saksóknara gegn einum manni árum saman. Þó voru ýms fleiri mál sem ekki síður var þörf á að skoða nánar og þaðjafnvel af meira tilefni.
Að ræða um einelti og í því sambandi að tengja það við þann mann sem gjarnan beitti opinberu valdi sínu að gera það sama, er veruleika firrtur. Fyrrum þingforseti mætti líta betur í eigin rann og setja upp sólgleraugu til að fá ekki ofbirtu af höfuðdýrðling sínum.
Mosi
Yfirlýsingar jaðra við einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 09:24
Davíð ber að víkja - tafarlaust!
Þegar Davíð yfirgaf Stjórnarráðið og fór í Seðlabankann var það vægast sagt gert á mjög umdeildan hátt: Sú venja hafði verið milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að þessir flokkar einir nánast áttu bankastjórastólana. Sérstaklega var staða yfirbankastjóra eign Sjálfstæðisflokksins. Þannig var staða bankastjóra aldrei auglýst heldur skipaði Davíð eiginlega sjálfan sig sem yfirbankastjóra. Það var því mjög umdeild ákvörðun og sæmir ekki þjóð þar sem eðlilegar lýðræðisreglur eru virtar.
Meðan ekki reyndi sérstaklega á þetta fyrirkomulag þá gekk þetta. En nú er sældartími flokksræðis á Íslandi vonandi að þoka fyrir raunverulegu lýðræði.
Um leið og bjátar á og hvað þá þegar allt fjármálakerfi heims fer úr skorðum, þá er mjög mikilvægt að vel lærður og reynslumikill fagmaður sé þar við stjórnvölinn. Við getum kannski líkt þessu við knapa sem situr hest. Ekki skiptir máli ef knapinn kann ekkert þá getur hann setið hvaða barngóðan hest sem vera mætti. En um leið og óvanur knapi sest á gæðing sem þarf góðrar stjórnunar við, þá er hætta nokkur að viðvaningnum verði hent af baki við fyrsta tækifæri. Nú er komin sú staða að hvarvetna í hinum alþjóðlega fjármálaheimi eru fjármálamenn forviða að fyrrum stjórnmálarefur sé yfirmaður seðlabanka sem leikur lykilhlutverk í þeim erfiðleikum sem nú þarf að leysa úr.
Það er því oft þörf en nú er algjör nauðsyn að skipta út stjórn Seðlabanka Íslands. Davíð er því miður vanhæfur og honum væri hollast að víkja hið snarasta. Frekari þráseta hans væri beinlínis heimska.
Mosi
Seðlabankastjórar víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.2.2009 | 10:54
Tekið til eftir frjálshyggjupartíið!
Gott er að við Íslendingar höfum núna ríkisstjórn sem vill gjarnan láta hendur standa fram úr ermum og gera það sem fyrir löngu átti að vera búið.
Einhvern tíma var sagt að erfiðara væri að stjórna í góðæri en hallæri. Það má til sanns vegar færa svo langt sem það nær en þessir erfiðleikar eru fyrst og fremst vegna alvarlegra mistaka þegar vel áraði.
Aldrei átti að einkavæða ríkisbankana með þeirri aðferðafræði að afhenda þá mönnum sem greinilega gerðu engan mun á rekstri fjárfestingabanka og viðskiptabanka. Þeir gerðu þau reginmistök að veita veltufé í gríðarlegar fjárfestingar sem gat ekki staðist til lengdar.
Þá hefur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn bent á að þessi ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar hafi verið allt of stór framkvæmd fyrir litla hagkerfið Ísland. Við erum að súpa af afleiðingunum að þetta örsmáa hagkerfi snögghitnaði og gervigóðæri varð til án þess að nein verðmætaaukning stæði á bak við. Búið var að vara við þessu bæði af hagfræðingum, náttúrufræðingum og tugum þúsunda Íslendinga en ekkert tillit var tekið til slíks.
Þá er mjög umdeilanlegt að kynda undir vaxtaokrið með hækkun stýrivaxta þegar dýrtíðin vegna gegnisfalls íslensku krónunnar veður uppi. Þegar verðbætur voru teknar upp þá voru raunvextir lágir þegar dýrtíðin óx og öfugt þegar dró úr dýrtíðinni.
Allir Íslendingar vænta mikils af ríkisstjórninni sem setur mörg merkileg markmið í stefnuskrá sína. Nú verður tekið til eftir Frjálshyggjuna sem því miður reyndist okkur vera eins og hvert annað mýraljós út í botnlaust skuldafenið. Nú þarf að hafa upp á sem mestu af þeim verðmætum sem glötuðust til að draga sem mest úr kollsteypunni.
Mosi
Stjórnarskiptin vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar