Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Ríkisstjórnin er ekki með réttu ráði

Hugmynd Guðlaugs Þórs ber með sér að hafa verið unnin á handahlaupum og illa undirbúin. Að spara á þennan hátt hefði aldrei gengið upp í frjálsu samfélagi.Leita þarf sennilega til blómatíma Kommúninstaflokks Ráðstjórnarríkjanna til að finna einhverjar hliðstæður. Óskandi er að sem fæstir og helst enginn sakni þess þjóðskipulags.

Spurning er hvort ekki væri hugsandi að fá lánuð hermdarverkalögin hjá Gordon Brown og setja þau á Guðlaug Þór. Lög þessi er sögð fremur lítið notuð og að sögn hafi í raun einungis einu sinni reynt á þau: að koma ríkisstjórninni á Íslandi í skilning um að Bretar vildu gjarnan hafa tal af ráðamönnum til að ræða alvarlega stöðu í fjárhagsmálum vegna þessara Icesafe-reikninga.

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að afnema siðareglur í fasteignasölu. Hvað verður næst? Verða læknar, lögfræðingar, prestar og aðrar starfsstéttir einnig leystar undan siðareglum? Ríkisstjórnin er gjörsamlega úr takti við alla skynsemi og það er ekki aðeins Guðlaugur Þór sem ber að segja af: Öll ríkisstjórnin á að segja af því hún hefur verið steinsofandi undanfarið ár þegar allt hefur verið að fara í kaldakol. Ríkisstjornin er gjörsamlega rúin trausti og hennar vitjunartími er fyrir löngu runninn upp.

Mosi


Á að afnema siðareglur í fasteignasölu?

Á fréttaveitunni visir.is er nýjasta fréttin núna rétt áðan: Fasteignasalar losaðir undan siðareglum.

Þar er greint frá viðtali við Grétar Jónasson framkvæmdastjóra Félags fasteignasala.Hann segir að í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um sölu fasteigna sé gert ráð fyrir að fasteignasalar séu ekki lengur bundnir af því að fylgja siðareglum í störfum sínum.

Hvernig stendur á þessu? Getur verið að ríkisstjórnin sé svo gjörsamlega léttlynd að ekki sé nóg að gert að einkavæða allt sem lífsanda dregur á Íslandi. Hvað verður næst? Verða læknar, lögfræðingar, prestar og aðrar starfsstéttir einnig leystar undan siðareglum?

Það væri ef til vill fremur ástæða að skerpa á siðareglum í þjóðfélaginu og sérstaklega á Alþingi Íslendinga og í Stjórnarráðinu. Oft er þörf en nú er fátt þarfara en að efla góða siði á þeim bæjum.

Sjá nánar: http://www.visir.is/article/20090108/FRETTIR01/856358429

Mosi


Mesta stjórnmálaviðrini landsins?

Guðlaugur Þór er einstakur klaufi. Honum hefur ævinlega fylgt mikill bægslagangur og stórar fullyrðingar. Núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn með Samfylkingu hefur gert þennan klaufa að ráðherra þá hefst hann handa við að rústa heilbrigðiskerfi landsins.

Verkin tala:

Þegar Guðlaugur Þór var í borgarstjórn gekk mikið á í áróðri hans vegna Línu-Net. Nú heyrist hvorki hósti né stuna um það mál. Hverju skyldi það sæta? Jú það skyldi þó ekki vera að sú framkvæmd hafi skilað margföldum kostnaði aftur til baka í sjóði Orkuveitunnar?

Síðan Guðlaugur Þór settist á þing hefur hans uppáhaldsmál verið að veita matvöruverslunum landsins rétt að selja brennivín og bjór. Að vísu léttvín og bjór svo réttar og nákvæmar sé að orði kveðið. Skyldi þessi breyting á verslunarháttum landsmanna vera  forgangsmál í huga þessa voðalega ráðherra?

Nú hefur þessi maður lagt fram hugmyndir sínar hvernig hann hyggst bókstaflega rústa heilbrigðiskerfi landsmanna. Við höfum horft upp á nauðungarflutninga eldra fólks á Akureyri þar sem það er drifið út úr rúmunum og ekið í tveggja manna stofur suður í Kristnes. Þetta er sennilega rétt byrjunin á einhverri uppstokkun undir yfirskini hagræðingar. 

Nú á að senda starfsfólk nauðungarflutningum langar leiðir ef það vill starfa við hliðstæð störf og verið hefur. Sjúklingar skulu sendir út og suður án þess að það sé spurt. Ætli aðstandendur þeirra sjúklinga sem sendir eru í uppskurð suður í sveitarfélag flokksfélaga Guðlaugs Þórs, Árna Sigfússonar, verði gert auðveldar að heimsækja ættingja og vini?

Þessar hugmyndir eru mjög illa undirbúnar og ætla mætti að heilbrigðisráðherrann hafi dottið niður af þakinu heima hjá sér og orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Undarlegt að svo virðist að þessar hugmyndir hafi ekki verið bornar aðra en innvígða einkavæðingarmenn rétt eins og málið varði enga aðra en þá.

Guðlaugur Þór er klaufi. Hans mestu mistök voru að hasla sér völl í stjórnmálum því þar áhann ekkert erindi. Því miður er hann eins og hvert annað viðrini. Hafa Davíð Oddsson og Geir Haarde fengið samkeppni?

Mosi


mbl.is Ráðherra segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig fóru menn að hala inn svo miklu fé?

Því miður er traust til aðstandenda þessara fyrirtækja Exista og Kjalar ekki upp á marga fiska.

Þeir hafa bókstaflega kjaftað niður vátryggingafyrirtækið Exista og bjóða öðrum hluthöfum smánarkjör. Fyrir nokkrum árum fékk eg og fjölskylda mín sendar um 1100 krónur í hlutafé. Þá nam gengi félagsins nokkrum tugum króna. Nú er boðið upp á tvo einseyringa fyrir hverja krónu! Það þýðir að hlutur sem var að verðgildi kr.30.000 er kominn í kr.22! Það dugar ekki einu sinni fyrir frímerkinu til að senda okkur kostaboð þeirra athafnarmannanna!

Exista tók við blómlegu búi Brunabótafélagsins sem stofnað var 1905. Það var í nær heila öld rekið með miklum myndarskap af traustum starfsmönnum sem snúa sér ábyggilega í gröfinni ef þeir mættu fá vitneskju um hvernig komið er fyrir félaginu. Fyrir hagnaðinn af félaginu var tækjabúnaður Slökkviliðsins í Reykjavík mjög efldur og er meira að segja fullyrt að rekstur þess hafi að verulegu leyti kostað af félaginu. Nú virðist allt þetta mikla stofnfé hafa ratað í önnur verkefni í vasa auðmanna. Í eftirtöldum færslum má lesa nánar um viðhorf undirritaðs:

http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/765638/

http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/763008

Nú munu skattayfirvöld hafa hafið könnun á umsvifum auðmanna með undanskot hagnaðar frá skatti í huga. Væntanlega kemur sitt hvað í ljós enda er þessa gríðarlega eignasöfnun sjúkleg. Gunnar Dal heimspekingur og skáld vill meina að vissu marki hefur mannshugurinn stjórn á sínum peningamálum. En þegar skuldlausar eignir fara að nálgast 50-100 milljónir gerist það að þá hafa mennirnir ekki stjórn á peningunum heldur verður n.k. „stjórnarbylting“ í huga viðkomandi: allt í einu eru það peningarnir, auðurinn sem tekur völdin og fer að stýra öllu því sem viðkomandi tekur sér fyrir hendur. Þá verða menn hinir verstu aurapúkar og svífast jafnvel einskis, aðeins er hugsað að afla meira fjár þó enginn tilgangur sé með því annar en að auðgast enn meir.

Gamalt þýskt máltæki segir: „Das letzte Hemd hat keine Taschen“. Því má snara á okkar tungu: „Líkklæðin hafa enga vasa“. Við eigum gamalt og gott orðatiltækium svipaða hugsun: „Margur verður af aurum api“.

Mosi


mbl.is Eiga 650 m. evra inni hjá gamla Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskiljanleg og siðlaus krafa

Þegar neyðarlög Geirs Haarde voru samþykkt í þinginu 6.10. var tilgangurinn að forða bönkunum frá algjöru gjaldþroti. Það tókst ekki betur til en svo að breski forsætisráðherrann beytti Íslendinga hermdarverkalögum enda er með öllu óskiljanlegt hvers vegna ekki höfðu þá þegar verið hafnar viðræður við Breta.

Tilgangurinn Geirs og félaga var sem sagt að reyna að bjarga bönkunum sem ekki tókst betur til en svo. Í lögum þessum er ekki unnt að gera aðrar kröfur í bú bankanna en í innlánsreikninga enda eru forsendur fyrir efndum einhverra samninga gjörsamlega brostnar. Bönkunum verður aldrei gert að inna af hendi efndir við suma samningsaðila sem augljóslega verður á kostnað annarra. Og að krefjast langtumhærra gengis en hið opinbera gengi Seðlabanka er með gjörsamlega órökstutt og siðlaust.

Kröfu þeirra Exista og Kjalarmanna verður því að lýsa þegar bankarnir verða teknir gjaldþrotaskipta ef af verður. Fyrr verður ekki unnt að taka afstöðu til hennar fremur en annarra t.d. hlutafjáreigenda sem að svo stöddu virðast hafa tapað öllu sínu fé, þ. á m. undirritaður sem tapaði andvirði eins jeppa.

Hvers vegna eru forsvarsmenn Exista og Kjalar með þessa kröfu? Þeir eru góðu vanir enda var sá háttur að þeir gátu afgreitt sig að mestu sjálfir í bönkunum með þeim áhrifum og trausti sem þeir höfðu í samfélaginu. Þessir menn hafa halað inn ógrynni fjár á kostnað okkar hinna sem höfðu ekki sömu aðstöðu og áhrif og þeir. Þessir aðilar nutu þess að fá mikið fé og mikil áhrif á tiltölulega auðveldan hátt meðan þorri þjóðarinnar sem vildi eignast hlut í Búnaðarbankanum varð að greiða fyrir sína hluti með beinhörðum peningum. Um Exista er það að segja að stór hluti af því fyrirtæki er Brunabótafélag Íslands sem var elsta starfandi vátryggingafyrirtækið á Íslandi stofnað 1905. Það var alltaf mjög vel rekið en var notað eins og hvert annað tækifæri fjárglæframanna til að auðga sjálfa sig á kostnað annarra.

Því miður er traust til aðstandenda þessara fyrirtækja Exista og Kjalar ekki upp á marga fiska.

Mosi


mbl.is Krafa Kjalars 190 milljörðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðflokkurinn - hvenær verður dánarvottorðið gefið út?

Í dag var eg á góðum mannfundi og þar hitti eg gamlan vinnufélaga en afi hans var Jónas frá Hriflu. Spurði eg hann hvernig honum litist á stöðu mála með gamla stjórnmálaflokk afa síns. Hann spurði mig hvort eg meinti Blóðflokkinn?

Lengi vel hefur Framsóknarflokkurinn haft B sem listabókstaf. Það færi vel á því að skíra þessar flokksleifar Blóðflokk enda er spurning hvort honum sé að blæða út.

Það er því nokkuð hlálegt þegar sumir flokksmenn með einn fyrrum flokksformann taka sér í munn orðasamband sem notað er þegar braskarar yfirtaka hlutafélög. Mat þeirr er að braskarar séu að taka þennan flokk yfir og þá er að öllum líkindum stutt eftir að gefa megi út dánarvottorðið.

Á þann reit þar sem getið er um orsök andláts má rita skýrum stöfum: Of margir læknar - eða öllu heldur of margir ráðríkir formenn.

Mosi

 


mbl.is Fjandsamleg yfirtaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju grímur?

Myndi gjarnan koma og vera með við friðsöm mótmæli spillingar og valdníðslu. En mér finnst vera fyrir neðan allar hellur að bera grímu - öðru vísi er á grímudansleik, þar setur fólk upp grímur í vissum tilgangi.

Það er lítill tilgangur að vera með grímur við mótmæli. Það kann að vera einhver annarlegur tilgangur með því sem eg er ekki tilbúinn að taka þátt í.

Vona eg að sem flestir hafi sömu eða svipaða skoðun og eg.

Mosi

 


mbl.is Mótmæli boðuð í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn: musteri spillingar og valdagleði

Framsóknarflokkurinn er elsti stjórnmálaflokkurinn sem nú á fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Upphaflega var þetta flokkur bænda og sveitafólks en á undanförnum árum og áratugum hafa braskarar verið að hasla sér völl í flokki þessum. Spilling og undirferli hefur verið megineinkenni hans, fyrirgreiðslupólitík viðgengist oft af versta tagi og er ekki gott að segja hvenær púki þessi hefur þrútnað meir: þegar Framsóknarflokkurinn er í helmingaskiptastjórn með Sjálfstæðisflokknum eða stýrir sem aðalflokkur vinstri stjórn. Alla vega hafa ekki verið margir fleiri kostir í stöðunni.

Við sitjum uppi með rústaðan efnahag eftir glórulausar ákvarðanir sem Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð öðrum flokkum fremur:

1. Kvótakerfinu var komið á fyrir forgöngu Framsóknarflokksins. Það hefur lengi þótt bæði ranglátt og hafi fleiri annmarka en kosti. Það er talið vera ein meginástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir efnahag Íslendinga enda varð brask með kvóta til að hvetja braskara til stærri og umfangsmeiri athafna.

2. Ákvörðunin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar var fyrst og fremst ákvörðun Framsóknarflokksins. Formaður flokksins, Halldór Ásgrímsson gerði sér grein fyrir að gengi flokksins væri bundið því, að flokkurinn lofaði einhverjum atvinnubótum á Austurlandi. Og þessi umdeilda framkvæmd var einfaldlega of stór fyrir lítið hagkerfi sem okkar og til varð tímabundið gervigóðæri.

Við Íslendingar sitjum uppi með meiri vandræði af völdum þessa eina flokks öðrum fremur. Fagurgali mikill og djarflegur mjög fyrir kosningar hverjar minnir einna helst á harmónikku. Eftir kosningar dregst belgur harmoníkkuloforðanna saman og heyrist jafnvel ekki múkk meir úr belgnum fyrr en skömmu fyrir næstu kosningar. Þá er tími blekkinganna aftur runninn upp.

Hvort Framsóknarflokkurinn verður stærri eða minni en nú er, gildir einu. Braskið verður áfram meginmarkmið þeirra sem stýra flokknum og upphafleg markmið hans að styðja við atvinnuvegi landsmanna einkum til landsins eru þessum bröskurum fyrir löngu gleymd. Bændur og annað fólk á landsbyggðinni hafa allt of lengi verið haft að fíflum. Nú þurfa allir að snúa sér annað sem ekki hafa gert það nú þegar, - og helst fyrir löngu.

Óskandi er að Framsóknarflokkurinn heyri sögunni til. Saga hans verður héðan í frá best geymd á öskuhaugum sögunnar með öðru glysi og glingri sem kemur engum að gagni.

Mosi


mbl.is Hiti á fundi framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilningsleysi Sjálfstæðisflokksins

Því miður er svo komið fyrir Sjálfstæðisflokknum að hann virðist hvorki skynja né skilja hver séu grunnþjónusta við íbúa landsins. Hjá þessum flokki sem vonandi minnkar fylgi sitt sem mest vegna lélegrar frammistöðu.

Megintakmark þessa flokks virðist vera að einkavæða sem mest og sem hraðast án þess að gerðar séu minnstar ráðstafanir til að sú einkavæðing geti orðið árangursrík. Dæmi er um bankana þar sem allt var gert frjálst, losað um allar hömlur græðginnar. Þannig var bindiskyldan afnumin, engin öryggisákvæði sett í landslög varðandi heimildir einkavæddra banka né sett ákvæði í skattalög til að koma í veg fyrir að óskattlagður hagnaður væri fluttur úr landi. Um þetta snýst umræða meðal helstu skattsérfræðinga í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn er á góðri leið að stórskemma heilbrigðisþjónustuna. Einnig hefur samgöngukerfið orðið fyrir þungum búsifjum t.d. með afnámi strandsiglinga á sínum tíma með stórauknum landflutningum sem hafa stórskaðað þjóðvegakerfi landsmanna auk valdið aukinni slysatíðni. Almenningssamgöngur eru heldur ekki uppi á pallborðinu og er dapurlegt að íbúum Akraness, Borgarbyggðar, Hveragerðis og Selfoss er boðið upp á slíkar samgöngur að þær eru dýrari en með einkabíl!

Svona má lengi telja. En það sem virðist mega fleygja miklum fjárhæðum út um gluggann eru fjárveitingar fyrir einhverjar stofnanir tengdar hernaðarumsvifum og einnig vitagagnslausar stofnanir á borð við Fjármálaeftirlit og annað sem ekkert hefur komið að gagni fyrir okkur.

Mosi


mbl.is Lýsa óánægju með vinnubrögð ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirbúningur málshöfðunar - Athafnamenn í kreppunni

Að höfða mál kallar á vandasaman undirbúnig þar sem allar forsendur og staðreyndir sem málið varðar þurfa að liggja fyrir. Eftir því sem tíminn hefur liðið, virðist staðreyndin vera sú, að bresk stjórnvöld  réru því öllum árum að fá íslensk stjórnvöld til viðræðna um lausn þessarar deilu og ágreinings sem tengist Icesafe reikningum Landsbankans. Í ljós hefur komið að Bretar höfðu tillögu um að taka að sér ábyrgð á þessum vandræðum gegn 200 milljóna punda gjaldi. Ríkisstjórn Geirs Haarde virðist annað hvort hafa verið úti á þekju eða ekki skilið Bretana heldur tekið þá stefnu að láta eins og ekkert væri að. Fjármálaeftirlitinu var meira að segja notað til að beita vísvitandi blekkingum með kolrangri yfirlýsingu um að íslenska bankakerfið stæðist svonefnt álagspróf. Geir Haarde vissi eða mátti vita hvernig málin stóðu alla vega frá því snemma í vor. Hann hefur talið þjóðinni trú um aðallt hafi verið í góðu lagi en upplýsingar frá Bretlandi virðast ekki styðja gáleysi hans gagnvart þessum gríðarlegu ábyrgðum sem ekki var undir neinum kringumstæðum að skauta fram hjá.

Sem yfirklór hefur Geir Haarde látið Alþingi samþykkja fjárhagslegan stuðning við þá sem vilja reyna sig í glímu við breska ljónið. Þú glíma verður hvorki létt né árennileg. Bretar virðast hafa haft sínar ástæður fyrir þvíhvers vegna þeir beittu bresku hryðjuverkalögunum á hagsmuni Íslendinga. Þeir áttu kannski engra annarra kosta völ fyrst Geir Haarde og ríkisstjórn hans sigldi þjóðarskútunni með bundið fyrir bæði augu að feigðarósi.

Það ótrúlegt að Geir Haarde sem sagður er hafa mjög ítarlega og góða hagfræðimenntun hafi ekki áttað sig á þessu. Skýringin kann að vera sú að hann hefur talið að „allt þetta reddist“! Að forða heilli þjóð frá kollsteypu er auðvitað ekki létt verk en hvers vegna sitjum við uppi með fagmann sem forsætisráðherra sem liggur á öllum mikilvægustu upplýsingum og sinnir ekki þeim skyldum að leysa þessi mál í samráði við Bretana.

Þegar skuldari veit, að hann geti ekki staðið í skilum, er besta ráðið að fara til kröfuhafans og ræða við hann, greina frá stöðu mála og fá einhvern gjaldfrest. Þetta heitir meðal innheimtumanna „að biðja um gott veður“. Viðkomandi hefur þá reynt með því að greina frá stöðu mála sinna, kannski reitt fram greiðslu upp í kröfuna eftir því sem geta hans leyfir þannig að kröfuhafinn veit þó að viðkomandi sé viðræðuhæfur og reyni að standa við skuldbindingar sínar. Málflutningur er bæði vandasamur, fyrirferðamikill, tímafrekur og rándýr. Það verður því að meta með ísköldu mati hvort það yfirleitt borgi sig að leggja út í málatilbúnað.

Athafnamenn í kreppunni: 

Sjálfsagt á sitt hvað eftir að koma í ljós. Sumar upplýsingar um stöðu mála verða sjálfsagt staðfestar og þá reynir á raunverulegan hátt hvaða leiðir kunna að koma best við málsókn gegn Bretum. En sjálfsagt er ekki eftir miklu að búast þó hátt sé reitt til höggs.

Margir litu á hlutabréf í bönkum vera nánast gulltryggingu. Undir venjulegum kringumstæðum eru flest ef ekki öll fyrirtæki farin fjandans til áður en bankar leggi upp laupana. Meira að segja í upphafi Kreppunnar á sínum tímavar grundvöllur fyrir stofnun tveggja banka á rústum Íslandsbankans eldri. Það hefur mörgum þótt vera einkennilegt.

Sjálfur átti eg nokkuð af hlutabréfum í bönkunum sem féllu eins og spilaborg í upphafi október s.l. Sum bréfin hafði eg keypt síðan fyrir um 20 árum: Verslunarbankinn, Framkvæmdabankinn,Íslandsbanki, Fjárfestingarsjóðurinn Auðlind og fl., allt afgangur af sjálfaflafé, arður af eldri hlutabréfum og annar sparnaður. Þar var samankomið andvirði um meðalstórs jeppa. Nú er allt þetta horfið fyrir afglöp af völdum kæruleysis stjórnvalda og léttúðar stjórnenda banka og „útrásarvíkinga“.

Nú vaða hrægammarnir uppi. Í Fréttablaðinu í dag er auglýsing frá einhverju braskfyrirtæki í eigu tveggja bræðra sem nefna sig „Bakkabræður“. Þar er hluthöfum fyrirtækisins Exista boðnir heilir 2 aurar fyrir hverja krónu hlutafjár. Sjálfur á undirritaður ásamt fjölskyldu minni um 1.100 krónur að nafnvirði í fyrirtæki þessu. Hlutur okkar sem var um 25.000 króna virði fyrir nokkrum misserum er núna í augum þessara sömu „Bakkabræðra“ 22ja króna virði. Það rétt dugar fyrir umslaginu utan um bréfið sem væntanlega er inn um bréfalúguna. Frímerki fyrir sama umslag kostar um þrefalt þessa smánarboðs.

Svona er kreppan í allri sinni dýrð - og hörmungum. Sumir ætla sér stóran hlut meðan flestir tapa sparnaði sínum í formi hlutafjár. Við áttum þessi hlutabréf meðan braskaranir stofnuðu ný braskfyrirtæki, keyptu bankana með manni og mús en vilja erfa allt það sem slægur er í.

Gamalt þýskt máltæki segir: „Das letzte Hemd hat keine Taschen“. Því má snara á okkar tungu: „Líkklæðin hafa enga vasa“. Við eigum gamalt og gott orðatiltækium svipaða hugsun: „Margur verður af aurum api“.

Nú er helsta von okkar og ósk, að skattyfirvöld hafi hendur í hári þessara braskara og að þeir fái að taka þátt í rekstri þjóðfélagsins ekki síður en við hin sem höfum haldið uppi þunga og erfiði samfélagi dagsins.

Mosi

 


mbl.is Vítaverð hagsmunagæsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband