Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Þetta vissi hver heilvita maður

Auðvitað mátti hver einasti hugsandi maður og kona vita að einhliða upptaka evru væri þyrnum stráð. Nú hefur einn af mikilvægustu efnahagssérfræðingum í Bretlandi greint okkur frá þessu og fært mjög skír og skorinort rök fyrir því. Vonandi í eitt skipti fyrir öll!

Þeir íslensku stjórnmálamenn sem töldu þetta vera færa leið hafa sýnt af sér mikinn barnaskap. Þeir ættu sóma sinn vegna að draga sig í hlé svo þeir séu ekki að afvegaleiða þjóðina á viðsjárverðum tímum.

Mosi


mbl.is Einhliða upptaka evru óviðeigandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigum sýslumanninn á Selfossi á stórbraskarana

Hvað er þetta annað en spilling?

Að fá stórfé að láni til gera einhverjar gloríur án þess að tapa á því stórfé er leikur útrásarvíkinganna margtöluðu. Þetta er mjög óeðlilegt í alla staði og einkennilegt að verið sé að reyna að draga fólk á asnaeyrunum hvort sem það eru skattborgarar á Íslandi og litlu hluthafarnir í bönkunum sem ekki gátu varið sig gegn þessu braski.

Sýslumaðurinn á Selfossi boðar hertar aðgerðir gegn þeim sem skulda skatta. Sennilega eru flestir af þessari 370 manna hjörð í umdæmi hans fyrir löngu orðnir eignalausir með öllu og þessi fyrirhöfn því til lítils annað en að staðfesta það.

Spurning hvort ekki ætti að beina athafnagleði sýslumannsins á Selfossi að tuska til aðeins grafaræningjana eða útrásarvíkingana? Siga mætti honum á skattapardísir þær sem skattsvikinn ofurgróði fer til en óvíst hvort komi til okkar aftur. Sýslumaðurinn á Selfossi var áður skattstjóri á Ísafirði áður en hann gerðist sýslumaður þar og enn síðar á Selfossi. Honum ætti að vera vel kunnugur skattréttur og hafa töluverðan praxís í honum.

Nú þarf að virkja alla þá sem þekkingu hafa og reynslu til að geta bjargað sem mestu af skattsviknum gróða aftur til landsins. Hvaða kontóristi sem er gæti séð um þessi viðvik sem sýslumaðurinn á Selfossi ætlar sér að taka sér fyrir hendur. En maður með þessa ágætu eiginleika og áhuga ætti að vera sjálfskipaður réttargæslumaður íslenskra skattborgara og koma lögum yfir þessa herramenn sem nú hafa verið að grafa undan efnahag þjóðarinnar með ævintýralegu braski sínu og undanskoti eigna í skattaparadísir.

Mosi


mbl.is Milljarðalán án áhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlátur dómur

Við lauslegan yfirlestur á dómnum þá er sennilega um réttlátan dóm yfir þessum erlenda manni sem gerði tilraun að smygla umtalsverðu magni af fíkniefnum til landsins. Nú hefur þessi maður sem mun vera kominn af léttasta skeiði hafa komið við sögu sakamála áður og sumt alvarlegt þá er ljóst að um sé að ræða sakborning sem líklegt er að hafi verið tilbúinn í e-ð sem ekki er löglegt.

Dómurinn er tiltölulega stuttur og er miður að ákærði virðist ekki hafa vitað mikil deili á þeim mönnum sem hann var í tengslum við og hafi að sögn hans komið honum til að fremja smygltilraun þessa.

Eina formlega aðfinnslan er að ekki komi fram fæðingardagur ákærða í dómnum eins og venja hefur verið. Vonandi verður þessi maður sendur í afplánun í heimalandi sínu enda er svona „sending“ ekki til að bæta ástandið í fangelsismálum þjóðarinnar sem stendur. Mjög umtalsverður kostnaður fylgir rekstri fangelsa og mun vera mun ódýrara fyrir samfélagið að hafa afbrotamenn í dýrustu hótelum á borð við Hótel Sögu en vista þá bak við rimlana á Litla-Hrauni.

Mosi


mbl.is Þýskur maður dæmdur í fimm ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stýrivextirnir

Hvenær skyldu nátttröllin á Íslandi átta sig á að himinháu stýrivextirnir hafa verið að sliga einstaklinga, fyrirtæki og sveitafélög? Mættum við fá svona bankakalla eins og Ungverjar til starfa í okkar Seðlabanka?

Mosi


mbl.is Ungverjar lækka vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýju fötin keisarans?

Raunverulegar breytingar eða aðeins til málamynda?

Viðtalið við þennan nýja og unga formann er góðra gjalda vert svo langt sem það nær. Hann talar fyrir nýjum áherslum og stefnubreytingu í áttina til vinstri. Þetta hefur verið reynt áður og það meira að segja margsinnis. Framsóknarflokkurinn hefur leitt nokkuð margar ríkisstjórnir en þær voru ekki meira til vinstri en svo að í skjóli flokksins dafnaði ýmiskonar pólitísk fyrirgreiðsla. Þaðmun að öllum líkindum ekki breyta neina þó svo ungur maður með ferskar skoðanir komi til sögunnar.

Í ljós kemur að hann hefur aðeins verið tæpan mánuð í flokki þessum. Hann hefur að öllum líkindum ekki kynnst þeim aðilum sem í raun hafa haldið um taumana í flokknum. Það eru auðmennirnir og braskaranir í flokknum sem nú eru margir hverjir tengdir mestu og verstu spillingaöflunum í landinu.

Í annarri frétt í netútgáfu Vísis http://www.visir.is/article/20090119/FRETTIR01/958114659 segir frá því að hvorki Framsóknarflokkur né Sjálfstæðisflokkur hafi lokað bókhaldi sínu fyrir 2007. Hvers vegna skyldi svo vera? Er það vegna þeirra miklu spillingar sem nú hefur komið landi og þjóð í verstu vandræði frá upphafi vega? Það skyldi ekki vera meginskýringin?

Kannski þessi nýja forysta Framsóknarflokksins minni einna helst á nýju fötin keisarans? Verið er að draga athyglina frá því sem í raun og veru er að gerast og fá einhverja málamynda uppstokkun í Framsóknarflokknum sem gjarnan mætti heyra sögunni til.

Það verður erfitt hlutskipti fyrir ungan mann að axla þá miklu ábyrgð sem hvílir á Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn ber ásamt Sjálfstæðisflokknum meginábyrgð á einkavæðingu bankanna, ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem í raun er dýrasti kosningavíxill sem um getur. Með þessum tveim ákvörðunum varð braskið, undirferlin, græðgin, svikin, slægiðn og prettirnir að megineinkennum efnahags íslensks þjóðlífs.

Mosi

Mosi


mbl.is Vill færa flokkinn frá hægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liður í umfangsmiklum blekkingavef?

Þessar nýjustu fréttir benda til að sá grunur eigi við rök að styðjast að flest hafi verið notað til að halda uppi margvíslegri blekkingastarfsemi. Bankarnir voru í höndum þessarra manna eins og leikfang. Þeir virtust hafa fremur litla þekkingu haft á bankamálum, höfðu kannski meiri þekkingu og reynslu að reka bjórverksmiðju og fótboltafélög.

Ríkisstjórnin íslenska, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitsómyndin hafa gjörsamlega með öllu brugðist þjóðinni. Bankarnir fengu að vaxa þjóðfélaginu langt upp fyrir höfuð, spillingaþræðirnir virðast liggja víðar en talið er í fyrstu. Umsvif íslensku grafaræningjanna tengjast greinilega fjarlægum löndum og spurning hversu miklu fé hefur verið flutt leynilega á bankareikninga í skattaparadísum þar sem bankaleyndin er algjör.

Nú þarf að efla skatteftirlit og koma lögum yfir þessa herramenn sem hafa grafið svo svívirðilega undan efnahg þjóðarinnar.

Mosi

 


mbl.is Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yngingin í flokki spillingarinnar

Alltaf þykir vera í kurteysiskyni ástæða að óska til hamingju þeim sem náð hafa góðum árangri. En í þessum Framsóknarflokki, stjórnmálaflokki sem alltof lengi hefur verið tengdur mjög alvarlegri spillingu af ýmsu tagi þá er spurning hversu lengi ungliðarnir standi spillingaöflunum í flokknum snúning.

Varðandi þessa nýju flokksforystu sem kjörin var í gær þá er spurning hvenær „flokkseigendurnir“, peningamennirnir sem raunverulega stjórna bak við tjöldin, grípa fram fyrir hendurnar á unglingunum og setji inn stefnuna eins og þeir vilja. Þá skiptir nýr kompás í brúnni sáralitlu máli.

Spurning er hvort ekki hefði verið hyggilegra að leggja Framsóknarflokkinn niður með manni og mús. Betra hefði verið að stofna nýjan flokk tengdan hagsmunum bænda og annarra dreifbýlinga þar sem tengslin við spillinguna hefðu verið algjörlega rofin.

Mosi


mbl.is Birkir Jón Jónsson nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vafasöm fortíð Valgerðar sem ráðherra

Þegar Valgerður gerðist iðnaðarráðherra fékk hún það vafasama verkefni að berja Kárahnjúkavirkjunina í gegn um þingið. Hagfræðingar vöruðu mjög alvarlega við þessari framkvæmd enda hún allt of mikið þensluvaldandi í litlu hagkerfi. Vegna þess að allt of mikið af erlendu lánsfé streymdi inn í þetta litla hagkerfi okkar varð til það sem nefna má gerfi góðæri. Engin raunveruleg verðmæti byggð á vinnu okkar Íslendinga sjálfra, heldur var þetta mikla fé nánast til þess að auka innflutning á ýmsum lúxúsvarningi inn í landið.

Nú súpum við seyðið af þessu sukki. Kárahnjúkavirkjunin var sérstakt hugðarefni Framsóknarflokksins. Með virkjuninni fékk Framsóknarflokkurinn nokkur fleiri atkvæði í kosningum 2003 en áður og má fullyrða að Kárahnjúkavirkjunin sé einn dýrasti kosningavíxill sem um getur, ekki aðeins í sögu þjóðarinnar heldur víðar.

Framsóknarflokkurinn hefur því miður valdið meiri vandræðum en gagn í íslensku samfélagi. Mikil spilling hefur auk þess verið fylgifiskur þessa flokks öðrum flokkum fremur.

Því mætti gjarnan fara alvarlega að huga að því að leggja hann niður.

Mosi


mbl.is Valgerður fær jafnréttisverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessu verkefni verður að sinna

Fátt gleður hug og hjörtu Íslendinga en fagur skógur sem veitir okkur skjól fyrir næðingi. Skógurinn dregur til sín fjölbreytt fuglalíf sem alltaf er mikil unun að fylgjast með.

Skógrækt er langtímaverkefni. Það skýtur því mjög skökku við ef allt í einu verði grafið undan þessari tegund ræktunar. Þessu verkefni þarf að tryggja að fjárskortur verði ekki til að áætlanir vegna gróðursetninga fari úr skorðum að þessu sinni. Það verður ekki auðvelt að taka upp þráðinn síðar.

Verkefnin eru gríðarleg. Við þurfum fremur að herða á en slaka á ræktun skóga. Ísland er eitt skógfátækasta land heims, meira að segja eru mörg lönd þar sem eyðimerkur eru stór hluti af heildarstærð, ríkari af skóg en Ísland svo undarlega sem það kann að hljóða. Í Saudi Arabíu eru fleiri % landsins þaktir skógi en á Íslandi!

Skógrækt er mjög mikilsverð t.d. vegna bindingar eitraðra lofttegunda. Þannig binst töluvert af CO og CO2 í trjám. Meira að segja brennisteinsmengun getur trjágróður bundið. Sennilega verður að grípa til umtalsverðrar skógræktar til að binda brennisteinsmengunina frá Helllisheiðarvirkjun. Það er tiltölulega auðveld en nokkuð kostnaðarmikil framkvæmd. Þaðkann kannski að vera kostur því nú er atvinnuástand ekki upp á marga fiska í landinu og vinnufúasr hendur unglinga myndu gjarnan vilja taka þátt í þessu auk okkar sem eldri erum. Þannig mætti planta trjáplöntum víða um Mosfellsheiðina sem myndi smám saman verða að umtalsverðum skóg rétt eins og Heiðmörkin sem er ein fegursta náttúruperla í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðisins.

Mosi


mbl.is Milljón trjáplöntur á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfið en skynsamleg ákvörðun

Sú á að vera meginstefna í samskiptum allra landa sín á milli að taka vinsamlega á móti ráðamönnum hvers annars.

Mér er það í fersku minni þegar Davíð Oddsson þá nýorðinn forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar fór í heimsókn til Ísraels. Í stað þess að einhver ráðherra tæki á móti honum og byði okkar mann velkomminn til landsins kom einhver kontóristi úr einhverju ráðuneyti og rétti honum einhvern einhvern pappír. Þegar Davíð las hvað á þessu blaði stóð þá var þar ósk um framsal Edward Hinriksen sem ísraelsk yfirvöldmeintu að væri stríðsglæpamaður, hvorki meira né minna! Þetta var ekki beint kurteysislegar viðtökur og undir þessum kringumstæðum hefði hver einast ráðamaður vestræns frjáls ríkis tekið næstu flugvél áleiðis til baka.

Ef til vill eru þessar viðtökur í huga þeirra utanríkisráðuneytismanna enn í minnum hafðar. Við Íslendingar viljum gjarnan eiga vinsamlegar viðræður og samskipti við aðrar þjóðir, en að taka í hönd fulltrúa ríkisvalds sem hefur á samvisku sinni morð á hundruðum barna og annarra borgara Palestínumanna á Gaza er mjög áleitin spurning hvort með þeirri táknrænu athöfn sé verið að skrifa uppa á syndakvittun fyrir slíkum voðaverkum.

Allir ferðamenn eiga að vera velkomnir til Íslands hvort sem það eru Norðurlandabúar, Bretar,Þjóðverjar, Frakkar, Rússar, Gyðingar eða Ísraelsmenn hvort sem þeir vilja nefna sig, Asíubúar, Ástralir, Afríkubúar eða frá Ameríku, norður, mið eða suður, - það skiptir engu máli svo framarlega sem þeir vilja virða þaðað við erum friðsöm og herlaus þjóð, eigum engin tengsl við hermdarverk og viljum ekki bendla okkur við mannréttindabrot af neinu tagi.

Þessi ákvörðun hefur ábyggilega ekki verið auðveld en hún er bæði mjög skynsamleg og rétt með hliðsjón af þeim fjárhagslegu gríðarlegu erfiðleikum sem við sitjum uppi með fjármálabraskara sem virðist alltaf vera nóg af á öllum tímum í öllum löndum og undir flestum kringumstæðum.

Mosi


mbl.is Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 243587

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband