Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
28.8.2008 | 15:29
Loksins, loksins...
Loksins hafa Þyrnirósirnar í Viðskiptaráðuneytinu vaknað af löngum dvala. Oft er þörf en nú nauðsyn. Þegar fram fór opinber rannsókn á samráði olíufélaganna hérna um árið, þá var eins og tilgangurinn hafi einkum verið sá að klína sök á Þórólf Árnason af því að þá gegndi hann störfum borgarstjóra í Reykjavík. Allir sem þekkja Þórólf vissu, að hann kom aðeins að þessum samráðsmálum sem miðlari upplýsinga og koma á fundum þar sem forstjórarnir tóku ákvarðanir. Svona er unnt að blekkja þjóðina með áróðurskenndum ofsóknum.
Nú er enginn blóraböggull sem vissir pólitíkusar þurfa að ráðast á. Hins vegar er samráð olíufélaganna augljóst. Borðleggjandi er að forstjórarnir hafa heldur en ekki fært sig upp á skaftið með sín samráðsmál.
Óskandi er að fram fari opinber rannsókn á meintu samráði þeirra að halda uppi verði á eldsneyti.
Mosi
Skoðar verðlag á eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.8.2008 | 13:39
Að leika sér að eldinum
Hvað skyldu menn vera að hugsa með því að senda BANDARÍSK STRANDGÆSKLUSKIP TIL SVARTAHAFSINS? Skyldu stjórnendur Nató vera með réttu ráði að ögra Rússum með þessum hætti og svo freklega? Eitthvað heyrðist í Bush ef Rússar væru að koma herskipum sínum fyrir utan New York, Washington og aðrar borgir í Bandaríkjunum.
Georgía er sjálfstætt ríki og þar er við völd vandræðamaður rétt eins og George Bush sem bakað hefur heiminum sífellt meiri vandræði. Georgía er eins fjarri Bush stjórninni og norður heimskautið og þessi auknu hernaðarumsvif á hans vegum eru með öllu óskiljanleg. Bush kemur akkúrat ekkert við hvað er að gerast þarna og ögrun sem þessi er aðeins til að magna deiluna sem mest.
Því miður var mikilhæfur stjórnandi Georgíu hrakinn úr embætti á sínum tíma, Edward Schewardnasse, fyrrum utanríkisráðherra Gorbasjow stjórnarinnar. Eftir að hann lét af völdum hefur allt gengið á afturfótunum í Georgíu og Bush stjórnin og Nató bætir ábyggilega ekki það ástand. Þarna verður að koma á fót friðarliði á vegum Sameinuðu þjóðanna eftir að núverandi valdhafa hefur verið steypt af stóli og komið frá völdum.
Það er mjög vítavert að gefa Rússum tilefni að vígvæðast aftur eins og gerðist í Kalda stríðinu. Er það sem heiminn skortir nú? Mosi leyfir sér að efast stórlega um það.
Mosi
NATO neitar vígbúnaðarfréttum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2008 | 09:17
Dýr í rekstri
Þegar lagt er fyrir alla ráðherra í ríkisstjórn að fara vel með þá opinberu fjármuni sem þeim er trúað fyrir er eytt á einu bretti um 5 milljónum í tvær ferðir menntamálaráðherra. Hefði ein ferð ekki dugað?
Nú er Þorgerður ráðherra ekki á flæðiskeri stödd heldur þokkalega loðin um lófana. Væri ekki rétt að hún hefði sóma síns vegna greitt seinni ferðina úr eigin vasa en að nýta sér þau hlunnindi sem ráðherrar hafa?
Þessar ferðir eru tæplega strangt tiltekið e-ð sem hefði verið talið nauðsynlegt. Við skulum minnast þess að hundruð kennara hafa óskað eftir því að komast í námsleyfi en árum saman fengið neitun. Hvað hefði verið unnt að verða við mörgum slíkum tilmælum ef menntamálaráðherra hefði veitt þessum 5 milljónum fremur í slík verkefni sem nýtast betur í þágu barna og unglinga sem rétt eiga á betri menntun.
Menntamálaráðherra sýnir af sér óvenjulega léttúð með opinbera fjármuni sem hún er fyrst og fremst vörsluaðili en ekki eyðandi þeirra.
Mosi
Kínaferðir kostuðu 5 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 09:08
Hneyksli
Þetta er hreint ótrúlegt að varið sé stórfé í svona nokkuð. Þessar greiðslur eru á kolgráu svæði og spurning hvort þarna sé um mútur að ræða. Greiðslur upp á 22 miljónir bandaríkjadala eru vel á annan milljarð króna.
Bruðl a vegum íslenskra ráðamanna er oft óskiljanlegt með öllu. Menntamálaráðherrann okkar er dýr í rekstri þessar vikurnar í tengslum við ferðir til Kína en þetta tekur yfir allan þjófabálk.
Rétt er að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson geri hreint fyrir sínum dyrum vegna þessa máls.
Mosi
22 milljónir til bandarískra lobbýista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 15:10
Þjóðarréttur á Grænlandi?
Grænlendingar veiða seli og hagnýta sér afurðir af þeim að öllu leyti. Selkjöt brytja þeir gjarnan niður og búa til kjötkássu og elda í stórum pottum.
Sumarið 1994 var Mosi í Narsaq á ferðalagi með þýskumælandi ferðamenn. Sem aðalkvöldverður eitt kvöldið var heilmikil selkjötsveisla og borið fram með brúnni sósu í stórum pottum. Meðlæti var kartöflumús. Gerðu ferðamenn ágæt skil á þessu og bragðaist þokkalega. Mér fannst hins vegar dálítið þráabragð af selsketinu enda er það í eðli sínu nokkuð feitt og er eftir því viðkvæmt fyrir geymslu.
Hér á Íslandi þurfum við ekki að veiða seli okkur til matar en sjálfsagt er að gera það í einhverjum en takmörkuðum mæli. Einkum kann eldra fólk sem vanist hefur selskjöti í æsku vel að meta það. Þá eru dæmi um að einstaka forvitinn ferðamaður vilji gjarnan bragða á svona góðgætien sjálfsagt eru þeir ekki margir.
Mosi
Fengu selkjötssúpu í skiptum fyrir hangikjöt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.8.2008 | 14:52
Góðar fréttir
Íslendingar eiga að nýta sér dýrmæta reynslu við beislun jarðhitans í þágu alls mannskyns í heimi þar sem orkan er takmörkuð auðlind. Við eigum ekki endilega að virkja meira hér á landi að svo stöddu enda erum við að taka á okkur umdeildar skyldur gagnvart alþjóðasamningum vegna koltvísýringsbindingar sem aðrar þjóðir þurfa einnig að takast á við sjálfar ekki síður en við.
Bandaríkjamenn þurfa einnig að læra að safna saman og endurvinna mikilvæga málma eins og ál. Ef þeir söfnuðu í endurvinnslu öllum þeim einnota umbúðum í formi áldósa, þá væri unnt að vinna með því móti meira en tvöfalt það magn af áli sem hér er unnið. Við höfum fórnað tugum fagurra fossa og náttúru sem við fáum aldrei kost á að endurheimta. Væri einnig unnt að spara óhemju langa flutninga á hrááli og hálfunnum afurðum héðan með endurvinnslu áls í Bandaríkjunum sjálfum.
Við Íslendingar stöndum undir mikilli sóun með því að sýna heiminum það kæruleysi að virkja hér eins og lítil börn. Við eigum í staðinn að færa þessa mikilvægu þekkingu að virkja jarðhitann sem mest út í heim þar sem orkan er mjög mikils virði.
Mosi
Samstarf um jarðhitanýtingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.8.2008 | 09:52
Allt venjulegt fólk tapar á dýrtíðinni
Ógnvænlegt er að sjá hve dýrtíðardraugurinn er kominn hratt af stað. Sporna verður við þessari ógnvænlegu þróun enda tapar allt venjulegt fólk á dýrtíðinni. Braskarar græða auðvitað að sama skapi og vænta þess að hala inn háar fúlgur.
Vonandi er að krónugarmurinn okkar lækki ekki flugið meira en orðið er og því ekki ástæða til að óttast meiri dýrtíðar sökum hækkandi verðs á erlendum vörum.
Dýrtíð á að vera okkur tilefni að hagræða í rekstri heimilisins. Við verðum að forgangsraða útgjöldum okkar, setja afborganir í forgang en láta ýmsan lúxussitja á hakanum. Eitt er það sem við getum strax hagrætt og það er að spara notkun á einkabílnum. Rekstur bíla er skelfilega hár og er mörgum mjög þung byrði. Göngum meira og hjólum, tökum strætó en hvílum bílinn eftir því sem tök eru á!
Það opinbera verður einnig að sýna lit með því að gera okkur léttara að hjóla og hagkvæmara með því að taka okkur far með strætisvögnum. Leggja þarf fleiri forgangsreinar fyrir strætisvagna á aðalvegum og útbúa betri og beinari hjólreiðastíga fyrir þá sem gjarnan vilja hafa þann háttinn á.
Mosi
Verðbólgan 14,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2008 | 12:57
Erfið ákvörðun
Sennilega er þessi ákvörðun sú eina rétta eins og staðan er í dag. Ýmsir hafa bent réttilega á, að þetta fum forseta Georgíu er feigðarflan og ekki er rétt af Natóríkjum að taka undir það. Suður-Ossetía er með Norður-Ossetíu nær tengdari Rússlandi en Georgíu.
Í Fréttablaðinu í síðustu viku birtust tvær góðar greinar um þessi málefni. Önnur var þýdd grein eftir mikilmennið Michael Gorbatsjov sem sennilega er einn reyndasti og virtasti núlifandi stjórnvitringur um málefni Austur Evrópu. Hins vegar grein eftir hagfræðinginn Björgvin Guðmundsson sem bendir réttilega á að hagfræðilegar forsendur Georgíu til að fara í stríðsátök eru mjög veikar.
Þá ritaði Árni Þór Sigurðsson þingmaður mjög góða grein um þessi mál í Morgunblaðinu fyrir nokkrum vikum þar sem hann dregur fram söguna sem er vægast sagt ansi blóðug og skrautleg á þessum slóðum og núverandi valdhöfum í Georgíu ekki til framdráttar.
Natóríkin eiga ekki að taka þátt í að kynda undir þessar deilur. Núverandi forseti Georgíu er æsingamaður og ætti að taka með mikilli varúð. Hann æsir upp lýðinn og tekur stórt upp í sig og líkir andstæðingum sínum við ein mestu úrhrök 20. aldar á pólitíska sviðinu.
Að Flugleiðir hafi tekið þátt í vopnaflutningum þangað austur á vegum bandarískra aðila er okkur ekki til framdráttar og síst af öllu traustvekjandi sem hlutlauss aðila sem óskar eftir setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Flugleiðir eru með þessu að taka óþarfa áhættu enda vitum við ekki hvar öfgahópar kunni að bera næst niður en víst er að hermdarverkamenn eru ekki hugdjarfari en að ráðast gjarnan á garðinn þar sem hann er lægstur.
Við eigum að stuðla að friðsamlegri sambúð þjóða en ekki hlaupa með þeim sem vilja meira blóð og hatur í veröldinni. Nóg er af því fyrir!
Mosi
Rússar viðurkenna sjálfstæði Suður-Ossetíu og Abkhaziu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.8.2008 | 11:51
Forgangsverkefni íhaldsins í Reykjavík
Eitt af fyrstu verkefnum hins nýja borgarstjóra í Reykjavík er að ákveða einkavæðingu á almenningssamgöngum. Í Morgunblaðinu s.l. sunnudag, 24.8. birtst lítillátleg auglýsing aftast í auglýsingakálfi blaðsins um einkavæðingu þessa. Vísað er til nánari upplýsinga á heimasíðu Reykjavíkurborgar: http://www.reykjavik.is/utbod
Þegar flett er upp á þessari heimasíðu þá birtist eftirfarandi:
22.08.2008
Akstur fyrir Strætó bs. EES útboð
F.h. Strætó bs. er óskað tilboða í akstur byggðasamlagsins Strætó bs.
Óskað er eftir tilboðum í akstur strætisvagna á 19 leiðum byggðasamlagsins Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu og til Akraness á árunum 2010 2017. Akstur samkvæmt verkskilmálum hefst 1. janúar 2010.
Verkinu er skipt upp í 4 verkhluta og verður að hámarki samið um 3 verkhluta við einn og sama verktaka. Áætlað er að til alls verksins þurfi 46 strætisvagna af mismunandi stærðum, auk varavagna.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Útboðsgögn verða seld á geisladiski á kr. 15.000, frá og með mánudeginum 25. ágúst 2008 í síma- og upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík.
Kynningarfundur verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 11. september 2008 kl. 14:00.
Um er að ræða 2ja umslaga kerfi:
Móttaka tæknilegra upplýsinga og verðtilboða er: 14. nóvember 2008 kl. 10:00, í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Þetta verður að meta sem mjög kléna upplýsingamiðlun. Engar upplýsingar koma þarna fram sem beinlínis varðar notendur almenningsvagna, hverjar leiðir fyrirhugað sé að einkavæða og hverjar ekki. Okkur sem nýtum okkur almenningsvagna er sem sagt ekki ætlað að skipta okkur af þessum málum. Sá sem vill fá nánari upplýsingar verður að reiða fram 15.000 krónur sem sennilega eru ekki afturkræfar. Nú er þetta útboð á evrópska efnahagssvæðinu. Kannski að sá sem auglýsir fyrir Reykjavíkurborg verði að almennu athlægi í Evrópu, þetta hlýtur að vekja athygli og undur að ekkiverði meira sagt.
Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu er þjónusta í þágu allra sem komast þurfa á milli á sem hagkvæmastan og fyrirhafnarminnstan hátt. Þær eru ekki einkamál Sjálfstæðisflokksins þó svo að flokkur þessi telji Strætó vera flokknum svo mikilvægt að stjórn Strætó skipa 5 áhangendur Sjálfstæðisflokksins af 7. Telst þetta vera eðlilegt ástand? Skyldi nokkur þessara 5 fulltrúa Sjálfstæðisflokksins nokkru sinni hafa stigið upp í strætisvagn? Viðhorf Sjálfstæðisflokksins til Strætó hefur alemmntt verið bundin því að Strætó sé fyrir börn og gamalmenni ogeinu sinni lét einn Heimdellingurfrá sér fara að Strætó væri aðeins fyrir aumingja - orð sem er gjörsamlega óskiljanlegt í nútíma samfélagi.
Sem neytandi Strætisvagnaþjónustu en ekki kjósandi Sjálfstæðisflokksins finnst mér þetta vera fyrir neðan allar hellur. Góðar almenningssamgöngur draga úr þörfinni á einkabílnum, bílastæðum og mjög dýrum sem umfangsmiklum umferðarmannvirkjum. Landnýting er af þessum ástæðum mjög slæm og á þetta gegndarlausa dekur Sjálfstæðisflokksins við einkabílnum stóran þátt í því. Rekstur strætisvagna mætti bæta stórlega t.d. færa gatnagerðar- og viðgerðarkostnað gatna til reksturs Strætó öllum að gagni. Draga mætti verulega úr nagladekkjanotkun sem er eiginlega gjörsamlega óþörf í Reykjavík. Reka mætti strætisvagnana hátt í hálft árið ef draga mætti verulega úr malbikunarþörfinni. Bjóða mætti fleirum en framhaldsskólanemendum vildarkjör en sjálfsagt ekki alveg frítt sem er alltaf umdeilt. Fyrirtæki og stofnanir bera oft töluverðan kostnað af bílastæðum og rekstri bíla sem auðveldlega mætti nýta betur til að byggja upp gott almenningsvagnakerfi.
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur að því ljóst og leynt að halda völdum í Reykjavík með öllum þeim tiltæku ráðum sem flokkur þessi telur sig hafa tök á.
Um þessi mál þarf að hefja góða umræðu og hvernig megi stuðla að betri umhverfisvitund meðal höfuðborgarbúa.
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 12:15
Olíufélögin með samráð?
Á undanförnum vikum hefur heimsmarkaðsverð á eldsneyti lækkað mjög mikið. Á Íslandi hafa olíufélögin tegast mjög við að lækka og beita sýndarmennsku gagnvart viðskiptavinum sínum. Ef verð á eldsneyti væri hliðstætt erlendis ætti það að lækka um 10-20% en ekkiaðeins um örfáar krónur.
Við Íslendingar þurfum að sýna þessum herramönnum hvar við kaupum ölið: Við eigum að leggja bílunum okkar sem mest og nota hvert tækifæri að ganga og hjóla eftir því sem hentugast er.
Olíufélögin hafa greinilega með sér samráð. Nú vantar hins vegar stórkaupendur til að kæra þessa mafíustarfsemi. Spurning hvort einhver dugur sé í Neytendasamtökunum? Þau eru mjög máttlaus og duga skammt, - því miður!
Mosi
Eldsneytisverð hækkar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar