Þjóðarréttur á Grænlandi?

Grænlendingar veiða seli og hagnýta sér afurðir af þeim að öllu leyti. Selkjöt brytja þeir gjarnan niður og búa til kjötkássu og elda í stórum pottum. 

Sumarið 1994 var Mosi í Narsaq á ferðalagi með þýskumælandi ferðamenn. Sem aðalkvöldverður eitt kvöldið var heilmikil selkjötsveisla og borið fram með brúnni sósu í stórum pottum. Meðlæti var kartöflumús. Gerðu ferðamenn ágæt skil á þessu og bragðaist þokkalega. Mér fannst hins vegar dálítið þráabragð af selsketinu enda er það í eðli sínu nokkuð feitt og er eftir því viðkvæmt fyrir geymslu.

Hér á Íslandi þurfum við ekki að veiða seli okkur til matar en sjálfsagt er að gera það í einhverjum en takmörkuðum mæli. Einkum kann eldra fólk sem vanist hefur selskjöti í æsku vel að meta það. Þá eru dæmi um að einstaka forvitinn ferðamaður vilji gjarnan bragða á svona „góðgæti“en sjálfsagt eru þeir ekki margir.

Mosi


mbl.is Fengu selkjötssúpu í skiptum fyrir hangikjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Guðjón skrýtið að þú skulir ekki gagnrýna bruðl Þorgerðar Katrínar menntamálaráðherra að fara með 5 milljónir í skemmtiferði til Kína..

Skarfurinn, 27.8.2008 kl. 15:46

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Skarfur!

Hef bætt úr, sjá: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/627219

Guðjón Sigþór Jensson, 28.8.2008 kl. 09:19

3 identicon

Sælir

Ekki veit ég hvort ég get talist til "eldra fólks" en er þó alinn upp við selkjöt og hina stórgóðu súrsuðu selhreyfa. Mér fannst reyndar selkjötið aldrei sérstaklega gott og sumir voru að segja að það væri það kjöt sem mest líktist mannakjöti. Ekki veit ég hvaðan þeir höfðu þann samanburð því ég minnist þess ei að mannakjötsát væri stundað í minni heimabyggð...

Jón Bragi (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 20:00

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Jón Bragi

Í æsku bragðaði eg selkjöt og fannst heldur ekki gott. Það var hjá ömmu minni sem bjó saman með gömlum manni norðan af Ströndum. Sá veiddi sel og fannst sjálfsagt að nýta þær náttúruafurðir sem hann hafði alist upp við. Hann var ættaður úr Ófeigsfirði af miklu dugnaðarfólki sem búnaðist vel.

En nú eru auðvitað aðrir tímar og mun auðveldari að afla sér bjargar. Nú þurfum við ekki að nýta meira en nauðsyn ber til.

Fyrirgefðu seinkomna athugasemd.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.9.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband