Góðar fréttir

Íslendingar eiga að nýta sér dýrmæta reynslu við beislun jarðhitans í þágu alls mannskyns í heimi þar sem orkan er takmörkuð auðlind. Við eigum ekki endilega að virkja meira hér á landi að svo stöddu enda erum við að taka á okkur umdeildar skyldur gagnvart alþjóðasamningum vegna koltvísýringsbindingar sem aðrar þjóðir þurfa einnig að takast á við sjálfar ekki síður en við.

Bandaríkjamenn þurfa einnig að læra að safna saman og endurvinna mikilvæga málma eins og ál. Ef þeir söfnuðu í endurvinnslu öllum þeim einnota umbúðum í formi áldósa, þá væri unnt að vinna með því móti meira en tvöfalt það magn af áli sem hér er unnið. Við höfum fórnað tugum fagurra fossa og náttúru sem við fáum aldrei kost á að endurheimta. Væri einnig unnt að spara óhemju langa flutninga á hrááli og hálfunnum afurðum héðan með endurvinnslu áls í Bandaríkjunum sjálfum.

Við Íslendingar stöndum undir mikilli sóun með því að sýna heiminum það kæruleysi að virkja hér eins og lítil börn. Við eigum í staðinn að færa þessa mikilvægu þekkingu að virkja jarðhitann sem mest út í heim þar sem orkan er mjög mikils virði.

Mosi


mbl.is Samstarf um jarðhitanýtingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Er orkan sumsé ekki mikils virði hér á landi?  Hvaða sóun ert þú svo að tala um?

Sigurjón, 27.8.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bandaríkjamenn eru miklir eyðslumenn. Skiptir þar engu hvort um er að ræða fjármuni, orku eða hráefni af öllu tagi. Þeir haga sér því miður eins og öll þessi gæði séu ótakmörkuð.

Víða í Evrópu hefur orðið mikil umskipti á sviði náttúruverndar og endurvinnslu. Því miður hafa Bandaríkjamenn ekki vaknað af værum blundi og tengt þessa hluti betur saman. Þeir eru allt of bundnir af öðrum hlutum.

Það sem mér þykir miður er, að með því að fara fullgeyst við að virkja hér á landitil þess að Bandaríkjamenn geti haldið á sömu braut, finnst mér rétt að staldra við. Af hverju eigum við að taka þátt í þessu þegar við horfum upp á þessa óþarfa bruðlstarfsemi? Kannski við eigum því að leggja meiri áherslu á að virkja sem mest erlendis en doka við með stærri verkefni hér heima. Almenni markaðurinn þarf árlega um það bil 10 MW til viðbótar og er það orka sem má fá úr 1-2 góðum borholum. Við þurfum því ekki að ganga meir á þennan orkuauð en þörf er á.

Varkárir vísindamenn á sviði jarðhita, t.d. Stefán Arnórsson, gamall reynslubolti í þessum fræðum, leggur eindregið til að fara varlega að virkja jarðhita bæði á Hellisheiðarsvæðinu sem og á Reykjanesi. Hann telur að unnt sé að ná hámarksafköstum sem nýtast okkur kannski í 30-40 ár. Eftir það má reikna með að jarðhitann þurfi að sækja sífellt dýpra eins og gerðist með Reykjaveituna í Mosfellssveit áður en Nesjavallavirkjun kom til sögunnar. Það er því þekkt fyrirbæri, einnig við jarðhitanýtingu, að ekki sé ráðlagt að nema meira burt en náttúran gefur af sér. Að taka fyrirfram út gæði, kemur okkur í koll síðar.

Vona eg að þetta útskýri betur fullyrðingu mína.

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.8.2008 kl. 09:30

3 Smámynd: Sigurjón

Kannske, en ég skil samt ekki samhengið.  Munu Bandaríkjamenn vakna af værum eyðslublundi ef við sýnum þeim hvernig á að virkja jarðvarma?  Það finnst mér ólíklegt.

Nú vill svo til að ég vinn á helztu jarðhitarannsóknarstofnun landsins, nefnilega ÍSOR.  Þar eru varkárir vísindamenn, ekkert síður en óvarkárir og enginn þeirra hefur ljáð máls á þessu sem þú eignar Stefáni.  Ekki mér vitanlega.

Nú eru hjól atvinnulífsins í hægagangi og finnst þér þá rétt að allir í orkugeiranum hætti bara að bora og fari að gera hvað...?

Ef við þurfum að bora dýpra til að ná í varmann, gerum við einmitt það.  Nú er að hefjast djúpborunartilraun fyrir norðan og verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr henni.

Það er enginn hagur í stoppi eða afturför.  Athugum það. 

Sigurjón, 29.8.2008 kl. 04:26

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað eigum við að halda áfram með þau verkefni sem þegar eru hafin, þ. á m. djúpborunarverkefnið. En útrásin hefur verið vanrækt m.a. vegna alvarlegs ágreinings borgarstjórnar í Reykjavík um REI verkefnið. Því á að halda áfram með ENEZ og Geysir Green. Þar má ekki stoppa undir neinum kringumstæðum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.8.2008 kl. 08:21

5 Smámynd: Sigurjón

Alveg er ég sammála því.

Sigurjón, 29.8.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband