Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Íslenska sumarið

Fá tilefni til fagnaðar fyrrum var meiri en koma sumarsins. Allan veturinn hlakkaði Mosi til sumarkomunnar þegar sjá mátti farfuglana okkar kæru snúa til baka úr suðrinu sæla með vorvindunum. Þá tekur gróðurnálin við sér, gróðurangan berst um vitin og allt sem því tilheyrir. Aldrei datt mér til hugar að fara til útlanda á þessum tíma, og þó. Fyrstu utanlandsferðina fór eg fyrir réttum 30 árum með flugvél sem lenti á Sturup flugvelli skammt frá Malmö í Svíþjóð sumarið 1978. Fór þaðan til Kaupmannahafnar og var þar tvær vikur og gisti á farfuglaheimilinu við Bronshöj. Þá voru efnin ekki meir enda hefur Mosi ætíð verið mjög praktískt hugsandi. Rigndi nánast hvern einasta dag en gekk um margar götur, þröngar sem víðar. Varð votur í fæturna. Hvað var eg að sækja til útlanda? Samt var þetta mikil nýlunda fyrir nokkurs konar sveitarmann sem þó var alinn upp á mölinni í Reykjavík. Skoðaði nánast öll söfn í Kaupmannahöfn og nágrenni gaumgæfilega, heillaðist meir af gróðrinum en fólkinu sem er þó alltaf vingjarnlegt og mælir á þessu yndislega mjúka máli, dönskunni.

Síðan fór Mosi nokkrum sinnum í nokkrar vikur hverju sinni til Þýskaland, í Rínarsveitina þaðan sem spúsa hans er komin til landsinskalda norður undir heimskautsbaug. Þangað er gaman að koma en hitar og þurrkar oft miklir. Þá er gaman að koma á knæpu eða í vínstofu vínbónda og njóta ljúffengra veitinga. Eiginlega er skemmtilegast að ferðast til útlanda á vetrum þegar betra veður er þar en hér. Sérstaklega er gaman að koma til Mið-Evrópu um páskaleytið. Fyrstu ferðina til Þýskalands fór Mosi undir lok mars mánaðar árið 1980. Þá var nálægt 15 stiga frost á Fróni. Þegar lent var í Lúxembourg var tiulkynnt að hitastigið væri +24C! Og Mosi var í sínu föðurlandi og var bóksaaflega að farast úr hitasvæjku! Í þann tíð var ekki auðvelt að fá upplýsingar um hitastig erlendis. Núna er þetta allt fengið á örfáum andartökum!

Mosi mælir eindregið með að við njótum sem best sumarsins í okkar eigin landi. Notum vetrarfríin fremur til ferðalaga erlendis en njótum þess að vera Íslendingar á okkar Íslandi á sumrin!

Mosi 


mbl.is Helmingur landsmanna ætlar til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðugt kvistast niður fylgi Sjálfstæðisflokksins

Síminnkandi fylgi Sjálfstæðisflokksins er mjög í samræmi við gerðir hans og framgöngu í stjórnmálum. Er von að keraldið leki:

Þegar stórir stjórar fá þá hugmynd að reka einhvern þá byrja þeir yfirleitt á skúringakonunum!

Að koma Guðmundi Þóroddsyni út á guð og gaddinn er eitthvað gjörsamlega nýtt enda hefur hann ekki til neins sakar unnið annað en að framfylgja því sem af honum var ætlast að gera af sömu aðilum og tóku þá umdeildu ákvörðu að reka hann! Vonandi finnur Guðmundur sér eitthvað þarflegt og gagnlegt til dundurs framvegis enda er hann mjög vel að sér og menntaður í sínum praxís. Kannski minni spámenn komi í stað hans í Skakka húsinu stóra í Árbænum.

Mosi


Hitaveitugangan

Í dag var merkisdagur í sögu Mosfellsbæjar: Nýtt torg í miðbæ bæjarins og nýtt listaverk var afhjúpað með pompi og prakt. Allmargar áheyrileg ávörp ágætra fyrirmanna voru flutt, Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og Kvintett Reynis Sigurðssonar spilaði ásamt Karlakórnum Stefni sem söng mjög vel. Meira að segja tókst honum að syngja Fjallið Skjaldbreiður án þess að jörðin gnötraði rétt eins og á vinabæjarmóti á samkomu í Hlégarði hérna um árið og svo núna aftur á dögunum þegar allt ætlaði um koll að keyra á Suðurlandi vegna samskonar náttúruhamfara!

Eftir vel heppnaða athöfn lagði hluti hópsins af stað áleiðis framhjá Hlégarði, Brúarlandi og Álafossi inn með Varmánni og allt inn að Dælustöð og áfram að Suður Reykjum þar sem rúta ók hópnum til baka. Tilefnið var að um þessar mundir eru 100 ár liðin frá því að bóndinn á Suður-Reykjum, Stefán Bjarni Jónsson frá Dunkárbakka í Daladsýslu fékk þá kostulegu hugmynd að leggja járnpípur úr hver í landi sínu og í íbúðarhús sitt. Þetta tókst með ágætum þó svo að prestinum á Mosfelli sem þá var sr. Magnús Sigurðsson fannst þetta fráleit hugmynd. Það væri jú einskis góðs að vænta af því  sem kæmi úr því neðra! Þannig var þjóðtrúin en 20. öldin er umskiptaöld lífskjara okkar þar sem allt varð auðveldara og vonandi betra.

Árið 1907 hafði sami bóndi lagt vagnfæran veg heim á bæ sinn til þess að geta komið mjólk auðveldar á markað í Reykjavík með hestakerrum. Það var því ósköp eðlilegt að þessi sami bóndi sem var ákaflega framfarasinnaður um marga hluti vildi hafa einhvern nytsaman varning úr kaupstað til bakaþó svo að til óvenjumikilla nýjunga þætti: járnrör!

Þessi tilraun Stebba Dunks eins og hann var kallaður í gömlu Mosfellssveitinni  tókst með miklum ágætum og er talið að þetta sé upphaf hitaveitu á Íslandi! Af þessu ágæta tilefni var efnt til samkeppni meðal listamanna landsins um gerð listaverks og segja má að hugmynd Kristjáns Hrafnssonar sé með ágætum gert og hafi bókstaflega slegið í gegn. Það er einfalt í sjálfu sér en samt skilur það eftir eitthvað sem maður gleymir ekki, hlýju og góðum minningum um hitaveituna og það er auðvitað aðalatriðið!.

Gangan á eftir sem var að forgöngu Sögufélags Kjalarnesþings og nýstofnaðs Umhverfis- og náttúrurfræðifélags Mosfellsbæjar var bæði ánægjuleg og skemmtileg undir mjög góðri leiðsögn Bjarka Bjarnasonar í bæði góðu og þurru veðri.

Óskandi er að þessi Hitaveituganga verði árlegur viðburður í Mosfellsbæ enda er gengið um athyglisvert og fjölbreytt landslag þar sem mikil saga hefur gerst og gott mannlíf hefur fengið að þroskast í margar kynslóðir.

Mosi 


Fylgið fellur

Ljóst er að ríkisstjórnin er búin að tapa meira en 25% fylgi frá því í fyrrasumar. Með sama áframhaldi verður fylgi hennar innan við 10% þegar næst verður gengið til kosninga. Vonandi verður svo því óhætt má fullyrða að vart er unnt að sitja uppi með verri ríkisstjórn en þessa, kannski þegar flokkar Framsóknar og svonefnds Sjálfstæðis á í hlut.

Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt af sér að vera bæði ráðvillt og reikul í miklum vanda enda veit hún stundum ekki í hvorn fótinn beri fyrsta að stíga, þann hægri eða vinstri. 

Mosi 


mbl.is Fylgi stjórnarflokka eykst en fylgi ríkisstjórnar minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiljanlegt

Lengi vel töldu þeir sem stjórna Sjálfstæðisflokknum að þeir væru n.k. elíta valdsins og gæru stjóirnað þjóðinni eins og þeir töldu rétt vera. Kannski er fátt eins fjarstæðukennt að einn flokkur geti stjórnað stærsta sveitarfélagi landisins og e.t.v. landinu öllu með stjórn eins flokks! Þetta var praktíérað á landsvísu á árunum 1927-1931 með skelfilegum afleiðingum. Framsóknarflokkurinn var einn flokka sem stjórnarði landi og lýð. Á árunum frá stofnun Sjálfstæðisflokks 1929 og allt framtil 1978 stjórnaði þessi flokkur í skjóli meirihluta Reykjavíkurborg og aftur frá 1982 uns vinstri meirihluti stýrði Reykjavíkurborg undir forystu Ingibjargar Sólrúnar tók við völdum sem kunnugt er. Aldrei er hollt að sami meirihluti fari með völd meira en tvenn kjörtímabil. Þá fer að myndast spilling af ýmsu tagi sem ekki er auðvelt að uppræta.

Augljóst er flestum þyki ekki æskilegt að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi en hann nú þegar hefur.

Mosi 


mbl.is Fylgi D-lista aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti reglulegi vinnudagurinn - í bili.

Í starfinu hef eg haft mjög góð samskipti við þúsundir manna, nemendur, kennara og aðra starfsmenn. Sumir nemendur eru jafnvel orðið þjóðkunnugt fólk og hefur náð góðum árangri í starfi sem byggst hefur á menntun þeirra við skólann.

Nú eru miklar breytingar á rekstarformi skólans. Hann verður einkavæddur og sameinaður öðrum skóla. Eftir 14 ár í sama starfi er kannski rétti tíminn runninn upp fyrir mig til að finna annað starf. Sjálfur hefi eg góðan rétt til að hætta eftir 20 ára starf í opinberri þjónustu og hyggst því finna nýjan og annan starfsvettvang. Í meira en aldarfjóruðung hefi eg verið sískrifandi í blöð og tímarit, oft e-ð sem sumum finnst gaman og fróðlegt að lesa, öðrum kannski finnst þar að finna óttalegt, gamaldags nöldur um einskis verða hluti. Skil afstöðu þeirra vel og virði frjálsar skoðanir þeirra. En það er kannski hinn hópurinn sem mig langar til að sinna betur. Mig langar til að fara að skrifa lengri texta og hef ýmsar hugmyndir sem vonandi verða fremur að raunveruleika en upphefjist í martröð.

Fljótlega í næsta mánuði hefst ferðaþjónustan á fullu. Þar er alltaf mjög skemmtilegur en mjög krefjandi starfsvettvangur. Er ráðinn þegar í nokkrar ferðir með þýskumælandi ferðamenn um landið.

Í sumar bíða mín auk þess tvö hús að mála, annað heima sem ekki hefur verið málað í nær 20 ár, þar var þó skipt um þak í fyrra. Þá er litla sveitasetrið uppi í Borgarfirði sem alltaf er gaman að koma í og njóta kyrrðar og hvíldar í skjóli vaxandi skógarins. Svo er það öll trjáræktin, dytta þarf að girðingu og gróðursetja trjáplöntur og dytta að sitt hverju sem kemur gróðrinum að gagni í annarri spildu en töluvert stærri.

Þá er það formennska í einu félagi ágætu: Umhverfis- og náttúrurfræðifélag Mosfellsbæjar. Það er tiltölulega ungt félag sem þó hefur vakið nokkra athygli í Mosfellsbæ og vonandi víðar. Þetta félag er þverpólitískt rétt eins og Landvernd þar sem fagleg sjónarmið ráða ríkjum en stjórnmálin láta liggja milli hluta. Hvers vegna er öll þessi pólitíska umræða að stinga sér niður í félagastarfsemi þar sem flest annað á að ræða en pólitík? Pólitík er ein leiðinlegust allra tíka af öllum leiðinlegum tíkum öðrum ólöstuðum. En það er önnur saga. Félag sem þetta þarf að þroskast og blómgast þar sem allir sem ánægju hafa af náttúruskoðun, fái svalað fróðleiksþorsta sínum með áhugaverðum fyrirlestrum og skoðunarferðum. Sú fyrsta á þessu ári verður á morgun: Hitaveitugangan í samvinnu við Sögufélag Kjalarnesþings, Mosfellsbæ og Orkuveitu Reykjavíkur, sjá nánar: http://www.mos.is/Files/Skra_0027897.pdf

Svo kemur blessað haustið með öllum sínum fögru en döpru haustlitum. Nú hyggst eg slást í för með félagi nokkru sem hefur það m.a. að markmiði að fara til útlanda til að skoða tré. Skyldi nokkurs staðar í veröldinni vera til slíkur félagsskapur þar sem fólk tugum saman er tilbúið að eyða stórfé til þess að fara til útlanda til að skoða tré? Nú er áætlað að fara til Kamtschaka austarlega í Síberíu. Mér skilst að stysta leiðin þangað sé beint yfir Norðurpólinn. Þegar þangað er komið er ferðin ekki einu sinni hálfnuð! Ferðin verður skipulögð um Mosku en þaðan og austur eftir er nálægt 10 tíma flug, hvorki meira né minna! Svona fer maður aðeins einu sinni á ævinni.

Jæja góðir hálsar: vona að þið sem nennu hafið að lesa hjal þetta hafið haft fremur einhverja skemmtan og fróðleik af en það gagnstæða.

Góða helgi

Mosi

 


Pyntingar, lýðræðið og mannréttindin

Pyntingar eru gjörsamlega siðlausar og ósamboðnar samfélagi sem telur sig vera málssvara lýðræðis og mannréttinda.

Mosi


mbl.is Sviðsetja vatnspyntingar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að búa í jarðskjálftalandi

Við Íslendingar búum í miklu návígi við náttúruna. Í dag minnti hún á innra afl sitt og jarðskorpan fór á hreyfingu. Við megum þakka fyrir að ekkert manntjón varð en áður fyrr fórust fleiri Íslendingar í jarðskjálftum vegna illa byggðra húsa en beinna afleiðinga af eldgosum.

Stundum höfum við tilhneygingu að gleyma þessari staðreynd. Byggð eru hús oft á glannalegan hátt, byggingarefni eru ekki alltaf það sem hentar og stundum eru byggð allt of há hús vegna þess að lóðabrask hefur ýtt undir verð á fasteignunum, þ.e. lóðum eða eins og lögfræðin útlistar það hugtak: tiltekinn hluti af yfirborði jarða. Hús sem kunna að vera byggð á fasteignum er fylgihlutur fasteignar!

Einu sinni sagði einn byggingafulltrúi ágætu eftir að stórviðri hafði geysað um allt land og valdið miklu tjóni: Kannski er ljott að segja það en svona lagað er fyrir okkur byggingafulltrúanna alveg bráðnauðsynlegt. Við erum að benda fólkinu sem er að byggja að það þurfi að gera þetta betur en það hristir hausinn og telur þetta vera óþarfa afskiptasemi. Svo fýkur bara fúskið út í veður og vind! Þá loksins átta skussarnir sig á að þetta var hárrétt sem við erum að reyna aðkoma inn í hausinn á þessu fólki!

Þegar jarðskjálftarnir riðu yfir Suðurland í júní árið 2000 voru það yfirleitt illa byggð hús sem hrundu eða löskuðust illa. Þar var hönnun þeirra verulega áfátt. Burðarþolsútreikningar þurfa að vera réttir og efnisval þarf einnig að vera rétt. Holsteinn og vikursteinn voru vinsælir sem byggingarefni til sveita um og eftir mðja síðustu öld. Þessi hús hrundu eins og spilaborg enda hentar þetta byggingarefni alls ekki þar sem von er á jarðskjálftum. Þetta byggingarefni hentar betur í flestum löndum Evrópu þar sem engra jarðskjálfta er að vænta.

Sennilega fagna byggingaeftirlitsmenn svona uppákomu sem kröftugum jarðskjálfta. Og óskandi er að byggingabraskarar láti af hugmyndum að byggja háhýsi á Suðurlandi.

Mosi 


mbl.is Forgangsmál að tryggja öryggi íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó!

Það sem þeir Sigurrósarmenn eru nánast allt frábært og vel að verki staðið. Þetta myndband með nýja laginu er mjög listrænt og hreyfingar unga fólksins fallegar og falla vel að hrynjandi tónlistarinnar. Sérstaklega er unga konan sem virðist vera í frjálsu falli og hárið flaksar um höfuð hennar mikið augnakonfekt ef svo má að orði komast. 

Því miður er siðgæðisvitund Bandaríkjamanna gagnvart nektinni mörgum öldum á eftir nútímanum. Viðhorf þeirra í þeim málum mótast mjög af svonefndum púritisma en þeir sem aðhylltust þær kenningar voru strangtrúarmenn. Þeir flúðu England á 17. öld vegna ástandsins í þjóðfélagsbreytingum sem þar áttu sér stað með valdatöku Cromwells. Púritanarnir settust að á austurströnd Bandaríkjanna og höfðu gríðarleg áhrif til frambúðar sem birtist m.a. í viðhorfum þeirra til mannslíkamans.

Þar í landi þykir hins vegar alveg sjálfsagt að sýna ljótleika ofbeldis af margvíslegu tagi en fegurð mannslíkamns virðast þeir aldrei hafa lært að meta, því miður.

Mosi vill óska þeim Sigurrósarmönnum til hamingju með frábært lag og virkilega fallegt myndband. Gangi þeim allt í haginn!

Mosi


mbl.is Myndband Sigur Rósar bannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfilegir tímar

Kalda stríðið var skelfilegur tími. Tortryggni var sáð á alla bóga og víða ólgaði allt að því gegndarlaust hatur milli manna. Fyrir barn og síðar ungling var þetta skelfilegur tími að alast upp við. Faðir minn lét ekki deigan síga, sýndi ótrúlega framsýni að láta lítið í skyn annað en að vilja kynna sér allar hliðar málsins. Hann keypti í lausasölu bæði Morgunblaðið og Þjóðviljann, stundum einnig Alþýðublaðið og Tímann þegar mikið var um að vera. Þetta var á þeim árum þegar dagblöðin voru uppfull af pólitískum upphlaupum. Stundum voru órökstudd svigurmæli til þess fram sett að gera lítið úr andstæðingum sínum.

Þegar Kúbudeilan kom upp á sínum tíma var Kalda stríðið í allri sinni dýrð. Herstöðvar Bandaríkjamanna voru í deiglunni, Íslendingar skiptust í tvo hópa þá sem vildu fylgja Sjálfstæðisflokknum og hina sem voru á móti hernum. Ógnarkraftur vetnissprengjunnar var mikið á vörum fólks og áhyggjur flestra á Íslandi gekk eiginlega út á það hvort væri verra hlutskipti í lífinu, að deyja úr bandarískri eða rússneskri geislavirkni! Svona gat þessi umræða verið barnaleg í alla staði og vitræn var hún alls ekki.

Nú má lesa þessi kaldastríðsár með því að fletta gegnum dagblöðin Morgunblaðið og Þjóðviljann. Vonandi verður ekki um langt að líða að Alþýðublaðið og Tíminn bætist við.

Vonandi koma þessir viðsjárverðu tímar aldrei aftur.

Mosi


mbl.is 32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband