Skelfilegir tímar

Kalda stríðið var skelfilegur tími. Tortryggni var sáð á alla bóga og víða ólgaði allt að því gegndarlaust hatur milli manna. Fyrir barn og síðar ungling var þetta skelfilegur tími að alast upp við. Faðir minn lét ekki deigan síga, sýndi ótrúlega framsýni að láta lítið í skyn annað en að vilja kynna sér allar hliðar málsins. Hann keypti í lausasölu bæði Morgunblaðið og Þjóðviljann, stundum einnig Alþýðublaðið og Tímann þegar mikið var um að vera. Þetta var á þeim árum þegar dagblöðin voru uppfull af pólitískum upphlaupum. Stundum voru órökstudd svigurmæli til þess fram sett að gera lítið úr andstæðingum sínum.

Þegar Kúbudeilan kom upp á sínum tíma var Kalda stríðið í allri sinni dýrð. Herstöðvar Bandaríkjamanna voru í deiglunni, Íslendingar skiptust í tvo hópa þá sem vildu fylgja Sjálfstæðisflokknum og hina sem voru á móti hernum. Ógnarkraftur vetnissprengjunnar var mikið á vörum fólks og áhyggjur flestra á Íslandi gekk eiginlega út á það hvort væri verra hlutskipti í lífinu, að deyja úr bandarískri eða rússneskri geislavirkni! Svona gat þessi umræða verið barnaleg í alla staði og vitræn var hún alls ekki.

Nú má lesa þessi kaldastríðsár með því að fletta gegnum dagblöðin Morgunblaðið og Þjóðviljann. Vonandi verður ekki um langt að líða að Alþýðublaðið og Tíminn bætist við.

Vonandi koma þessir viðsjárverðu tímar aldrei aftur.

Mosi


mbl.is 32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já ég tek undir þetta.  Þetta voru slæmir tímar en merkilegir.  Kaldastríðsárin, það voru árin sem voru tímar ágreinings og tilfinda, en ekki sannleikans.

Stjórnvöld voru með menn í vinnu við að hlera heimilin.  Nún eru þau sökuð um að hlusta ekki á fólkið.  Breyttir tímar? 

Jón Halldór Guðmundsson, 28.5.2008 kl. 00:59

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er svartur blettur og það bera að biðja afsökunar á þessu,það er það mynnsta!!!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.5.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband