Íslenska sumarið

Fá tilefni til fagnaðar fyrrum var meiri en koma sumarsins. Allan veturinn hlakkaði Mosi til sumarkomunnar þegar sjá mátti farfuglana okkar kæru snúa til baka úr suðrinu sæla með vorvindunum. Þá tekur gróðurnálin við sér, gróðurangan berst um vitin og allt sem því tilheyrir. Aldrei datt mér til hugar að fara til útlanda á þessum tíma, og þó. Fyrstu utanlandsferðina fór eg fyrir réttum 30 árum með flugvél sem lenti á Sturup flugvelli skammt frá Malmö í Svíþjóð sumarið 1978. Fór þaðan til Kaupmannahafnar og var þar tvær vikur og gisti á farfuglaheimilinu við Bronshöj. Þá voru efnin ekki meir enda hefur Mosi ætíð verið mjög praktískt hugsandi. Rigndi nánast hvern einasta dag en gekk um margar götur, þröngar sem víðar. Varð votur í fæturna. Hvað var eg að sækja til útlanda? Samt var þetta mikil nýlunda fyrir nokkurs konar sveitarmann sem þó var alinn upp á mölinni í Reykjavík. Skoðaði nánast öll söfn í Kaupmannahöfn og nágrenni gaumgæfilega, heillaðist meir af gróðrinum en fólkinu sem er þó alltaf vingjarnlegt og mælir á þessu yndislega mjúka máli, dönskunni.

Síðan fór Mosi nokkrum sinnum í nokkrar vikur hverju sinni til Þýskaland, í Rínarsveitina þaðan sem spúsa hans er komin til landsinskalda norður undir heimskautsbaug. Þangað er gaman að koma en hitar og þurrkar oft miklir. Þá er gaman að koma á knæpu eða í vínstofu vínbónda og njóta ljúffengra veitinga. Eiginlega er skemmtilegast að ferðast til útlanda á vetrum þegar betra veður er þar en hér. Sérstaklega er gaman að koma til Mið-Evrópu um páskaleytið. Fyrstu ferðina til Þýskalands fór Mosi undir lok mars mánaðar árið 1980. Þá var nálægt 15 stiga frost á Fróni. Þegar lent var í Lúxembourg var tiulkynnt að hitastigið væri +24C! Og Mosi var í sínu föðurlandi og var bóksaaflega að farast úr hitasvæjku! Í þann tíð var ekki auðvelt að fá upplýsingar um hitastig erlendis. Núna er þetta allt fengið á örfáum andartökum!

Mosi mælir eindregið með að við njótum sem best sumarsins í okkar eigin landi. Notum vetrarfríin fremur til ferðalaga erlendis en njótum þess að vera Íslendingar á okkar Íslandi á sumrin!

Mosi 


mbl.is Helmingur landsmanna ætlar til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Tek undir þetta með þér, Mosi minn góður. Það er erfitt og ekki rökrétt að fara frá Íslandi meðan það er klætt sínum græna skrúða. Auðvitað hefur maður þó gert þetta, man sérstaklega eftir einu sumri þegar rignt hafði vikum saman og allt var grátt sem ekki var grænt, að við hjón féllum í freistni og fórum til þurrari svæða í nokkrar vikur. Þegar við komum aftur stytti loks upp hér. En meginreglan er þessi: Heima á sumrum, skoðum okkur um á vetrum.

Sigurður Hreiðar, 1.6.2008 kl. 09:45

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Tek undir þetta með þér Mosi,hefi aldrei farið erlendis að sumri til/nota alltaf sumarið til ferðalaga innanland/en hefi oft farið utan i vetrum og þá aðallega til USA/Kveðja og þakka góða pisla þina undanfarið/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.6.2008 kl. 18:13

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bestu þakkir frá ykkur, Sigurður og Haraldur.

Er núna í verkefnum núna tengdum sem formaður Umhverfis- og náttúrurfræðifélags Mosfellsbæjar. Var á Úlfarsfelli í gær. Skelfilegt er að sjá slóðir út um allt á fjallinu. Þetta hefur versnað mjög mikið síðustu ár og er verstu slóðirnar vestan og norðan við hæsta tindinn. Núna er eg að fara á Mosfellsheiðina en motorcrossmenn hafa gefið í skyn að þar sé mjög gott athafnasvæði!

Þeim líst ekkert of vel á það bæjaryfivöldunum hérna. Þetta þarf allt að skoða og skrá ásamt myndatöku. Síðan tekur við skráning atburða (dokumentéring), skýrslugerð og skrif í blöð og tímarit. Þessi mál hafa verið oft í deiglunni á vettvangi Landverndar en því miður hafa ýmsir stjórnmálamenn ekki skilning á þessum málum. Þegar Vilhjálmur Vilhjálmsson var formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga beitti hann sér fyrir því að sambandið segði sig úr Landvernd. Eins fór ASÍ að en á þeim bæ litu menn eingöngu á þá miklu atvinnu sem varð vegna byggingu Kárahnjúkavirkjunar, einhvers stærsta umhverfisslyss af mannavöldum á Íslandi í seinni tíð. Þá hefur Landsvirkjun sagt sig úr Landvernd þegar mistókst að gleypa þau merku samtök. Ýmsir vilja meina að Landvernd séu of pólitísk. Það tel eg vera mikinn misskilning þegar faglegt og metnaðarfullt starf á sviði náttúruverndar sé bendlað við pólitík. Ætli pólitíin sé ekki annars staðar? Þá má ekki gleyma Pokasjóði sem var stolið frá Landvernd. Þorleifur Einarsson jarðfræðingur og lengi vel stjornarmaður í Landvernd fékk þá snilldarhugmynd og gaf hana Landvernd. Gerður var samningur milli Kaupmannasamtakanna og Landverndar um að þessi elstu náttúruverndarsamtök Íslendinga nytu góðs af plastpokunum. En Adam var ekki lengi í paradís: vissir kaupmenn og kaupahéðnar sáu ofsjónum yfir þessu, lögðu niður gömlu Kaupmannasamtökin og stálu þar með Pokasjóðnum og veittu honum til ýmissa umdeildra verkefna. Nýjasta úthlutunin var til Rauða krossins vegna hamfaranna í Búrma. Sú aðstoð nýtist fyrst og fremst herforingastjórninni þar. 

Er ekki verkefni Pokasjóðsins orðin ansi útþynnt þegar ekki er unnt að sinna betur umhverfismálum á Íslandi?  

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 3.6.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband