Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Champagne - Kampavín - Freyðivín og Sekt

Eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrri heimstyrjöldinni var tekið inn í friðarsamningana 1919 að Þjóðverjar mættu ekki markaðsetja freyðivín sitt sem þeir framleiddu undir vöruheitinu Champagne. Freyðivínið sem Þjóðverjar framleiða gefur hinu franska ekkert eftir sem þeir framleiða undir vöruheitinu Champagne eftir þessu þekkta héraði. Í staðinn nefndu Þjóðverjar freyðivínið Sekt. Ekki er svo að skilja að það eigi eitthvað skilt við íslenska orðið en Sekt er virkilega mjög gott freyðivín.

Mæli með Henkell trocken sem framleitt er í Wiesbaden, höfuðborginni í Hessen síðan 1856 og fæst í öllum betri brennivínsbúðum (fatahreinsunum) á Íslandi. Þjóðverjar hafa framleitt góð vín allt frá miðöldum og eru Rínarvínin þekkt meira að segja á Íslandi síðan á miðöldum. Hansakaupmenn fluttu Rínarvín um allt verslunarsvæðið sitt, meira að segja á kuggum sínum allt til Íslands. Má lesa heimildir um það í Fornbréfasafni.

Mosi 

 


mbl.is Champagne í Sviss eða Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skorradalur

Um þessa helgi var Mosi í Skorradal þar sem hann á ofurlítið sveitasetur ásamt fjölskyldu sinni. Húsið er eitt af þeim minnstu en samt eitt af þeim húsum sem sennilega er oftast notað. Fjölskyldan finnst  oft ástæða að fara þangað frá höfuðborgarsvæðinu enda er þar mjög fagurt og friðsælt ekki síður um vetur en sumar.

Í vetur var mjög kalt og í vetur barði Mosi það lægsta hitastig augum sem hann nokkurn tíma hefur séð á sinni ævi: -29C. Hitamælirinn er í tæplega 2ja metra hæð og er á vegg milli tveggja húsa. Þannig að nokkuð lætur nærri að mæling þessi sé við svonefndar staðalaðstæður.

Þessi helgi var yndisleg: mikil sól en dálítill næðingur af norðri. Veturinn er ekki síðri en sumarið, fegurð og samspil andstæður náttúrunnar er aðdáunarvert. Vatnið er um þessar mundir ísi lagt en víða eru varhugaverðar vakir sem vert er að gefa fyllstu gaum. Meðfram vatninu er skemmtileg gönguleið en víða er torleiði eins og sjá má á einni myndinni. Því veldur starfsemin í Andakílsárvirkjun en vatnsyfirborðið er oft mjög misjafnt. Á þessu þarf að ráða bót enda sitja margir uppi með skemmdir vegna vatnagangs.

Mosi 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leggjum bílunum!

Með stórhækkun á eldsneyti er ástæða að breyta til. Hvernig væri að leggja bílunum, ganga meira, hjóla og taka strætó?

Mosi kaupir strætókort sem gildir í heilan meðgöngutíma eða 9 mánuði. Fyrir það er greitt rúmlega 30.000 krónur. Unnt er að fara með hvaða strætisvagni hvert sem er og hvenær sem er meðan þeir eru á ferðinni, jafnvel upp á Akranes.

Ef Mosi myndi aka á 11 ára gamla heimilisbílnum í vinnuna færu um 5.000 krónur á viku. Það gerir hátt í 200.000 á 9 mánuðum. Sparnaðurinn er umtalsverður auk þess sem annar kostnaður sparast mjög mikið: stöðumælar, aukið viðhald bifreiðar o.s.frv.

Mosi mælir eindregið með kostum strætisvagna. Minni notkun einkabíla stuðlar að gríðarlegum sparnaði sem íslensku þjóðinni veitti nú ekki af á þessum síðustu og verstu tímum!

Mosi


mbl.is Dýr mótmæli bílstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafin yfir lög?

Ljóst er að öll mengandi starfsemi virðist vera hafin yfir lög. Fátt eða jafnvel ekkert virðist geta komið í veg fyrir eða alla vega hægt á þessari ógnvænlegu þróun: að setja niður mengandi starfsemi niður á flest krummaskuð á landinu.

Nú var tilgangur álversins fyrir austan að stoppa fólksflutninga þaðan. Eftir gögnum Hagstofunnar hefur þetta ekki gengið eftir og virðist sem þeir séu nú brottfluttir eða á förum sem voru á móti þessum framkvæmdum.

Þegar kapítalið er komið á kreik þá virðist fátt geta stoppað það. Við búum við mjög ófullkomið lagaumhverfi mengandi starfsemi. Víðast hvar í veröldinni er verið að gjörbreyta skattumhverfi stóriðju og teknir upp umhverfisskattar. En nú er komið að vatnaskilum: einungis er unnt að leyfa eitt álver enn og það í minni kantinum því útblástursheimildir Íslendinga eru að verða uppurnar. Þessar heimildir hafa verið gefnar af stjórnvöldum sem sýnt hafa umhverfismálum ótrúlega léttúð og kæruleysi.

Mosi


mbl.is Vill stjórnarskrárbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak

Óhætt má segja að meðal ungs fólks sé töluverð ábyrgðartilfinning fyrir meðferð á opinberum fjármunum. Unga fólkið sér bruðlið allt í kring og það er frábært að það skuli til sín taka og koma vitinu fyrir okkur eldri!

Haldið endilega áfram að benda ráðamönnum þjóðarinnar á hvernig við getum sparað stórfé til að við getum nýtt skattféð betur en nú er!

Mosi


mbl.is Sendu ráðherrum leiðbeiningar með hraðpósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílstjórarnir baula: Eru mótmælin komin út í öfgar?

Hvers vegna í ósköpunum hafa yfirvöld ekki gripið í þessi mótmæli? Lögin eru skýr: þessar aðgerðir eru alvarleg brot á hegningarlögunum auk ýmissa annarra laga. Núna baula bílsstjórar fyrir utan Landspítalann. Þegar Mosi var ungur minnist hann þess að skilti voru fyrir utan sjúkrahús þar sem ökumenn voru beðnir að aka ekki aðeins varlega, heldur bæði hljóðlega og hægt. Sú tíð virðist vera liðin að tekið sé tillit til þeirra sem minna mega sín.

Hvers vegna í ósköpunum fara ráðamenn þjóðarinnar til útlanda á einhverja ráðstefnu. Þar verður einkum farið með málefni hermála og hvernig næstu skref eigi að vera á þeim vettvangi. Hefði ekki verið nóg að senda kontórista í ráðuneytunum þeir hefðu getað sent kveðju íslenskra ráðmanna sem sem er fá engu ráðið í þeim efnum?

Svo virðist guðunum fyrir að þakka að glæpamenn: morðingjar, nauðgarar, bankaræningjar og aðrir illa innrættir ofbeldismenn hafa ekki útnýtt sér þessar krítísku aðstæður þar sem lögreglan hefur haft ekkert annað fyrir stafni en að forða stórslysum og átökum vegna þessara aðgerða bílsstjóranna.

Betra hefði verið að æðstu ráðamenn framkvæmdavaldsins hefðu verið kjurir hér heima og ígrunduðu vandlega hvernig unnt hefði verið að leysa úr óánægju atvinnubifreiðastjóra vegna allt of hás olíuverðs.

Svo óskar Mosi þeim alls góðs í þeirra baráttu fyrir lægri álögum á eldsneyti, - en án svona fíflagangs og lögbrota eins og við höfum þurft að horfa upp á.

Mótmæli geta verið bæði ódýr og þögul en samt margfalt markvissari og árangursríkari.

Mosi


mbl.is Aðgengi takmarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka lögin í sínar hendur

Ljóst er að alvarlegt hegningarlagabrot er að valda óþarfa töfum á almenningssamgöngum og helstu umferðagötum. Vekrnaðarlýsingin er m.a. í 168. og 176. gr. almennra hegningarlaga nr. 19.1940. Ákvæði þessi eru alveg skýr og er undarlegt að lögreglan hafi ekki tekið þessi bort sérstaklega alvarlega fram að þessu.

Það er grafalvarlegt mál þegar múgæsing breiðist út og mótmæli sem ella eiga að vera friðsamleg, gætu haft afdrifaríka afleiðingu í för með sér. Hyggjast þeir sem stýra þessum mótmælum axla þá ábyrgð sem hugsanlega gæti hlotist af þessum ólögmætu aðgerðum?

Í nútímasamfélagi er mikilvægt að samgöngur gangi sem greiðast. Lögregla, brunabíla og sjúkrabílar þurfa að hafa sem greiðasta leið á vettvang þar sem aðstoðar er óskað. Ef ofbeldismenn eru t.d. á vappi á þeim slóðum þar sem ekki er greiðaur aðgangur, t.d. líkamsárás og bankarán, alvarlegt slys, bruni eða að einhver er í bráðri lífshættu og hjálparlið er teppt, hyggjast þá mótmælendur axla ábyrgð á þeim ólögmætu aðgerðum sem þeir eru að beita sér fyrir?

Sitt hvað er að mótmæla og taka lögin í sínar hendur. Það er refsivert í öllum lýðræðisríkjum þar sem byggt er á grundvelli réttarríkisins. Undarlegt má það heita að þetta hafa mótmælendur ekki áttað sig á. Betra er að mótmæla með lögin með sér en móti.

Þegar virkjunarframkvæmdum var mótmælt hérna um árið vakti vaskleg framganga lögreglunnar athygli. Víkingasveit lögreglunnar var send upp á hálendið til að stoppa þessi mótmæli og handtaka mótmælendur. Núna er nánast ekkert gert. Er þó þessi mótmæli sýnu alvarlegri en nokkrir saklaus tjöld, mótmælasöngur og borðar uppi á hálendinu.

Af hverju er afskiptaleysið nánast algert og samfélagið er nánast lamað dag eftir dag vegna ólögmætra aðgerða?

Hvað verður næst? Nú er ljóst að það eru ekki aðeins bílstjórar sem hafa atvinnu af ökutækjum heldur eru einnig ýmsir aðrir sem taka þátt í mótmælum. Á forsíðu Morgunblaðsins er t.d. mynd af risastórum skúffubíll með breiðum hjólbörðum, kannski negldum í þokkabót. Ekki er það atvinnutæki?

Axla mótmælendur ábyrgð?

Mosi 


mbl.is Mestu tafir hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drögum úr notkun á blikkbikkjum!

Fjöldi manns mótmælir háu eldsneytisverði.

Hvers vegna í ósköpum dregur þá fólk ekki úr notkun bílanna, alla vega meðan á mótmælum stendur? Það væri mun áhrifaríkara en að mótmæla með blikkbikkjunum!

Mosi


mbl.is Margra kílómetra bílaröð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofnotkun þágufalls

Í stað: „Búist við mörgum á Austurvelli“ væri auðvitað réttara að segja : „Búist við mörgum á Austurvöll“.

Mosi


mbl.is Búist við mörgum á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vafasöm frægð

Haft er eftir nafngreindum breskum braskara fyrir nokkrum misserum: „Ég vil verða þekktur sem maðurinn sem gerði Ísland gjaldþrota!“ 

Ýmislegt bendir til að hann hafi komið við sögu þeirra þrenginginga sem Íslendingar hafa lent nú í. Þessi breski braskari átti sinn þátt í að hafa einnig stuðlað að falli breska pundsins árið 1992. Skyldi þessi sami vafasami braskari hafa komið við sögu að grafa undan fjárhag annarra þjóða, t.d. í þriðja heiminum? Svona þokkapiltum var áður veitt almennileg ráðningu á almannafæri, þeir voru settir í gapastokk, gott ef ekki rassskelltir eða jafnvel brennimerktir öðrum slæmum skálkum til alvarlegrar aðvörunar.

Spurning hvernig fjármálakerfi heims geta varist svona þrjótum sem ýmist grafa undan fjármálum heilla ríkja eða gera annan óskunda af sér á borð við að dreifa tölvuvírusum og öðru slíku. Á þessu ætti að vera tekið eins og hverjum öðrum hermdarverkum. Nútímaþjóðfélagið hefur lögregluna og skattyfirvöld og það ætti að rannsaka til hlítar umsvif þessa braskara með hliðsjón af meintum skattsvikum. Þá þurfa vestræn ríki að hafa gott samráð um þessi mál hvernig koma megi í veg fyrir að svona upphlaup vegna braskara geti endurtekið sig.

Mosi


mbl.is Vildi gera Ísland gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 243586

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband