Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Bjórkælirinn

Verður bjórkælirinn góði úr Austurstræti kannski einhvers staðar á vegi hlauparanna? Gott væri að fá sér góða hressingu alla vega að hlaupi loknu!

Mosi 


mbl.is Vináttuhlaup sett í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi?

Hver er ástæða þessarar brottvísunar? Hvað er í gangi? Tengist þessi ákvörðun stjórnmálum eða einhverjum öðrum ástæðum?

Stjórnendur Stöðvar 2 skulda þjóðinni og þessum ágæta fréttamanns tilhlýðilega skýringu. 

Mosi - alias 

 


mbl.is Steingrímur: Ekki pólitísk ástæða fyrir uppsögn Þóru Kristínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldisaðgerðir borga sig aldrei

Einkennilegt er að sumt fólk virðist seint og jafnvel aldrei skilja að friðsöm mótmæli eru yfirleitt mun áhrifaríkari en hávaðinn, hrokinn og ofbeldið.

Heimsbyggðin minnist Gandhis sem nánast sigraði Breta þó svo hann væri vopnlaus en barðist gegn ofbeldinu. Enginn man lengur hver stjórnaði breska heraflanum gegn andófi Indverja sem Gandhi var aðalmaðurinn í.

Og í seinni tíð munum við mikilmennisins Nelson Mandela. Af hverju er hann ekki oftar góð fyrirmynd þeirra sem vilja breyta samfélaginu? Þessi maður sem sat bak við lás og slá i nær 30 ár kom í veg fyrir hræðilegt uppgjör sem allt stefndi í þegar apartheitstefnan í Suður Afríku leið undir lok.

Við Íslendingar getum tekið þessa menn einnig til fyrirmyndar. Stjórnarskrá Mandela væri t.d. mjög athyglisverð fyrirmynd að mörgum lausnum vandræða sem við sitjum uppi með norður undir heimskautsbaug. Af hverju er valdinu skipað svo hár sess í okkar stjórnarskrá en mannréttindin koma síðast? Væri ekki unnt að snúa þessu við eins og í stjórnarskrá Mandela?

Norðmenn þyrftu einnig að taka sig á og skoða hvort ekki sé unnt að bæta samfélagið. Með því mætti koma í veg fyrir svona ofbeldistilhneygingar sem segir frá í fréttinni. Skoðanaskipti eru nauðsynleg í lýðræðislegu samfélagi en hvers konar ofbeldi byggist á rangsleitni og hroka sem ekki á að vera upp á marga fiska.

Mosi - alias 


mbl.is Karlmaður ákærður fyrir að skipuleggja árásir á sendiráð í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðislegar skyldur

Ekki veitir af að veita ríkisstjórninni gott og virkt aðhald. Það eru lýðræðislegar skyldur okkar að gagnrýna það sem betur má fara.

Þó svo að sitt hvað sé ágætt að gerast t.d. hefur félagi Össur ákveðið að fara varlega inn í danssalinn þar sem álversöngurinn glymur, þá þarf að fylgjast gjörla með hvað er að gerast á stjórnarheimilinu. Hvað er að gerast í Utanríkisráðuneytinu sem er alltaf að verða erfiðara og dýrara á fóðrum. Er þessi utanríkisstefna á vetur setjandi? Með þetta norsk-sænska hneykslismál í huga, þá er fyllsta ástæða til að endurskoða síðustu ákvarðanir varðandi þessi svonefndu varnarmál sem í hugum margra er vægast hlægilegt. Hvað ætlar 300 þús manna þjóð upp á dekk í hernaðarbrambolti? Eigum við ekki fremur að leggja lóð okkar á friðarskálina en að taka þátt í þessum aumkunarverða hernaðarævintýri stórveldanna? Við eigum ekkert að skipta okkur af nokkru sem við höfum afar takmarkaða eða nánast enga þekkingu á.

Svo má ekki gleyma því að við í stjórnarandstöðunni eigum að vera óspör á hólið þegar vel tekst til!

 Mosi - alias


mbl.is Steingrímur: Hlutverk VG að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrum stjórnmálamaður veður í peningum

Það er með ólíkindum hvað þessi umdeildi fyrrum stjórnmálamaður veður í peningum. Auðsöfnunin virðist slík að flest verður að gulli hjá honum rétt eins og hjá Mídasi konungi forðum en allt varð að gulli sem hann snerti svo sem kunnugt er af fornum sögnum.

Þegar hann var ráðherra á sínum tíma fór hann mikinn, samdi við stórfyrirtæki um hræódýrt rafmagnsverð og  markaðsetti Ísland sem gósenland mengandi stóriðju.

Það skyldi þó ekki vera fjárhagslegt samband þarna á milli, lipurð við auðjöfra stóriðjunnar og gegndarlausrar auðsöfnunar?

Hvað skyldi frétta af einkafyrirtækinu Fikti sem hefur verið prívatfyrirtæki þessa fyrrum ráðherra?

Mosi - alias 


mbl.is Finnur selur bréf sín í Icelandair og hættir sem stjórnarformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harmleikurinn á jökli

Nú þegar þetta er skrifað hafa yfir 100 sérþjálfaðir björgunar- og hjálparsveitamenn unnið dögum saman mikið og gott óeigingjarnt starf í þeim tilgangi að verða erlendum meðborgurum til aðstoðar - en því miður án árangurs fram að þessu. Hvernig getur slys sem þetta orðið: að tveir menn af erlendu bergi brotnir ganga á vit örlaga sinna á íslenskum jökli og þegar þeir lenda í erfiðleikum er engarar bjargar að vænta - fyrr en of seint? Kannski annar þeirra hefur hrasað niður í djúpa sprungu og dregið hinn niður með sér.

Undir lok júnímánaðar nú í ár kom Mosi í Upplýsingamiðstöðina í Skaftafelli með hóp ferðamanna sem honum hafði verið trúað fyrir. Við sáum í þartilbúnum sýningarskáp efitrlátna muni áþekks leiðangurs og nú virðist hafa átt svipuð örlög. Fyrir meira en hálfri öld eða 1953 týndust tveir ungir breskir fjallgöngumenn á svipuðum slóðum og þessir tveir Þjóðverjar. Þeir lögðu af stað galvaskir á brattann í þokkalegu veðri en fljótlega breyttist veðurfarið. Næsta dag skall á hið versta veður og stóð yfir meira en viku. Bretarnir tveir skiluðu sér aldrei. Um sumarið var svipast eftir þeim eftir því sem aðstæður leyfðu en aldrei varð vart við þá fyrr en um aldamótin síðustu að jökullinn skilaði aftur því hann hafði tekið: nokkrir munir Bretanna á borð við ferðabúnað þeirra, slitur úr bakpoka og tjaldi, tjaldhæla, persónuskilríki og tannbursta annars þeirra sem er varðveitt í þessum sýningarskáp í Skaftafelli öllum þeim til aðvörunar sem hyggjast takast á við erfiða fjallgöngu á hæsta tind landsins, Hvannadalsjökul. Eru nokkrir aðrir munir en þessir sem nánast æpa aðvörunarorð til þeirra sem hyggjast takast á við erfiða og hættulega fjallgöngu?

Við Íslendingar erum því miður eftirbátar margra annarra þjóða og við þurfum að taka okkur verulega á. Þeir sem sækja okkur heim hafa e.t.v. úreltar upplýsingar. Er líklegt að Þjóverjarnir tveir sem núna liggja að öllum líkindum í kaldri gröf í djúpri jökulsprungu hafi haft upplýsngar um leiðir á Hvannadalshnjúk sem við átti fyrir mörgum árum og er e.t.v. aðeins fær að vetrarlagi eða snemmsumars en ALLS EKKI síðsumars? Hvernig getum við komið í veg fyrir úreltar upplýsingar en veitt raunhæfar og réttar upplýsingar eins og við á hverju sinni?

Í Sviss er víða tekið fyrir að nokkur leggi á sig erfiða fjallgöngu öðru vísi en að bóka sig fyrirfarm, leggi fram skilríki að hann sé bæði andlega og líkamlega fær að takast á við þessa raun og að viðkomandi hafi tryggingu að ef kalla þurfi til björgunarlið verði það greitt. Svissarar hafa fyrir löngu tekið þá stefnu að ævintýramennska án tilkynningarskyldu og trygginga sé óðs manns æði. Hvers vegna nýtum við okkur ekki reynslu þessarar merku fjallaþjóðar þegar um áþekk viðfangsefni er um að ræða?

Við þurfum að taka upp skilyrðislausa skyldu þeirra sem hyggjast leggja fyrir sig  krefjandi ferðir eins síns liðs á hálendi Íslands að þeir leggi fram nákvæma ferðaáætlun, tilkynningarskyldu og sennilega kröfu um tryggingar ef á reynir að senda þarf leitarfólk eftir þeim. Öðru vísi getum við ekki komið í veg fyrir að hálendið verði vettvangur hættuspils sem þessa og við gjarnan viljum vera án. Þetta á bæði við erlenda ríkisborgara og okkur Íslendinga sjálfa.

Mosi - alias 

 


mbl.is Árangurslaus leit við erfiðar aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ber ábyrgð á ferjuklúðrinu?

Margir hafa eðlilega tjáð sig um Grímseyjarferjuna sem keypt var notuð erlendis frá. Sýnist eðlilega öllum sitt hvað í þessu furðulega máli. Ljóst er að heimildin í fjárlögum er að kaupa fé fyrir andvirði eldri ferju sem að öllum líkindum er enn óseld! Spurning er því hvort heimild til kaupanna sé því ekki bundin þessari eðlilegu forgangsröð: selja eldri ferju fyrst og kaupa fyrir andvirði hennar og auknu framlagi úr ríkissjóði.

Ríkisendurskoðandi hefur í greinargerð sinni gagnrýnt mjög kaupin á faglegan hátt en fjármálaráðherra lætur hafa eftir sér að þetta sé bara venja í stjórnsýslunni!!! Þetta innlegg ráðherra þykir Mosa vera með endemum!! Er sem sagt venja stjórnmálamanna að fara ekki eftir því sem samþykkt er á Alþingi Íslendinga? Spurning er hvort fjármálaráðherra hafi ekki tekið á sig ábyrgð á þessu klúðri. Og ef svo er, þá þarf Alþingi að taka til sinna ráða og ef ástæða er til að kalla saman Landsdóm að taka á þessu máli.

Ljóst er að einhver ókunnur stjórnmálamaður hefur tekið umdeilda ákvörðun sem leiddi til kaupanna á þessu umdeilda skipi. Hann hefur brugðið yfir sig huliðshjálminum og virðist vera horfinn bak við þetta mikla leyndarmál. Spurning hver hann er þessi huldaður. Þá er önnur áleitin spurning hvort einhver hafi haft einhvern fjárhagslegan ávinning á að þessi ákvörðun hafi verið tekin. Ef svo er þá er ekki fjarri að ætla að mútur tengist þessu máli.

Mosi stendur með ríkisendurskoðenda hvers hlutverk er að gæta þess að fjármunir ríkissjóðs sé rétt varið og í fullkomnu samræmi við það sem Alþingi hefur ákveðið og nýtist sem best í þágu þjóðarinnar. Framkvæmdavaldið er bundið ákvörðunum Alþingis og hefur ekki heimild að breyta ákvörðun sem tekin hefur verið af því.

Mosi - alias


mbl.is Ísland vann í lottóinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegur úrskurður

Furðulegur rökstuðningur er með úrskurði Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála að vísa frá kæru Landverndar sökum aðildarskorts!

Landvernd er þverpólitísk grasrótarsamtök og lætur sig varða umhverfismál á Íslandi.

Eðlilegt er að stjórn Landverndar ákveði þegar að vísa þessum furðulega úrskurði til æðra stjórnvalds sem feli þessari úrskurðarnefnd að fella efnislegan úrskurð í málinu.

Að öðrum kosti þarf að bera þetta ágreinignsefni undir dómstóla og fá staðfestingu á því mikilvæga hlutverki sem Landvernd hefur.

Mosi

alias 

 


mbl.is Kæru Landverndar vegna framkvæmda í Heiðmörk vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg þróun

Þegar litið er á þróun undanfarna áratugi þá hefur fiskvinnsla flust frá fiskiðjuverunum og að miklu leyti um borð í tgarana og jafnvel skipin að nokkru. Að HBGrandi flytji starfsemi sína á Akranes er því mjög eðlileg þróun.

Lóðaverð í Reykjavík hefur farið mjög hækkandi á undanförnum árum. Lóð HBGranda við gömlu höfnina er ábyggilega mjög verðmæt og fylgir væntanlega þeirri þróun sem verið hefur.

Fyrir meira en hálfri öld kom sú hugmynd að byggja hótel í Örfirisey en eftir að síldarbræðsla var byggð þar skömmu eftir stríð og olíubirgðastöð þá runnu þær góðu hugmyndir út í sandinn. Sólarlag og útsýni er mjög fagurt í Örfirisey og þó það sé sjónarsviptir af þessu merka atvinnufyrirtæki þá tekur alltaf annað við og mætti segja það vera táknrænt ef þarna byggðist hótel sem yrði ábyggilega mjög vinsælt meðal ferðamanna og gæfi góðan framtíðararð ekki síður en vel rekið útgerðarfyrirtæki sem HBGrandi. En þá þarf að finna olíubirgðastöðinni e-n annan heppilegri stað ogþví fyrr - því betra!

Hluthafar HBGranda geta ábyggilega glaðst yfir mikilli hagræðingu með þessari skynsömu ákvörðun stjórnenda. Við sem eigum dálítinn hlut í þessu mikilvægasta og stærsta útgerðarfyrirtæki landsmanna sjáum fram á að betri tíð er í vændum. Ekki dugar að gráta þó svo við þurfum að sjá eftir hluta starfsemi á vegum þessa góða fyrirtækis flutta upp á Skaga þar sem lóðir eru mun ódýrari en hér syðra.

Vonandi verður frábær hugmynd Ólafs Hvanndal prentmyndasmiðs að raunveruleika að í Örfirisey rísi fagurt hótel þar sem ferðaþjónustan gæti blómstrað um ókomna framtíð. Mosa þætti vel við hæfi að viðra þær hugmyndir sem hann lagði fram á sínum tíma á síðum Morgunblaðsins. Ólafur var merkur brautryðjandi á sínum tíma og væri mikilsvert að saga hans yrði rifjuð upp við gott tilefni en hann lést um 1954, 75 ára að aldri.

Til hamingju HBGranda menn og Akurnesingar að ógleymdum Reykvíkingum!!! Við eigum að vona það besta og framtíðin er björt framundan!!

Mosi - alias 


mbl.is Framtíð athafnasvæðis HB Granda í Reykjavík óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glannaleg fréttamennska

Mosi er nánast orðlaus hve annars ágætur fjölmiðill gengur langt í frétt sem varðar tiltekinn verktaka. Mjög alvarlegt er að nafngreina tiltekinn mann og bera honum á brýn um alvarleg misferli án þess að jafnframt sé gætt þess að andmælaréttur hans sé virtur.

Svona óvönduð vinnubrögð geta dregið alvarlegan dilk á eftir sér: viðkomandi getur öðlast skaðabótarétt vegna þess að þarna er um að ræða árás gegn friðhelgi hans, heiðarleiki hans dreginn stórlega í efa, jafnvel atvinnu hans stefnt í hættu o.s.frv.

Ætli nokkur vilji nokkrum það illt að hann geti ekki borið hendur fyrir sig og varið sig? Í þessari frétt er farin leið sem kúrekar í Texas eru einna þekktastir fyrir: skjóta fyrst og spyrja svo!! Það er ekki til eftirbreytni og síst af öllu í réttarríki.

Svona tilfelli er dæmigert neytendamál og betur hefði verið að viðkomandi hefði snúið sér t.d. til Neytendasamtakanna og fengið góða og vandaða ráðleggingu hvernig best væri að fylgja málinu eftir.

Mosi 


mbl.is Varað við verktaka á vefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 243585

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband